Vísir - 23.11.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 23.11.1963, Blaðsíða 4
4 rm V1S IR . Laugardagur 23. nóvember 1963. Skíðasnjórinn kominn Nú er fyrsti vetrarsnjórinn fallinn til jarðar og verður þá flestum hugsað til fjalla- og skfðaferða — já og bömin eru melra að segja búin að taka -g fram skíðin og sleðana og komin niður á Arnarhól. Mér var að berast síðasta tölu blaðið af franska kvennablaðinu Elle og þótt snjórinn sé nú víst ekki fallinn í Frakklandi, er Elle farið að búa lesendur sína und- ir skíðaferðina. Heilu síðurnar eru birtar með myndum af skíða klæðnaði, auglýsingar eru komn ar frá skíðahótelum, rætt er um vetrarolympíuleikana, sem verða í Innsbruck í Austurríki dagana 29. janúar til 9. febrúar og les- endum sagt að ef þeir fari þang að, eigi þeir að vera svona og svona .klæddir, auðvitað sam- kvæmt nýjustu tízku. Og hver er nú fjallatízkan? Að sjálfsögðu skíðabuxur, skíðaskór, peysa, stormjakki, höfuðfat og vettlingar. Það gát- um við nú sagt okkur sjálfar. En er eitthvað nýtt í sambandi við þetta — ný snið? Ég held ekki. Skíðabuxurnar eru yfirleitt úr stretch-efnum, ýmist Ijósum eða dökkum — það ér ekkert nýtt. Skórnir eru sömuleiðis svipaðir og verið hef ur. Peysurnar eru einnig líkar og verið hefur.. Þær eru skraut- legar, mikið útprjónaðar og í mörgum litum. Ef eitthvað er nýtt f mynsturgerð er það helzt að mikið er um þverröndóttar og köflóttar peysur. Við peys- urnar eru svo húfur, prjónaðar með sama mynstri. Að vfsu er mikið um að húfur séu úr öðr- um efnum, annað hvort loðnum efnum og falla þær þá alveg að höfðinu og eru bundnar eða hnepptar undir kverk, eða þá úr ullar- eða nælonefnum og eru þá gjarnan með deri. Stormjakk arnir eru alls kyns, mest er af vattfóðruðum nælonjökkum, er komust í tfzku f hitteðfyrra. Þá kannast allir íslendingar við. Þegar talað er um skíðafata- tfzkuna úti í heimi, er eiginlega ekki átt við fötin, sem skíða- fólkið klæðist meðan það stend- ur á skíðunum hátt uppi f fjalli, heldur er það hinn svokallaði „Aprez-ski“-búningur, sem um er að ræða. Það orð er notað yfir þann klæðnað sem kven- fólkið kíáéðist f gönguferðum, á skíðahótélinu að lokinni 'skfðáj 1 ferð o. s. frv. Það er í sambandi Sitthvað um hárið við „Aprez-ski“-búpinginn; sem tízkuteiknararnir gefa ímyndun- araflinu hvað lausastan- taum- inn. Nú í ár má sjá þykk gólfsfð ullarpils og buxnapilsin svoköll- uðu, klofhá stígvél, hnésiðar buxur með jakka við úr sama efni. Við þessar hnésíðu buxur er notuð þverröndótt peysa og þverröndóttir sportsokkar. Svo eru að sjálfsögðu alltaf ný af- brigði af inniskóm, sjölum, trefl- um o. fl. En f rauninni er til lítils að vera að telja slíkt upp fyrir ís- lenzkt kvenfólk, því að litlar líkur eru til að það fái sér slík- an fatnað, enda lítil sem engin tækifæri til að nota hann hér heima á íslandi En samt .. . við viljum nú einu sinni fylgjast með. Bjarni Konráðsson læknir hélt nýlega fyrirlestur f Iðnskólanum fyrir hárgreiðslufólk, rakara hár- greiðslunema og rakaranema. Var hann um húðina og hárið og komu þar fram atriði, sem enginn vafi er á að allir hafa gaman af að vita. Og því spyrj- um við nú: Vitið þið . . . að maðurinn hefur að meðaltali 120 þúsund hár á höfðinu? að ljóshært fólk hefur flest hár, um 140 þúsund? að brúnhært fólk hefur um 109 þúsund hér? að svarthært fólk hefur um 108 þúsund hár? að rauðhært fólk hefur aðeins um 90 þúsund hár? að ljóst hár er fíngerðara en svart hár? að grófleiki hárs fer mjög eftir \ ættflokkum? að konur hafa grófara hár en karlar? að f gylltu og ljósu hári er blanda af rauðu og gulu litar efni? að f dökkrauðu hári er blanda af rauðu 0o svörtu litarefni? að í brúnu hári er blanda af rauðu, gulu og svörtu litar- efni? að í dökkbrúnu hári er svart litarefni? að í svörtu hári er mikið af svörtu litarefni? • að í hvítu hári er ekkert litar- efni? að í rauðu hári er litarefnið fljót andi og dreifist því jafnt um allt hárið? að t dökku hári og ljósu er litar efnið f kornum og er því ekki eins jafn dreift? að meðalaldur hárs er 2 —6 ár? að þegar hárið er nýlega komið upp úr húðinni vex það um 2 — 5 mm á 10 dögum, en þeg ar það hefur náð um 30 cm lengd hefur það hægt mjög á vaxtarhraðanum og vex úr þvf allt að helmingi hægar en áður? að meðalsídd hárs er50 — 75 cm, en verður sjaldan meira en 90 cm? að hárvöxtur er mestur hjá kon um á aldrinum 16 — 24 ára og getur orðið allt að 20 cm á ári? að hvirfilhár eru lengri en hnakka og vangahár? að hárið er teygjanlegt og togn- ar þegar í það er togað en getur þó hrokkið f sundur er þjösnalega er að farið? að samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið fer betur með hárið að krulla það með járni en með rúllum eða pinnum, þvf að þá hrekkur það frekar í sundur? að hvert hár þolir allt að 200 gramma tog? að hárið getur dregið t sig vatn og verður þá lengra og síval- ara? að . . . ? Nei, að því þarf ekki að spyrja, að þið vitið að slétt hár verður sléttara þeg- ar á það rignir og krullað hár krullast enn meira ef á það rignir. EIGINMAÐUR HEFUR ORÐIÐ Góður eiginmaður kom að máli við Kvennasíðuna fyrir skömmu og sagði henni frá upp- götvun, sem hann hefði gert, er hann eitt sinn sem oftar var skikkaður til eldhússtarfa. Bað hann Kvennasíðuna að koma uppgötvuninni áleiðis til starfs- bræðra sinna. Eiginmanninum góða var feng inn fullur pottur af heitum kar- töflum, honum sagt að afhýða þær og pressa þær síðan í kar- töflupressu. Er hann hafði af- hýtt eina, sá hann að svona gæti það ekki gengið — datt honum því f hug að reyna að nota hið alkunna hyggjuvit, sem karlþjóðinni er gefið. og fór því að hugsa. ♦ Eftir nokkra stund kom árang urinn í ljós. Eiginmaðurinn tók eina stóra kartöflu, setti hana f pressuna með hýði og öllu sam- an og tók á öllum sfnum kröft- um. Og viti menn. Úr pressunni kom þessi fína stappa en eftir sat hýðið. Gekk nú allt eins og f sögu, stappan var á borð borin, án þess að kartöflurnar hefðu verið afhýddar á þennan gamla venju- lega hátt, með því að nota hnff. Úr þvf að kartöflur og kar- töflustappa eru á dagskrá, er ekki úr vegi að minnast á „upp- stúf“. „Uppstúfaðar" kartöflur ku vera mun bragðbetri ef þær eru ekki soðnar í vatni heldur í mjólkinni, sem „uppstúfið“ er sfðan gert úr. Kartöflurnar eru skornar f skífur ineðan þær eru hráar, settar í alla þá mjólk, sem nota á f jafninginn, salt og pipar sett út f og kartöfluskíf- urnar soðnar þangað til þær eru orðnar meyrar. Síðan er jafningur gerður úr mjólkinni, smjörklína sett út f og ef rifið persille er fyrir hendi er það borið á borð með.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.