Vísir - 23.11.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 23.11.1963, Blaðsíða 5
VISIR . Laugardagur 23. nóvember 1963. JOHNSON forseti í Hvíta húsinu Um tveimur tímum eftir morð ið á Kennedy var iík hans flutt um borð í einkaflugvél hans þar sem hún stóð á Lovefield-flug- velli við Dallas. Þá steig frú Jacqueline Kennedy og um borð í flugvélia og nokkru síðar, Lyndon Johnson hinn nýi forseti Bandaríkjanna. Skömmu áður en flugvélin lagði af stað til Washington sór Johnson embættiseið sinn um borð í flugvélinni. Kom kona nokkur sem er sambandsdóm- ari í Dallas um borð í flugvéj- ina og veitti mótttöku eiðstaf forsetans, þar sem hann lagði hönd á helga bók og sór að halda og varðveita stjórnarskrá Bandaríkjanna. Við athöfn þessa stóð frú Lady Byrd Johnson vinstra megin við hinn nýja for seta, en Jacqueline Kennedy hægra megin við hann. Síðan var flogið tafarlaust af stað til Washington og tók flug ið þangað fjórar klukkustundir. Flugvélin lenti á Andrews flug vellinum fyrir utan Washington. Mikill mannfjöldi hafði safn- ast saman á flugvellinum og hvíldi þögn þungs harms yfir mannfjöldanum. Johnson forseti steig út úr flugvélinni og flutti stutt ávarp þar sem hann sagði: — Þessi dagur er þyngsti sorg- ardagur í lífi mínu. Hvað er það þó móti þeim óbærilega harmi sem slegið hefur eiginkonu hans og fjölskyldu. Öll bandaríska þjóðin tekur innilega þátt í sorg þeirra. Sem forseti Bandaríkj- anna mun ég gera allt sem ég get og ég bið hjálpar banda- rísku þjóðarinnar og Guðs í því starfi, sem lagt hefur verið mér á herðar. Lfk Kennedy forseta var flutt með viðhöfn úr flugvélinni í lík- bíl, sem beið á flugvellinum og síðan til líkhúss bandaríska flotans. Frú Jacqueline Kennedy var flutt til sjúkrahúss, þar sem hún mun njóta hvíldar eftir þá hræðilegu atburði, sem hún hefur orðið að þola. Lík Kennedys mun standa uppi f dag í austurálmu Hvfta : Þessi mynd er tekin örfáum sekúndum eftir að skotið hitti Kennedy. Fólkið fleygir sér til jarðar, en lögreglumennimir þjóta í áttina tii bílalestar forsetans í baksýn. Myndimar voru símsendar í gærkvöldi. hússins, þar sem embættismenn og vinir fjölskyldunnar munu koma til að votta hinum látna virðingu sína. Á sunnudag mun það standa uppi í þinghúsinu, þar sem almenningi mun gefast kostur að ganga að líkbörum hans. Á mánudag mun útför hans fara fram f Boston en hann verður jarðsettur f ættar- grafreitnum í Brookline f Massa chusetts. Strax eftir komuna til Was- hington flaug Johnson forseti í þyrlu til Hvíta hússins og lenti á grasflötinni við það. Þar tóku fyrst á móti honum McNamara landvarnaráðherra og George Bundy, sérstakur ráðunautur hins látna forseta. — Rusk utanríkisráðherra var ekki i Washington, Þegar hann frétti af atburðinum var hann á flugi yfir Kyrrahafinu, á leið í opinbera heimsókn til Japan. Flugvélinni var þegar snúið við og mun Rusk koma til Washing ton í dag. Meðal fyrstu athafna Johnson varaforseta eftir að hann kom inn í Hvíta húsið var að hringja til tveggja fyrrverandi forseta Bandaríkjanna Trumans og Eisenho;er og tilkynna þeim hinn hörmulega atburð. Ákærður — Framh. af bls. 1. hefir verið lýst svo, að hann sé fölleitur, grannur, 1.80 cm. á hæð með Ijóst, hrokkið hár. Hann var kvæntur rússneskri konu. AHra ráða hefur verið leitað til að safna sönnunargögnum um glæp þenna, fingraför voru tekin af riffiinum, en þau reyndust ekki nógu skýr. Efnarannsókn hefur verið gerð á fötum og húð- inni á hálsi hans til að athuga Ieyfar sprengiefnis úr skotum. Fjöldi vitna hefur verið kallaður til, sem sáu þegar Oswald lædd- ist á brott úr nágrenni bygging- arinnar sjálfur segist hann hafa verið í kvikmyndahúsinu, þó lög- reglumenn hafi elt hann inn í það. Oswald var starfsmaður í bifreiðageymslunni og er það meðal þeirra líka sem bera bönd- in að honum. SAMSÆRIÐ UNDIRBÚIÐ Connally ríkisstjóri sem særðist J. H. Sawyer lögreglustjóri í Dallas skýrði og frá þvl að lög- reglan hefði fundið í herberginu leifar af steiktum kjúklingi og þykja þær og önnur vegsum- merki benda til þess að am- særismennirnir hafi verið undir- búnir að dveljast lengi í her- berginu og búa sig undir ill- ræðið. Kennedy forseti hefur verið íslendingur í Dnllns segir: Ömurlegt ástandí borginni Lögreglumaður heldur á ítalska rifflinum með sjónauka, sem talið er að Oswald hafi myrt Kennedy með. Jgin íslenzk fjölskylda er bú- sett í borginni Dallas í Texas þar sem hinn hörmulegi atburður gerðist I gær, morðið á Kennedy. Það er fjölskylda Þorváldar Steingrímssonar fiðlu leikara. Vísir átti stutt símtal við Þorvald s.l. nótt. Hann sagði, að það væri nú ömurlegt ástand í borginni. Svo virtist sem íbúar hennar hefðu sektariilfinningu vegna þess, að þessi hryllilegi atburður skyldi gerast I borg þess. Kvaðst Þorvaldur hafa verið á gangi í borginni seinni- part dagsins eftir að tilkynnt hafði verið um lát forsetans og hefði verið undarleg sú kyrrð hryggðar og ótta, sem rikt hefði á öllum götum. Fólk hefði ráf- að um göturnar líkt og I örvænt ingu og varla getað trúað að þetta hefði gerzt. Þorvaldur hafði verið á ferli í borginni skömmu fyrir hádegi, og séð hinn mikla manngrúa, sem safnazt hafði saman til að hylla forsetann. Hann hafði sjálfur verið um stundarfjórð- ungferð frá þeim stað þar sem atburðurinn gerðist.ö Hann sagði, að um morguninn hefði verið þungbúið loft og rigning i Dallas, en að skömmu fyrir hádegi, þegar forsetinn kom til borgarinnar hefði létt upp og sólin farið að skfna og hefðu menn fagnað veðrabreyting- unni. En þá dundu þessi ósköp yfir. á ferðalagi I Texas og kom hann til borgarinnar Dallas um kl. 5 í gær eftir /sl. tíma, og ók inn, í bórgina þar sem hann ætlaði að flytja raéðu. Hann ók f inni bifreið og óvarinn og sat upphækkuðu sæti. Með honum I bifreiðinni var kona hans Jacqu iline og John Connally rlkis- stjóri I Texas og frú. ÞRÍR SKOTHVELLIR Allt I einu kváðu við þrlr skothvellir og sáu nærstaddir að forsetinn hneig skyndilega fram yfir sig I fang konu sinn- ar er sat á móti honum. Fólk heyrði að kona hans æpti tvö orð ,, —Ó. Nei“. og sá að hún reyndi grátandi að hagræða höfði eiginmanns síns. Connally ríkisstjóri særðist einnig, fékk skotsár I brjóstið. Mikill mannfjöldi hafði safn- azt saman umhverfis sjúkrahús- ið og beið I ofvæni eftir frétt- um af líðan forsetans. Sló þögn og óhug yfir hópinn, þegar til- kynningin barst út um dauða hans. •jsajHsssnB!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.