Vísir - 06.12.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 06.12.1963, Blaðsíða 2
V1 SIR . Föstudagur 6. desember 1963. Ræða borgarstjóra — Framhald af bls, 3. um framkv. þá yrði það 82 millj. kr. — og er því 3 millj. kr. hærri upphæð veitt í þessu skyni en ráð var fyrir gert. Ef milli 10 — 13 millj .kr. verður svo veitt til gatnagerðar af tekjum yfirstand- andi árs ætti að vera tryggt að hægt verði að standa við gatna- gerðaráætlunina. Framlag til Strætisvagna Reykjavíkur er hækkað um kr. 1 millj., eða í kr. 5 millj. Fjárþörf þessarar stofnunar er mikil, eins og bezt sést á fjár- hagsáætlun hennar og mun ég víkja að því við 2. umræðu fjár- hagsáætlunar. Eins og ég hef áður getið um eru gjöld á eignabreytingareikn- ingi kr. 105.2 millj. í stað kr. 75. 454 þús., . hækkunin þvi kr. 29.746 þús, flest er hækkunin á framlagi til Borgarsjúkrahússins, eða kr. 6 millj. úr borgarsjóði auk 3.5 millj. kr. aukins framlags úr ríkissjóði. Er fjárveitingin aukin svo mjög í því skyni, að sem fyrst verði lokið fyrsta áfanga við byggingu sjúkrahússins, svo að unnt verði að taka það í notkun í ársbyrjun 1965. Fjárveiting til barnaheimila er hækkuð um kr. 4.5 millj., eða í kr. 12 millj., og á að verja því fé til byggingar dagheimilis í Laugalækjarhverfi og upptöku- heimilis við Dalbraut í samræmi við áætlun er borgarstjórn hefur samþykkt um byggingu barna- og vistheimila. Fjárveiting til Sundlaugar í Laugardal er hækkuð f kr. 6 millj., eða um kr. 2 millj. Með þeirri fjárveitingu og þvf geymslu fé, sem fyrir hendi er frá fyrri árum, ætti að vera unnt að ljúka þessu mannvirki á næsta ári. Til þess að bæta úr þinni miklu þörf, sem er á nýju skólahús- næði, er fjárveiting til skólabygg inga hækkuð um kr. 4 millj. Er þá heildarfjárveiting til þessara framkvæmda orðin kr. 36 millj. og fellur í hlut borgarsjóðs að greiða helming þeirrar upphæð- ar. Framlag til Byggingarsjóðs er aukið um kr. 2 millj. til þess að auðvelda þær framkvæmdir og lánveitingar, sem sjóðnum er ætl að að inna af höndum. í greinargerð með fjárhagsáæt} uninni, á bls. 70, er gerð grein fyrir tildrögum að stofnun Véla- miðstöðvar Reykjavíkurborgar. Á bví, sem þar er sagt, sést að stlunin er að sameina á einn stað ýmsa starfsemi borgarsjóðs og stofnana hans, svo að tæki nýtist betur en verið hefur og innkaupum verði hagað með heild arþarfir þeirra allra fyrir augum. Framlög til þessarar stofnunar eru samtals kr. 8 millj. og skipt- ast þannig, að borgarsjóður greið- ir 50%, eða kr. 4 millj., Rafmagns veita 25%, eða kr. 2 millj., Hita- veitan 15%, eða kr. 1.2 millj. og Vatnsveitan 10%, eða kr. 800 þús. Sé þessum framlögum bætt við rekstrarafgang og afskriftir, hefur miðstöðin til ráðstöfunar kr. 13 millj., og er ráðgert að verja af þeirri upphæð kr. 10 millj. til kaupa á nýjum bifreið- um og vélum. en aftur á móti er ekki gert ráð fyrir véla- og bif- reiðakaupum á eignabreytinga- reikningi. Heildargjöjd bprgarinnar, bæði á rekstrarreikningi og eignabreyt ingareikningi, eru kr. 552.235 þús. og skulq nú ræddar tekjur þær, sem ætlað er að afla til að standa undir þessum kostnaði. Fasteignagjöld eru áætluð kr.' 20 millj. í stað kr. 18 millj. á yfirstandandi ári. Ýmsir skattar hækka um kr. 260 þús., arður af fyrirtækjum um kr. 1.072 þús. Áætlað er, að framlag úr Jöfn- unarsjóði hækki um kr. 16.4 millj., og er þá miðað við að rík- issjóður greiði til sjóðsins þær upphæðir, sem ráð er fyrir gert í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Aðstöðugjöld er áætluð kr. 17 millj. hærri en á yfirstandandi ári, og er því.gert ráð fyrir að sama gjaldskrá giídi um álagn- ingu þeirra á næsta ári og beitt var á síðastliðnu sumri. Tekjuliðir þeir sem nú hafa verið nefndir nema samtals kr. 156.961 þús., og á eignabreytinga- reikningi er ráðgerð lántaka að upphæð kr. 7 millj. Vantar þá kr. 351.142 til að brúa bilið milli gjalda og tekna. Þá upphæð, að viðbættum 5 — 10% fyrir van- höldum, verður að leggja á sem útsvar. Með tilvísun til þess að ætlað er 85 millj. kr. til gatnagerðar og annarra framkvæmda á eigna- breytingareikningi að upphæð rúml. 100 millj. kr., þá virðist ef til vill ekki óeðlilegt að lántaka borgarsjóðs væri meiri en þessar 7 millj. kr. - En þýðingarlaust er að áætla lánsfé, sem ekki fæst og raunar er einnig æskilegra á verðþenslutímum, að hið opinbera takmarki framkvæmdir sínar við eigið fé en auki ekki lánsfjár- skort og þenslu á vinnumarkaði 1 senn. — Verkefnin eru líka svo mörg og fjölgar svo ört, að fljót Iega yrði að áætla jafnhárri upp- hæð til afborgana og til fram- kvæmdanna sjálfra. Annað mál er að afla lánsfjár til fram- kvæmda stofnana, sem hafa eigin tekjur. I fjárhagsáætlun líðandi árs voru útsvör samkv. útsvarslögum áætluð kr. 285.603 þús. Hækkunin milli áranna er kr. 65.539 þús., eða 22.95%. Með hliðsjón af tekjuaukningu þeirri, sem orðið hefur hjá borg- arbúum á yfirstandandi ári, og vaxandi íbúatölu, verð ég að segja, að varlega er farið í sak- irnar við ákvörðun útsvarsupp- hæðarinnar og minni í því sam- bandi á, að útsvarsupphæðin milli 1962 og 1963 hækkaði um 38% og þó var hægt að hækka afslátt frá útsvarsstiga úr 15.5% 1962 ( 17% 1963. Búast má því við að hækkun útsvarsupphæðar um 23% geti samt sem áður létt útsvarsbyrðar borgarbúa á næsta ári miðað við það, sem var nú í ár, jafnframt því sem borgarsjóður stendur straum af kauphækkunum þeim, sem orðið hafa og af meiri fram- kvæmdum en nokkru sinni áður. Grímiir — Framh. af bls. 9. nám við verzlunarskóla fyrir stúdenta í Danmörku. Er hann kom heim, hóf hann störf við tollstjóraembættið { Reykjavík, og er hann hafði starfað þar 13 ár, lét hann innritast í guð- fræðideild Háskóla Islands og lauk þaðan embættisprófi á til- settum tíma, árið 1954. Meðan hann var við nám, vann hann jafnframt hjá tollstjóraembætt- inu. „Hvað varð til þess, séra Grím ur, að þér' létuð innritast í guð- fræðideijdina, svo löngu eftir stúdentspróf?" „Það má segja, að mér hafi fyrst dottið í hug að verða prest ur, er ég var barn, en þá var ég þrjú sumur hjá séra Þorvarði Brynjólfssyni á Stað í Súganda- firði. En það voru að sjálfsögðu aðeins hugmyndir barns. Ég lauk stúdentsprófi á kreppuár- unum og hafði ekki tök á að leggja út í Iangskólanám. En svo fór að lokum að hugmyndir mínar frá því er ég var barn urðu að veruleika. Er ég hafði lokið guðfræðiprófi, var ég sett ur prestur í Sauðlauksdal og kosinn þar ári síðar. Þar hef ég jafnframt prestskap búið meðal- búi. Ég var búinn að ákveða að hætta að mestu leyti búskap í haust, áður en ég ákvað að sækja um Ásprestakall, en það ákvað ég ekki fyrr en um mán- aðamótin september — október. Er ég því ekki með nema um 50 kindur vestur í Sauðlauksdal núna“. „Mætti ég spyrja um álit á prestskosningum yfirleitt, séra Grímur?“ „Ég vildi óska að kosning- arnar gætu farið fram öðruvisi en nú tíðkast og ég veit að prest ar eru almennt á móti kosning- um í þeirri mynd, sem þær eru nú. En þrátt fyrir allt álít ég að þátttaka almennings í kosn- ingum hafi sínar góðu hliðar. Þær fara þó alltaf lýðræðislega fram. Ef sóknarnefndir og kjör nefndir ættu að kjósa eða kalla presta til starfs, yrði vafalaust engu að síður um ágreining að ræða innan safnaðarins. Ég álít að þetta gefi nokkuð rétta mynd af vilja fólksins, þótt svo geti aldrei fyllilega orðið, þar sem áróður hefur alltaf talsvert að segja og þar sem margir eru nokkurn veginn hlutlausir“. „Hvað nú um kirkju og safn- aðarstarfið, sem fyrir höndum er, séra Grímur?“ „Þegar prestur hefur verið kosinn, á hann að ræða við sóknarnefnd og biskup um kirkjustarfið, en eins og skiljan- legt er, hef ég enn ekki komið því við. Því þori ég lítið um kirkjustarfið að segja. Ég hef, enga stefnuskrá sem kallast má, enda ekki hægt að gera slíkt, þar sem maður veit ekki hvern- ig hægt verður að haga kirkju- starfinu, „því að kirkja fyrir- finnst engin“ eins og þar stend- ur. Ég reikna ekki með skipun fyrr en um áramót og þangað til verð ég að hafa hugann hjá söfnuði mínum vestur í Sauð- lauksdal, því að þar er ég prest- ur enn. Munum við hjónin fara vestur með fyrstu ferð“. 1 "IMI!F I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.