Vísir - 18.09.1963, Síða 6
6
V í S IR . Miðvikudagur 18. sepíember 1963.
útlönd í raorprm útlönd í■ inorgun : útlönd 1 raorgun. útlönd í morguii
SÞ nærrí
New Vork f morgun.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í gær í New York.
Kjörinn var nýr forseti þingsins, og varaforsetar, en meðal þeirra var
Thor Thors, ambassador Islands í Bandarikjunum og aðalfulltrúi lands-
ins hjá Sameinuðu þjóðunum. U Than-t, framk-væmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna Iagði fram skýrslu sína um hemaðaraðgerðir SÞ f Kongó.
Forseti Allsherjarþingsins var
kjörinn dr. Carlos Sosa-Rodri-
quez frá Venezuela. Var kjör
hans einróma, en 11 ríki sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna og er talið
að þar hafi verið um að ræða
Sovétríkin og leppríki þeirra. Kjörn
ir voru 13 varaforsetar að venju,
og var Thor Thors, ambassador,
meðal þeirra.
I skýrslu sinni til Allsherjarráðs-
ins sagði U Thant aðalframkvæmda
stjóri' samtakanna ,að Sameinuðu
þjóðimar yrðu að kalla herlið sitt
frá Kongo, ef meðlimaríkin stæðu
ekki við skuldbindingar sínar um
framlög til starfsemi samtakanna.
Kvað hann fjárhag samtakanna
j vera mjög bágan, og hiefði friðar-
starfsemi SÞ -kostað gífurlega biik*-
f ið fé,f.í>að,þef(5ir leitt til þess að nú
[ vaéri landið friðað að kalla og væri
Ben Bella greiðir sjálfum sér atkvæði í forsetakosningunum.
TÓK DAGBLÖÐ
EIGNARNÁMI
— Alsír í morgun.
Ben Beila, sem kjörinn hefur ver
iö fyrsti forsetj Alsír, mun leggja
fram ráðherralista sinn í dag. Bú-
izt er vlð einhverjum breytingum
á rfkisstjórn Iandsins, en Ben Bella
hefur sagt að í ríkisstjórninni
„verði aQeins sannir byltingar-
menn".
Fyrsta verk hins nýkjörna for-
seta var að taka eignarnámj nokk-
ur dagblöð, sem gefin eru út af
frönskum mönnum. Um leið og til-
kynningin var gefin út um þetta
eigarnám gengu fulltrúar stjórnar-
innar tnn í byggingar blaðanna og
tóku þar við lyklavöldum. Starfs-
mönnum var sagt að fara heim til
l sín, en þeim var ekki sagt upp
j starfi. Er talið sennilegt að blöðin
muni síðar koma út aftur, eða jafn
fljótt og unnt er, af tæknilegum
j ástæðum. Verða þau þá undir
i stjórn fulltrúa hins opinbera.
þýðingarmikið að hægt væri að
halda starfinu í Kongo áfram til
að tryggja framtíð landsins enn
betur en gert hefur verið. Fram-
hald á starfsemi SÞ í Kongo getur
gert samtökin gjaldþrota, ef með-
limaríkin standa ekki við skuld-
bindingar sínar, sagði framkvæmda
stjórinn að lokum í skýrslu sinni.
í dag verður fundarhlé, en á
morgun hefjast umræður um stjórn
málaástandið í heiminum og verð-
ur Gromiko, utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna á mælendaskrá.
iv tíé ; ,uiuH muuny.iu
Adenauer
að kveðja
Konrad Adenauer, kanslari
Vestur-Þýzkalands, er byrjaður
heimsóknir til nokkurra höfuð-
borga Evrópu. Er ferðin gerð í
kveðjuskyni, en kanslarinn er að
láta af embætti, sem kunnugt
er. Fór hann fyrst til Rómar,
og átti m. a. viðræður við Pál
6. páfa.
Rússneska skipið Archangelsk
5600 torui strandaði nýlega á
bakka Bosphorus, Evrópumegin,
stöðvaðist á húsi, og létust fjór
ir menn, er í húsinu voru. —
Þrettán slösuðust. Allt voru
þetta Tyrkir. Skipið var á leið
til Kúbu, og var tyrkneskur
hafnsögumaður um borð.
VIII aukin við<'
skipfi við
S-Ameríku
Belgrad í morgun.
Tito, Júgóslavíuforseti, kona i
i hans og fylgdarlið, lögðu í gær
af stað í opinbera heimsókn til
nokkurra S-Amerikuríkja.
Leiðin liggur til Brazilíu,
Chile, Bolivíu og Mexiko. Til-
I gangurinn með ferðinni er sagð
ur vera sá að reyna- að koma
á auknum viðskiptum við þessi
I Iönd. Eru ýmsir sérfræðingar
I forsetans með í förinni, þ.á.m.
Popovic, utanríkisráðherra,
' Júgóslavíu. Gert er ráð fyrir að
Tító verði í Brazilíu í kvöld.
ir Lögreglan í Birmingham í Ala-
bama hefur ákært tvo unglinga,
sem báðir eru hvítir, fyrir að hafa
myrt 13 ára blökkudreng, Virgil
Ware að nafni. Hinir ákærðu hafa
báðir játað.
Rætt um santeígínlegan
atomher NATO-ríkja
— London í morgun.
Brezka ríkisstjórnin mun á morg
un taka ákvörðun um hvort Bret-
land tekur þátt í að komið verði
á fót sameiginlegum her búnum
kjarnorkuvopnum innan NATO. —
Eru sagðar mjög skiptar skoðanir
um málið innan bandalagsins.
Áætlunin um þetta gerir m.a. ráð
fyrir að hinn sameiginlegi her hafi
yfir að ráða skipum búnum Polar-
is-flugskeytum. Þessari áætlun er
ekki sérlega vel tekið í London,
en Lord Home utanríkisráðherra
Breta hefur látið í ljósi að hann
telji Breta ekki standa jafn vel
að vígi innan bandalagsins, ef þeir
taka ekki a.m.k. þátt í umræðun
um um þessa áætlun. En brezka
á þessari faetlun.
Einu löndin, sem hingað til hafa
lýst sig fús til þátttöku eru Banda
ríkin, V-Þýzkaland, Ítalía, Grikk-
land og Tyrkland.
iæðn heéBttsmálin
París í morgun.
Viðræður fara nú fram milli ut-
anríkisráðherra V.-Þýzkalands og
utanrikisráðherra Frakklands um
ýmsa þætti heimsmálanna, sem eru
ofarlega á baugi. Fara þessar við-
ræður fram í samræmi við áður
gerðar samþykktir um samstarf
þessara tveggja landa á sviði utan-
___ ___ r__________________ _______ ríkismála. Er m. a. rætt um reip-
uíanríkisráðuneytið hefur líka sagt I togið milli austurs og vesturs og
að þar sé ekki ríkjandi mikil trú áhrif þess á gang mála.
; Andrés Önd
i
B
> Kunningi minn kaupir alltaf
í Andrés önd. Blaðið kemur hing-
J að á dönsku, ásamt allmörgum
1 öðrum myndablöðum. Kunningi
i minn, fullorðinn maður, háskóla
J borgari, fræðimaður í eðli sínu,
■ segir að Andrés önd sé skemmti
! legasta blað, sem gefið er út.
J Hann er einn af 4500 íslending-
* um sem hafa þessa skoðun. í
l þessum hópi er fólk úr öllum
J stéttum, fólk á öllum aldri. Það
■ eru ekki aðeins börnin, sem
: lesa og skoða þetta sérstæða
J barnablað. Fullorðnir sem kynn-
» ast því, virðast líka sólgnir.
J í bókabúðum byrja þeir að
J spyrja um Andrés önd einum,
■ tveimur og þrem dögum áður en
I
'.W.W.V.V.VAW.W.V.V.1
blaðið kemur til landsins. Úr
því er hringt þangað til það
kemur. Það er ekki óalgengt að
sumir fullorðnir, ekki sízt kon-
ur, séu eilítið afsakandi á svip-
inn eða í tali, þegar beðið er um
barnablaðið. Það er tekið fram
að verið sér að kaupa blaðið fyr
ir krakkana, en það má þekkja
fólkið, sem les það sjálft.
Hlutfallslega er salan í þessu
blaði og ýmsum dönskum blöð-
um meiri en jafnvel í Danmörku
sjálfri.
Flogið yfir Reykjavik
Þegar fólk langar í reglulega
tilbreytingu frá dagsins önn, fer
það I kvikmyndahús, leikhús,
á skemmtistaði eða í bílferð.
Þeir eru tiltölulega fáir, en fer
fjölgandi, sem í staðinn skreppa
öðru hvoru upp í litla flugvél
og fá sér flugferð t. d. yfir
Reykjavík eða til nærliggjandi
sveita eða bæja. Þetta er einkar
skemmtilegt þegar veður er
gott, sólskin og bjart. En það
getur einnig verið gaman að
skreppa í stutta ferð að kvöld-
lagi og fljúga yfir borgina, t. d.
skoða hana i myrkri, sjá ljósa-
dýrðina, flóann, fjallahringinn
frá fullkomnasta útsýnisstað
sem hægt er að hugsa sér:
Sveimandi nokkur þúsund fet
yfir landinu.
Ferðin er ekki ýkja dýr, 10
mínútna flug kostar ekki mikið
meira en 150—200 krónur, sem
verður ekki mikið ef tveir eða
þrír taka sig saman og skipta
kostnaðinum á milli sín. Þetta
er ekki mikið dýrara en bílferð
í jafnlangan tíma, bílferð fyrir
tvo, að nú ekki sé talað um
skemmtistaðina.
Ögmundur.
I ■ ■ ■ ■ ■ I