Vísir - 12.11.1963, Síða 16

Vísir - 12.11.1963, Síða 16
VISIR Þriðjudagur 12. nóvember 1963. Endurkjörinn tormabur V.Í. Hin nýkjörna stjórn Verzlunar- ráðs Islands skipti með sér verk- um fyrir skömmu. Formaður var endurkjörinn Þorvaldur Guðmunds son, forstjóri og 1. varaformaður Egill Guttormsson .stórkaupmaður. Framh. á bls. 5. HCIMTA RITLAUN FYRIR ICYNISKÝRUUR Þrír SÍA-menn, ungkomm-. únistar, sem fengið hafa póli- tískt uppeldi austan jám- tjalds, og skrifuðu nokkurn hluta hinna alræmdu leyni- skýrslna SÍ A er síðar birtust í bókarformi, Rauðu bókinni, sem Heimdallur gaf út, hafa krafizt ritlauna fyrir sinn hluta af þessu fróðlega verki, Þeir eru Hjalti Kristgeirs- son, hagfræðingur, Hagamel 37, Reykjavík, Hjörleifur Guttormsson, líffræðingur, Neskaupstað og Skúli Magn- ússon, kennari, Bíldudal. Krafan var birt í Heimdalli í gær af Þorvaldi Þórarins- syni, lögfræðingi og er hún svohljóðandi: „Heimdallur, F.u.s. Valhöll, Reykjavík. Til mín hafa leitað þeir Hjalti Kristgeirsson, hag fræðingur Hagamel 37, Reykjavík, Hjörleifur Gutt- ormson, líffræðingur Nes- kaupstað, og Skúli Magnús- son kennari, Bíldudal Þeir skýra svo frá að þér hafið í maímánuði s.l. vor gefið út í Reykjavík bók undir heitinu „Rauða bókin“, Leyniskýrslur SÍA. Skýrsl- urnar, sem Einar Olgeirsson krafðist, að yrðu brenndar“. í riti þessu hafið þér birt ýmislegt efni, aðallega einka- bréf er þeir hafi samið og Kápa Rauðu bókarinnar. skipzt á, og eigi því einir og sameiginlega útgáfurétt og höfundarrétt að. Umbj. m. skýra svo frá að ekki hafi verið til þeirra leitað um það efni bókarinn- ar sem þeir eru höfundar og eigendur að, og hafið þér því birt það í algeru heim- ildarleysi, enda án sinnar vitundar. Þeir skýra einnig svo frá, að þeim hafi ekki borizt frá yður nein greiðsla, né höfundareintök samkv. venju. Með tilliti til þesa hafa umbj. m. sameiginlega falið mér að innheimta hjá yður sem höfundarlaun að þessari prentun bókarinnar, að því er þá varðar, samtals kr. 150.000,00. Fjárhæð þessi óskast greidd mér, undirrituðum eigi síð- ar en laugardaginn 16. þ. m. ásamt 8% ársvöxtum frá 1. júní 1963 til greiðsludags og innheimtulaunum samkv. gjaldskrá Lögmannafélags íslands. Virðingarfyllst, Þorvaldur Þórarinson,“ (sign.) Morgunblaðið, sem birti útdrátt úr nokkrum hluta þessarra skýrslna, hefur að eigin sögn, í morgun, ekki verið krafið ritlauna. Þremenningunum til á- bendingar, og öðrum sem Rauðu bókina rituðu, skal bent á, að Stephan Thomas, sérfræðingur v-þýzku stjóm arinnar, sem hingað kom fyr- ir skömmu á Vegum Varð- Framh. á bls. 5. Brezki sendiherrann Mr. B. Boothby og Haraldur Á. Sigurðsson. Prófessor Þorbjöm Sigurgeirsson f Eðlisfræðistofnun Háskólans. orðunni O.B.E. Á laugardagsmorguninn var Haraldur Á. Sigurðsson sæmdur brezka heiðursmerkinu O. B. E. (Officer of the most excellent order of the British Empire) við hátíðlega athöfn, er fram fór á heimili brezka sendiherrans við Laufásveg. Mr. Basil Boothby, brezki sendiherrann, afhenti Haraldi orðuna f umboði Elísabetar II. Bretlandsdrottningar. í ræðu sinni gat sendiherrann þess að orðan væri virðingarvottur af hálfu Breta fyrir margra áratuga starf Haraldar að auknum tengsl um þjóðanna tveggja og hefði hann þar fetað í fótspor föður síns, Ásgeirs heitins Sigurðsson- ar aðalræðismanns Breta á ís- landi. Ásgeir var sæmdur þess- ari sömu orðu fyrir tæpum 40 árum. Viðstaddir athöfnina voru eig- inkona Haraldar Á. Sigurðssonar og dóttir, Bjarni Benediktsson dómsmálaráðh. og frú og Sig. B. Sigurðsson konsúll og frú, auk fleiri vina og samstarfs- manna Haraldar. Sveinn GuBmundsson kjör■ inn formuður VARÐAR Sveinn Guðmundsson Póstmaður jútur uð hufu stolið peningum úr bréfum Uppvíst hefur orðið um stuld á peningabréfum úr pósthúsinu í Reykjavfk. Þar -er um að ræða penmgabréf sem ekki hafa ver- ið látin f ábyrgðarpóst og ekki tilgreint á umslögunum að inni haldi peninga. Einn þ'óstm'anna hefur þegar játað á sig brotið. Póststofunni í Reykjavík hafa bæði fyrr og sfðar borizt um- kvartanir frá ýmsu fólki að bréf frá því, sem f voru peningar hafi ekki komizt til skila. Eru talsverð brögð að því að fólk láetur" öft' ,einkum smáúþphæð- ir í almenn bréf, án þess að kaupa á þau ábyrgð eða geta um peningainnihald. Samkv. póstlögum er þetta óheimilt og fólk sem slíkt gerir tekur að sjálfsögðu á sig sjálft ábyrgðina af gerðum sínum. Samt sem áður hafa margir Framh. á bls 5. Aðalfundur Landsmálafélags- ins Varðar var haldinn í Sjálf- stæðishúsinu í gærkveldi. Fór m. a. fram stjórnarkosning og baðst Höskuldur Ólafsson bankastjóri undan endurkosn- ingu í sæti formanns, og stakk upp á Sveini Guðmundssyni, alþm. í sinn stað. Var Sveinn einróma kjörinn formaður Varð ar fyrir næsta starfsár félagsins. Þrjátíu manns sóttu um inn- göngu í Vörð og voru sam- þykktir einróma. Höskuldur Ólafsson setti aðal- fundinn, en Birgir Kjaran, for- stjóri var kjörinn fundarstjórj og Einar Guðmundsson skrif- stofustjóri, fundarritari. Síðan var gengið til dagskrár. Flutti formaður skýrslu sína, sem bar vott um þróttmikið starf og glæsilegan hag félagsins. Kosn- ingabaráttan mótaði starf Varð- ar á síðasta starfsári. Voru haldnir allmargir mjög fjöl- mennir fundir um ýmsar grein- ar þjóðmála, auk smærri funda, vegna kosningabaráttunnar og þátttöku félagsmanna í einum fjölmennata kosningafundi, er haldinn hefur verið í Reykja- vík, í Háskólabíói. Áttatíu full- trúar Varðar sóttu Landsfund jálfstæðisflokksins. Sumarferð Varðar, að þessu sinni um Borg- arfjörð og Þingvöll, hafði aldrei Framh. á bls. 5. Laun stundukenn- uru ákveðin Fyrlr nokkr hefur menntamála- ráðuneytið ákveðið laun stunda- kennara í skólum. Eru launin mið- uð við þá launaflokka, sem kenn- ararnir myndu taka laun sam- kvæmt, ef þeir væru fastir kenn- arar. Samkvæmt ákvörðun mennta- málaráðuneytisins skulu laun stundakennara vera sem hér segir: 1 bamaskólum: Miðað við 12. launafl. (kennarar án kennararétt- inda) kr. 63,50. 1 15. launafl. kr. 71,45-89.30. 1 16. launafl. kr. 74, 30-92.90. 1 17. launafl. kr. 96,60. í húsmæðraskólum: f 13. launa- fl.: kr. 81,75. í 16. launafl. kr. 91,95 og 19. launafl. kr. 108,25. 1 gagnfræðaskólum: í 16. launa- fl.: kr. 95.00-114.95. f 18. launafl. kr. 99.45. í 19. launáfl. kr. 108,25. í iðnskólum: í 16. launafl.: kr. Framh. á bls. 5. •fc**Aía-m i i |f'<YjjlÍÚW^HíKV

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.