Vísir - 06.12.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 06.12.1963, Blaðsíða 15
Vl SIR . Föstudagur 6. desember 1963. 15 — Það er nýtt að sjá yður hér, herra Leroyer, — þér komið ekki nema einu sinni til tvisvar eða svo á ári og búið þó svona nálægt. — Þér farið nærri um grund vallarreglur mínar, svaraði Le royer — lögfræðingurinn á að vera í skrifstofu sinni, en ekki í kaffistofum— og hér er um und antekningu frá reglunni að ræða. Mig vantar tvö góð sæti í leikhúsinu í kvöld. Þér verðið kannski svo vinsamlegar að hjálpa mér með útvegun þeirra? Mér skilst, að allt sé uppselt í miðasölu leikhússins. . — Já, við höfum tekið nokkra miða frá handa viðskiptavinum okkar, og ef þér eruð ekki allt of kröfuharður . . . Stúlkan rétti honum tvo miða. — Það er hækkað verð, nú 7 franka miðinn á 14 franka. — Gerið þér svo vel og þakka yður fyrir. Hann stakk miðunum í vas- ann og gekk svo til Berniers, en Paroli sagði við sjálfan sig: Jæja, hann ætlar í leikhúsið í kvöld. — Skyldi hann nú hafa breytt ferðaáætluninni og fari alls ekki í nótt? Geri hann það og fari að degi til eru öll mín áform farift'iít um þúfur. — Mér þykir leitt, að við verð um að skilja þegar eftir leiksýn inguna, sagði Leroyer. — Já, það þykir mér leitt líka, en ég fæ aðeins tíma til þess að fara í Rauða hattinn og sækja töskuna mína. — Það verður allt annað, er til Parísar kemur. Þá ætla ég að bjóða þér til miðdegisverðar í Café Angl- ais. — Þakka þér fyrir, en meðal annarra orða, — þú býrð frá- leitt lengur hér eftir í Batign- olleshverfinu. — Nei, en ég sendi. þér nýja v heimilisfangið, undir eins og ég veit nánar um það. Paroli hafði lagt vfð hlustirn- ar og létti nú stórum. Nú þurfti hann ekki um annað að hugsa en að vera viðstaddur úti fyrir leikhúsinu um kvöldið, er leik- húsgestir færu út að leiksýn- ingu lokinni. Hann bað um reikning sinn, greiddi hann og gekk til gisti- hússins, þar sem hann hafði inn ritazt undir nafninu Paul Ger- ard, sölumaður. Það var enn mjög kalt í veðri og dimmviðri. Vindur var aust lægur og bitur og allt benti til hríðarveðurs. Þótt Paroli væri í all góðum yfirfrakka var honum kalt, og það hafði honum verið síðan hann fór frá Marseille Hann hafði enn nóga peninga til þess að kaupa sér ferðavoð og það gerði hann. Svo ákvað hann að halda kyrru fyrir í gistihús- herberginu sínu. Hann var þegar búinn að vera það mikið á ferli, að hann gat átt á hættu, að menn færu að veita honu^n sér staka athygli, en það vildi hann forðast af skiljanlegum ástæð- um. Klukkan sjö borðaði hann mið degisverð í matstofu gistihúss- ins, borgaði þar næst reikning sinn, og lét þess getið, að jiann ætlaði til Macon. Áður hefir því verið lýst hvernig hann njósnaði um fórn- arlamb sitt, fylgdi því frá leikhúsinu í járnbrautafstöðina, tók sér sæti í sama klefa, framdi glæp sinn — og svo annan í kjölfar hins. Er nú það eitt eftir, að skýra nánara frá því hvers vegna þeir Léon og vinur hans yoru á göngp i grennd við.braut- ina iniTlr VilléðéúVe-sörí,Yonne og Sant-Julien-du-Sault. Bróðursonur frú Fontana átti að leggja af stað um morguninn þann 11. til fundar við vin sínn René, sem hafði boðið honum á villisvínaveiðar. Léon hafði mikinn áhuga á veiðiferðum, en hafði ekki neina reynslu að ráði. Og hann hlakkaði mikið til þess, að fá nú langþráð tækifæri til þess að fara á veiðar. XX. Tveim dögum eftir að Léon í kom til Laroche, bjó hann sig til | veiðifararinnar, eftir að hafa ’ snætt morgunverð með föður- systur sinni. Meðan hann dvald- ist hjá henni hafði honum hlotn- azt sú gleði, að hitta Etnmu ! Rósu einu sinni til. — Drengurinn minn, sagði frú Fontana við hann, er þau höfðu matazt, nú er kominn tími til að búast til brottferðar, ef þú ætlar að ná lestinni. — Ég hefi nógan tíma, frænka, sagði hann og var allþunglyndis- legur á svip. — Lestin bíður ekki, sagði frænka hans. — Ég veit það, en ég vil ó- gjarnan fara frá Laroche án þess að biðja þig um dálítið: — Og hvað er það? — Að þú leyfir, að ég kveðji Emmu Rósu. — Jæja, þú ætlar að gera mig meðseka þér, sagði frú Fontana hlæjandi. Þú hefir séð Emmu Rósu tvisvar og þar á ofan fékkstu að tala lengi við hana í gær. Samvizka mín leyfir mér ekki að verða við þessari beiðni I þinni. — Þá fer ég héðan hryggur, sagði Léon, og mig dreymdi svo andstyggilega í nótt, að það leggst illa í mig. ] — Draumar. hugboð, sagði frú Fontana og yppti öxlum. Það er fullsnemmt fyrir mann á þín | um aldri að gerast hjátrúarfull- j ur, Léon minn. I — Ég er ekki hjátrúarfullur, sagði Léon, vanalega tek ég ekki mark á draumum, en þessi draumur var svo skýr og greini , legur, að ég get ekki gleymt | þonum, og hann hefur vakið I kvíða.minn. Ég get ekki Ipsnáð undan áhrifafargi hans. Allt, sem ég sá í draumnum stóð mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum þegar ég vaknaði. Ég fullvissa þig um að ég verð kvíð- inn og órólegur, nema ég fái að sjá Emmu Rósu aftur. — En hvað dreymdi þig? — Ég sá mann reka hníf í j brjóst Emmu Rósu. Ég brá við henni til hjálpar, en var þá greitt höfuðhögg. Ég hneig niður í sama blóðpollinn og hún lá í. Svo vaknaði ég skyndilega. Mér leið eins og ég væri allur blár og marinn, var allur í svitakófi, j og síðan hafa alls konar kvíða- j hugsanir sótt á mig. | — En þetta er hreinn barna- skapur, vinur minn, sagði frú Fontana. Emma Rósa býr hér hjá mér við fyllsta öryggi. Hætt ■ urnar sem þú ert að tala um eru ekki til — nema í ímyndun þinni. Varpaðu nú af þér þessu fargi. Þetta er sannast að segja ekkert nema draumarugl. Emma er bundin við nám sitt og ég get Móðir og bam. -//27 ekki kvatt hana úr bekknum bara til þess að kveðja þig. Ég þinar, en þu verður að gera þér ljóst, að ef ég færi að gera það væri það fyrir neðan virðingu mína að hjálpa þér á þann hátt sem þú ferð fram á. Léon hneigði höfuð sitt, en svaraði engu. — Ég skal gjarnan skila kveðju til Emmu Rósu, sagði frú Font- ana, meira segi ég ekki. Ég hefi lofað að stuðla að framtíðar- fyrirætlunum þínum, og það endurtek ég. Treystu mér að ég geri það sem rétt er. Og farðu nú, stóra .barn, kysstu mig — og — af stað með þig. Léon stundi þungan en faðm | aði svo að sér föðursvstur sína. — Ég er ekkert glaður yfir, að þurfa að fara héðan, sagði hann. — Þú tekur gleði þína, þegar þú ert kominn af stað, og hugsar til dvalarinnar hjá vini þínum. Léon tók veiðibyssu sína og tösku. — Kemurðu við í Laroche, þegar þú kemur aftur frá Saint- Julien-du-Sault? Tarzan er fyrsti maðurinn sem Naomi hefur ekki getað unnið með brosi sínu, segir Joe Wild- cat hlæjandi. Já, svarar Medu hún er mjög falleg, en Tarzap er ekkert fyrir að hanga í kvenpilsi. Miðdegisverðurinn er tilbúinn íerra lávarður, segir Naomi hátíð lega og kemur með rjúkandi fat til þeirra. í sama bili hrópar Joe. Sjáðu’þarna Tarzan, það eru tveir „bananakoptar" frá Mombuzzi. Og yfir höfðum þeirra svífa tvær stórar flutninga-þyrilvængjur. hvildarstóllinn.. Framleiddur'með einkaleyfi fra ARNE5TAD BROK, Oslo. erbezti stóllinn a heims- markaðnum; þaö má stilla. hann i þá. stöðu, sem hvexjum hentarbezt,en auk þess nota sem venjulegan mgerustoi laugavegi 2.6 simi 209 70 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Laegstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. LAUGAVEGI 00-02 i>jL Stærsta úrval bifreiða á einum stað. ^ Salan er örugg hjá okkur. Bamaúipur Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.