Vísir - 23.11.1963, Blaðsíða 8
8
V1SIR . Laugardagur 23. nóvember 1963,
LS
VISIR
Utgerandi: Blaðaútgáfan VISÍS_
Ritstjóri: Gunnar G. Schraxt.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Porsteinn ó Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjaid er 70 krónur á mánuði.
! lausasðlu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f.
Víg Bandaríkjaforseta
Prngnin um víg Kennedys Bandaríkjaforseta hef-
ir vakið harm um víða veröld.
Þar er fallinn í valinn leiðtogi voldugasta ríkis
veraldar, maður gæddur óvenjulegum stórhug, bjart-
sýni og frjálslyndi. Við hann voru miklar vonir bundn-
ar, ekki aðeins sem leiðtoga bandarísku þjóðarinnar,
heldur einnig sem oddvita hins frjálsa heims. Með
vígi hans eru þær vonir brostnar. En þótt Kennedy
gegndi aðeins forsetaembætti um þriggja ára skeið,
og væri einungis 46 ára er hann lézt, skilur hann eftir
sig óafmáanleg spor í sögu bandarísku þjóðarinnar.
Þau ár sat áræðið að völdum. Það var tími hinna ungu
manna, tími nýrra hugmynda, nýrrar stefnu. Hann og
samstarfsmenn hans námu nýtt land, mörkuðu ný og
víðáttumeiri landamæri í framfarasögu þjóðar sinnar.
Hans verður minnzt sem þess manns, er sameinaði
bjartsýni og áræði bandarísku þjóðarinnar beztu erfð-
um stjómvísi og lýðræðisþroska.
J>að er kannski engin tilviljun að Kennedy féll
fyrir byssukúlu tilræðismanns tæpri öld síðar en Lin-
coln. Báðir börðust þeir fyrir jafnrétti hvítra manna
og svartra í landi sínu, báðir áttu þeir við harðsnúna
andstöðu að etja, sem merkin sýna að einskis svífst.
Kennedy hafði einsett sér að gera það jafnrétti að
veruleika, sem Lincoln hafði fengið skráð á lögbækur
með sigrinum í Þrælastríðinu. í fjölda annarra efna var
hann brautryðjandi. Hann barðist fyrir því að víðtæk-
um almannatryggingum yrði á komið í landinu, svo
að þeir sjúku og öldruðu þyrftu ekki að líða skort. í
einni af síðustu ræðum sínum sagði hann að mikil-
vægara öðru væri að útrýma atvinnuleysinu í land-
inu og bar fram víðtækar skattabreytingar, sem stuðla
áttu að því. Evrópumönnum finnast þessi stefnumið
sjálfsögð. En þau sættu harðsnúinni andstöðu og sú
andstaða mun hafa verið hinum látna forseta mest
angur á stjómartíð hans. En víst munu næstu ár leiða
í Ijós að þar vildi hann einungis flýta för þjóðar sinn-
ar. Sú sókn sem hann hóf verður vart stöðvuð, þótt
hans njóti ekki lengur við.
J>jóðir veraldar minnast þess að í samskiptum sín-
um við hina austrænu blökk reyndist Kennedy sáttfús
en staðfastur samningamaður, sem tókst að varðveita
friðinn án þess að sveigja af leið frelsis og mannrétt-
inda. Það var einnig hann, sem stofnaði friðarsveit-
irnar til þess að hjálpa vanþróuðum þjóðum til bættra
lífskjara, en þá hugmynd hafa nú 20 aðrar þjóðir tek-
ið upp.
Heimsfriðurinn er að miklu undir því kominn
hverjir fara méð forystu stórveldanna tveggja. Því
færi betur að arftaki Kennedys nú, og eftir næstu kosn-
ingar, reyndist eiga víðsýni hans, staðfestu og var-
kámi í alþjóðamálum. Það ríður á miklu.
Stjórn I. P. A. á lslandi, talið frá vinstri: Guðmundur Erlendsson, upplýsingaþjónusta. Ólafur Guð-
mundsson, gjaldkeri, Sigurður M. Þorsteinsson, formaður, Ingólfur Þorsteinsson, varaformaður, Jón
Halldórsson, ritari, og Kristinn Hákonarson, meðstjómandi.
Þjónusta með viaáttu
'
50 íslenzkir lögregluþjónar
hafa stofnað sjálfstæða deild
innan alþjóðasambands lögregiu
manna. Aðild Islands að sam-
tökunum, sem nefnast Inter-
national Police Associatlon,
skammstafað I.P.A., var sam-
þykkt £ vor. I.P.A. eru lang-
stærstu samtök lögreglumanna í
heiminum með deildir um víða
veröld og hefur félagsskapurinn
hlotið viðurkenningu Sameinuðu
þjóðanna. UNESCO, og margra
ríkisstjóma, en er þó sjálfstæð
stofnun óháð viðskiptum. Starf
semi I.P.A. er margs konar m. a.
gagnkvæmar orlofsferðir, heim-
sóknir námsflokkar, og að örva
og efla menningar og félagsmála
starfsemi meðal lögreglumanna.
Vísir hefur snúið sér til for-
manns íslandsdeildar I.P.A. Sig
urðar M. Þorsteinssonar, varð-
stjóra og spurt hann um starf-
semi og skipulag samtakanna.
STOFNUÐ í BRETLANDI.
— Alþjóðasamtökin voru
stofnuð £ Bretlandi 1. janúar
1950 og eitt af höfuðverkefnum
samtakanna er að efla vináttu
meðal lögreglumanna með skipu
lögðum alþjóðasamtökum. I.P.A.
hefur tekið sér einkunnarorðin
.Þjónusta með vináttu*. Sérstakt
alþjóðlegt framkvæmdaráð er
starfandi, og var það fyrst
kosið f Parfs 1955. Starfsemi
sambandsins á alþjóðavettvangi
er í höndum þess ráðs. Þátttaka
er opin öllum lögreglumönnum
um allan heim, hvort sem þeir
eru starfandi eða hættir störf-
um. Allir eru jafn réttháir án til
lits til metorða, kynferðis, litar
háttar, þjóðernis, trúarbragða
eða tungu, og einnig er sam-
bandið algjörlega ópólitískt.
ÚTGÁFA ALÞJÓÐLEGRA
LÖGREGLURITA.
— Hvað um tilgang sambands
ins?
— Tilgangur sambandsins er
m. a. að sjá um gagnkvæmar
orlofsferðir, bréfaskipti og heim
sóknir námsflokka.
Að efla þjónustu meðal al-
mennings. Örva og efla menn-
ingar- og félagsmálastarfsemi
meða! lögreglumanna. Þá má
nefna útgáfu lögreglurita þýddra
á ýmis tungumál, að sfðustu má
svo nefna fullkomna bréfaþjón-
ustu, sem er starfandi innan
samtakanna, svo og aðstoð við
áhugamál meðlimanna eins og t.
d. frímerkjasöfnun.
50 ÍSLENZKIR LÖGREGLU-
MENN 1 SAMTÖKUNUM.
— Hvenær voru svo íslenzku
samtökin stofnuð?
— Sumarið 1962 kom hingað
til lands Dr. Mommsen, forstjóri
I.P.A., og átti hann viðræður
við ýmsa lögreglumenn um sam
tökin, og það varð siðan úr,
að stofnuð var hér á landi sér-
stök deild, eftir að málið hafði
verið lagt fyrir lögreglufélagið.
I dag eru í íslenzku deiidinni
alls 50 lögreglumenn víðs vegar
af landinu.
— Og hvað um starfsemi Is-
lenzku deildarinnar?
— Það skal tekið fram að I.
P.A. skiptir sér ekki af launa-
málum og deilum. Við hér höf-
um í undirbúningi útgáfu frétta
og fræðslublaðs. í vor verður
haldið í Bretlandi alþjóðlegt
mót lögreglumanna, og er það
eitt af verkefnum okkar að
skipuleggja þátttöku íslands.
Mótið verður haldið I Blackpool
og mikið til þess vandað. Eitt
af aðalverkefnum deildarinnar,
eins og allra deilda, verður
fræðslustarfsemi, einnig verður
lögð áherzla á aukin kynni með
al íslenzkra lögregluþjóna.
Milli50-60lögregluþjónar
sækja framhaldsnámskeið
Fjölmennasta lögreglunám-
skeið, sem haldið hefur verið
hér á Iandi, hófst í gær. Hér er
um að ræða framhaldsnámskeið
fyrir lögreglumenn, og mun það
væntanlega standa fram í
marzmánuð. Milli 50—60 lög-
regluþjónar munu sækja nám-
skeiðið. Að loknu prófi hafa lög-
regluþjónarnir rétt á að fá laun
greidd eftir 14. launaflokki
borgarstarfsmanna eða 13. launa
flokki rikisstarfsmanna.
Fyrir áramót munu lögreglu-
þjónarnir sækja fyrirlestra á
kvöldin og stunda æfingar á
morgnana, eftir áramót verður
þeim skipt í bekkjardeildir. Lög
reglustjórinn í Reykjavík, Sigur-
jón Sigurðsson, skýrði Vísi svo
frá, að-22 fyrirlestrar yrðu flutt-
ir á námskeiðinu, m. a. mun
Haukur Kristjánsson yfirlæknir
Slysavarðstofunnar flytja fyrir-
lestur um meðferð slasaðra.
Páll Sigurðsson yfirtrygginga-
læknir mun tala um meðferð á
fólki sem hlotið hefur áverka á
höfði. Bjarni Konráðsson mun
taia um rannsóknir á blóði I
sambandi við ölvþn við akstur.
Borgarlæknir, dr. Jón Sigurðs-
son, ræðir um heilbrigðiseftirlit.
Dr. Tómas Helgason flytur fyr-
irlestur um meðferð á geðveiku
fólki.
Þá mun og slökkvistjórinn í
Reykjavík tala um samvinnu
slökkviliðs og lögreglu. Einar B.
Pálsson, verkfræðingur, flytur
fyrirlestur um umferðarkönr.un-
ina. Ásgeir Þór Ásgeirsson, verk
fræðingur, mun ræða um um-
ferðarmerki.
Eftir áramótin verður lög-
regluþjónunum skipt niður í
bekkjadeildir, og taka þá m. a.
við kennarar lögregluskólans.
Eins og fyrr segir, munu
sækja námskeiðið milli 50 og 60
lögreglumenn héðan úr Reykja-
vík og utan af landi. Rétt til
þátttöku hafa allir lögreglu-
þjónar, sem starfað hafa 3 ár
eða lengur innan lögreglunnar.
Hér er um að ræða langfjöl-
mennasta námskeið, sem efnt
hefur verið til, en 1959 var
haldið námskeið innan lögregl-
unnar með svipuðu sniði. Nám-
skeiðið, sem nú hefst, mun ekki
standa sleituiaust, m. a. verður
gert hlé á þvf yfir jóiin og ára-
móðn.