Vísir - 10.10.1963, Qupperneq 5
V í SIR . Fimmtudagur 10. október 1963.
Ófærð -3
Framh. af bls. 16.
heitasti dagur um langt skeið
með 10 stiga hita. En undir
morgun byrjaði að snjóa á nýj-
an leik og snjókoman náði alveg
niður í byggð. Það er því búizt
við að skarðið lokist þá og
þegar.
Siglfirðingar hafa á þessu
sumri átt í óvenjulegum erfið-
leikum með vegasamgöngur sín-
ar,. en eina akfæra leiðin til og
frá Siglufirði er, svo sem kunn
ugt, um Siglufjarðarskarð. í júní
mánuði lokaðist það af völdum
snjóa einu sinni, einu sinni í
júlí, tvisvar í ágúst og þrisvar
í septembermánuði.
Af þessum sökum gerast Sigl
firðingar langeygir og óþolin-
móðir eftir nýja Strákaveginum
og treysta því að lagningu hans
verði hraðað eftir föngum.
Rjúpan —
Framh. af bls. 16.
Nú er Náttúrugripasafnið
að gera tilraun með því að
senda fyrrnefndar veiðiskýrsl
ur út um allt land. Hægt er
að fá skýrslumar hjá lögreglu
stjórum, bæjarfógetum, sýslu
mönnum, hreppstjórum og
einnig verzlunum sem verzla
með skotvopn. Ætlazt er til
að veiðimennimir fylli út í
skýrslumar, dagsetningu,
veiðisvæði, fjölda veiddra
rjúpna og einnig athugasemd-
ir. Farið verður með skýrslur
þessar sem trúnaðarmál.
Veiðimenn eru beðnir að at
huga gaumgæfilega hvort
rjúpur, sem þeir skjóta kunni
að vera merktar, því Náttúru.
gripasafninu er mjög umhug-
að að fá merkta fugla og mun
safnið greiða fullt verð fyrir
þá.
Rjúpnaveiðitímabilið byrjar,
eins og kunnugt er 15. okt.
og endar 22. desember.
Brunaæfing —
Framh. af bls. 16.
in út á svalimar uppi og segl
dúkurinn var dreginn niður. 1,
2 og 3 ... og kennararnir létu
fyrstu börnin renna niður segl
dúkinn, en þegar niður kom tók
slökkviliðsmaður á móti börn-
unum.
Eftir nákvæmlega ll/2 mínútu
voru allir komnir út úr skólan-
um, 120 nemendur og 5 kennar-
ar. En til þess að valda ekki
óánægju meðal barnanna varð
að leyfa þeim tveimur bekkjum
secm niðri voru að fara upp og
renna sér niður. Og ekki nóg
með það því snáðarnir töluðu
mikið um það að nauðsynlegt
væri að hafa brunaæfingu á
hverjum degi!
Alþingi —
Framh. af bls. 1.
kvæmt þar til kjörnir hafa verið
þingforsetar. Það er ekki venja
að leggja fram þingmál þing-
setningardaginn, en frumvarp
til fjárlaga fyrir árið 1964 verð-
ur lagt fram einhvern næstu
daga, að líkindum n.k. mánu-
dag, að sögn ráðuneytisstjór-
ans.
Innbrot í
efnnlnug
Brotizt var 1 fyrrinótt inn í
efnalaug eina i Austurbænum, en
erfitt var í gærmorgun að átta sig
á hverju stolið hefur verið ef það
er nokkuð.
Hafði innbrotsmaður farið inn
um bakdyr og sótzt það auðveld-
lega þar sem iæsingin var í hæsta
máta frumstæð. Eftir að inn var
komið hafði verið rótað talsvert
í fötum sem komið hafði verið
með til hreinsunar, en ekki er vit-
að hvort nokkuð hefur verið hirt.
Skúffa í peningakassanum stóð
opin upp á gátt, þannig að sýnd
hafði verið viðleitni til að afla
peninga, en þeir voru engir fyrir
hendi.
Erlendar
Talið er, að 2000 manns að
minnsta kosti hafi látið Iífið, er
stífla brast í Piavedalnum, og
sópaði með sér mörgum þorpum.
Á örskammri stundu hækkaði í
Piave sv-o nam 5 metrum.
► Kennedy forseti hefir heimilað
sölu á bandarísku hveiti til Sovét-
ríkjanna og fylgiríkja þeirra, sé
það selt á markaðsverði og greitt
í dollurum eða gulli. Gert er ráð
fyrir sölu upp á 250 millj. dollara.
^ Franska flugfélagið Air-
France krefst þess að SAS dragi
úr flugferðum til Nizza, en áætl-
unarferðir SAS þangað hafa geng-
ið ágætlega.
Þegar tilboðin ti byggingu nýju slökkvistöðvarinnar í Reykjavík voru opnuð í morgun. Á myndinni,
sem er tekin í skrifstofu forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar eru Gísli Teitsson, skrif-
stofustjóri stofnunarinnar, Valgarð Briem, forstjóri I. R., Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, Magn-
ús K. Jónsson, byggingarmeistari, Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri, Gunnar Torfason og
Sigurður Jónsson, báðir forstjórar Byggingarfélagsins Brúar. (Ljósm. Vísis B. G.)
Vogaskólinn fíölmennmtur
Samanlagður nemendafjöldi í
barna- og gagnfræðaskólum
Reykjavíkur er nú 13.330 nemend-
ur og er heildaraukningin frá síð-
asta ári 370. Bekkjardeildir eru nú
492 og samanlagður fjöldi fastra
kennara mun vera um 415 og
stundakennara um 164.
Frá þessu skýrði Jónas B. Jóns-
son fræðslustjóri I gær. Skýrði
hann einnig frá því að kennsla
á gagnfræðastigi færi nú fram á
15 stöðum í borginni og barna-
skólar á vegum borgarinnar væru
13 talsins.
Fjölmennasti skólinn í Reykja-
vík er Vogaskólinn en þar eru
alls 1522 nemendur á barna- og
0K DRUKKINN
A TV0 BÍLA
7
í gærkveldi hafði lögreglan
í Reykjavík afskipti af mjög
drukknum ökumanni, sem
nokkru áður hafði ekið á tvær
bifreiðir á götum borgarinnar,
en hélt burt af báðum stöðunum
án þess að nema staðar eða gera
aðvart um óhöppin.
Rakst .ökumaðurinn á annan
bílinn á Laugaveginum, en hinn
í Barmahlíð. Ekki er vitað hve
miklar skemmdir urðu á bílun-
um, en vafalaust hafa þær orðið
nokkrar.
Sjónarvottar náðu skráningar
merki bifreiðarinnar sem völd
var að árekstrunum og tilkynnti
lögreglunni. Fór hún þegar á
stúfana og leitaði ökumannsins.
Var hann þá kominn heim til
sín og var dauðadrukkinn. Var
hann færður í slysavarðstofuna
til að taka af honum blóðsýnis
horn, en að því búnu fluttur í
Sturf Æskulýðsrúðs fíyzt
inn í gugnfræðnskókma
Gerbreyting mun verða á
starfsemi Æskulýðsráðs og fé-
lagsstarfsemi f gagnfræðaskól-
um borgarinnar í vetur. Verður
gerð tilraun með að flytja æsku
lýðsstarfsemi inn í gagnfræða-
skólana og auka þannig félags-
lífið í skólunum. Verður félags-
starfsemi skólanna sfðan byggð
á reynslu þeirri sem fæst af
þessari tilraun.
Á fundi með fréttamönnum í
gær skýrði fræðslustjóri Jónas
B. Jónsson svo frá að s.l. vor
hefði verið haldinn fundur með
Æskulýðsráði og forráðamönn-
um gagnfræðaskólanna og hefði
fundarmönnum komið saman
um að ekkert væri eðlilegra en
að starfsemi Æskulýðsráðs
færi fram í skólunum eða I sam
bandi við þá. Var skipuð nefnd
þar sem sæti áttu 3 skólastjór-
ar og vann hún að athugun á
máli þessu í sumar. Hefur hún
nú skilað áliti og tillögum og
eru meginatriði hennar þau að
veittur verði kennsluafsláttur
sem svarar einni stund á viku
í hverri deild og skuli henni
varið til leiðbeininga og undir-
búnings að tómstundastarfi. Þá
verði tómstundastarf í gagn-
fræðaskólunum skipulagt og
hafi sr. Bragi Friðriksson eftir-
lit með því.
Ber þessi tilraun vonandi tli-
ætlaðan árangur.
7
fangageymslu lögreglunnar þar
sem hann fékk gistingu í nótt.
Lögreglan hafði og afskipti af
öðrum drukknum ökumanni í
gærkveldi eða nótt, en sá hafði
ekki annað til saka unnið
en það eitt að vera ölvaður við
stýrið.
gagnfræðaskólastigi. Fjölmennasti
gagnfræðaskólinn er Hagaskóli
með 670 nemendur og fjölmenn-
asti barnaskólinn er Breiðagerðis-
skóli með 1425 börn.
Fræðslustjóri skýrði frá því at-
hyglisverða atriði að 1140 af þeim
1211 nemendum sem luku unglinga
prófi s.l. vor hafa haldið áfram
námi í 3. bekk og er það um 94%.
S.l. vetur var hlutfallstalan 91%,
þannig að hlutfallstala nemenda,
sem halda áfram námi að loknu
skylþunámi hefur hækkað.
Á fundinum með skólastjórum
og fréttamönnum i gær gat
fræðslustjóri þess, að þær skemmd
ir á skólahúsnæði, sem mest hefði
borið á nú' undaijfarið^ væru
skemmdir á' góífdúk, sem háir,
mjóir stálhælar orsökuðu. Næmi
tjónið tugum þúsunda og væri því
ærin ástæða til að banna algerlega
notkun slíks skófatnaðar í skólum.
Hefði skólastjóri Kennaraskólans
þegar farið þess á leit við nemend-
urna að ganga ekki á háum stál-
hælum um húsakynni skólans.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
JÓN PÉTURSSON,
vigtarmaður á Akranesi,
andaðist á sjúkrahúsi Akraness 9. október.
Guðrún Jóhannesdóttir og böm.
Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur
TYRFINGUR M. ÞÓRÐARSON
stöðvarstjóri
lézt í Landakotsspítala þriðjudaginn 8. okt.
Fyrir hönd aðstandenda,
Úlla Ásbjörnsdóttir.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem vott-
uðu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
HAUKS EIRÍKSSONAR
blaðamanns.
Sérstaklega þökkum við samstarfsmönnum hans
við Morgunblaðið og Philharmonfukórnum. Enn frem-
ur stúdentum frá M.A. 1950 þeirra mikla framlag,
svo og fjölmörgum einstaklingum, sem ekki verða
nafngreindir hér.
Guð blessi líf og starf ykkar allra.
Eiríkur Stefánsson Þórey Þórarinsdóttir
og böm.