Vísir - 06.12.1963, Blaðsíða 16
ISIR
F#stu <!?><"”• 0
’f>63
...jgur
um milljóna-
urf
Undanfarna daga hafa verið á
kreiki hér í höfuðborginni sögur
um mikil auðæfi og eignir, sem
ung stúlka á að hafa erft í Frakk-
landi. Hafa blaðinu borizt margar
þessar sögur til eyrna, en það hef-
ur nú aflað sér upplýsinga um að
engin þeirra er á rökum reist og
munu þær vera uppspuni einn.
► Kosningar fóru fram nýlega
í Senegal og brutust út óeirðir
i Dakar og biðu 10 menn bana
en 60 særðust. Leopold Seng-
hor var endurkjörinn forseti.
Einnig fóru fram þingkosning-
ar.
Gísli Sigurbjörnsson reynir nýja
leið í vandamálum ellinnar
Heimili samhjálpar gamla fólksins
Fyrir nokkru var frá því skýrt
að í ráði væri að koma á stofn
í Hveragerði heimili fyrir eldra
fólk, sem gæti séð um sig sjálft
að öllu Ieyti. Hefur þetta heim-
ili nýlega hafið starfsemi sína.
Er hér um að ræða nýja leið
í vandamálum ellinnar, og er lík
legt, að þessi byrjun, sem er lttil
í fyrstu, verði upphaf að öðru
meiru, þegar fram líða stundir.
Til starfseminnar hefur verið
tekið eitt af húsum stofnunar-
innar, fjögur herbergi, stór stofa
eldhús, salerni, bað og geymsla.
Verða þarna fjórar konur (þrjár
eru þegar komnar), sem sjá um
sig sjálfar að öllu leyti. Þvott-
urinn verður þó þveginn fyrir
þær. Fá þær frá stofnuninni allt
til matartilbúnings sem og allar
nauðsynjar aðrar til heimilis-
halds, en öll heimilisstörf ann-
ast þær sjálfar, sem fyrr segir.
Vistgjaldið er því kr. 50,- lægra
á dag fyrir hverja, eða kr. 80,-
i stað kr. 130,-.
Allar fá konurnar sér herbergi
en stór setustofa er sameigin-
leg. Eldhúsið er með öllum nauð
synlegum áhöldum og ísskáp.
Geymsluherbergið er rúmgott
og allur aðbúnaður í húsinu
vandaður, Hefur verið reynt að
gera þetta fyrsta heimili sam-
hjálpar eldra fólksins sem bezt
úr garði.
Vonandi heppnast þessi hug-
mynd vel I framkvæmd og yrði
þess þá ekki langt að bíða, að
starfsemin yrði aukin, fyrst í
Hveragerði og síðan tekin upp
í Reykjavík. Verður á þann hátt
vonandi hægt að veita nokkrum
vistpláss til viðbótar, en á því
er full þörf.
Togbétartekinnað
ólöglegam veiðum
í gær var komið með togbátinn
Gamm VE 57 til Vestmannaeyja,
en hann hafði verið tekinn að ó-
löglegum veiðum undir Ingólfs-
höfða.
Það var varðskipið Albert sem
kom að v.b. Gammi innan fisk-
veiðimarkanna rétt um miðnætur-
leytið aðfaranótt s.l. fimmtudags,
en þá var báturinn staddur undan
Ingólfshöfða.
Bæði varðskipið og báturinn
komu inn til Vestmannaeyja í gær
og þegar á eftir hófust réttarhöld
í máli skipstjórans á v.b. Gammi.
Rannsókn lauk í gærkv. og viður-
kenndi skipstjórinn brot sitt. Dóm-
ur verður væntanlega kveðinn upp
í dag.
Á þessu ári hafa allmargir tog-
bátar verið teknir að ólöglegum
véiðum við suðurströndl'na. Yfir
súmurr. þeirra voru dómar kveðnir
upp strax, en í málum annarra báta
a.m.k. fjögurra hefur dómsupp-
kvaðning dregizt.
Ástæðan fyrir þeim drætti er sú,
að það voru flugvélar sem stóðu
báta þessa að veiðum naumt innan
landhelgismarkanna, eða frá 0,2 og
upp í 0,5 sjómílur. Dómsmálavald-
inu fannst ástæða til í þeim málum
að leita álits dómkvaddra manna
um nákvæmni slíkra mælinga úr
lofti, og að fresta skyldi dómsupp
kvaðningu á meðan.
Að því er bæjarfógetaembættið
í Vestmannaeyjum tjáði Vísi í morg
un liggur álitsgjörð þessara dóm-
kvöddu manna nú fyrir og verða
dómar kveðnir upp í málum við-
komandi skipstjóra innan skamms.
Hér er Sigurjón Einarsson, flugmaður, við hina nýju flugvél Flugmálastjómarinnar.
Ný flugvél kom í nótt:
Flugmálœtjómin hefur fest
kaup á Bonanza-flugvél
Ný flugvél bættist islenzka
flugflotanum í nótt. Það er 2ja
hreyfla Bechcraft Twin Bonanza
Nýtt átibá frá Pósthásina
opnað að Laugavegi 176
Póststofan í Reykjavik tekur
innan skamms í notkun nýtt úti
bú að Laugavegi 176 i Reykja-
vfk, en innarlega við Laugaveg
og við Suðurlandsbraut er mikið
verzlunar- og skrifstofuhverfi
risið og ekki vanþörf á að
stofna póststofu i sambandi við
það.
Matthías Guðmundsson, póst
meistari, tjáði blaðinu í morgun
DAGAR
TIL
JÓLA
að tekið hefði verið á leigu 130
ferm. húsnæði að Laugavegi 176
og væri unnið að innréttingu
þess. Hefði verið vonazt til að
hægt væri að nota húsnæðið í
sambandi við jólapóstinn, en
Matthías taldi allar líkur til að
það mundi ekki takast, þar eð
gler hefði ekki fengizt enn I
húsið.
Má því búast við að Lauga-
vegs-útibú pósthússins opni ekki
fyrr en eftir áramótin. Þess má
geta að eitt útibú hefur verið
starfrækt í Reykjavík, það er á
Langholtsvegi.
Að Laugavegi 176, sem er
mikið verzlunarhús, er Ritfanga
verzlunin Penninn að opna
mikla verzlun, en síðar koma
verzlanir Hansa og Raftækja-
verzlunarinnar Blossa.
sem Flugmálastjórnin hefur fest
kaup á frá Bandaríkjunum. Það
var bandarfskur flugmaður, er
flaug vélinni hingað frá Banda
rikjunum með millilendingu í
Goose Bay í Labrador, en með
honum var einn farþegi, banda-
rískur félagi hans. Tók flugið
frá Gæsaflóa aðeins 7x/2 klst.,
enda góður meðvindur.
Flugmálastjórnin notar flug-
vélar mikið við eftirlit með
radíóvitunum, sem eru nú um
allt land, viðgerðarferðir, og
ekki sízt ratsjárprófun á ísa-
firði, Egilsstöðum og í Reykja-
vík. Þarf þá oft að,fljúga yfir
sjó og stundum nokkuð langt
út. Var því ákveðið að kaupa
tveggja hreyfla flugvél til þessa,
en til þessa hefur Flugmála-
stjómin átt eins hreyfils Nav-
ion flugvél, sem Flugsýn kaupir
nú.
Sigurjón Einarsson, flugmað-
ur og flugumferðarstjóri hefur
að undanförnu verið flugmaður
á flugvél Flugumferðarstjómar-
innar og mun hann taka próf á
hina nýju flugvél og fljúga
henni. Flugvélin er búin isvarn-
artækjum en flughraði hennar
er um 160 mílur á klst. Einkenn
isstafir vélarinnar em TF-FFA.
.w
Urslit prestskosninganna
Síðdegis í gær lauk talningu
atkvæða I prestskosningunum
f Reykjavík. I blaðinu í gær var
skýrt frá fyrri hluta úrslitanna,
kosningu séra Gríms Grímsson-
ar í Ásprestakalli, séra Ólafs
Skúlasonar i Bústaðaprestakalli
og Felix Ólafssonar í Grensás-
prestakalli.
Næst var talið í Háteigspresta
kalli. Þar voru 4 umsækjend-
ur og dreifðust atkvæði svo
milli þeirra að enginn náði lög-
legri kosningu. Séra Arngrímur
Jónsson í Odda hlaut flest at-
kvæði, 941, séra Lárus Halldórs
son 857, séra Yngvi Þórir Árna
son, Prestsbakka, 747 og séra
Ásgeir Ingibergsson, Hvammi,
521 atkvæði. 16 seðlar voru ó-
gildir og 19 auðir, á kjörskrá
voru 5791, þar af kaup 3101.
Tveir sóttu um Langholts-
prestakall og hlaut séra Sigurð-
ur Haukur Guðjónsson á Hálsi
í Fnjóskadal 1135 atkvæði og
séra Magnús Runólfsson Reykja
vík 317. En kosningin varð ekki
lögmæt sökum ónógrar kosn-
Framh á bls c
cj