Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 3
3 V í SIR . Þriðjudagur 24. desember 1963. Danska póststjómin sendi sér flug- vél með jólapóst til ÍSLANDS Síðdegis f gær Ienti á Kefla- víkurflugvelli flugvél, sem danska póststjórnin sendi sér- staklega með jólapóstinn til ís- lands. Einkum var það póstur, sem Drottningin fór aftur með til Danmerkur, vegna verkfalls- ins. Danska póstsstjórnin sendi flugvélina algjörlega á sinn kostnað og talið er að það kosti hana um hálfa milljón ísl. kr. „Við gerum okkar bezta til þess að koma póstinum út fyrir jól, en það er mjög erfitt að fá svona stórar sendingar á síð- ustu stundu, sagði Matthías Guðmundsson, póstmeistari í samtali við Vfsi í gær. Drottningin kom til Kaup- mannahafnar 20. des. og með henni 10 tonn af pósti, sem ekki var hægt að skipa upp vegna verkfallsins. Tók því danska póststjórnin það ráð að senda póstinn flugleiðis, ásamt þeim pósti sem þeim hefur bor- izt síðustu dagana. Flugvélin, sem er frá SAS lenti á Kefla- víkurflugvelli skömmu fyrir kl. 4 í gær og pósjturinn samstund- is tekin Ur vélinni og fluttur til Reykjavíkur. Til þess að flýta fyrir afgreiðslu póstsins, voru Bögglapóststofan og Tollpóst- stofan opin til kl. 10 í gær- kvöldi og einnig verður opið til klukkan eitt í dag. Fiskverðið fer tii yfírnefiidar Verðlagsráð sjávarútvegsins hef- ur undanfarið rætt um fiskverðið á næstu vetrarvertíð. Ekki hefur náðst samkomulag með fulltrúum fiskkaupenda og fiskseljenda og var ákveðið á fundi verðlagsráðs s.I. laugardag að vísa málinu til yfir- néfndar. Lögum samkvæmt á á- Þýzkar messur um jólin Kaþólsk jólaguðsþjónusta verður haldin í Kristkirkju í Landakoti á jóladag og hefst hún kl. 15,30. Jóhannes Gunnarsson biskup Ies messu á þýzku og söfnuðurinn svar ar. Sunnudaginn 29. desember kl. 14.00 verður haldin þýzk evangel- ísk guðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík. Sigurjón Guðjónsson prófastur í Saurbæ flytur jóla og nýársbæn. Dómkirkjukórinn og söfnuðurinn syngur þýzk jólalög. Við orgelið dr. Páll ísólfsson. kvörðun fiskverðsins að vera lokið fyrir áramót. Verðlagsráð hóf fundi 25. nóv- s.l. til þess að ræða um fiskverðið á vetrarvertíðinni. Hafa verið haldn ir mjög margir fundir undanfarið en ekki tókst að ná samkomulagi. Ekki hefur enn verið skipað í yfirnefndina en samkvæmt lögun- um um Verðlagsráð sjávarútvegs- ins eiga 5 menn að sitja f yfimefnd og skipar Hæstiréttur oddamann. Formaður Verðlagsráðsins er nú Ingimar Einarsson lögfræðingur. 12 órekstrar Tólf árekstrar áttu sér stað á fimm klukkustundum eftir hádegi í gær. Engin teljandi meiðsli urðu á mönnum. En kona ein varð fyrir skellinöðru og meiddist lítilsháttar. Ástæðan fyrir hinum mörgu árekstr um er tvímælalaust hálkan, sem var á götum borgarinnar f gær, en mikil umferð gerði einnig sumum mönnum erfitt um vik. . Danski flugpósturinn affermdur á Keflavíkurflugvelli i gær. Jack Ruby leiddur fyrir rétt í gær í gær á Þorláksmessu var næturklúbbseigandinn Jack Ruby leiddur fyrir rétt f fyrsta skipti eftir að lögreglurannsókn sézt þvílíkar varúðarráðstafanir Oswald. Það hafa aldrei fyrr er lokið í máli hans, aldrei fyrr í dómsal eins og við þennan at burð i dag. Tvöfaldar og jafnvel þrefaldar fylkingar lögreglu- manna umkringdu hann á leið inni til réttarsalar. Þeir blaðamenn og ljósmynd arar, sem fengu áð vera við- staddir urðu að sýna skilríki og leitað var á þeim áður en þeir fengu að koma í grennd við hinn ákærða. Allar ljósmynda vélar og tæki voru vandlega skoðuð. Jack Ruby mætti fyrir rétt- inum, þar sem hann hafði óskað eftir því að verða Iátinn laus gegn tryggingu. Skyldi rétturinn taka þá ósk til athugunar, þótt það sé fyrirfram vitað, að rétt- urinn mun aldrei fallast á slíka beiðni. FULL T SAMK0MULA G UM LAHD- BÚHADARMÁLININNAN C.B.C. Briissel, 23. des. Gerhard Schroeder utanríkis- ráðherra Vestur-Þýzkalands sagði í dag i Briissel, að rikjum Efnahagsbandalags Evrópu hefði tekizt að ná fullu sam- komulagi um öll atriði varðandi stefnuna í landbúnaðarmálun- um. Þetta þýðir, að deilan um landbúnaðarmálin, sem stefndi framtíð EBE í hættu, er leyst. Franski fjármálaráðherrann Valery Giscard Déstating stað- festi einnig í dag, að fullt sam- komulag hefði náðst. Frakkar höfðu borið fram kröfu um það að stefnan í land búnaðarmálunum yrði Ieyst fyr- ir áramót. Leit mjög illa út um að lausn næðist f tæka tíð og var óttast, að Frakkar mundu grípa til einhverra gagn ráðstafana ef lausn fengist ekki fyrir áramót. En Frakkar eiga mestra hagsmuna að gæta í sambandi við landbúnaðarmál- in, þar eð þeir framleiða lang- mest af landbúnaðarvörum allra sexveldanna. Frakkar vildu að viðskipti með landbúnaðarvörur yrðu gerðar frjálsar en ef þeir hefðu fengið framgengt þeirri kröfu sinni að öllu hefðu þeir getað selt hinar ódýru landbúnaðaraf- urðir sínar í Vestur-Þýzkalandi þar sem landbúnaðarafurðir eru 30 prósent hærri en í Frakk- landi. Vestur-Þjóðverjar gátu hins vegar ekki fallizt á algert frjálsræði, þar eð þá hefði hinn þýzki landbúnaður orðið mjög illa úti. Var ákveðið að fara þá Ieið að ákveða fast verð á hin- um ýmsu landbúnaðarafurðum og verður það verð yfirleitt mitt á milli þess verðs er var í Frakklandi og Þýzkalandi. Franskar landbúnaðarafurðir munu þvf hækka en þýzkar lækka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.