Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 3
VIS IR . Mánudagur 9. desember 1963. 75 Furður sálarlífsins Yoðaeldur í Reykjavík Furður sálarlífsins nefnist ný bók sem út er komin hjá Almenna bókafélaginu, eftir norska prófess orinn Harald Schelderup. Fjall- ar hún um sálfræðilegar rann- llarald Sclijcldcrup Guðmundur Karlsson Það mun ýmsum þykja tíðind- um sæta að heil bók — og hún stór — skuli hafa verið skrifuð um atburð sem skeði á stund úr nóttu f Reykjavikurbæ fyrir nær hálfri öld. Þessi bók er samt til orðin og heitir „1 björtu báli“. Höfundurinn er Guðmundur Karls son blaðamaður, en útgefandi Æg isútgáfan. Nafnið bendir til innihaldsins, en það er eldur, einn mesti elds- voði sem sögur fara af á íslandi fyrr og síðar. Það var þegar Hótel Reykjavik brann til kaldra kola, ásamt 9 öðrum húsum í hjarta Reykjavíkur, en tvö hús önnur urðu auk þess fyrir meiri eða minni skemmdum. Tveir menn létu lífið í þessum eidsvoða. Þetta er einn válegasti slysaatburður sem skeð hefur í sögu höfuð- borgarinnar og íbúum hennar að vonum einhver hinn minnisstæð- asti harmleikur. Hitt er svo annað mál, að það þarf töluvert til að skrifa heila bók um slíkan atburð, þótt hörmu legur sé. Flestir mundu Iáta sér nægja að gera efninu skil í stuttri grein, nokkrum blaðsíðum og talið sig þar með hafa tæmt þær heimildir sem uni þetta fjöll- uðu. I bókum slökkviliðsstjórans sjálfs er talið nægja að færa inn tíu línur um þenna mesta elds- voða í Reyjavík og eru þær til- færðar í bókarlok. Guðmundur Karlsson er lang- orðari en slökkviliðsstjórinn og hann þarf 229 blaðsíður í stóru bókarbroti til að lýsa því sem hinn fékk lýst í 10 línum. En Guð mundur færist líka ýmislegt í fang annað en lýsa sjálfum elds- voðanum. Hann lýsir að nokkru leyti bæjarbrag í Reykjavík fyrir hálfri öld, hann lýsir ýmsum gam alkunnum bæjarbúum frá þessu tímabili. Hann lýsir atvikum að eldsvoðanum og hann lýsir við- brögðum fólks til þessa örlaga- þrungna atburðar. Guðmundur hefur viðað að sér miklum heimildum, og það er næsta auðvelt ennþá að afla sumra þeirra, því nokkrir menn eru enn á lífi sem komu þar mjög við sögu og muna eldsvoðann eins og hann hafi gerzt í gær. Guðmundur hefur rætt við þetta fólk og skrifað eftir því það sem það vissi og mundi. Þar sem þessi gögn þrjóta, hefur maður á til- finningunni að höfundur grfpi á stundum til fantasfu blaðamanns- ins og fer, þegar vel lætur, á kostum. Með bók sinni ,,í björtu báli“ hefur Guðmundur á síðustu stundu forðað frá glötun heim- ildum um mesta stórbruna á Is- landi fram til vorra daga. En gildi bókarinnar er engu að sfður hitt, að hún er gædd lífi, svo til frá upphafi til enda, fjörlega skrifuð og læsileg. Þá má enn telja það bókinni til gildis, að hún er með nýstárlegu sniði, smekkleg og þó sérstæð í um- broti og með fjölda Ijósmynda og teikninga. Teikningarnar eru eftir Baltasar, flestar áhrifamiklar og sterkar, svo sem efninu sæmir. Þ. J. furður sálarlifslns Ný drengj Arm. Kr. Sagt frá atburðum, sem aldrei gleymast asaga eftir Einarsson Ármann Kr. Einarsson rithöf- undur hefur sent 21. bók sína á markaðinn. Sú heitir „Óli og Maggi I ræningjahöndum" og er þriðja bókin í svokölluðum Óla- bókaflokki, en þær bækur hefur bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefið út. Þessi síðasta bók Ármanns fjall ar um eggjaræningja í eyju, sem bera þá .Óla og Magga ofurliði þegar þeir samkvæmt skyldu sinni eru að gæta varps í eynni. En Óli og Maggi eru snjallir strák ar og verða engan veginn uppi- skroppa með ráð. Fyrir ráðkænsku þeirra tekst að hindra för ræn- ingjanna úr eynni, og gera lög- reglu aðvart. Það er hinn mikli sigur drengjanna tveggja. Ármann Kr. Einarsson nýtur orðið meiri vinsælda en sennilega nokkur annar barnabókahöfundur hérlendur. Unglingarnir bfða með óþreyju hverrar nýrrar bókar eft- ir Ármann, enda hafa þær marga höfuðkosti góðra unglingabóka til að bera, eru hvorttveggja f senn spennandi og skemmtilegar, en jafnframt þó skrifaðar á góðu máli og jákvæðar í efnismeðferð. Búið er þegar að gefa út sex barna- og unglingabækur Ár- manns á norsku og tvær á dönsku. í athugun er einnig út- gáfa einhverra þeirra á sænsku. sóknir á dulvitund mannsins, m. a. draumarannsóknir, reimleika, miðilsgáfuna, spfritisma og sálar- rannsóknir. Bókin skiptist í tvo hluta. Sá fyrri fjallar um rannsóknir á dul- vitund mannsins, djúpsálfræði og sálkönnun, dáleiðslu og gildi henn ar f sálvísindum, draumarann- sóknir og ýmis afbrigði mannlegs sálarlífs, m. a. um persónuleika- vfxlun. Síðari hluti bókarinnar fjallar hins vegar f beinu framhaldi um dularsálfræði, um reimleika, mið- ilsgáfuna og aðra annarlega skynj unarhætti, og um spíritisma og sálarrannsóknir. Furður sálarlífsins er nóvember bók AB 1963. Hún er 275 bls. að stærð auk mynda og prentuð i prentsmiðju Jóns Helgasonar, nema kápan, sem er prentuð f Vfkingsprenti. Bókband annaðist Félagsbókbandið h.f. og mynda- mót voru unnin hjá Prentmótum h.f. Káputeikningu gerði Harpa Guðjónsdóttir, nemandi f Hand- íða og myndlistarskólanum, en hún varð hlutskörpust f keppni um útlit kápunnar. Þýðendur bók- arinnar eru Gylfi Ásmundsson sál fræðingur og Þór Edward Jakobs son, cand. mag. Níutíu kökuupp- skriftir Fyrir húsmæður og verðandi húsmæður er komið út lítið kver með 90 kökuuppskriftum eftir Margréti Jónsdóttur, og nefnir hún kverið „Kökur Margrétar". Kverið hefst á almennum Ieið- beiningum, hvernig hnoða eigi og hræra deig, hvernig kökur skuli geymdar o. fl. Að öðru leyti skiptir hún bókinni niður í eft- irfarandi þætti: Ýmsar kökur og kex, Stórar kökur, Tertur, Smá- kökur, Krem og mauk. Höfundurinn segir að þetta kver sá árangur reynslu sinnar eftir 30 ára starf. Margrét kveðst hafa leitazt við að hafa skýring- arnar eins greinilegar og sér hafi verið unnt og uppskriftirnar svo fjölbreyttar sem tök voru á. Nokkrar Iitprentaðar myndir eru f kverinu. Kvöldvökuútgáfan á Akureyri hefur sent frá sér nýtt bindi frá- söguþáttanna: Því gleymi ég aldrei. Nítján þættir eru í bók- inni eftir jafnmarga höfunda. — Hún er röskar ZOp síður að stærð og hefur Gísli Jónsson búið hana undir prentun. Eins og gefur að skilja fjalla þættirnir um hin ólíkustu við- fangsefni og eru að sama skapi býsna ólíkir að gæðum. Fjórir þættir eru öðrum fremur dramatískir, og atburðarásin gef- ur sérstakt tilefni til að henni verði ekki gleymt. Þessir þættir eru Talismanslysið eftir Arinbjörn Árnason, en skráð af Kristjáni Jónssyni lögfræðingi, Með bilaða hreyfla eftir Jónas Guðmundsson, Brunalúðurinn kallar eftir Magn- ús Hóm Árnason og Flugvélin „Geysir" og björgun áhafnarinn- ar eftir Ólaf Jónsson. Þetta eru allt vel skrifaðir þættir og þrír þeirra skýra frá miklum og minni legum atburðum, en í þeim fjórða: Með bilaða hreyfla er þvílík spenna, þar sem skýrt er frá ör- lagastund þegar flugvél er komin að þvi að hrapa og ekkert virð- ist framundan nema dauðinn einn, að lesandinn stendur á önd- inni af eftirvæntingu. Ég held þó að af öllu samanlögðu þyki mér — af þessum fjórum þáttum — kafli Arinbjarnar um Talisman- slysið jafn beztur. Það er af- bragðs frásögn, algerlega látlaus, en sögð með stíganda sem að- eins beztu sagnamenn hafa til að bera. Jafnhliða skýrir hún frá mesta harmleik, sem við sögu kemur í þessari bók. Hvað listræna meðferð og skáld lega kunnáttu snertir ber þáttur Guðmundar Böðvarssonar af öll- um þáttum bókarinnar, þar sem segir frá myrkfælni ungs drengs sem sendur er í rökkri milli bæja. Það er ekkert sem skeður, ekkert annað en það sem næstum hver krakki í sveit kemst í snertingu við svo til á hverju kvöldi f skammdeginu. En lýsing Guð- mundar á þessu fyrirbæri er eftir minnilega góð. Svo virðist sem sumir höfund- anna hafi misskilið verkefnið, en það virðist í því fólgið — sam- kvæmt bókarheitinu — að lýsa einhverjum minnisstæðum at- Frh. á bls. 20. Nýtt þjCðfræðakver Eftir Einar Guðmundsson þjóð- sagnasafnara hefur komið út enn eitt sagnakver „Dulheimar — þjóðsögur og þættir“, en bókaút- gáfan Setberg gefið út. Að kalla þessi bók Dulheima fær tæplega staðizt, því það er ekki nema nokkur hluti hennar um dulræn eða þjóðsöguleg efni. Fullt svo mikið er af öðru efni, t. d. þáttum urn menn, búendatal í ljóðum með tilheyrandi skýring um, ljóðabréf sem Jón Hreggviðs- son hefur ort, samtíningur um fálka, fálkaveiðar og tamningu fálka og annað efni sem ekkert kemur dulrænu við. Segja má að efnið sé mjög sundurleitt og fátt góðra eða merkilegra sagna, enda hefur sá brunnur mjög verið aus- inn hina síðustu áratugi. Veiga- mesta efnið virðist komið úr handritasyrpu „ljósvíkingsins", þ. e. Magnúsar Hj. Magnússonar, en það er nú í vörzlu Landsbóka- safnsins. Hitt er annað mál, að enda þótt efniviður þessa bókarkvers sé ekki rismikill, þá er söfnun þjóðfræða góðra gjalda verð, og auk þess er bókin skrifuð á góðu máli. Víða gætir sérkennilegra orða eða orðmyndana og það er kostur. Þ. J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.