Vísir - 10.10.1963, Page 16

Vísir - 10.10.1963, Page 16
VÍSIR Fímmtudagur 10. októþer 1963. ALLT LÝSI Nú er nær allt síldar- og fiskimjöl selt úr Iandinu og hefur það gerzt á tiltölulega skömmum tíma. Er það óvæntur árangur þar sem lengi var búizt við að illa myndi fara í þessum viðskipt um vegna mikillar fram- leiðslu Perú-manna á mjöli. Að sögn Gunnars Petersen, forStjórá'lijá Bemharð Peter- sen h.f. seldist mjölið aðal- lega frá því í ágúst s.l. Verðið var að dómi Gunnars viðun- andi, og í það minnsta betra heldur en lengi hafi verið búizt við. Fiskimjöl seldist á 15 shillinga og 6 pence, fyrir proteineiningu pr. tonn, cif, en síldarmjöl á 14 shillinga fyrir sama mæli. Var þetta betra en búizt hafði verið við, en það var minni veiði Perú- manna en áður, sem gerði gæfumuninn. Verðhækkun hefur orðið talsverð á lýsi, en það er nærri allt selt úr landi, þegar. Hefur verðið hækkað síðan í vor úr 45 sterlingspundum pr. tonn, cif, í 66 sterlingspund. Hefur gengið vel að selja lýs- ið. Skólinn tsemdist á rúmri mínútu 333 böm hafn notið súl- fræðiþjónustu í skólunum Eldur eldur, kölluðu krakk- arnir brosandi um leið og þau hlupu út um dyrnar á Öldugötu skólanum. Uppi á svölum birt- ist annar hópur, sem bjó sig undir að renna niður í segl- dúk. Einni og hálfri mínútu eftir að Gunnar Sigurðsson, vara- slökkviliðsstjóri hafði hringt bjöllunni í Öldugötuskólanum voru allir nemendurnir 120 tals- ins sem í skólanum voru fyrir hádegi komnir út. Á hverju hausti er haldin brunaæfing í öllum þeim skól- um hér í Reykjavík sem úr timbri eru. Og nú er svo komið að brunaæfingin er talin vera meðal vinsælustu og skemmti- Iegustu atburða 1 skólalífinu, sérstaklega þó meðal hinna yngri. Brunaæfingar hófust í gær. Byrjað var í Öldugötuskólanum. Æfingarnar eru framkvæmdar nemendum öllum að óvörum og gefa þær því til kynna á hve löngum tíma hægt er að ryðja skólana, ef eldur brýzt út. Það var klukkan 11,40 sem fjórir slökkviliðsmenn komu ak- andi í gamla stigabílnum að Öldugötuskólanum. Kennsla var hafin fyrir 10 mínútum. Skóla- stjórinn Hans Jörgensson stóð einn frammi í göngunum, en niðri í andyri skólans stóð Gunn ar Sigurðsson, varaslökkviliðs- stjóri. Alit í einu hringdi hann bjöllu. 'Varla höfðu Iiðið nokkr ar sekúndur þegar fyrstu börnin sem voru niðri birtust í dyrun- um. Fljótlega komu fyrstu börn Framh. á bls. 5. Árið 1960 var komið á fót sál- fræðiþjónustu f barnaskólum Reykjavíkur og í ágúst s.l. höfðu alls verið rannsökuð 333 börn á vegum sálfræðideildarinnar. Jónas Pálsson veitir deildinni forstöðu en verkefni hennar er að vera foreldrum og kennurum til leiðbeiningar um uppeldi og fræðslu barna, sem á einn eða annan hátt eru afbrigðiieg. Sál- fræðideildin er aðeins ráðgefandi og eru börnin ekki athuguð nema foreldrarnir snúi sér sjálfir til deildarinnar. Mikið mun vera um að kennarar bendi foreldrum á að börnin þarfnist sálfræðilegrar at- hugunar en 31 y2% af foreldrum hafa komið að eigin frumkvæði. Sálfræðideild skóla leiðbeinir einnig um rekstur skóla fyrir af- brigðileg börn og í því sambandi bætir Höfðaskóli úr mjög brýnni þörf en þar eru 6 bekkir fyrir 60 — 70 afbrigðileg böm. Einnig starfar deildin í nánu sambandi við heimavistarskóla drengja að Jaðri. Ófærð ú Gaman, gaman, segja þessar tvær 9 ára hnátur. — Skóla- stjórinn og húsvörðurinn standa efst og aðstoða bömin. Mesta kátínuna vakti það, er ííans Jörgensson, skólastjóri renndi sér niður. Ljósm. Vísis B.G. Siglufjarðarskarði Siglufirði í morgun í gærmorgun var snjókoma á Siglufirði. Færð versnaði þá stór lega í Siglufjarðarskarði og var um tíma útlit fyrir að það lokað ist með öllu. Samt komust stórir bílar og jeppar yfir skarðið síðdegis í gær, enda stytti þá upp og gerði bjart og gott veður. Áætlunar- bíllinn komst norður yfir skarð ið í gærkveldi og fór strax til baka. í dag er hugmyndin að ryðja snjónum burt af veginum og verður hann þá fær öllum bílum aftur. Hins vegar er talsverð lausamjöll þar efra og þarf lítið að hvessa til að skarðið teppist. Eins og skýrt var frá fyrir nokkru lokaðist Siglufjarðar- skarð í hríðarkastinu mikla seint í september. Þá kom mikil fanndyngja í skarðið og þegar það var rutt fyrir viku myndað- ist djúpur sneiðingur og háir skaflar eru beggja megin vegar- ins. Þarf því lítið að bera út af og skafa til að göngin fyllist á nýjan leik og vegurinn verði með öllu ófær. Annars hefur veður verið gott undanfarið og í fyrradag var Framh. á bls. 5. MIKID m RJÚPU ÍÁR — segir Dr. „Allar líkur benda til þess að mikið verði um rjúpu í ár og enn meira á næstunni, en búast má við að rjúpunni fari að fækka aftur um 1967, sagði Dr. Finnur Guð- mundsson fuglafræð- ingur á fundi með frétta mönnum síðdegis í gær. Frá því 1920 hafa liðið reglubundin 10 ár milli lág- marka á rjúpnastofninum. Nú hefu • dýrafræðideild Náttúru gripasafnsins útbúið og sent út um allt land skýrslur handa veiðimöpnum. Skýrsl- ur þessar eru einn liður i þeim rannsóknum sem fara fram um þessar mundir á rjúpnastofninum. „Þetta er mjög þýðingar- mikið mál fyrir okkur sagði Dr. Finnur, því okkur skortir áreiðanlegar heimildir um rjúpnaveiði frá því að hætt var að flytja rjúpuna út. Einnig gætu þessar skýrslur hjálpað okkur að komast að því hversu mikill fjöldi manna stundar rjúpnaveiðar“ Til eru skýrslur um rjúpna veiðar frá því 1880 t'il 1940, en þá var hætt að flytja rjúp- una út. F.amh, á bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.