Vísir - 07.12.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR
Laugardagur 7. desember 1963.
Skreíi
Aðfaranótt s.l. föstudags var
tveimur skreiðarpökkum stolið úr
jappakerru á bílastæði hér í Reykja
vík.
Með skreiðina hafði verið komið
ofan af Akranesi á fimmtudaginn
og var hún flutt í kerru aftan í bíl.
Nóttina eftir voru bíllinn og kerr-
an skilin eftir á bílastæðinu við
Laugardalsvöllinn, en á föstudags-
morgun hafði einhver fingralangur
og svangur nælt sér í tvo skreiðar-
pakka úr kerrunni.
Þessa dagana er unnið að því
að setja upp jóiatré viðsvegar
um borgina. Eru það bæði borg-
aryfirvöldin og einstakar stofn-
anir, sem að því standa. Stærsta
jólatréð, gjafatréð frá Osló, er
væntanlegt með Gulifossi á
sunnudag og verður það sett
upp á sunnudag eins og venja
er með Oslóartréð. Þar sem
skipulagi Austurvallar hefur
verið breytt hefur orðið að á-
kveða trénu nýjan stað og var
hann valinn í suð-austurhorni
Austurvaliar, á móts við Dóm-
kirkjuna.
Reykjavíkurborg hefur keypt
8 tré, sem sett hafa verið upp
víðsvegar um borgina fbúum til
augnayndis. Þá hefur Skógrækt-
in gefið tré, sem sett er upp í
Bankastræti, útflytjendasam-
band timburkaupmanna í Sví-
þjóð hefur gefið tré, sem sett
verður upp við Miklubraut inn-
anverða. Þá setja einstakar
stofnanir upp tré, t. d. Heilsu-
verndarstöðin og Fæðingarheim
ilið.
Þegar eru komin ljós á nokk-
ur tré, en kveikt verður á hin-
um næstu daga. Má búast við,
að ljós verði komin á flest trén
upp úr helginni, nema að sjálf-
sögðu Austurvallartréð, á þvl
verður kveikt sfðar.
Er Visir hafði í gær tal af
Jóni Ólafssyni yfirverkstjóra,
sem hefur umsjón með uppsetn
ingu trjáanna, sagði hann að
allmikið hefði borið á því f
Réttarholtshverfi að tréð, sem
sett er upp þar, hefði orðið
fyrir átroðningi bama og ung-
linga. Hefði svo verið undan-
farin ár og f gær er verið var
að setja tréð upp hefði það
þegar orðið fyrir nokkrum
skemmdum. Bað hann blaðið að
koma þeim tilmælum áleiðis til
bama og unglinga þar í hverf-
inu að þau létu sér nægja að
horfa á tréð, til þess væri það
fyrst og fremst ætlað.
FISKVEIÐIRÁÐSTEFNUNNI
FRESTAÐ TIL 8. JANÚAR
Fiskveiðiráðstefnunni, sem stað-
ið hefir yfir í London undanfarna
4 d<y>a, var frestað í gær og ákveð-
ið að hún komi saman að nýju 8.
janúar n.k., sennilega einnig í Lon-
«ten. Ólíkra sjónarmiða hefir gætt
á ráðstefnunni og mismunandi til-, ur notaður til þess að athuga fram-
Kært yfir
sprengingum
Lögreglan f Reykjavík vill leiða
athygli unglinga, svo og foreldra
þeirra, á þvf að algerlega er bann-
að að sprengja „kínverja“ eða aðr-
ar sprengjur á almannafæri.
Undanfarið hefur talsvert borizt
af kvörtunum og kærum yfir því
að drengir geri sig seka um slíkar
sprengingar á götum úti. Hvergi
hefur þetta þó orðið að slysi svo
lögreglan viti til, hins vegar geta
þau hent þegar minnst vonum var-
ir, og algerlega án þess að þeir
ætlist til sem með sprengjurnar
fara. Hitt er annað mál að þessar
sprengingar em fólki til ónæðis
úti sem inni, þær orsaka hávaða og
Framh. á bls. 5
lögur komið fram frá hinum ýmsu
þjóðum um landhelgisstærð og
annað, sem rætt hefir verið, en 16
þjóðir eiga fulltrúa á þessari rað-
stefnu.
Tíminn fram yfir áramót verð-
komnar tillögur og þau sjónarmið,
sem fram hafa komið. í fréttatil-
kynningu af fundinum segir, að
sérstaklega hafi verið rætt um
möguleika á setningu reglna um
rétt til fiskveiða á fiskibönkunum.
að
til starfa
Vetrarhjálpin í Reykjavík tek-
ur til starfa eftir helgina. Mun
hún eins og undanfarin ár taka
við og síðan deila út fatnaði,
matvælum og fleiru til þeirra,
sem bágstaddir eru.
Gert er ráð fyrir að veitt
verði aðstoð um 700 heimilum
og einstaklingum, en það er
svipað og verið hefur undan-
farin ár. Verður þessu fólki
veitt ávísun á matvörur fyrir
tiltekna fjárupphæð, sem nægja
á til að fólkið geti gert sér
dagamun í mat. Hefur þessi
upphæð undanfarið numið um
200 krónum á einstakling, en
hún mun líklega verða eitthvað
hækkuð í ár. Þá er úthlutað
dálitlu af kolum og einnig er
úthlutað mjólk.
Ótalin er ein stærsta hjálpin,
en það eru fatagjafirnar. Er
fatnaði úthlutað í samráði við
Mæðrastyrksnefnd og verður
fötum veitt móttaka og úthlut-
að að Fríkirkjuvegi 11. Auk
Framh á bls 5
Þakkir Bandaríkjaforseta
Forseti Bandaríkjanna, Lyndon
B. Johnson, hefur falið mér að
votta ríkisstjórn Islands og ís-
lenzku þjóðinni alúðar þakkir
hans og allrar amerísku þjóðar-
innar fyrir hjartnæma hluttekn-
ingu og samúðarkveðjur vegna
fráfalls John F. Kennedys for-
seta.
Ameríkumönnum var sérstök
virðing sýnd, og var þeim mikið
gleðiefni, er Alþingi íslendinga
heiðraði minningu hins látna for
seta, félög og félagssamtök létu
í ljós sérlega hluttekningu, svo
og samúðin, sem Iýsti sér sam-
stundis hjá þúsundum einstakra
íslendinga víðs vegar á íslandi.
Johnson forseti sagði: „Það
hefur verið okkur léttir í harmi
okkar og missi að vita, að millj-
ónir manna á heimilum sínum
og á götum borga og bæja um
víða veröld hafa í hjarta sér
fundið svo mjög til með okkur
á sorgarstundu. Þessi vitneskja
hefur styrkt þá ákvörðun okkar
sem Ameríkumanna og heims-
borgara að veita stuðning mál-
stað friðarins og frelsis frá
skorti, málstaðnum, sem John
Fitzgerald Kennedy helgaði líf
sitt. í samúð yðar finnum við
hvatningu til aukinna dáða í
áframhaldandi baráttu að stefnu
marki Kennedys forseta".
James K. Penfield.
H AAAAAAAAAAAAAAAAAA/SA/NA/W AAAAA.
Ævisagade Gaulle
Þorsteinn Thorarensen
— Það var kannski tilviljun að
ég tók að rita ævisögu de GauIIe,
fremur en ævisögu einhvers annars
mikilmennis — sagði Þorsteinn
Thorarensen fréttastjóri í viðtali
sem blaðamenn áttu við hann og
útgefanda bókarinnar um de Gaulle
nú fyrir skemmstu.
En Þorsteinn kvaðst hafa verið
feginn því að hafa valið einmitt
de Gaulle. Þar væri mikilmenni
svo ekki yrði um villzt. Það hafi
sagan þegar sýnt. Viljastyrkur
þessa manns er óbifandi, samfara
mikilli yfirsýn í heimsvandamálun-
um, en umfram allt þó vandamál-
um Frakklands.
Ævisaga de Gaulle eftir Þorstein
Thorarensen er mikið rit og dregur
fram í dagsljósið, ekki aðeins ævi-
atriði hans, heldur og persónuein-
Framh á bls 6
AUGL ÝSINGADEILD VISIS
Tekið verður á móti auglýsingum í mánudagsblað Vísis í Ingólfsstræti 3, auglýsingadeild, á inorgun
(sunnudag). Opið frá kl. 2—5 e.h. Símar 1-16-61 og 1-16-63.
. . a JJJu,aaa