Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 1
53. árg. — Mánudagur 11. nóvember 1963. — 144. tbl.
Samkoauhg áa
verkíalla er
i átilokaS
— segir Eðvarð Sigurðsson
Samningar þeir ,sem nú standa
'yrir dyrum milli verkalýðshreyf-
|ngarinnar annars vegar og at-
/innurekenda og ríkisvaldsins hins
vegar verða áreiðanlega mjög
vandasamir og erfiðir, sagði Eðvaið
Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar
í viðtali við Vísi í morgun. En ef
aðilar leggja sig fram um að ná
Framh. á bls. 5.
m
MánaÍarírestítm
jtarí ai npta_
— sagði Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra i morgun
t tilefni þess samkomulags,
sem gert var milli ríkisstjórn-
arinnar og verklýðsfélaganna á
Iaugardaginn átti Vísir tal við
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra i morgun um ástand
og horfur í kaupgjaldsmálunum.
Ráðherrann sagði:
— Ég tel þessa mánaðarsætt
mikils virði. Tilgangur launa-
málafrumvarpsins var sá, að
fá ráðrúm til þess að undirbúa
efnahagsaðgerðir og til þess að
ræða og semja um kjaramálin.
Þegar það lá fyrir, að forystu-
menn launþegasamtakanna vildu
aflétta verkföllunum og tryggja
vinnufrið fram til 10. desember,
var megintilgangi frumvarpsins
náð og því eðlilegt að fresta
lokaafgreiðslu þess.
— Hver verljur nú þróun mál-
anna?
— Nú þarf að nota tímann vel
til þess að reyna að koma á sem
viðtækustum l kjarasamningum.
Þeir þyrftu að ná til sem flestra
starfsgreina og gilda um lengri
tíma en áður hefur tíðkazt hér
á landi. Það þarf að tryggja
efnahagsgrundvöll atvinnuveg-
anna og að færa láglaunafólki
raunverulegar kjarabætur.
— Hverjar voru ástraðurnar
til þess að samkomulag náðist
á síðustu stundu?
Það er ljóst, að kommúnistar
og framsóknarmenn fengu ekki
þann hljómgrunn fyrir andstöðu
og mótmælaverkföllum sem þeir
höfðu vænzt. Útvarpsumræðurn-
ar gáfu færi á að skýra málið og
urðu þær málstað stjórnarinnar
mikill styrkur. Þess vegna urðu
ýmsir leiðtogar Alþýðusam-
bandsins fúsari til friðar.
Engin verkföll næstu vikur
Mikil eftirvænting ríkti, cr
líða tók að helginni, um það,
hvort verkföll myndu skella á i
dag eða ekki. Margir töldu, að
kommúnistar myndu hopa á sfð-
ustu stundu og hætta við verk-
föllrrr en aðrir voru þeirrar skoð
unar, að Dagsbrún og Félag
járniðnaðarmanna í Reykjavík
myndu fara í verkfall hvað sem
liði Iagasetningu um bann við
verkföllum. Á laugardagsmorg-
un tók það að spyrjast, að við-
ræður stæðu yfir milli verkaiýös
hreyfingarinnar og ríkisstjórnar
innar um samkomulag til þess
að afstýra verkföllunum. Og er
fundur hófst í efri deild eftir há
degi á laugardag kunngerði for-
sætisráðherra, að samkomulag
hefði tekizt og verkalýðsfélög-
in hefðu fallizt á að fresta verk-
föllunum til 10. desember.
Forsætisráðherra mælti á
þessa leið, er hann skýrði frá
samkomulaginu: „í gærkveldi og
í dag hafa farið fram viðræður
milli ýmissa forustumanna laun-
þegasamtaka og ríkisstjórnarinn
ar. Hafa þeir tjáð ríkisstjórn-
inni, að þeir muni beita sér fyrir
því að verkföllum þeim, sem
boðuð hafa verið, verði frestað
og að ekki verði stofnað til
nýrra verkfalla a.m.k. fram til
10. desember n.k. enda verði
frumvarp um lauamál o. fl. ekki
afgreitt meðan svo stendur.
þar sem það var megintilgang-
ur þcssa frumvarps að fá ráð-
rúm til undirbúnings efnahags-
aðgerða og viðræðna um kjara-
mál, telur ríkisstjómin, að svo
vöxnu máli ekki rétt að ljúka nú
endanlega afgreiðslu frumvarps
ins og leggur til að atkvæða-
greiðsiu við þessa síöustu um-
ræðu málsins á Alþingi verði
frestað."
Er forsætisráðherra hafði Iok-
ið máli sínu tók Bjöm Jónsson
þingmaður Alþýðubandalagsins
til máls. Tók hann undir orð
forsætisráðherra og sagði, að
þingflokkur Alþýðubandalagsins
teldi farsælast, að frekari deil-
ur um frumvarpið yrðu látnar
niður falla með því að sam-
komulag hefði tekizt milli ríkis-
stjómarinnar og verkalýðssam-
takanna. Ólafur Jóhannesson
þingmaður Framsóknarflokksins
kvaddi sér einnig hljóðs og kvað
Framsóknarflokkinn geta fallizt
á, að umræðunni yrði lokið.
Samkomulagið vakti mikinn
fögnuð almenings. Ríkisstjómin
hafði gert itrekaðar tilraunir til
þess, áður en hún lagði frum-
varpið um launamál fram, að
Framh. á bls. 5
fhgfélagið knáið tíl að segja sig úr IA TA
Samtal við Örn Johnson framkvæmdastjóra
Flugfélag islands hefur tekið
ákvörðun um að segja sig úr
1ATA, alþjóðasamtökum flugfé-
laga, að því er framkvæmda-
stjóri Flugfélagsins, Örn Ó. John
son, tjáði Vísi í gær.
— Þessi ákvörðun hefur þeg-
ar verið tekin fyrir nokkru,
bætti framkvæmdastjórinn við,
en úrsögnin enn ekki verið send
utan, að beiðni samgöngumála-
ráðherra, sem bað um nokkurra
daga frest til að kanna máls-
atvik.
— Hver er ástæðan fyrir úr-
sögn Flugfélagsins úr IATA?
— Það er vegna afstöðu hins
opinbera í sambandi við leyfi
til fargjaldalækkunar milli Is-
lands og Evrópu. En hjá þvi
hefur orðið veruleg stefnubreyt
ing í þessum málum í seinni
tíð.
— Á hvern hátt?
— Þannig er málum háttað,
að þau flugfélög sem eru inn-
an vébanda LATA eru skuld-
bundin að fara eftir þeim taxta
sem það setur um flugfargjöld
milli einstakra landa, og eftir
honum hefur Flugfélag Islands
að sjálfsögðu farið, sem aðili
að þessum alþjóðasamtökum.
Lengi vel fór flugmálastjórnin
fslenzka einnig eftir þessum á-
kvörðunum IATA, en hefur nú
veitt frávik frá þeim, og telur
sig ekki nema að takmörkuðu
leyti þurfa að taka tillit til
þeirra.
Þetta veldur því, bætti örn Ó.
Johnson við, að Flugfélag ls-
lands telur þann grundvöll burtu
fallinn, sem það hefur byggt að-
ild sína til IATA á varðandi
ákvörðun flugfargjalda milli ís-
lands og annarra Evrópulanda.
Fyrir bragðið erum við knúðir
til að segja okkur úr þessum
alþjóðasamtökum.
— Hefur Flugfélag Islands
jafnframt tekið ákvörðun um
fargjaldalækkun milli landa?
Framh. á bls. 5.
Blaðíð í dag
Bls. 2 Kappleikur við
Spartak Pilsen.
— 3 Fréttir um slys og
skipsstrand.
— 4 Róstusöm vika.
— 8 Umræður á þingi um
stöðvun verðbólgu.
Frá umboðsmannafundi Flugfélags íslands í morgun. Talið frá vinstri á myndinni eru: Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi, Birgir Þorgilsson,
Kaupmannahöfn, Yngvi Árnason, fulltrúi hjá millilandaflugi, Vilhjálmur Guðmundsson, Osló, Júlíus Egilsson, Bergen, Örn Johnson, forstjóri,
Birgir Þórhallsson, frkv.stjóri millilandaflugs, Birgir Ólafsson, söluskrifstofu Lækjargötu 2, Einar Helgason, Glasgow, Sk.arphéðinn Ámascn,
Hamborg, Jóhann Gíslason, flugrekstursstjóri, Jóhann Sigurðsson, -London. — (Ljósm. Vísis, B. G.).