Vísir - 07.12.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 07.12.1963, Blaðsíða 6
V\\\\W» .V- V1SIR . Laugardagur 7. desember 1963. Gery með hnullung frá Gosey (I miðju) Laffon til vinstri og Mazeaud til hægri. Þeir komu með flug- vél frá Bimi Pálssyni til Reykjavíkurflugvallar i gærkvöldi um kl. 20,30. (Ljósm. Vísis B.G). Gengu á land í Gosey - Framh. af bls. 1. unum og mynduðu sig í bak og fyrir. — Svona rétt til að strlða þelm kallaði einn af okkur til þelrra að nú væri gos að byrja. Þá vorum við I um það bil 50 metra fjarlægð frá þeim. Nokkr um augnablikum síðar heyrðust miklar drunur, og ekki liðu De Gaulle — Framh. af bls. 16. kenni, sálarlíf hans og tilfinninga- lff. Hún skýrir ennfremur frá vandamálum frönsku þjóðarinnar I heild, frá hinu mikla efnahagslega hruni, andlegri niðurlægingu henn ar og örvæntingu. Á neyðarinnar stund er de Gaulle kvaddur til hjálpar og við valdatöku hans hefst nýtt tímabil með nýjum viðhorfum og skeleggri viðreisnarbaráttu. Frá öllu þessu segir Þorsteinn mjög skilmerkilega I bók sinni og hann segir ennfremur á skemmti- legan hátt frá ýmsum örlagaríkum augnablikum úr ævi söguhetjunn- ar, augnablikum sem sum hver höfðu úrslitaþýðingu fyrir örlög heillar þjóðar. Höfundurinn hefur stuðzt við fjölda heimildarrita, frönsk, ensk, sænsk og þýzk, en meginheimildir telur hann sig hafa fengið I ritum de Gaulle sjálfs. Fyrir alla því sem deili vilja vita á alþjóðastjórnmálum síðustu ára er ævlsaga de GauIIe nauðsynleg bók, en hún er einnig mjög skemmtileg vegna mikillar og hraðrar atburðarásar. Þ. Jós. nema ein til tvær mínútur þar til dökkbrúnir reykjarmekkir þyrluðust upp, sprengingar Annað kvöld, sunnudag, verð ur gamanleikurinn Flónið sýnd- ur I 15. sinn I Þjóðleikhúsinu. Sýningum á leiknum Iýkur fyr ir jól og eru nú aðeins eftir tvær sýningar á þessum gaman- leik. Myndin er af Kristbjörgu Kjeld I aðalhiutverkinu. Listmunauppboð Sigurður Benediktsson efnir til ‘t nýs listmunauppboðs f næstu viku ! að öllu forfallalausu og býður þá f. upp málverk og silfur. Enn hefur ekki verið ákveðið um fjölda málverka né heldur eftir hvaða listmálara. Þó sagði Sigurð- ur að öruggt væri um sölu á lista- verkum eftir þá Jóhannes Kjarval, Guðmund Thorsteinsson (Mugg) og Magnús prófessor Jónsson, auk annarra. Þá verða boðnir upp ýmsir fagr- ir og merkilegir silfurmunir, sam- tals um 15 númer og þ. á m. silf- urborðbúnaður. Uppboðsdagur hefur ekki verið endanlega ákveðinn, en uppboðið fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum, og sennilega fljótlega eftir þessa helgi. heyrðust og glóandi grjót féll I sjóinn. í fyrstu vorum við hræddir um að Frakkarnir hefðu orðið fyrir slysi. — Já, við vorum sannarlega talsvert smeykir, þegar leðjan tók að þyrlast himinhátt upp I loftið, sagði Mazeaud. Og enn smeykari urðum við þegar mót- orinn kraftmikli neitaði að fara I gang. Við urðum að róa líf- róður fyrstu metrana frá eynni, en þá tókst okkur að setja mót orinn I gang. — Hvernig var. umhorfs á i ■ eynnif tnjföffi.Ts •OBmi — Jarðvegurinn er mjög laus I sér, mjúkur undir fótum og ylvolgur. Ég held ekki að eyjan standi lengi eftir að gosi linnir, svaraði Laffon. — Og fánarnir? — Þeir stóðu þegar við sáum síðast til, en sennilega eru þeir fallnir núna. — Voruð þið ekki smeykir áður en þið stiguð á land? — Ekki laust við það, svar- aði einn Frakkanna. En við vor um vel búnir og það bjargaði og það var útbúnaði okkar að þakka að þetta tókst. — Hvað kostar svona leið- angur? — Hundrað þúsund íslenzkar krónur fram að þessu. Stækkun — Framh af bls. 1. of lítil fyrir okkur með sfvaxandi áburðarnotkun, sagði Hjálmar, framleiðslugeta hennar fullnægir ekki þörf landsmanna fyrir köfn- unarefnisáburð til ræktunar. Auk þess nýtist afkastageta hennar ekki til fulls vegna orkuskorts sem fyrr segir. Athugunin, sem nú stendur yfir, beinist því bæði að því á vern hátt myndi verða hagkvæmast að stækka verk- smiðjuna, og á hvern hátt er unnt að fullnýta þá framleiðslumögu- leika sem fyrir eru. I sambandi við stækkunarhugmyndina þarf að athuga vel hvort ódýrara myndi að framleiða vatnsefni með raforku eða nota olíu sem undir- stöðu framleiðslu vatnsefnisins, en það er umfangsmikil athugun og tfmafrek. Varðandi athugun á fyllri nýt- ingu þeirrar afkastagetú, sem fyrir er hefir helzt komið til orða að flytja inn ammoniak. Sem fyrr Sinfóníuhljómsveitin Stjórnandi: Proinnsías O’Duinn. Einleikari: Jón Nordal. Efnisskrá: Sinfónía nr. 3 eftir Schubert, Hinzta kveðja fyrir strokhljómsveit eftir Jón Leifs Píanókonsert I A dúr, KV 488 eftir Mozart og Sinfónía nr. 2 eftir Sibelius. Óðum styttist til jóla. Að sama skapi þynnist áheyrenda- hópur I hljómleikahúsum, enda veitir ekki af að spara sig, und- ir kappátið vegna komu frels- arans. Þó tiltölulega fámennt hafi verið á hljómleikum Sin- fóníunnar I fyrrakvöld, er ekki óhugsandi að aðgöngumiðar hafi selzt upp. Það kemur minnsta kosti oft fyrir, að aug- Iýst er „uppselt" á slíka hljóm- leika, dögum og vikum fyrir- fram, en þegar til kastanna kem ur, er húsið varla nema rúm- lega hálfskipað. Auðvitað er ekki hægt að skylda áskrifendur til að mæta alla tíð, eða finna einhverja I sinn stað. En væri nú ekki hægt að gera áætlun um, hve margir fastagesta sitji heima hverju sinni, og selja stæði sem því samsvaraði? Raf- magnssénfið, sem hér var á ferð um daginn, gæti kalkúlerað þetta langt fram í tfmann á augabragði,- Hljómleikarnir s.l. fimmtu- dagskvöld voru á margan hátt ánægjulegir. Sinfónían eftir Schubert er reyndar meðal veiga miAni1 vérka 'þessa'' elskaða höf- undar. En hún er fleytifull af yndislegum laghugmyndum og hljómbrigðum, sem gefa henni varanlegt gildi, þrátt fyrir aug- Ijósa byggingargalla heildarinn- ar. Leikur hljómsveitarinnar var þó í andstyttra lagi, og sér- staklega eymdarlegur þar sem reyndi á tóngæði fiðlusveitar- innar, sem er allvíða. En flutn- ingurinn hefði allur mátt vera Iéttari, og þokkafyllri. Eins og á stóð, var hann allt að þvf vandræðalegur og viljasljór, en að því liggja eflaust margar og ólíkar orsakir. Hinzta kveðja eftir Jón Leifs er eitt af ótöldum verkum mei; arans, þar sem megináherzla er lögð á hljómræna kyrrstöðu og þróun línu og hljóðfalls, látin skeika að sköpuðu. Frumhug- myndin er einhvers konar upp- hafinn hátíðleiki, sem venjuleg- ir menn eiga dálítið erfitt að henda reiður á, hvort sem um má kenna órólegu tímaskyni þeirra, blendnum sálarþroska eða einhverjum öðrum „ónor- rænum" skapgerðareinkennum. O’Duinn lagði sig f líma (eflaust samkvæmt fyrirsögn), að nár n einlitustum áhrifum, og að því leyti má segja að flutningur verksins hafi tekizt nokkuð vel. En tónhittni stroksveitarinnar er ekki alltaf sem nákvæmust, og létu ómengaðir þrfhljómar þess því eilítið óþægilega f eyr- um á köflum. Jón Nordal hafði ekki komið fram sem einleikari alllengi, ef frá eru taldar endurtekningar á einleikshlutverki f Píanókonsert hans sjálfs. Það var þvf mikil ánægja að heyra hann f Mozart konsertinum, enda er þar á ferð inni höfundur, sem Jóni fellur auðsjáanlega vel að túlka. Reyndar skorti nokkuð á, að leikur hans hefði til að bera þá yfirborðs glæsimennsku sem á sér stað og stund f pfanóstfl Mozarts. En þeim mun betur náðist fram dapurlegt, oft harm þrungið undirlagið, sem ýmsum sést oft yfir, vegna leikandi yf- irbragðs. Það var vel til fundið, að fækka strengjunum að þessu sinni. Væri ekki hægt að heyra meiri Mozart (og Haydn) méð slfkri skipan? Sinfónían eftir Síbelíus er meðal langþreytt- ustu verka höfundarins, og hef- ur meðal annars verið flutt hér á landi oftar en einu sinni áð- ur. Hefði gjarnan mátt reyna við einhverja aðra, að þessu sinni. En O’Duinn tókst að halda henni vakandi ,og allmikl um meirihluta áheyrenda að auki, sem er talsvert þrekvirki, með ekki stórvirkari hljómsveit undir höndum. Þetta voru síð- ustu opinberu hljómleikarnir, sem hinn ágæt; Vestmaður stjórnar að þessu sinni. Hefur starf fárra annarra stjórnanda verið með þvflfkum ágætum, og er því fyllsta ástæða að bjóða hann velkominn hingað aftur, sem fyrst. Leifur Þórarinsson. Fyrsta mynd af Gos ey í erl. sjónvarpi Eins og menn muna af frétt- um birtist Gosey fyrst sjónum manna föstudaginn 15., fyrra mánaðar. Gfsli Gestsson, sem var við kvikmyndanám í Bret- landi í fyrra, tók kvikmynd þeg- ar í stað af eynni, og var hún segir vantar 4000 lestir ,eða sjötta hluta afkastagetunnar, á það að afköstin séu í hámarki og það hlutfall verður óhagstæðara ár frá ári með aukinni almennri raf- magnsnotkun, þar til virkjað verður. sýnd f fréttum ríkissjónvarps- ins brezka í London mánudags- kvöldið næsta, 18. nóv., eða sama kvöldið og forsetinn kom í hina opinberu heimsókn sfna til Bretlands. Tveimur dögum áður hafði verið fréttamynd af gosinu í hinni sjónvarpsdags- skránni brezku, eins og áður hefir verið getið í blöðum. En þegar sú mynd var tekin, var eyjan ekki risin úr hafi, og mun mynd Gfsla þvf vera fyrsta kvik myndin af Gosey, sem birtist í erlendu sjónvarpi. f-.f i u.,U ij-ij'ii,!) .<) <1 i, ,u.;i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.