Vísir - 06.12.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 06.12.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Föstudagur 6. desember 1963. 7 Jack Ruby fluttur handjámaður frá lögreglustöðinni í Dallas. Hvers vegna drap hann Oswald? sögunum, að Oswald hafi verið saklaus, því að svo mjög.hafa böndin borizt að honum, að ekki getur leikið nokkur vafi á þvi, að hann hefði verið dæmdur sekur. Lögreglan í Dallas á sjálf mesta sökina á því, að allar þessar hviksögur hafa komizt af stað. Nú hefur ríkislögregla Bandaríkjanna hins vegar tekið að sér rannsókn málsins og er þess að vænta að í skýrslu henn ar, þegar hún verður birt, muni að finna ýtarlegri skýringar. Er líklegt að þær komi fram, þeg- af Jack Ruby verður leiddur fyr ir rétt 9. desember. En þangað til nánari skýringar eru fengnar er ráðlegast að gjalda varhuga við hvik- og kjaftasögum um allt þetta hörmulega mál. j?g ætla nú að þessu sinni að rekja stuttlega það helzta, sem fram hefur komið í málinu, reyna að greina þar á milli stað reynda og hviksagna. f>á er fyrst að athuga sekt Oswalds. Það er nú stundum talað um það, að sekt hans verði aldrei sterk.MorðtiIræði er að sjálf- sögðu undirbúið þannig, að það fer fram í laumi og helzt svo að enginn sjónarvottur sé að því. Og þó urðu sjónarvottar að því, þegar morðinginn dró byssu hlaupið inn um gluggann á fimmtu hæð skólabókageymsl- unnar og þeir gáfu fljótt lýs- ingu á manninum, sém samsvar- aði Oswald. Síðan koma ótal fleiri sönn- unargögn.. Haldið þið t. d. að böndin séu ekki talsvert farin að berast að Oswald, þegar það er sannað óvéfengjanlega, að hann var eigandi byssunnar. Hann hafði pantað hana hjá pöntunarverzlun í Chicago í marz s. 1. Við pöntunina notaði hann dulnefnið Hidell, en pönt- unin, sem enn var geymd, er skrifuð með rithönd hans og auk þess er upplýst, að hann hafði notað þetta dulnefni oft- ar,, gekk með falsað vegabréf með því nafni, sem einnig hefur fundizt og skráði pósthólf, sem hann leigði, sömuleiðis með því nafni. Þar við bætist, að lcona hans Oswald var fastur starfsmaður í skólabókageymslunni, sem skotið var úr og hafði þvi al- veg sérstaka aðstöðu til að leyn ast í herberginu á fimmtu hæð. Morguninn áður en glæpur- inn var framinn, flutti hann heiman frá sér í vinnuna ílanga pappaöskju, alveg mátulega til að flytja byssuna í. Það er og staðreynd, að hann var á efri hæðum hússins, þegar morðið var framið. Og það er staðreynd að hann hafði „brugðið sér frá“, enginn vissi, hvað hann var að aðhafast. Á sjálfu morðvopninu hafa fundizt fingrá- og lófaför hans og ullarþræðir úr jakka þeim, sem hann klæddist, hafa fund- izt á byssuskeftinu. Á hálsi hans fundust skýr einkenni púður- sóts, sem koma á háls manns, sem miðar riffli. jgf einhver væri enn ekki bú- inn að sannfærast, hvað skýrir þá hina einkenni- Iegu hegðun Oswalds eftirá, þeg ar hann myrðir Iögregluþjón með köldu blóði og ætlar enn STADRíYN, © ® XTin herfilegu mistök lögregl- unnar í Dallas í meðferð hennar á málinu vegna morðs- ins á Kennedy forseta hafa orð- ið þess valdandi, að ótal hvik- sögur hafa komizt á kreik, hverj ir staðið hafi að þessum hræði- lega glæp. Allt setur það svart- an, ljótan blett á Bandaríkin og bandarískt réttarfar. Hviksögurnar og orðrómurinn virðist jafnvel megna að snúa staðreyndum algerlega við, horfa framhjá atriðum, sem eru viðurkennd og sönnuð, en byggja 1 meir á hugboðum, og fmyndunúmv'sem eiga- sér enga undirstöðu. Lengst gengur þetta í áróðri kommúnistaríkjanna, sem kommúnistablöðin um all- an heim bergmála síðan. Þar segir, að það hafi verið fasistar, sem stóðu að morðinu og er þá þagað yfir tengslum morðingj- ans Oswalds við kommúnista- hreyfir.guna. Þannig er farið að því í áróðrinum að ljúga og snúa algerlega við staðreyndum. Það virðist líka langt gengið, þegar því er haldið fram í hvik- sönnuð, þar sem mál hans geti ekki komið fyrir dómstól. Fyrr sé" ekki hægt að; st'aðhæ'fa sök, en dómur sé fallinn. Þetta er auðvitað ekkert ann að en lögfræðileg hártogun. Flugsum okkur, að Oswald hefði þrifið byssu upp að tugum manna ásjáandi og hefði síðan verið handtekinn strax að verk inu lok.nu. Gat þá nokkur vafi leikið á sekt hans, þó hann yrði ekki Ieiddur fyrir dómstól? Sönnunargögn eru auðvitað margs konar og misjafnlega Bréf frá London Blöðin hafa birt margar opin- berar frásagnir af forsetaheim- sókninni til Bretlands. En fróð- legt er að sjá líka hvernig hún tók sig út séð úr bakdyrunum, ef svo mætti segja. Vísir hefur fengið leyfi til þess að birta eftirfarandi kafla úr bréfi, sem íslenzk kona í London skrifaði nákomnum ættingja hér í Reykjavík eftir að heimsókn- inni lauk í London: .... Við vorum ekki lítið hissa að fá boðskort í Guild- hall frá The Corporation of London. Ekki getum við skilið af hverju okkur var boðið, þvi að enda þótt þarna væru yfir 400 manns, voru þar samt ekki nema fáir íslendingar, svo sem sendlherrahjónin, Eiríkur Bene- dikz, Björn Björnsson og stjórn íslendingafélagsins (Jóhann Sig- urðsson og kona hans, Reymond Mountain og kona hans, frú Elin borg Ferrier og hennar maður), og þarna voru hjón, sem báðu fyrir kveðju til þín, Arnold Taylor prófessor í Leeds og Sig ríður kona hans. Hafi þarna verið fleiri landar, þá hafa það verið einhverjir sem ég þekki ekki. Mikið var þetta hátíðlegt, með öllum þeim ceremonium sem til heyra í Guildhall. Við hliðina á mér sat Lt. Col. Ver- ney, sá sem fylgdi forsetahjón- unum hver sem þau fóru, og á móti mér sat the Under-Sheriff of London. Þeir töluðu báðir um það, hvað forsetahjónin væru „charming" qg löðuðu að sér. Þeir sögðust oft hafa verið í Guildhall við opinberar heim- sóknir, en sjaldan hefði and- rúmsloftið verið betra eða vin- gjarnlegra. Þeir vissu þá ekki að ég var íslenzk. Lt. Col. Ver- ney sagði mér að drottningin hefði verið svo hrifin af þeim að hún hélt þeim 20 mínútur fram yfir tímann, en slíkt kæmi ekki oft fyrir. Forsetinn sagði við frú Eiinborgu að þau hjónin hefðu orðið sérstaklega hrifin af drottningunni, og að mvndir af henni gerðu henni yfirleitt ekki góð skil. Daginn eftir hafði sendiherra móttöku í Dorchester Hotel, og var ákaflega mannmargt þar. Ég held helzt að hver einasti íslendingur búsettur á Bret- landi hljóti að hafa verið þarna. Þar var fólk utan af Iandi, sem maður sér að heita má aldrei. Við vorum líka á Victoria Station þegar forsetinn kom. Til þess fengum við sérstaka að- göngumiða. Okkur leizt vel á nýja forsætisráðherrann okkar. Yfirleitt eru allar myndir af hon um slæmar“. Þetta er ánægjuleg staðfest- ing á þeim fregnum, sem bárust frá Lundúnum, meðan á forseta- heimsókninni stóð. Þar var sagt frá viðtökum og hinni gagn- kvæmu vinsemd sem lýsti sér í ræðum og athöfnum. Sjaldan eða aldrei hafði mcira verið rit- að í brezk blöð um heimsókn hjóðhöfðingja, allt mjög vinsam legt. Móttökur voru hinar glæsi legustu. Heimsóknin var íítað- festing á því að milli Breta og Islendinga ríkir djúpstæð vin- átt? som harðar deilur fá ekW eytt. Ögmundur. segir, að hann hafi átt byssuna, og loks eru til ljósmyndir af honum með morðvopnið í hönd- J7nn má bæta því við, að J heima hjá Oswald fannst uppdráttur af Dallas-borg, þar sem hann hafði merkt inn leið- ina, er Kennedy forseti ætlaði að aka og má sjá, að hann hefur verið að rannsaka tíma- setningu og undirbúa morðið. Hér eru þegar komin svo sterk sönnunargögn, að þau myndu hafa nægt til að Oswald yrði dæmdur. En ekki er allt upp talið enn. skömmu síðar að skjóta annan í kvikmyndahúsinu, þar sem hann var handtekinn. Þann tiltölulega skamma tíma sem lögreglan gat yfirheyrt Os wald viðurkenndi hann ekki brotið. En það sem hér hefur verið upptalið sýnir, að enginn vafi getur leikið á sekt hans. Hitt er svo annað mál, hvort fleiri eru samsekir, hvort skotið var úr fleiri byssum í einu. Það eru getgátur um það, meira ekki. Líklegt er, að lögreglan hafi byssukúlurnar í vörzlu sinni og á þá að vera auðvelt að sjá, hvort þær eru úr fleiri Frh. á bls. 10. Næturklúbbscigandinn Jack Ruby með einni nektardans- meyju sinni, Lori Adams.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.