Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 7
7 V1S IR . Þriöjudagur 24. desemtor maKassmfsmBms^a^ 10G3. Aðfangadag og jóladag liggur allt skemmtanalíf í borginni niðri, menn halda jólin hátíðleg. En er kemur fram á annan dag jóla fara margir að ókyrrast, vilja komast eitthvað út að skemmta sér og þeir ’.em skemmtanirnar hafa í hendi sér, stjórnendur Ieikhúsa, kvik- myndahúsa og veitingahiisa munu að sjálfsögðu verða við óskum al- mennings og bjóða upp á sitthvað. Dálitið mun vera mismunandi '’.vernig veitingahús borgarinnar 'tafa opið um jólin, munu sum hafa rpið á aðfangadagskvöld og jóla- 'ag en önnur bíða með að opna Trani á annan dag jóla, er dans dun- ar á ný. Leikhúsin Jólaleikrit Þjóðleikhússins, verð- ur, eins og þegar er kunnugt, sorg- arleikurinn um Hamlet Danaprins eftir Shakespeare. Þýðingu gerði Matthías Jochumsson. Leikstjóri verður Benedikt Árnason og leik- tjöld hefur brezkur leiktjaldamál- ari, Disley Jones að nafni gert. Hamlet sjálfur er leikinn af hin- um snjalla leikara Gunnari Eyjólfs- syni. Önnur aðalhlutverk leika Ró- bert Arnfinnsson, Herdís Þorvalds dóttir, Lárus Pálsson, Rúrik Har- aldsson, Jóhann Pálsson og Árni Tryggvason. Enn er eftir að telja þá leikkonu, sem hvað mesta eftir- væntingu hefur vakið meðal manna hina 17 ára gömlu Þórunni Magneu Á hún að fara með hlutverk Ófelíu, sem að vísu er ekki mjög stórt, en beim mun þýðingarmeira er að því sé vel skilað. Verður Hamlet frum sýndur á annan dag jóla eins og venja er um jólaleikrit Þjóðleikhúss ins. Er þegar uppselt á frumsýn- inguna, en önnur sýning verður bann 28. og þriðja sýning þann 29. Þjóðleikhúsið mun bjóða upp á fleira um hátíðarnar. Gísl verður sýnt föstud. 27. des. og sunnud. 29. des. verður 50. og síðasta sýning á hinu fádæma vinsæla barnaleik- riti Dýrin í Hálsaskógi. , Jólaleikrit Leikfélags Reykjavík- ur er að þessu sinni eitt frægasta Ieikrit samtímans, Fangarnir í Altona eftir Jean-Paul Sartre í þýðingu Sigfúsar Daðasonar. Var leikritið frumsýnt í París haustið 1959 og hefur síðan verið sýnt í flestum Ieikhúsborgum heims og þótt hinn mesti viðburður. Fangarnir í Altona er þriðja leik- rit höfundar, sem flutt er á sviði hér, hin tvö voru Flekkaðar hend- ur og Læstar dyr. Er samdóma á- lit gagnrýnenda að í Fangarnir í Altona nái skáldið hæst. Fangarnir í Altona er mjög viða- mikið verk og tekur flutningurinn um fjórar klukkustundir. Leikstjóri er Gísli Halldórsson og með aðal- hlutverkin fara: Brynjólfur Jóhann esson, Sigríður Hagalín, Helgi Skúlason, Guðmundur Pálsson og Helga Bachmann. Leiktjöld hefur Steinþór Sigurðsson gert. Fangarn- ir í Altona verður frumsýnt þriðja dag jóla og hefst sýningin kl. 20. eða hálfri klukkustund fyrr en venja er um leikrit hjá L. R. Ifvikmyndahúsin Svo að við byrjum í miðbænum, þá býður Gamla B£ó okkur upp á bandaríska ' gamanmynd gerða af snillingnum Walt Disney. Heitir hún ,,Tvíburasystur“ og er gerð eft- ir sögu sem komið hefur út í ís- Ienzkri þýðingu undir nafninu „Lísa eða Lotta“. Aðalhlutverk leikur hin vinsæla barnastjarna Hayley Mills, en auk hennar eru í aðalhlutverk- um Maureen O’Hara og Brian Keith. Vjrður kvikmyndin, svo og iólamyndir annarra kvikmyndahúsa frumsýnd á annan jóladag. Jóla- mynd barnanna í Gamla Bfói verð ur hin sígilda teiknimynd Walt Disneys, „Þyrnirós'.1 Nýja Bíó mun um jóiin gleðja aðdáendur söngvarans og leikarans Pat Boone, sem nú heyrist orðið svo sjaldan til. Leikur hann í banda rískri grínmynd sem hlotið hefur íslenzka heitið „Buslugangur um borð“ — og gerist því vafalaust um borð í skipi. Meðal þeirra sem leika með Pat Boone er Barbara Eden. Jólamynd barnanna verður „Mjall- hvít“, þó ekki okkar gamla góða Mjallhvít með dvergana sjö, heldur „Mjallhvít með trúðana sjö“. Austurbæjarbíó kemur með eina myndina enn með hinni vinsælu Conny. Að venju syngur Conny og dansar og kemur öllum í svo gott skap að þá langar til að dansa og syngja með henni. Heitir myndin „Conny verður ástfangin" og það var í þessari mynd sem Conny fékk fyrsta kvikmyndakossinn sinn. Að- almótleikari hennar er að þessu sinni Peter Wech. í Háskólabíói getum við farið á fund þeirra Bob Hope og Anitu Ekberg, en þar koma þau fram í brezkri mynd sem á íslenzku er nefnd „Ævintýri í Afríku“. Er að- aluppistaða myndarinnar sú að bandarískur gervihnöttur fer út af braut sinni, lendir á jörðu mitt á meðal hættulegra villidýra og verð ur það til þe$s að þau Anita og Bob lenda í ýmsum ævintýrum. f Hafnarbiói koma skötuhjúin. Doris Day og Rock Hudson fram í kvikmynd, sem á ensku nefnist „Lover come back“ en hefur hlotið íslenzka heitið „Reyndu aftur elsk- an“. í myndinni skiptast á höpp og óhöpp, misskilningur og skilningur og kemur vafalaust margt broslegt fyrir. En allt er gott þá endirinn er góður og enginn vafi er á að þau Doris Day og Rock Hudson láta „Reyndu aftur elskan" enda vel. Tónabíó frumsýnir um jólin kvik myntj, sem óhætt er að fullyrða að beðið hefur verið eftir allt frá því er fyrst fréttist af gerð hennar - nefnilega „Vesturbæjarsögu", eða „West Side Story". Fjallar hún um „Þoturnar" 10 og „Hákarlana" 10 sem eiga í ýmsum erjum, og hana Maríu sem leikin er af hinni vin- sælu leikkonu Natalie Wood. Hef- ur „West Side Story“ farið sigur- för um allan heim og hlotið 10 Oscarsverðlaun auk fjölda annarra viðurkenninga. Þá mun Laugarásbíó sýna „Hat- ari“, bandaríska mynd, sem er hvort tveggja í senn fræðandi og skemmtileg. Verður -hún sýnd á öllum sýningum, og er því jafnt ætluð börnum sem fullorðnum. | Fjallar „Hatari“ um leiðangur sem j-fer til frumskóga Afríku til að ná I dýrum fyrir dýragarða og fjölleika hús og lendir hann að sjálfsögðu í ýmsum ævintýrum. Aðalhlutverk- in eru Ieikin af John Wayne og Elsu Martinelli. I Stjörnubíói kemur til fundar við okkur Cantiflas sem er mörgum að góðu kunnur úr kvikmyndinni „Um hverfis jörðina á 80 dögum“. Hann er ekki einn á ferð því að í fylgd með honum eru 35 af frægustu kvikmyndastjörnum veraldar. Kvik- myndin er bandarísk gamanmynd, hefur hlotið nafnið „Cantifas sem Pepe“, og hyggja vafalaust margir gott til endurfunda við þennan mexicanska snilling. Kópavogsbíó frumsýnir á jólun- um bandarísku stórmyndina „Kraftaverkið", en hún hlaut tvenn Oscarsverðlaun 1963 auk fjölda annarra viðurkenninga. „Krafta- verkið“ er gert eftir samnefndu leikriti eftir William Gibson. Fjall- ar myndin um baráttu þá er kennslukonan Annie á í er hún er að reyna að kenna blindu og mál- lausu stúlkunni Helen Keller — og kraftaverkið, sem að lokum gerist. Danir ætla aldeilis að heimsækja Hafnarfjörð um jólin. í báðum kvikmyndahúsum bæjarins verða sýndar danékar gamanmyndir. Bæjarbíó sýnir gamanmyndina „Við erurrí ánægð", sem gerð er eftir skáldsögu Finn Söeborg, „Ravn í kroen“. Koma þar við sögu hinn óborganlegi Dirch Passer, Ove Sprogöe, Ebbe Langberg, Bodil Ud- Framh. á bls. 13 Úr „West Side Story“. Gunnar Eyjólfsson sem Hamlet. Myndin var tekin á æfingu síðast liðinn föstudag (Ljósm. Visis I.M.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.