Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 8
Mánudagur 9. desember 1963. stundir“ og er nær 300 bls. í stóru broti. Svafa Þorleifsdóttir islenzkaði. Höfundur þessarar bókar er kunnur í Vesturheimi og bækur hennar hafa náð mikilli útbreiðslu og vinsældum. Hún hefur næman skilning á veiklyndi mannlegs Iífs, tilfinningum fólks og hugarórum og gerir því öllu skil á eðlilegan en þó skáldlegan hátt. Bók henn- ar „Unaðsstundir, er fyrst og fremst ástarsaga, og inn í hana felld örlög ungrar stúlku og tveggja manna, sem fella báðir ástarhug til hennar. Þarna tvinn- ast saman ýmsir flóknir þættir, en skáldkonan greiðir þær flækj- ur á skemmtilegan og listrænan hátt. Spenn- andi spæj- arasaga Erle Stanley Gardner er bóka- höfundur nefndur, sem sérstak- lega hefur getið sér frægð fyrir snjallar og æsandi leynilögreglu- sögur. Fyrir nokkrum dögum er komin út í íslenzkri þýðingu bók eftir þenna höfund. Bókin heitir „For- vitna brúðurin", þýðandinn er Ingibjörg Jónsdóttir og útgefand- inn Leiftur. Aðalsöguhetjan I bókinni er spæjari sem nefnist Perry Mason, en um þenna leynilögreglumann hefur Gardner skrifað margar bækur hverja annarri ægilegri. Og svo fræg er þessi lögreglupersóna, að sjónvarp í Bandaríkjunum hef ur þátt um hann í hverri viku, og telur enginn sig geta af misst. Ennfremur má geta þess að Perry Mason-bækur Gardners hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. „Forvitna brúðurin" er tæpar 200 síður að stærð. HAGPREH Tökum að okkur hvers konai prentverk. ER FYRIRLIGGJANDl Þ. ÞORGRIMSSON & CO Suðurlandsbraut 6 Vinningar verða að þessu sinni tvær litlar 3ja herb. fokheldar íbúðir að verðmæti kr. 225 þús. hvor, auk þess 10 aukavinningar, frjálst vöruval fyrir 10 þúsund krónur hver. Miðar eru seldir í innheimtu Landssímans, Landssímahúsinu, í Hafnarfirði í Bókaverzl. Olivers Steins, á Akureyri og í Keflavík í afgreiðslu símstöðvanna. Þeir Reykvíkingar, sem vilja fá miða sína heimsenda hringi I síma 10775 eða 12523 Símnotendur eiga rétt á að kaupa sín númer til 10. desember. Dregið á Þorláksmessu, hver vill ekki slíkan jólaglaðning? Drætti ekki frestað og hringt verður í vinningsnúmer á Þorláksmessu. ÁGÓÐI AF HAPPDRÆTTINU fer til framkvæmda í Reykjadal. TYRKJARÁNIÐ er einn eftirminnilegasti atburður íslandssög- unnar. Sjóræningjar frá Norður-Afríku taka - ’.and, ræna byggðirnar — Grindavík, Vest- mannaeyjar og víðar — hafa á brott með sér á fjórða hundrað manns. Jón Helgason, ritstjóri, sem kunnur er af bókunum „Öld- in átjánda“ og „ís- lenzk mannlíf“, rekur hér sögu Tyrkjaráns- ins og greinir frá örlög )um fanganna eftir að til Alsír kemur. Bókin er myndskreytt af Halldóri Péturssyni. Kostar í fallegu bandi kr. 275.00. BÆKUR Framhald af bls. 15 burði sem þeir geti ekki gleymt. Nú er með suma höfundana þann ig að þeir lýsa aldarfari, æsku sinni eða hugleiðingum án þess að draga nokkra einstaka atburði öðrum fremur fram í sviðsljósið. Meðal þessara höfunda eru Ját- varður Jökull Júlíusson, Jórunn Ólafsdóttir' Sigurður Nordal og Stefán Ág. Kristjánsson. Nú eru allir þessir þættir prýðilega skrif- aðir, en þeir eiga ekki heima í riti með þessii heiti. Grein Vigfúsar Björnssonar, „Að mér hafa svipir sótt“, er ein rammasta draugasaga sem ég hef lesið á síðustu árum og ætti fyrst og fremst heima í þjóðsagna bók, þótt hún geti einnig fallið inn í ramma þessarar bókar Hún minnir raunar stundum meir á skáldsögu en bióðsögu „Hungur- vaka“ Sveins Vikinns er eina frá-. sagan, sem skrifuð er í gaman- tón, og er að því leyti góð, enda þótt tilefnið til eftirminnilegra atburða sé næsta lítið. Aumust ritsmíð í bókinni þykir ,mér grein Egils Jónassonar, „Það munaði mjóu“, sem telur það til minnis- stæðra atburða í lífi sínu að lesa blaðagrein með línubrengli. Niður staðan varð sú að hann varð fúll við konu sína í rúminu og þeirri nótt fær hann ekki gleymt. Þrátt fyrir misjöfn gæði þátt- anna er bókin í heild læsileg og víða með ágætum. Þ. J. Unaðs- stundir Bókaútgáfan Leiftur hefur gefið út langa og mikla skáldsögu eftir bandarísku skáldkonuna Kathleen Norris. Bókin ber heitið „Unaðs-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.