Vísir - 23.11.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 23.11.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Laugardagur 23. nóvember 1963. ☆ 1 þessum mánuði voru liðin þrjú ár síðan John Kennedy var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann var yngsti maður sem nokkurn tíma hafði verið kjör- inn til þess embættis. Þegar hann >og fjölskylda hans fiuttu inn í Hvíta húsið í byrjun árs 1961 var sem æskufegurð hefði skyndilega og £ fyrsta skipti unnið þann stað. Við hlið hans stóð hin yndisfallega kona hans Jacqueline Kennedy og tvö ung- börn þeirra, Karolina, sem þá var 3 ára og John yngri, sem hafði fæðzt í sjálfri kosninga- hríðinni. Þessi ungu, fallegu hjón sigr- uðu bandarísku þjóðina. Síðan hefur verið ríkjandi þar í landi hið svokallaða Kennedy-æði, það er að allir hafa viljað eiga þau sem fyrirmynd. En það var og með öðrum hætti sem nýir straumar komu inn I Hvíta húsið með Kennedy. Hann tók við völdum skömmu eftir að Krúsjeff hafði niður- lægt Bandaríkin á Parísarráð- stefnunni, sem fór út um þúfur. Með honum var aftur tekið fast í stjórnartaumana strax vorið 1961 átti Kennedy fund með Krúsjeff, þar sem hann lét hann vita það með ákveðnum orðum, að Bandaríkin myndu ekki láta olnboga sig út, síðan sýndi hann það í verki í Kúbu-deilunni, sem varð sigurstund Kennedys. Og eftir það hefur enginn þurft að vera í vafa um það, að Banda- ríkin voru voldugasta ríki heims undir forustu hins unga forseta. Heima fyrir i Bandarikjunum átti Kennedy forseti við meiri erfiðleika að striða. Þar þurfti að glfma við hin stærstu þjóð- félagsleg vandamál. Sérstak- lega var áríðandi að grípa á kynþáttavandamálinu, og þar hélt Kennedy fram á við með djörfung með aðstoð bróður síns, Roberts Kennedy, dóms- málaráðherra. John Kennedy var fæddur í Brookline í Massahusetts 29. Fjölskyldan f Hvíta húsinu, forsetahjónin með dóttur sfna, Karolfnu. Ástsæll forseti fallinn maí 1917. Faðir hans var Joseph P. Kennedy sem síðar varð m. a. á stríðsárunum sendi- herra Bandaríkjanna í Bretlandi, en var annars kunnur fjármála- maður og milljónamæringur. Langafar Kennedys í báðar ættir voru írskir innflytjendur, . sem setzt höfðu að í Massashusetts og valizt þar til forustu. John stundaði nám í Harvard- háskóla, síðan vann hann um tíma 1 sendiráðinu í London hjá föður sínum og skrifaði nokkru síðar bók, sem hann kallaði: „Hvers vegna svaf England?“, og sýndi hún áhuga hans og þekkingu á alþjóðastjórnmálum. Árið 1941, þegar nálgast tók þátttöku Bandaríkjanna í stríð- inu, sótti hann um inngöngu í herinn, en fékk ekki inngöngu vegna gamalla meiðsla í baki. Hann var þó staðráðinn í að gefast ekki upp, og eftir fimm mánaða líkamsþjálfun og lækn- isaðgerðir fékk hann inngöngu í flotann. Þegar styrjöldin brauzt út, var hann sendur á Kyrrahafsvígstöðvarnar, og þar vann hann hetjudáð, sem lengi hefur verið í minnum höfð og færði honum eitt æðsta heiðurs merki bandaríska flotans. Var hann þá stjórnandi tundur- skeytabáts, sem japanskur tund- urpsillir sigldi á, og skar sundur í tvennt. Vann Kennedy vask- lega að því að bjarga félögum sinum. Að styrjöld lokinni starfaði Kennedy um skeið sem blaða- maður og fylgdist með ráðstefn- unum í San Francisco, Potsdam og með brezku kosningunum. sem Churchill tapaði. Eftir það hóf hann þátttöku í stjórnmálum og var kjörinn 29 ára gamall til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í aukakosning- um. Þar sat hann þrjú kjörtíma- bil, en árið 1952 var hann kjör- inn öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts-fylki. Árið 1954 tóku sig upp meiðslin í baki hans, og gekk hann undir uppskurði. Var hann þá svo hætt kominn eftir upp- skurð, að prestur hafði veitt honum síðasta smurning. En hann náði sér aftur og notaði veikindatimann til að rita bók, sem fjallaði um átta bandaríska stjórnmálamenn, sem þorað höfðu að standa gegn almenn- ingsálitinu við sannfæringu sína. Bók þessi kallaðist „Profiles in courage". Hún varð metsölubók og vann Pulitzer-verðlaunin sem bezta ævisagnabók ársins. Nú hafði hann vakið mikla athygli á sér sem stjórnmála- maður, og árið 1956 munaði minnstu, að þing Demokrata- flokksins veldi hann sem vara- forsetaefni sitt við hlið Steven- sons. En 1960 var hann kjörinn á flokksþingi forsetaefni Demo- krata. Hann vann nauman sigur yfir Nixon sem 35. forseti Bandaríkjanna. I forsetaembætti hefur hann verið mjög athafnasamur. Heima fyrir hefur hann unnið að löggjöf til að bæta mennta- mál, og koma á sjúkratrygging- um og ellilífeyri og leysa kyn- þáttavandamálið. Á vettvangi alþjóðamála hef- ur hann staðið styrkur gegn öll- um útþensluáformum Rússa, og hefur það verið sérstaklega áberandi í Berlínarmálinu. Jafn- framt því hefur hann verið sátt- fús, og var það talinn mikill sigur fyrir hann, þegar Rússar fengust til að undirrita samn- inginn um bann við kjarnorku- vopnatilraunum. Meðal mestu áhugamála hans var aðstoðin við fátæk og van- þróuð ríki. Beitti hann sér fyrir víðtækari efnahagsaðstoð við þau, jafnvel þótt mótstaðan færi vaxandi heima fyrir. Annað á- hugamál hans var stofnun „frið- arsveitanna". flokka áhuga- manna, sem fóru til að hjálpa fátækum þjóðum í viðreisn þeirra. Sérstaka áherzlu lagði hann á aðstoð við ríkin I Suður-Ameríku og var frum- kvöðull að samningu framfara- áætlunar fyrir þau. Hann sýndi styrk sinn í Kúbu-málinu, þegar hann lét hart mæta hörðu Og neyddi Rússa til að flytja eld- flaugar og árásarvopn burt frá eyju Castros. Að Kennedy stóð mikill fjöl- skyldu og vinahópur. Kennedy- fjölskyldan hefur jafnan verið mjög samhent. Bróðir hans, Robert Kennedy, var dómsmála- ráðherra í stjórn hans, og yngsti bróðir hans, Edward, náði kosningu á s.l. ári sem öld- ungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts. Árið 1953 kvæntist Kennedy Jacqueline Bouvier. Þau áttu tvö börn, Carolinu, sem er 6 ára og John sem er 3 ára. Þriðja barn þeirra, Patrick, lézt í sum- ar, tveim dögum eftir fæðingu. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.