Vísir - 10.10.1963, Síða 7

Vísir - 10.10.1963, Síða 7
V1SIR . Fimmtudagur 10. október 1963. lTTTGÁFA „Skáldatima“ er mlkill bókmenntaviðburð- ur. Þar ræðir Halldór Kiljan Laxness hispurslaust um marga þætti ævi sinnar og bregður Ijósi yfir þá atburði, einkum á stjórnmálasviðinu, sem áður voru myrkri huldir. Margir kafl anna eru merkt innlegg í is- Ienzka bókmenntasögu, og þá ekki sízt fróðlegt að Iesa úr penna skáldsins frásagnir af út- gáfusögu bóka hans innan Iands og utan. Einna mesta athygli munu þó þeir kaflar bókarinnar vekja, þar sem hann ræðir stjórn- málaskoðanir sínar og þá breyt- ingu, sem á þeim er orðin við fall Stalins. Hér fara á eftir nokkrir kafl- ar úr bókinni, teknir á víð og dreif. Eitt satt orð gat kosfað lifið Um útgáfu bóka sinna í Sovét ríkjunum segir hann: „Það er óþarfi að geta þqss að aungum manni með réttu ráði í neinni ábyrgri stofnun Sovétríkjanna datt i hug í al- vöru að láta gefa út bók eftir mig alla jiá tíð sem Stalín var við völd, og var ég þó vinur þessa lands mestalla stjórnartíð Stalins og innlimaði kerfið í ríki vonar og bjartsýni rnín sjálfs undir því fasta einkunnar- orði, sem ég gat um fyr á þess um blöðum: hvur veit nema Eyjólfur hressist. Þegar ég kom til Rússl. næst árið 1949, boðsgestur á áttug- asta afmæli Maxim Gorkís, sem svovétstjórnin Iýsti yfir sjö ár- um síðar að Stalín hefði látið ráða af dögum, þreyttust menn ekki á að hafa uppi við mig alls konar fyrirslátt um það hvers- vegna Sjálfstætt fólk hefði ekki komið út á rússnesku. Ein sag- an var sú að þýðíngin hefði að vísu verið tilbúin, en brunnið upp í skothríð þjóðverja á Lenín og Sovétríki grad í umsátinnj miklu. Þessi saga getur vel verið sönn. Ann að mál er það að smámsaman komst ég að því einsog fleiri að undir Stalín var ekki orði trú- andi sem nokkur maður sagði eða skrifaði í landinu. Þó um væri að ræða geðuga og ágæta menn að öllu leyti, þá var ekki hægt að trúa orðum besta vinar síns meðal rússa um þær mund- ir. En það var fyrirgefanlegt — og meira en það. Við vissum vel að eitt satt orð gat kostað þá lífið. Undir slikum kríngumstæð um krefst maður þess jafnvel ekki af besta vini sínum að hann segi satt. Hvar eru peníngarnir sem ég lét leggja hér á bánka fyrir ellefu árum? spurðj ég. Ja, það var nú saga að segja frá því. Eftir sovéskum lögum innbyrti ríkið innstæður á bánkareikníng um, sem ekki höfðu verið snert ar í tíu ár. Svo þessir aurar mín ir fyrir Sjálfstætt fólk voru þá lentir hjá Stalín. Samt réðu góð ir vinir mínir í rithöfundasam- tökunum mér til þess, og lofuðu stuðníngi sínum, að fara í mál og freista þess að hafa þessa peninga útúr kallinum aftur. Ég fór að þessum ráðum, lét höfða mál og vann það, að minsta kosti að einhverju leyti, um það er laulc. Það er seinlegt að vinna fyrir sér á þennai.' hátt. Nú líður og bíður framtil árs- ins 1953 síðvetrai' að öndin skreppur úr Stalín. Ekki var fyrr búið að smeygja kallinum inn í eilífðina til Lenins en vinir mínir og velunnarar í Sovétríkjuum röknuðu við og fóru að láta hendur standa frammúr erinum um útgáfu bóka minna. Var þá hafist handa með Sjálfstæðu fólki“. Aðrar kenningai hlægilegar fjarstæður Urn kynni sin af kommúnist- um í fyrsíu ferðinnj til Rúss- lands 1932 skrifar Kiljan: „Hér komst ég í tæri við mart karla og kvenna sem var gagnsýrt þeirri einstefnumentun kommúnista sem gerði þessar vænu manneskjur í rauninni ó- hæfar til að ræða nema sér- stök umræðuefni; og þó aðeins á sérstakan hátt. Margir komm- únistar voru feiknarlegir „bess- erwisser“ sem þýskan nefnir svo þá menn sem alt þykjast vita best, enda oft einkenni á fólki sem er gagnsýrt af þýsku upp- eldi. Ef talað var um „önnur“ málefni á ,annan hátt‘ vakti það þegar best lét meðaumkun hjá þessu fólki; og meðaumkuninni fylgdi sérstakt bros. Sumir köll- uðu þetta yfirlætisfulla fyrir- litningu gagnvart öðrum hug- myndum; en ég efast um að þessi afstaða hafi veriö yfirlæt- isfyllri eða fyrirlitningarkendari en algeingt er í heittrúarflokk- um. Þeir þrættu oft innbyrðis sín á milli en aldrei man ég eftir að ég heyrði kommúnista þræta við menn sem höfðu aðrar og ólíkar skoðanir. Einstöku félagi hló hátt að öllu tali sem ekki var rétt samkvæmt kenníng- unni, en það þurfti ekki að vera uppgerð, heldur fanst þeim i raun og veru aðrar kenníngar hlægilcgar fjarstæður. Háð og spott var annars fjarri komm- únistum yfirleitt. En einræðis- kend hugsun þeirra gerði þá að sínu leyti óþolandi í viðmóti við aðra menn; og aðrir menn vor- kendu þeim að sama skapi svo meðaumkunin var á báða bóga. Því miður cr einatt stutt úr með aumkuninni í andstæðu henn- ar. Það var nauðsynlegt að temja sér sérstakt orðaval til að geta samneytt þessum mönnum. Og á öllum textum sem skrif- aðir voru handa þeim varð að vera sú skríngilega golfranska óskiljanleg vesturevrópumönn- um, sem höfð er í Rússlandi enn þann dag i dag.“ Skynsemi og trú Um bók sína í Austurvegi segir Laxness: „Þegar ég fletti nú upp í ferðákveri mínu frá Rússlandi 1932, f Austurvegi, lítur út fyr- ir að ég hafi heldur en ekki farið í geitarhús ullar að leita i Iandi byltíngarinnar, ef von mín hefir verið sú að þar í landi mundi ég sjá sælu bænda fullkomna ... Þegar ég renni nú aftur augum yfir 8. kafla ofannefndrar bókar en sá kafli heitir Sendibréf úr sveit, blasir enn við mér sú gamla staðreynd að engin takmörk eru fyrir því sem hægt er að trúa ef o. s. frv. Ekkert er algeingara í almennri sálarfræði en það að einhver neiti að trúa því sem hann horf- ir á með augunum en sjá það sem sannanlega er ekki til á staðnum. Mannleg skynsenii get ur meira að segja komið í veg fyrir að við sjáum þá hluti sem skynlausri skepnu liggja í aug- um uppi. Ef trúin er annarsveg- ar þá heldur skynsemin kjafti. Hitt er annað mál að þó skyn- semin sé kannski það besta sem við eigum, þá er trúin stundum nær lífinu en hún.“ Stuðningsmaður menningartengsla í kaflanum Nýborinn grís í Górí ræðir Laxncss rökin fyrir starfi sínu að vináttutengslum fslands og Sovétríkjanna — þrátt fyrir allt. „Það var einkum vegna þess hlýa persónulega sambands míns við fólk í Sovétríkjunum sem ég taldj það Ijúfa skyldu mína að gera alt sem i mínu valdi stæði til að bera vinarorð og hlýs hugar á milli rússnesku þjóðarinnar og mins fólks, þeirra afreka í rússneskri og sovéskri menningu sem ég taldi að okkur mundi geta orðið á- nægja og ávinníngur að kynn- ast, en reyna að hinu leyti að miðla þeim því litlu sem smá- þjóð einsog mín er megnug að Ieggja stórþjóð af mörkum. Ég hef verið cindreginn stuðníngs- maður menníngartengsla milli þessarra tveggja þjóða, sem eft- ir málavöxtum táknar reyndar stuðníng við samúðarsamband milli ólíkra mennínga, og leit að jafnvægi milli andstæðra sjónarmiða sem stundum eru kölluð austur og vestuf, stund- um hægri og vinstri og þar frammeftir götunum. Það var sannfæríng mín að óbilgjörn ein ræðisstefna Rússlands mundi aðeins færast í aukana og verða enn þvermóðskufyllri ef komið væri á móti henni með hatri og ilsku og þjóðir Sovétríkjanna látnar gjalda hluta sem þær áttu ekki sök á. Uppúr þrætum um trúaratriði getur ekkert hafst nema stríð, en trúarkredd- ur gufa upp milli tveggja and- stæðínga sem mætast í nafni mannlegleikans.“ Halldór, með Kristni E. Andréssyni, á þeim tíma sem bókin fjallar um. Keimarar Félag gagnfræðaskólakennara í Reykjavík hefur skrifað Fræðsluyfirvöldunum bréfvegna greiðslna á hluta á eftirvinnu, samkvæmt erindisbréfi sem menntamálaráðherra gaf út s. 1. haust. Hefur það tilkynnt að hafi ekki borizt svör um greiðslu þessar fyrir 15 þessa mánaðar muni kennararnir leggja niður vinnu og ennfremur ef greiðsla fari ekki fram í síðasta lagi þann 1. nóvember. Það eru sveitastjórnir og bæj- aryfirvöld sem eiga að greiða reksturskostnað skólanna, svo sem aukavinnu og er þ&< síðs.- gert upp við ríkisvaldið hvaða hlut ríkið eigi að bera "líkum kostnaði. Nú hefur fyrir alllöngu verið reiknað út hjá Reykjavíkur borg, hve miklar greiðslur þær 'eru, sem hér er um að tefla, en greiðslum hefur verið frestað þar sem ekki hefur verið ákveð- ið, hvernig skipta eigi greiðsl- unni niður milli borgar og ríkis og er einungis beðið ákvörðunar um það. Hefur svar frá ríkisvald inu ekki borizt enn. En þetta mál verður að sjálfsögðu leyst. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.