Vísir - 17.10.1963, Síða 10
w
V 1 S I R . Fimmtudaginn 17. oktðber 1933.
Um h’ónaskilnaði —
Framhald af bls. 9.
makinn krafizt lögskilnaðar
þegar i stað. Þessi skilnaðará-
stæða hefur lengst og víðast í
lögum verið.
6. Ef annað hjóna veldur
því, að hitt á á hættu að sýkj-
ast af kynsjúkdómi, getur sá,
sem í hættu er lagður, krafizt
lögskilnaðar.
7. Ef annað hjóna hefur
sótzt eftir lífi hins eða mis-
þyrmt því eða börnunum, get-
ur hitt krafizt lögskilnaðar.
8. Ef annar makinn hefur
gerzt sekur um glær> og verið
dæmdur til fangavistar í 2 ár
eða lengur, á hinn makinn rétt
á Iögskilnaði. Hér er bæði tekið
tillit til hmnar siðferðilegu hlið-
ar málsins og langs aðsWlnað-
ar.
9 Loks er það skilnaðará-
stæða, ef annað hióna hefur
verið haldið meenri eeðveiki í
3 ár eða lengur. enda bati ólík-
legur. Getur bá he'Ibrigði mak-
inn fengið lögskilnað.
Hér hafa þá verið raktar þær
lögskilnaðarástæður, sem greind
ar eru f lö<umum. Þess er bó að
gæta, að í flestum tilvikum get-
ur bað hióna, sem misgert er
við, ekki feneið lögskilnað, ef
það hefur Iagt sambvkki sitt á
misgerðir eða framferði hins
makans. í sumum tilvikum
verður krafa um lögskilnað að
koma fram innan 6 mánaða frá
því, að skilnaðarkrefiandi fékk
vitneskiu um skilnaðarástæð-
una. Ella glatar hann rétti sín-
um.
Kröfu um lögskilnað sam-
kvæmt framangreindum skiln-
aðarástæðum má bera fram,
hvort heldur í stjórnarráðinu
eða fvrir dómstólunum. Það er
umsvifaminna að fara stjórn-
arráðsleiðina, enda munu þess
fá dæmi hér á landi, að skiln-
aðarmál séu rekin fyrir dóm-
stólum. Erlendis er það miklu
tíðara.
Þegar fullur lögskilnaður fer
fram, er það aðalregla, að fram-
færsluskylda hjóna hvors gagn-
vart öðru fellur niður. Þó er
heimilt að ákveða öðru hjóna
framfærslufé úr hendi hins, en
sjaldan mun það látið haldast
nema skamman tíma.
í skilnaðarleyfi eða skilnað-
ardómi skal hins vegar ákveða,
hvernig fari um foreldraráð yf-
ir börnum og framfærslu þeirra.
Ef fjárskilnaður hefur ekki ver-
ið gerður áður, skal skipta
eignum hjónanna með sama
hætti og þegar skilnaður að
borði og sæng fer fram.
Ól 'gbundin sambúð
Að lokum vjl ég svo drepa
á atriði, sem varðar afstöðu
manna til hjónabandsins. Það
hefur allmjög tíðkazt hér á landi
að karl og kona búi saman ó-
gift sem hjón væru. Þau eiga
börn saman, annast uppeldi
þeirra og styðja sameiginlega
að hag og heill heimilisins. Nú
á dögum er oft um það rætt,
að skattalögin, þ. e. reglan um
samsköttun hjóna, vinni gegn
stofnun hjónabanda, einkum ef
karl og kona, sem saman vilja
búa, stunda hvort um sig sjálf-
stæða eða launaða atvinnu. Á
þessu þarf vissulega að ráða
bót. En margar fleiri ástæður
munu liggja til þess, að karl
og kona búa saman ógift. Á
slíka sambúð ætla ég hvorki að
leggja trúarlegt né siðferðilegt
mat, heldur aðeins geta um
lagalegu hliðina. Um réttar-
stöðu barnanna er það að segja,
að þau teljast óskilgetin, og er
það þeim í óhag, þó að það
skipti þau ekki eins miklu máli
nú, eftir að þeim var með lög-
um veittur erfðaréttur eftir föð-
ur og föðurfrændur. Hitt getur
orðið miklu örlagaríkara, hversu
réttarstaða konunnar er ótrygg
í slíkri sambúð. Þess eru mörg
dæmi, að kona verður að hrekj-
ast burt frá manni þeim, sem
hún hefur búið með árum sam-
an, ýmist af því, að ný kona
kemur til skjalanna, eða vegna
þess, að sambúðin fer út um
þúfur af öðrum ástæðum. Þá
fer venjulega svo, að konan
gengur burtu slypp og snauð.
Þó að eignir hafi myndazt í
sambúðinni og konan stutt að
því með vinnu sinni og ráðdeild,
eru þær oftast á nafni manns-
ins, og hann heldur þeim, þegar
aðskilnaður verður. Hér koma
ekki til greina helmingaskipti,
eins og þegar hjón skilja. í
bezta falli er kona, sem þannig
vfkur burtu, talin eiga rétt til
ráðskonulauna, sem manninum
er gert skylt að greiða henni,
en það vegur oftast lítið á móti
því að eiga rétt til helmings
eignanna. Og jafnvel þó að sam-
búðin haldist, þangað til mað-
urinn fellur frá, þá hefur konan
ekki erfðarétt eftir hann.
Sjá má af því, sem hér var
sagt, að sambúð karls og konu
I lögmætu hjónabandi hefur yf-
irgnæfandi kosti fram yfir ólög-
bundna sambúð, einkum fyrir
konuna og börnin. Það er ekki
út í bláinn gert, heldur byggt á
langvarandi reynslu, að allar
menningarþjóðir telja þá eina
sambúð karls og konu eiga að
njóta fullrar verndar,' sem stofn-
að er til í samræmi við lög
landsins.
Seljum alla miðana
SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS er í
fullum gangi. Vinningurinn, MERCEDES BENZ 190, stend-
ur i Austurstræti og þar eru seldir miðar. — KAUPIÐ
MIÐA TÍMANLEGA. — Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins, sem hafa fengið senda miða, eru vinsamiegast
beðnir um að GERA SKIL SEM ALLRA FYRST í aðal-
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. - TIL STYRKTAR SJÁLF-
STÆÐISFLOKKNUM. - Munið, að dregið er 8. nóvem-
ber, svo að ekki eru margir dagar til stefnu. En kjörorðið
er samt sem áöur:
Seljum alla miðana.
Vönduð
vinna.
Þægileg.
Fljótleg.
ÞRIF. -
Sími 22824.
=h
Teppa- og
húsgagnahreinsunin
Sími 34696 á dagiru
Simi 38211 4 kvöldir
og um helgar.
Næturvakt í Reykjavík vikuna
12, —19. október er í Laugavegs
apóteki.
Neyðariæknir — simi 11510 —
frá kl 1-5 e.h alla virka daga
Kópavogsapótek er opið alla
virka daga kl 9,15-8. laugardaga
frá kl 9,15-4 helgidaga frá kl
1-4 e.h Simi 23100
Slysavarðstofan i Heilsuvernd
arstöðinm er opin allan sólar
hringinn næturlæknir á sama
stað klukkan 18—8 Simi 15030
Holtsapótek Garðsapótek og
Apótek Keflavíkur eru opin alla
/irka daga kl 9-7 laugardaga frð
kl 9-4 og nelgidaga frá kl 1-4
Ctvarpið
nægtum (Pétur Sigurðsson
erindreki).
20.45 Tónleikar: Sellókonsert í a-
moll op. 129 eftir Schu-
mann.
21.15 Raddir skálda: Elías Mar-
Ies aftur úr skáldsögu sinni
„Vögguvísu", Þorsteinn Ö.
Stephensen les ljóð eftir
Þórodd Guðmundsson og
Óskar Hal'dórsson sögu eft
ir Þórodd.
22.10 Kvöldsagan: Lakshmi Pan-
dit Nehru — brot úr ævi-
sögur eftir Anne Guthrie
II. lestur (Sigríður J. Magn
ússon).
22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna
son).
23.00 Dagskrárlok.
Vélhrein
gemingar
Fimmtudagur 17. október
Fastir liðir eins og venju’.ega.
20.00 Einleikur á píanó: Grant
Johannesen leikur sónötu
I As-dúr op. 10 eftir Beet-
hoven.
20,20 Erindi: Fátækir menn í alls
Sjónvarpið
Fimmtudagur 17. október
17.00 Mid-day Matinee
„Hollywood Barn Dance“
18.00 Afrts News
18.15 The Telenews Weekly
^mnuunw ncnrnMip
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu
sængurnar. Eigum
dún- og fiðurheld ver
Æða- og gæsadún-
sængui og kodda fyrir
liggjandi.
Dún- og fiðurhreinsunin
Vatnsstíg 3 - Simi 14968
Slöðum
flett
Svo siglum við áfram
í auðn og nótt.
Og þögn hins liðna
læðis hljótt
frá mann; til manns,
eins og saltstorkinn svipur
hins sokkna lands
í auðn og nótt.
Steinn Steinarr.
Sæmundur bóndi á Vatnsleysu
átti bróður, er Auðunn hét. Hann
var lausamaður og átti hjall við
sjóinn, þar sem hann geymdi veið
arfæri sín, því að hann var for-
maður. Snemma vetrar 1887 var
hann einn dag í hjallinum og
gerðj að veiðarfærum. Honum var
litið út og sýndist honum þá bát-
ur með þrem mönnum vera að
farast þar framundan. Hann snar
ast heim og kallar menn til að
bjarga. Þeir koma út og sjá ekki
neitt; enda sá hann þá ekki neitt
af bátnum sjálfur, og hafði þetta
enginn bátur verið. En á vetrar-
vertíðinni næsta ár á eftir drukkn
að; Auðunn og tveir menn aðrir,
en fjórum var bjargað.
„Huld“ — I. bindi.
verið um það rætt og talað, að
auka þyrfti útflutninginn sem
allra mest og með öllum ráðum,
efla útflutningsframleiðsluna á
allan hátt, gera hana sem fjöl-
breyttasta og afla nýrra mírkaða
sem víðast . . . svo kemur það
allt í einu upp úr dúmum, að
maður nokkur hefur flutt út og
selt fullu verði framleiðslu, sem
við höfum að vísu lengi verið að
burðast með, en með misjöfnum
árangri, og enginn hefur víst-talið
útflutningshæfa eða látið sér til
hugar koma að markaður væri
fyrir hana erlendis — enda mun
svo alls ekk; heldur hafa verið
fram að þessu . . . fyrir þessa
framtaksemi, er viðkomandi svo
úthrópaður sem afbrotamaður og
hótað harðri refsingu, i stað þess
að sæma hann hestamannakrossi
Fálkaorðunnar, og hefja þegar í
stað eins stórprentun á íslenzkum
þúsundkrónaseðlum — já, og því
ekki milljónkrónaseðlum til út-
flutnings sérstaklega upp á farm-
rýmið . . . og gera hinn hug-
kvæma mann að peningasölu-
stjóra erlendis upp á ríflegar prós
entuf . . . um leið væri svo sjálf
sagt að flytja alla seðlaprentun
inn í Iandið, og ef til vill að hætta
að prenta nokkuð annað, nema
þá frímerki . . . og væri þá ekki
illa til fallið að setja Snorra á
milljónkrónaseðilinn, til merkis
um að nú væri aftur hafin fram-
leiðsla útflutningshæfra bók-
mennta á Sögueynni ....
Strætis-
vagnhnoð
Hún er í duftinu og hann í Sauna
í heitri von um að bráðum
líti þau á sér Iitlutána —
en langt er síðan hjá báðum.
ÍVmtun ?
| prentsmlója & gúmmlstimplagcrð
Elnholtl 2 - Slmi 20960
HUSBYGGJENDUR
SELJUM:
Möl or steypusand
Fyllingarefni
Hagstætt verð Heimflvtjum.
Siinar 14295 oa 16493
Eina
sneið
. . . á stundum blöskrar manni
svo skammsýni og sjóndepra
þeirra, sem Iangskyggnastir ættu
að vera og sjónskarpastir, að
maður á eiginlega engin orð, og
eru þau þó yfirleitt það, sem
seinast þrýtur og flestir eig' of
mikið af, fremur en hitt . . . á
undanförnum árum hefur stöðugt
Sagt er að sá furðulegi, ef ekki
einstæði atburður hafi gerzt í
spilapartíi hér í borginni eitt
kvöld fyrir skemmstu, að Einar
Jónsson hafi fengið — fimm
drottningar á hendi.
Kaffitár
. . . hvernig ætla þessir herrar
svo að fara að því að vanda um
við yngri kynslóðina, þegar þeir
í alþinginu eru farnir að spila á
talnakúlur — og leggja víst ekki
neitt smáræði undir . . . og láte
sem þeir vitj bara ekki að á
hættuspil er bannað í landslög
um . . .
BBm