Vísir - 06.12.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 06.12.1963, Blaðsíða 9
 VÍSIR . Föiíudagur 6. ^".cmúer 1383. Frank M. Halldórsson cand. theol. var kjörinn lögmætri kosn ingu i Nesprestakalii. Hann hlaut 1946 atkvæði en Hjalti Guðmundsson hlaut 990 atkv. Frank er fæddur 23. febrúar 1934 í Reykjavík, sonur hjón- anna Marels Halldórssonar verkstjóra í Hamri og konu hans Rósu E. Halldórsdóttur. Frank varð stúdent við Mennta- skólann í Reykjavík 1954 og hóf nám í guðfræði við Háskóla íslands sama ár. Hann hlaut styrk til guðfræðináms við Al- kirkjustofnunina í Genf í Sviss og í Heidelberg í Þýzkalandi 1957—1958 og lauk námi í guð fræði við Háskóla íslands 1959. Síðan hefur hann stundað kennslustörf. Hann er ókvænt- ur. Komu úrslitin yður ekki á ó- vart? Jú, ég taldi mjög tvísýnt hvor okkar umsækjendanna í Nes- sókn yrði atkvæðahærri og gerði alls ekki ráð fyrir svo miklum atkvæðamun sem raun varð á. til prestsverka Frá kennslustörfum Hverju þakkið þér helzt hinn góða árangur? Ég veit ekki hvað skal segja. En ég hafði mjög góða stuðn- ingsmenn í kosningunum og ég Framh. á bls. 5 Frank Halldórsson Þjónar nú í fyrsta skipti prestakalli á íslandi „Ég er mjög ánægður með kosningamar og þakklátur öll- um þeim sem studdu mig“, sagði hinn nýkjörni prestur Bústaða- sóknar séra Óiafur Skúlason, er Vísir hitti hann að máli í gær. „Þar sem ég var einn í kjöri tel ég gott að hafa fengið það at- kvæðamagn, sem ég fékk, þótt ekki næði ég lögmætri kosn- ingu. Mun hafa vantað 26 at- kvæði á að svo væri“. Séra Ólafur Skúlason er fædd ur að Birtingaholti í Árnessýslu árið 1929, sonur Skúla Oddleifs sonar og Sigríðar Ágústsdóttur. Hann varð stúdent frá Verzl- unarskóla íslands árið 1952 og árið 1955 lauk hann guðfræði- prófi. Sama ár hlaut hann prestsvígslu og hélt síðan til Bandaríkjanna og þjónaði þar í fjögur ár. Árið 1960 var hann skipaður æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar og hefur hann gegnt því starfi síðan. „Hættið þér alveg starfi æskulýðsfulltrúa, þegar þér tak ið við prestsembætti, séra Ólaf- ur?“ „Já, en að mörgu leyti sé ég eftir því. Ég álít að á sviði æsku lýðsmála sé kirkjan að hasla Framh á bls 5 S og dætrum Guðrúnu Ebbu og Sigríði. Séra Grimur Grímsson og kona hans Guðrún Sigríöur Jónsdóttir ásamb syni þeirra hjóna, Jóni. Tvö börnin, Soffía og Hjörtur em uppkomin og voru þau fjarstödd er myndin var tekin. Hef búib meðalbúi í 10 ár jafnframt prestskap Síðar, eða þegar ég var 17 ára gamall, fór ég utan til Noregs og lauk námi við norska kristni- boðsskólann 6 árum siðar“. — En hvenær fenguð þér vígslu til kristniboðs? „Það var i desember 1952 og stuttu síðar hélt ég utan til Ethíópíu á vegum íslenzka kristniboðssambandsins, en þar beið mín eiginlega algjört brautryðjendastarf, því í Konsó í S-Ethíópíu, sem er byggt af frumstæðum þjóðflokki, var ekki eitt einasta hús, sem tal- izt gat sómasamlegt. Við hjónin bjuggum því fyrst til að byrja með I moldarkofa með ársgaml- an son okkar, en seinna reis íslenzka kristniboðsstöðin, og þar fengum við heimili. Þarna er nú rekið sjúkraskýli og vinn- ur íslenzkt fólk þar ennþá og vinnur mjög gott starf. — Nú og hvað svo um störf- in heima? „Eftir heimkomuna 1958 hef ég starfað 1 gagnfræðaskólum við kennslu og hef haft mikla ánægju af samstarfinu við unga fólkið. Þess vegna hef ég mjög mikla ánægju af að geta nú tek ið við sókn, sem er byggð fólki, sem flest er kornungt. Ég held að það eigi að vera hægt að „rnóta" fólkið þar sem svo er". — Verða störfin hér eltki öðru vfsi en í Konsó? „Jú, vissulega verða þau að. mörgu leyti með öðru svipmóti, en í aðalatriðum verða þau eins, þ. e. útbreiðsla kristindómsins, og mér finnst sama hvort það er hvítur maður eða svartur, sem i hlut á. Það hlýtur alltaf að verða jafn skemmtilegt verk“ ságði hinn ungi sóknarprestur yngsta safnaðar Reykjavíkur að lokum. „Ég er þakklátur því fólki, sem sýndi mér traust og stuðn- ing og kaus mig í nýafstöðnum prestskosningum", sagði séra Grímur Gn'msson, hinn nýkjörni prestur i Ásprestakalli, er frétta maður Vísis hitti hann að máli í gær. „Ég hygg gott til starfs- ins og samvinnunnar við söfn- uðinn, Reykjavíkurprestana og kirkjuyfirvöldin". „Ég verð að segja að ég er glöð, hrærð og þakklát fyrir alla þá velvild og hlýhug, sem okkur hefur verið sýndur", sagði eigin kona séra Grims, frú Guðrún S. Jónsdóttir. Séra Grimur Grímsson er fæddur árið 1912, sonur Gríms Jónssonar cand. theol. og Krist- ínar Eiriksdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá M. R. árið 1933 og stundaði síðan eitt ár Framh. á bls. 2. Útbreiðsla kristindóms sú sama hjá svörtum og hvítum ásamt bömum þeirra. „Ég er afar feginn að vera sloppinn úr þessum kosningum. Það er mikið á mann lagt I kosningum sem þessum, og ég efa að ég hefði gefið kost á mér öðru sinni, ef ég hefði fali- ið nú,“ sagði hinn nýkjörni sókn arprestur í Grensásprestakalli, sem er eitt hinna nýju presta- kalla í Reykjavíkurborg. — Eruð þér þá mótfallinn nú- verandi fyrirkomulagi á vali presta? „Ég get ekki neitað því, að persónulega er ég því mótfall- inn, en hins vegar ætla ég mér alls ekki að benda á aðra leið, en læt aðra um það“. — Hvernig voru fyrStu kynni yðar af kristilegum félagsskap? „Ég gekk mjög ungur i KFUM og kynntist þá kristilegu lífi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.