Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 7
V í SI R . Mánudagur 9. desember 1963. 19 A fullveldisdaginn 1. desember flutti dr. Benjamín Eiríksson bankastjóri ræðu á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur. Mál hans var mjög athyglisvert og á mörg grundvallaratriði íslenzks þjóðfélags drepið. Birt- ist erindi dr. Benjamíns því hér í heild. ■ffjETTA voru erfiðir tímar. ^ Heimsstyrjöld var að ljúka. Spánska veikin lá eins og mara á þjóðinni. Ég stóð 1 Bakara- brekkunni og horfði á hermenn- ina og mannfjöldann fyrir fram- an Stjórnarráðið. Ræður voru fluttar. Klofinn fáni var dreginn að hún. Fallbyssurnar drundu á ytri höfninni. Húrraópin hljóm- uðu yfir Lækjartorgið og næsta nágrenni. Eitthvað stórt var að gerast f Reykjavík. Ég hafði far- ið frá Hafnarfirði til Reykjavík- ur þennan morgun. Og ég sá ævintýrið gerast. Þennan dag, 1. desember 1918, varð ísland full- valda rfki. En ævintýrin héldu áfram: Fyrst alþingishátíð, svo lýðveldisstofnun. Vér sem höf- um lifað þessa atburði erum kynslóð hins mikla ævintýris: hinir útvöldu, hin blessaða kyn- slóð Islandssögunnar Vér höfum séð — vér höfum fengið að siá hið nýja ísland verða til, sköp- un hins íslenzka ríkis. En atburðurinn, fullveldis- heimtin 1918, átti sér langan og erfiðan aðdraganda. Dimmar aldir fátæktar og hörmunga lágu að baki, þar sem vonin um frelsi og betra líf var stundum nær útslokknaður neisti Að baki var einnig löng og slítandi deila við Dani um mál, sem mörg- um var heilagt, barátta þar sem á öðru leitinu var barizt við eigin vanmátt, eigið vantraust, fjármuna: niðurlægingin. Skáld- ið fann orð til að lýsa tilfinn- ingunum, sem hrærðust í brjósti þjóðarinnar: Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna. Hniginnar aldar tárin láttu þorna. Svona skerandi var sársauk- inn, svona heit beiskjan. Tslenzkt ríki. I dag ætti oss að vera fullljóst, að þetta var það sem sjálfstæðisbaráttan f rauninni snerist um. Vér höfð- um fengið vaxandi frelsi og auk in mannréttindi á alllöngum tíma, frelsi, sem sækja varð í hendur erlendra manna. En það var alltaf eitthvað sem vantaði, þetta: fslenzkt ríki, fullvalda íslenzkt rfki. Mönnum var þetta samt mis- jafnlega ljóst. En f veruleikans hrjúfu deiglu varð draumurinn um frelsi að hugsjóninni um ís- lenzkt rfki. Þetta kemur skýrast fram í deilunni um Uppkastið svokallaða. Þótt menn kunni að hafa átt erfitt með að finna hugsunum sfnum, tilfinningum og draumum hinn rétta orðanna búning, þá er augljóst að höfn- un Uppkastsins þýddi höfnun meira frelsis, en sigur hugsjón- arinnar um fslenzkt ríki. Hin endanlega niðurstaða hefði ef til vill orðið sú sama, þótt stefnan sem fram kom í Uppkastinu hefði sigrað f bili. Eigi að sfð- um. Það er þvf ekki að undra þótt framkvæmd hennar hafi gengið hægt, enda margt sem truflar, margt annað sem dreg- ur að sér meiri athygli f þjóð- félaginu, margt annað sem menn telja brýnna verkefni í augnablikinu. Mannkynssagan er full af dæm um um misbeitingu valds, ekki hvað sfzt ríkisvalds. En hún geymir einnig dæmi um mann- legar þjáningar, um mikla mann lega óhamingju, sem orsakazt hefir af skorti á eigin ríki og ríkisvaldi. Þvf hefi ég valið mér hið fslenzka ríki, sem hugsjón og veruleika að umtalsefni við þetta tækifæri, að saga vor ís- lendinga geymir dýra lærdóma einmitt á þessu sviði. TTíki er fyrst og fremst ríkis- vald, hinn holdi klæddi vilji þjóðarinnar. Rfkisvaldið er að lokum sá vilji sem er öllum viljum borgaranna ofar og öfl- ugri. Rfkisvaldið er þvf misjafn lega vinsælt hjá sjálfráðum og sterkum aðilum. Rfkið birtist oss f stofnunum sfnum og mönn unum, sem þeim stjórna. Ríkið birtist oss f þeim tækjum sem það beitir til þess að koma fram vilja sfnum. Rfkisvaldið fer eftir viljanum sem á bak við það stendur: 1 sjálfu sér eru tæki ríkisvaldsins hvorki góð né ill, en sá sem gefur rfkisvaldinu líf og sál getur verið góður éða vondur. Rfkisvaldið er fyrst og fremst tæki til þess að koma fram í verki vilja þjóðarinnar. Það er þvf máttugt tæki til þess að koma f framkvæmd mörgu þvf sem þjóðin vill gera sér til heilla, og þá sérstaklega til þess að koma f framkvæmd þjóð- heillamálum, sem einstaklingar og samtök þeirra ráða ekki við. Ríkisvaldið er ennfremur vald til þess að brjóta á bak aftur hina uppivöðslusömu, friðarspill ferska morgunloft frelsis og sjálfræðis, þá viðurkenna þó all ir, að öllu voru þjóðlífi fleygir fram í hröðum straumköstum. Öllu, hérumbil öllu. Það sem helzt verður útundan er þrátt fyrir allt — einmitt rikið. Þrátt fyrir sorglega sögu sljóleika og vanmáttar liðinna alda, þá er það ríkið sem vér helzt vanrækj um. Mér er næst að halda að þetta sé vegna þess, að f dag- legri önn skipi ríkið ekki þann Dr. Benjamín Eiríksson, bankastjóri. veglega sess í huga þjóðarinn- ar, sem það ætti að gera, sökum gildis þess fyrir líf hennar og tilveru. En efling ríkisins er ein- mitt efling viljans, brýning og efling þjóðarviljans. Eitt af því, sem tálmað hefir isvaldsins þurfa að vera sem mest f samræmi við vilja og óskir borgaranna. Valdbeiting ríkisins er þá minnst og hrellir minnst þá sem fyrir verða. Það má líta á rfkið sem einn þátt þjóðfélagsins og þvf aug- ljóst að eðli ríkisins og form ríkisvaldsins fari eftir þjóðfélag inu og skipulagi þess, skipulagi undirstöðustofnana þjóðfélags- ins. TJíki jafnvægi í þjóðfélaginu, *■ valdajafnvægi milli einstakl- inga og milli hinna ýmsu sam- taka þeirra, þarf tiltölulega lítið ríkisvald. Þjóðarviljinn nær þá fram að ganga, án þess sérstök áherzla sé lögð á það að vekja og brýna vilja þjóðarinnar með boðskap, áróðri eða glæsilegum ytra búnaði stofnana ríkisins og án mikilla valdbeitingartækja. En undir öllum kringumstæð- um verður ríkisvaldið að vera öflugra en hvaða aðili annar, sem vera skal, þannig að hægt sé að halda uppi lögum og rétti. Þetta er nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir stjórnleysi. Reynslan af borgarastyrjöldum og stjórnleysi er svo vond, að hvaða ríkisvald sem er, er betra en slíkir atburðir eða ástand. öflug og Iifandi tilfinning fyr- ir þjóðerninu og ást á frelsi og réttlæti eru jarðvegurinn sem úr vaxa bezta þjóðfélagið og öfl ugasta og traustasta ríkið. Ég hefi minnzt á þjóðarvilj- ann. Sumum finnst það ef til vill ekki nægilega skýrt hugtak. En vissulega má segja, að þjóð- arviljinn sé vilji meirihlutans f tilteknu máli. En ekki er hægt fyrir valdhafa að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu f hverju máli. Þjóðmálin eru slfkur fjöldi mála, að þar kemur sjaldnast annað til greina en vilji vald- hafanna ,sem kemur þá í stað þjóðarviljans. 1 þjóðfélaginu, eru RIKIÐ OG ÞJOÐllN en á hinu leitinu við fáfræði, skilningsleysi og hroka erlendra valdhafa. Fátækir menn vildu betra líf, smáþjóð-frelsi og sjálfstæði, eig ið ríkl. Islendingar voru þeirrar sann- færingar að hagur þeirra, bæði andlegur og veraldlegur, væri háður stjórnskipulaginu, háður hinu veraldlega valdi og skipan þess. Hinn bági hagur þeirrastaf aði af því að þjóðina vantaði sjálfsforræði. Með sjálfsforræði myndi flest ef ekki allt hitt, sem vantaði koma. Þegar fullveldið fékkst 1918 sögðu menn: Þetta hefir mikið kostað. Það hefir kostað það, að lausn innanlandsmálanna hef ir setið á hakanum. Vanrækslan f innanlandsmálunum er hluti þess stríðskotnaðar, sem vér höfum orðið að taka á oss vegna þjóðfrelsisbaráttunnar. Forfeð- ur vorir vildu ekki kaupa fram- farirnar því verði, að slá af bar- áttu sinni fyrir þióðfrelsi, bar- áttunni fyrir íslenzku rfki. Þeim fannst miklu fórnandi fyrir þetta mál: fslenzkt rfki. Aldirn- ar höfðu brennt inn í þá rót- grónu vantrausti á handleiðslu og valdi útlendra manna. Þeir sáu hörmuleear afleiðingar þess í daglegu Iffi. Og svo var það annað, sem ekki varð virt til ur réði hugsjónin um fullvalda íslenzkt ríki úrslitum þann dag, sem Uppkastið var fellt. Það var eins og forsetann hafi órað fyrir þeim degi, þegar hann markaði kjörorð sitt: ekki víkja. I dag minnumst vér sigursins sem sigldi í kjölfarið: fullveld- isheimt 1918, sigursins sem for- feður vorir höfðu þreyð og bar- izt fyrir. Það getur ekki leikið á tveim tungum að í sjálfstæðis- baráttunni * vannst höfuðsigur- inn 1918. í dag höldum vér því með réttu sigurhátíð. Ýmislegt var samt eftir, en framkvæmd ana. En það má einnig nota til þess að reisa hina föllnu og hjálpa hinum snauðu. Ósjálfstæði íslenzku þjóðar- innar var það, að éiga ekkert sameiginlegt tæki eða vopn þjóð arviljans. Hörmulegustu þjáning ar hennar, andlegar og líkam- legar, hefði oft mátt lina eða fyrirbyggja, hefði hún átt sér ríki og ríkisvald. Að minnsta kosti trúum vér íslenzkir menn þvf. Þá hefði íslenzka þjóðin heldur ekki sokkið eins djúpt í virðingu annarra og hún gerði. Sérstakri þjóð er sérstakt ríki og ríkisvald mikil nauðsyn, ein- aðgerðum vor íslendinga í ríkis- sköpun vorri, fælt oss frá nauð- synlegum aðgerðum, eða leitt til þess að vér höfum frestað þeim — er án vafa sú staðreynd, að sumar þjóðir hafa átt við of sterkt — og of kröfuhart ríkis- vald að búa, sem óvinsælir vald hafar hafa beitt til illvirkja, án þess sú beiting þess hafi verið í samræmi við hinn sanna þjóð- arvilja. Þetta hefir svert ríkis- valdið í augum frelsisunnandi manna. Hjá þjóð eins og oss ís- lendingum, sem höfum búið við óþarflega þung kjör vegna skorts á eigin ríki og ríkisvaldi, EFTIR BENJAMÍN EIRÍKSSON þess hvíldi fyrst og fremst á vorum eigin herðum og kom 1944 með lýðveldisstofnuninni. Með því skrefi fengum vér eigin þjóðhöfðingja. En ríki er ekki fullskapað á einum degi. Margt, sem lýtur að sköpun hins íslenzka ríkis, er enn frumsmíð, eða gert af meiri vanefnum, en ástæðu verður að telja. Sagan sýnir að það leið lang- ur tími þangað til hugsjónin fs- lenzkt ríki varð skýr Islending- mitt vegna þess sem gerir hana að sérstakri þjóð, þjóðernisins. Framtakið lamast, þegar forsjá annarra kemur til. Eitthvað deyr í þjóðarsálinni: sjálfstraustið verður fyrir áfalli, viljinn dofn- ar. Yfir færist doði og dauði. En seinustu áratugirnir sýna líka hvað gerist, þegar þjóð fær sjálfstæði og eigið ríki: Þjóðlíf vor Islendinga hefir blómgazt o_ eflzt með hverju árinu. Svo óþreyjufullir sem vér erum, ný- komnir út í dagsljósið og hið svara svona viðhorf illa til þarfa þjóðarinnar og staðreynda sögu vorrar. Ég á ekki við, að vér þurfum meiri ríkisíhlutun um rpálefni , sem borgararnir og samtök þeirra eru einfær um að leysa af hendi, já, betur fær en ríkið að leysa af hendi,{heldur sköpun og eflingu þeirra tækja, sem með þarf til þess að gera það ,sem ríkið tekur að sér að gera, á að gera, og verður að gera vegna vor allra. Skipulag ríkisins og tæki rfk- að sjálfsögðu sffellt hópar, sem eru misjafnlega ánægðir með það, sem ríkisvaldið er að gera. Tæki rfkisvaldsins, sem eru margvísleg, — allt frá áróðri til valdbeitingartækja — eru notuð til þess að koma fram vilja vald hafanna, og ef nauðsyn krefur, til þess að halda þeim í skefjum, sem brjóta lögin. Með lýðræðislegu stjórnarfari reynum vér svo að tryggja það, að vilji valdhafanna sé sem næstur því að vera vilji þjóðar innar, a.m.k. meirihluta hennar. Við lýðræðislegt stjórnarfar reynir borgarinn ennfremur vpnjulega að tryggja það, að ríkisvaldið sé sem fyrirferðar- minnst, a.m.k. valdbeitingartæk in, þau sem hafa þarf til þess að vernda og viðhalda friði inn- anlands, og jafnvel þau sem gæta eiga tilveru og sjálfstæðis ríkisins gegn hugsanlegum er- lendum óvinum. En vandamál vor íslendinga nú á dögum er alveg öfugt þessu. Vort viðfangs efni — það má sesja ætlunar- verk — er að efla ríkið, fslenzkt ríki. Þegar Danir lögðu hér nið- ur völd tók þjóðin naumast við meiru en vísi að ríki og rfkis- valdi. Það liðu ein einustu 3 ár þangað til fyrsta ólagið reis, og það — að því er virtist — úr lygnum sjó. Framh. á bls. 22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.