Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 2
1A :ssss V1 SIR . Mánudagur 9. desember 1963. Barna- og ungiingabækur ANNA BETA OG FRIÐRIK er ný bók eftir norsku skáldkonuna Evi Bögenaes, höfund bókar- innar „Jóladansleikurinn", sem kom út sl. haust og seldist upp á skömmum tíma. Þessi bók er um heilbrigt æskufólk. Fyrir stúlkur 13 — 16 ára. Kostar kr. 95.00. FLUGFREYJUR er sjálfstæð bók um hið tilbreytingaríka starf flugfreyjunnar. Elsa flugfreyja lifir og hrærist í starfi sínu. Hún er ýmist í London, París, New York eða kannski á leið til Indlands. Bókin er ætluð stúlkum 12-16 ára. - Kostar kr. 95.00. SKÓLAS Y STUR er eftir þýzku skáldkonuna Margarethe Haller. Barnabaekur henn- ar hafa selzt í milljónum eintaka erlendis. Þetta er sjálfstæð bók. Frú Guðrún Guðmundsdóttir þýddi. Bókin er ætluð stúlkum á aldrinum 10 — 13 ára. — Kostar kr. 75.00. VIÐ SKULUM HALDA Á SKAGA eftir Gunnar M. Magnúss er framhald bókarinnar „Börnin frá Víðigerði". Nú er Stjáni, Geir og Víðigerðisfólkið komið til Ameríku og strákarnir komast í margvísleg ævintýri. Fyrir drengi 10 — 13 ára. — Kostar kr. 85.00. FRIÐÞJÓFUR NANSEN er þriðja bókin í bókaflokknum „Frægir menn“ en bækur þessar eru ætlaðar unglingum á aldrinum 12 — 16 ára. 1 bókinni eru margar myndir. — Verð kr. 120.00. VINSTRI ÚTHERJI er knattspymusaga. Flestir drengir hafa einhvem tíma iðkað knattspyrnu. Þetta er saga um drengi, sem stunda knattspyrnu, um félagsskap þeirra og ævintýri. Freysteinn Gunnarsson þýddi. Fyrir dréngi 10—14 ára. — Kr. 85.00. RAUÐHETTA, MJALLHVÍT OG DVERGARNIR SJÖ, STlGVÉLAKÖTTURINN, og ÖSKUBUSKA. Allt eru þetta góð og gild ævintýri. Bækumar eru í stóru broti, prentaðar í mörgum litum. Bækur fyrir yngstu lesendurna. — Hver bók kr. 35,00. BÖRNIN I ENGIDAL er ný og sjálfstæð bók eftir Jóhönnu Spyri, höfund HEIÐU-bók- anna, sem Setberg hefur gefið út á undanförnum árum, en fáar barna- og unglingabækur hafa selzt jafnmikið. — BÖRNIN 1 ENGIDAL er falieg bók að efni eins og aðrar bækur Jóhönnu Spyri. Bók fyrir stúlkur og drengi. — Kostar kr. 85.00. ERNA er eftir Margarethe Haller, höfund bókanna „Fríða fjörkálfur", „Dísa Dóra“, „Helga og vinkonur hennar" og „Skólasystur". Þessi nýja bók, Erna, er skólasaga um heilbrigðar og tápmiklar stúlkur. Þýðinguna gerði frú Guðrún Guðmundsdóttir. Bókin er tilvalin fyrir stúlkur á aldrinum 9 — 12 ára. — Kr. 75.00. AMMA SEGÐU MÉR SÖGU er barnabók með stuttum sögum, sem Vilbergur Júlíusson skóla- stjóri hefur valið. Sögurnar 1 bókinni eru alls 13 og fjölmargar teikningar prýða sögurnar. Þetta er kjörin bók fyrir börn, sem eru að byrja að lesa, — sögurnar við þeirra hæfi. Bókin er fyrir börn 6 — 10 ára. —Kostar kr. 68.00. LITLI REYKUR er saga um hesta og börn, sem Vilbergur Júlíusson skólastjóri hefur þýtt og endursagt LITLI REYKUR er falleg bók bæði að efni og útliti. Fjölmargar fallegar myndir af hestum og börnum eru í bókinni ásamt litprentaðri hlífðakápu. Þetta er bók fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 8 — 12 ára. Bókin kostar kr. 55.00. Ennfremur eru nýútkomnar tvær bækur um Grím grallara, þær heita ÁFRAM GRÍMUR GRALLARI (nr. 3) og GRÍMUR OG SMYGLARARNIR (nr. 4). Marg’ar teikningar eru i þessum bókum, sem eru fjörlega ritaðar. — Þessar bækur um Grím grallara eru ætlaðar drengjum á aldr- inum 9 — 12 ára. — Hvor bók kostar kr. 78.00. SETBERG Freyjugötu 14 — Reykjavik — Pósthólf 619 — Sími 17667. »kin frá SiEVERT VERÐA skemmtiiegasta Dg SKYNSAMLEGASTA j®ifd k i sumarfniÓ - 3 bátinn - i sumarbustaáinn- bceói til su6u og Ijósa Verkfaerijóðboltar o.fl.ýmsar gerdir gashylki • brennarar ofnar - lampar- verkfærakassar* slöngurtöskur- kranar- A orestalite riðstraumsrafalar í bíla vinnuvélar og báta ÍSETNING AUÐVELD-ÁRS ÁBVR.CÐ SVEIItlN EGILSSON HF 16250 VINNINGARI Fjórði hver miði vinnur að meðaltalil Haestu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Eignizt og lesið bækur, sem máli skipta: FJÖLSKYLDAN OG HJÓNABANDIÐ fjallar um dýpstu og innilegustu samskipti karls og konu, þ. á m. um ástina, kynlífið, frjóvgun, getnaðarvarnir, barna- uppeldi, hjónabandið og hamingjuna. Höfundar: Hannes Jónsson, félagsfræðingur, Pétur H. J. Jakobsson, forstöðumaður fæðingardeildar Landsspítalans, Sigurjón Björnsson, sálfærðingur, dr. Þórður Eyjóifsson, hæstaréttardómari, dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor. („Hér er um gagnfróðlegt og haglegt rit að ræða, sem flest- ir geta sótt mikinn fróðleik í og haft gott af“. — Kirkju- ritið í nóvember 1963). Þessi bók á erindi til allra kynþroska karla og kvenna. Ör- lítið eftir af upplaginu. FÉLAGSSTÖRF OG MÆLSKA eftir Hannes Jónsson félagsfræðing er úrvals handbók fyrir þá, sem taka vilja ábyrgan þátt i félagsstarfi og ná árangri í fundarstörfum og mælsku. Bókin er algjörlega hlutlaus og því ákjósanleg handbók fyrir allar félagsstjórnir, nefndir og áhugasama félags- menn. — Notadrjúg kennslubók fyrir málfundastarfsemi allra flokka, félaga og skóla, þar sem hún fjallar um félags- störf, fundarsköp, undirbúning funda, mælsku, rökræður, áróður o. fl. Hagstæð og góð jóiagjöf hverjum þeim, sem tekur ábyrgan þátt í félagsstarfi. VERKALÝÐURINN OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ. er tímabær og athyglisverð bók fyrir alla Iaunþega á þessum tímum hagsmunaátaka, enda fjallar hún um verð- mæti vinnunnar, héricnda og erlenda vinnulöggjöf, þróun verkalýösbaráttunnar, sáttaumleitanir í vinnudeilum, stjórn- arhlutdeild og atvinnulýðræði. Höfundar: Hannibal Valdimarsson, Hákon Guðmundsson, Hannes Jónsson og dr. Benjamín Eiríksson. Þetta er hin ákjósaniega jólabök iaunþega. Tryggið ykkur ánægjulegt og uppbyggilegt lestrarefni fyrir alia fjölskylduna. Bækurnar fást hjá flestum bóksölum. FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 40624.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.