Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 10
22 V í SIR . Mánudagur 9. desember 1963. Ríkið og þjóðin — Framhald af bls. 19 Handhafar ríkisvaldsins ákváðu að erlendum pilti, sem haldinn var næmum sjúkdómi, að menn álitu, skyldi vísað úr landi. Veikleiki hins unga ríkis var það mikill, að fram kvæmd þessa vilja skapaði hér um- sátursástand. Það er óþolandi hugs un að jafn lítið tilefni geti valdið svo hættulegri skipan mála. Þetta ástand verðum vér að hafa í huga og skoða málið í Ijósi sögu þjóðar- innar, sem vissulega geymir harðar iexíur fyrir oss öll. Ríkið þjónar Iífshagsmunum þjóðarinnar. Það er óþolandi að með svo mikilvægan hlut sé þannig farið, að ætla mætti að hann væri stundum á glámbekk. Hið íslenzka ríki hefir eflzt mjög síðan þetta gerðist. Verður þar fyrst fyrir utanríkisþjónustan og landhelgisgæzlan. Hvoru tveggja eru tilkomnar fyrir brýna þörf, í rauninni óumflýjanlega nauðsyn. Utanríkisþjónustan er vorar land- varnir — ríkisvarnir mætti kalla hana- og landhelgisgæzlan sömu- leiðis. Vaxandi samskipti og sam- vinna við nágrannana og þátttaka í alþjóðasamstarfi, svo og sigurinn í fiskveiðideilunni, eru vitni um þessa eflingu hins íslenzka rlkis, sem gerzt hefir seinustu áratugina, og ekki aðeins vitni, heldur beinn árangur þessarar eflingar íslenzka ríkisins. En reynslan sýnir, að efl- ing ríkisvaldsins til gæzlu innan- Iandsmála sem ríkinu eru falin, gæzla réttar og friðar, má ekki heldur leggjast undir höfuð. Sú efling á-ekki að vera neitt olnboga barn. ■fjað má segja að þessa áratugina sé íslenzka þjóðin stödd á vega- mótum. Á ný séum vér stödd á vegamótum. Vér stöndum þar sem forfeður vorir stóðu á 12. og 13. öld. Eins og þá er þjóðin nú sjálfr- ar sín ráðandi. Eins og þá eru nú viðskiptin við erlenda valdhafa þýð ingarmikill þáttur stjórnmálanna. Og nú eins og þá liggur mikill veikleiki í því, að óleyst eru enn þýðingarmikiil stjórnmálaleg við- fangsefni innanlands. Á þessu máli eru ýmsar hliðar. Kjarni þess er þó einn og hinn sami: sköpun ríkis og ríkisvalds á íslandi. Til forna stofnuðu forfeður vor- ir allsherjarríki á íslandi, og mið- um vér þá ríkisstofnun við árið 930. I rauninni var það ríki að- eins laust sambandsríki og ófull- komið í sniðinu. Einkum var lítið hugsað fyrir framkvæmdarvaldinu, sköpun þess og skipulagi. Um rik- 'svaldið í smáríkjunum, goðorðun- um, sem mynduðu sambandsríkið, var látinn gilda sams konar eignar- og erfðaréttur og um venjulegar eignir aðrar. Þetta — ásamt fleiru — leiddi til röskunar á valdajafn- væginu milli höfðingjanna, eins og vér vitum, síðan til borgarastyrjald ar og glötunar ríkisvaldsins í hend ur erlendum þjóðhöfðingja, Lág- mark þess sem hefði þurft að gera | var að setja sérstök lög um ríkis- erfðirnar í smáríkjunum og að setja þessum ríkjum föst landamæri. Síðan hefði mátt halda áfram að veita allsherjarríkinu framkvæmda vald, og efla það. Ekkert var gert. Og svo fór sem fór. En til þess eru vítin að varast þau. Á hátíðlegum stundum bera menn fram hamingjuóskir til handa þjóð sinni. En í hverju er ham- ingja þjóðarinnar fölgin? Hvers eig um vér að óska, þegar vér óskum þess, að þjóð vorri aukist ham- ingja? Að hverju og í hvaða anda eigum vér að vinna, þegar vér viljum auka hamingju þjóðar vorr- ar? Sumar þjóðir eru auðugar, en virðast samt ekki glaðar eða ham- ingjusamar. Aðrar þjóðir eru stórar og voldugar, en dragast samt með illleysanlegt þjóðarböl af ýmsu tagi. Þá eru til smáþjóðir, sem lega og þjóðerni baka eilíf og óleysan- leg vandamál. Það er að sjá, að það sem helzt geri þjóðirnar hamingjusam- ar séu hæfileg og viðráðanleg verk efni. Vér getum gjarna kallað þau vandamál, viðráðanleg vandamál. Þau mega ekki vera of stórvaxin, þannig að þau séu þjóðinni of- viða. En verkefni og vandamál má heldur ekki vanta. Og andinn, sem á að ríkja, er bjartsýni og tiltrú til kynslóða framtíðarinnar. Mannkynssagan sýnir oss, að þjóðirnar sem skapað hafa sér ríki, hafa venjulegast gert það í baráttu sem verið hefir vægðar- laus og oft blóðug. Ríkið hefir síð- an verið varðveitt með margvfs- legum ráðum og að lokum með oddi og eggju, sem þó hefir ekki alltaf dugað til. Ríki hafa Íiðið undir lok, einkum smáríkin, og horfið gersamlega af spjöldum sög unnar. í dag eru ríkin af tvennum toga: Örfá stórveldi, sem styðjast við eigin valdbeitingartæki. Sfðan eru þau sem skortir — eins og nú er komið hernaðartækninni — all- an raunverulegan mátt til þess að gæta sín af eigin rammleik. Þetta er raunar allur þorri ríkjanna. Þau verða að leita sér fulltingis hjá velviljuðum og vinveittum sér sterkari nágrönnum. Þetta er smá- ríkjunum óhjákvæmileg nauðsyn. Og hin nýja hernaðartækni hefir gert flest rfki að smáríkjum hern- aðarlega séð. XTið mikla vandamál: varðveizla ríkisins gagnvart umheiminum verður óhjákvæmilega að hyggjast á vinsamlegri samvinnu við voldugri granna. Og það þarf að vinna að þvf að skapa það andrúmsloft í samskiptum þjóðanna, að missætti, sem kann að rísa, verði farið með sem hvert annað fjölskyldumál. f rauninni er þetta sú erfiða list, sem allar þjóðir heims verða að læra, ef ekki á illa að fara. Þetta er þá viðráðanlegt vanda- mál: varðveizla hins íslenzka rfkis gagnvart umheiminum. Hvað um önnur? Næst myndi ég telja eflingu rík- isvaldsins, án þess þjóðin reisi sér hurðarás um öxl, þar með talið að byggt verði á sæmandi hátt yfir stofnanir ríkisins. Síðan mætti telja verkefni þjóð- arinnar í þessari röð: Efling fræðslu kerfisins og stækkun hlutverks þess, m. a. með aukinni menntun fullorðinna, aukningu tæknimennt- unar, og með því að gera skólana sem mest að miðstöðvum fyrir æskulýðsstarfsemina. Aukning landgæða með land- þurrkun, landgræðslu og skógrækt. Breyta þar með rányrkju og bú- skap með hálfgerðum hirðingjasvip í arðvænlegri landbúnað, sem geri sveitalífið sælla en það er nú. Opna þarf þjóðinni betur aðgang að nátt- úru landsins, til hvfldar og and- legrar endurnýjunar. Iðnvæðing, beizlun náttúruauð- linda og bættar samgöngur. Öll eru þessi verkefni vel kunn og viðráðanleg, ekkert þeirra yfir- þyrmandi vandi. En búast má við þvf, að sum þeirra eigi eftir að verða verðug verkefni um langa hríð. Við lausn þessara verkefna þarf sffellt að hafa f huga, að grundvöllurinn, sem lausnin skal byggjast á, þarf að vera þannig, að þjóðfélagsbyggingin verði sem traustust og ríkið, sem þar gnæfir hæst, sé heilt og heilbrigt og nægi- lega sterkt til þess að standa af sér öll áföll í bráð og lengd. Það er viðureignin við hæfileg vandamál, sem gerir bæði einstakl inga og þjóðir hamingjusöm. Bar- áttan reynir á hæfileikana og kraftana, æfir þá og stælir. Og meir en það. Við átökin læra menn irnir að þekkja sjálfa sig og um- hverfi sitt, bæði náttúruna og sam félagið. Þetta þroskar þá, bæði ein- staklinga og þjóðir. f átökunum kynnast menn og læra að meta þau verðmæti, sem gefa lífinu gildi, lífsgildin, þeir læra að raða rétt, að meta rétt gæði lífsins, þá hluti sem gefa lífinu gildi. Þetta læra menn í átökunum við hæfileg verk- efni. Lffsskilningurinn dýpkar, lífs- nautnin eykst. Ég lýk þessum orðum minum með þeirri ósk að íslenzku þjóðinni megi vaxa réttur skilningur á þeim þáttum þjóðlífsins sem rækta þarf, vegna þess að þeir séu til þess fallnir, að auka hamingju hennar. Til þess dugir velmegunin ein ekki. En af heilbrigðum verkefnum vex oss styrkur og trú, vex oss bjart- sýni og hamingja. 1. desember 1963. appdrætti Háskóla íslands Á morgun verður dregið í 12. flokki - í dag eru seinustu forvöð að endurnýja. 3.1ð0 vinningar að fjárhæð 7,890,000 krónur. HÆSTI VINNINGUR: EIN MILLJÓN KRÓNA. Happdrætti Háskóla ísiands 1 á 1.000.000 kr. 1.000.000 kr. 1 - 200.000 — 200.000 — 1 - 100.000 — 100.000 — 117 - 10.000 — 1.170.000 — 564 - 5.000 — 2.820.000 — 2.460 - l.OOG — 2.460.000 — Aukavinningar: 2 á 50.000 kr. 100.000 kr. 4 á 10.000 — 40.000 — 3.150 7.890.000 kr. íMBiST'S.Í-tó'SiaBH £3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.