Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 5
5 VÍSIR . Þriðjudagur 24. desember 1963. Jól úti á ÍSBBIEÍÍ Framhald at bls. 8. Jólaskreytingar eru miklar, stóru jólatré hefur verið kom- ið fyrir úti í hólmanum, kirkjan og kirkjugarðurinn hafa verið fagurlega skreytt og sömuleiðis hefur ljósaskreytingu verið komið fyrir á brúnni. Fjöl- margir einstaklir.gar hafa og skreytt hús sín að utan. Seyðfirðingar búast við rauðum jólum. Þar er hlýtt í veðri og jörð alauð. Meira að segja er Fjarðarheiði að mestu auð og vegurinn yfir á Hérað fær sem á sumardegi. VESTMANNAE Y JAR: Vestmannaeyingar hafa um þessi jól fyrir augum lifandi jólatré, sérstæðara og tiikomu- meira en nokkurt byggðarlag á lslandi hefur haft af að státa í manna minnum. Það er gos- súlan úr Surtsey, sem á kvöld- in er meira eða minna skreytt og uppiýst með eldingum og leiftrum. Þrátt fyrir þetta óvenjulega skraut eldsúlunnar við Eyjar hafa íbúarnir nokkur óþægindi • af gosinu, m. a. vegna ösku- fallsins sem fellur á eyna. 1 fyrrinótt og fyrradag var það óvenjumikið, og enda þótt nokk ’ uð hafi snjóað sást ekki örla fyrir snjó vegna öskufallsins. Drunur voru og svo miklar á sama tima að Vestmannaeying- um varð ekki svefnsamt. Fólk hefur meira skreytt hús sín og garða fyrir þessi, jól en nokkru sinni áður. Kaupstað- urinn hefur auk þess komið upp 8 stórum jólatrjám viðs V vegar í bænum og á áberandi j stöðumv Félagsheimili ungra sjálfstæðismanna sem stendur I hlíðum Helgafells er allt ljósum skreytt og sést hvaðanæva að . úr bænum. Enda þótt verzlun sé í fullum gangi segja verkföllin þó til , sín, m. a. orðinn vöruskortur á einstökum vörum, mest á kaffi og sykri og hafa kaupmenn á- kveðið a ðtaka upp skömmtun á því fyrir jólin. HÖFN í HORNAFIRÐI: Hvít jól eru sjaldgæf í Höfn. Að þessu sinni var þó vonazt eftir þeim því fyrir nokkrum dögum var hreinviðri og alhvít jörð. Nú hefur snjóinn tekið upp og menn vonlitlir orðnir um hvltu jólin. Samgöngur eru góðar á veg- um úti, atvinna mikil og verzl- un f fullum gangi. Það skyggir samt á jólagleði margra — einkum þeirra efnaminni — að láðst hefur að þessu sinni að greiða út fjölskyldu- og aðrar tilheyrandi bætur, frá Almanna- tryggingunum og eru margir sárreiðir. Ekki eru neinar opinberar | , jólaskreytingar í Höfn, en j margir einstaklingar skreytt i hús sín að utan. Það hefur verið venja að amerískt starfsfólk í Stokks- nesi undir Horni hefur haft jólaboð fyrir börn úr Nesja- hreppi og Höfn og börnin jafn- an hlakkað mjög til þeirrar há- tíðar. Nú fellur þessi hátíð nið- ur vegna hins sviplega fráfalls Kennedys Bandarikjaforseta. Hins vegar munu Bandaríkja- menn I Stokksnesi senda jóla- svein á morgun með gjafir handa öllum börnum á aldrinum 1-10 ára. STYKKISHÓLMUR: Stykkishólmur er kominn I jólabúning með jólatrjám og jóiaskreytingum bæði af hálfu hreppsfélagsins og einstaklinga. Meðal annars eru jólatré á tún- inu fyrir framan skrifstofur hreppsins og eins fyrir framan bakaríið. Verzlanir hafa skreytt fagurlega fyrir utan hjá sér. Nunnurnar I spítalanum hafa haldið uppi skólastarfsemi I föndri o. fl. fyrir börn 1 vetur. I fyrradag var efnt til hátíðar fyrir börnin og þau látin bjóða foreldrum og syskinum. Voru við það tækifæri skrautsýningar sem börnin önnuðust sjálf að öllu leyti, en undir leiðsögn og stjórn nunnanna. Hátíðamessur eru ævinlega fjölsóttar I Stykkishólmi og ekki slzt I kaþólsku kirkjunni. Jólaguðsþjónusta I henni er kl. 12 á miðnætti og fjölmenna Stykkishólmsbúar ævinlega þangað. Jólamessur eru kl. 6 í lúthersku kirkjunni og eins hjá Hvítasunnusöfnuðinum. Til sérstakra tíðinda má það teljast að vegna verkfallsins var Vestfjarðajólapóstur að þessu sinni sendur landleiðina úr Reykjavfk til Stykkishólms. V.b. Straumnes fór hlaðinn af jólapósti, samtals rúmlega 160 póstpokum, auk rúml. 100 ein- stakra jólapakka, frá Stykkis- hólmi til Patreksfjarðar s.l. fimmtudag og kom þaðan aftur daginn eftir með 80 póstpoka af Vestfjaröapósti. Jólasala er með mesta móti. Með jólasnjó horfir til beggja átta. iólaieikrit útvarps- ins .Rómúlus mikli' Jólaleikrit útvarpsins, „Róm- úlus mikli“ verður flutt 28. des. „Rómúlus mikli“, sem er eftir svissneska skáldið Friedrich Mikill fjöldi — Framh. af bls. 16. vík um jólin, en þriðja skip þeirra Selá verður I Hull, en sjómenn þess fyrirtækis halda áramótin hátíðleg I Reykjavík. Jöklar verða með öll sin skip inni um jólin. Vatnajökull og Drangajökull I Reykjavík, en Langjökull annað hvort I Reykja vík eða Hafnarfirði. Eimskipafélag Reykjavíkur á von á Öskju heim á jóladag, en Katla verður um jólin I Vent- spils. Kaupskip heitir yngsta skipa- félagið. Það á eitt skip Hvítanes, sem enn hefur ekki komið til Islands. Skipið er um þessar mundir I flutningum I S.-Ame- ríku, en íslenzk áhöfn er á skip inu. Þrettán togarar verða I Reykja víkurhöfn um jólin. Það eru: Ingólfur Amarson, Skúli Magn- ússon, Þorsteinn Ingólfsson, Jón Þorláksson, Pétur Halldórsson, Þorkell Máni. Marz, Úranus, Hvalfell, Askur, Karlsefni, Vík ingur og Egill Skallagrímsson. Aðrir Reykjavíkurtogarar verða annað hvort við veiðar eða í siglingu með afla sinn út eða á leið heim. Allar flugvélar Flugfélags ís- lands, nema nýja DC-6B vélin, alls 7 vélar, munu verða heima um jólin. Áhöfn var komin ut- Dilrrenmatt var samið árið 1948 og frumsýnt næsta ár. Síðan hef ur það verið umritað tvisvar sinnum og verður það flutt hér í síðustu útgáfunni. Leikurinn hefur á sér sagnfræðilegt yfir- skin, þannig að hann er látinn gerast árið 476 og nöfn sumra persónanna eru kunn úr mann kynssögunni. Síðasti keisari vestrómverska ríkisins hét t. d. Rómúlus eins og hér, en raunar var hann ekki af æskualdri er honum var steypt af stóli. Allir atburðir leiksins eru frumsmíð höfundar og þegar kemur aftur I þriðja þátt, ætti engum að dylj ast að „Rómúlus mikli" er nú- tímaleikrit. Það er hlæjandi árás á valdapólitík og allt sem af henni hlýzt. I baksýn er hildar- leikurinn 1939—45 og ummerki hans. Leikstjóri er Gísli Halldórsson en með aðalhlutverk fara Þor- steinn Ö. Stephensen sem leikur Rómúlus Ágústus og Guðbjörg Þorbjarnardóttir sem Ieikur Júl- íu keisarafrú. an til Kaupmannahafnar til að sækja nýju vélina, en ákveðið var að áhöfnin kæmi aftur heim en fari utan eftir jólin að nýju þegar skoðun er lokið á vélinni. Hjá Loftleiðum verða allar 5 vélarnar erlendis á jólanóttina. Leifur Eirfksson í London, — Snorri Sturluson i New York — Þorfinnur Karlsefni í Stavanger — Eirikur Rauði f Luxembourg — og Snorri Þorfinnsson f New York — Alls eru það 6 áhafnir Loftleiðamanna sem verða á er- Iendri grund um þessi jól, eða alls 42 flugliðar. Tveir R.víkur prestar vígðir MSattén uppseld Sfðustu jóldtrén, er ti lsölu voru í Reykjavík seldust upp um hádeg- ið í gær. Síðdegis í gær var enn hægt að fá nóg af grenigreinum. I ár voru rúmlega tíu tonn af jólatrjám sett á markaðinn í Reykja vík og er það nokkuð meira en ver ið hefur undanfarin ár. Voru þau öll innflutt. Undanfarin ár hefur auk innfluttra trjáa verið nokkuð af íslenzkum trjám á markaðinum, en í ár þótti ekki ráðlegt að höggva íslenzku trén þar sem svo mikið af þeim eyðilagðist f kuldakastinu um páskana. Eftirspurn eftir jólatrjám nú f ár er því meiri en verið hefur sið- ast liðin ár, en þá hafa trén ekki selzt upp, þrátt fyrir að færri hafi verið á markaðinum. Viðast hvar úti um land þar sem jólatré voru t’l sölu munu þau hafa selzt upp. S. 1. sunnudag voru vígðir tveir nýir prestar til Reykjavíkurprestakalla, þeir Felix Ólafsson og Frank Halldórsson. Var myndin tekin við þá athöfn f kór Dómkirkjunnar. MIKIÐ SELTAF ,,/ÓLAÖU" Sú verzlun sem ^lnna mest er sótt fyrir hátíðarnar, og það af fólki úr öllum stéttum, er án efa Áfeng isverzlun ríkisins. Þó að íslending ar séu annars ékki slakir við drykkju, þá er eins og fjandinn hlaupi í þá fyrir hátíðamar, og það er aldeilis ótrúlegt hversu mik ið magn af áfengi er drukkið. Vfsir hafði samband viö verzl- unina við Laugarásveg 1, og þar var svo mikil ös, að verzlunar- stjórinn hafði ekki meira en svo tíma til að koma f símann. Hann sagði að menn keyptu nú aðallega borðvin, og létt vín, til að hafa með jólamatnum. Nokkuð stöð ugur straumur viðskiptavina var í verzluninni. 1 Nýborg var sömu sögu að segja. Þar var þó enn meira að gera, enda verzlunin í hjarta bæjarins, og jafnvel af sumum talin vera hjartað. Þar keyptu menn einnig mest af borðvínum, og fínum vín- um til jólagjafa. Það mun vera milli jóla og nýárs sem menn búa sig undir áramótafagnaði og þá á þriðja í jólum, og að morgni þess fjórða því að þá daga er ríkið op- ið. Ekki er að sjá enn, að menn hafi minni fjárráð vegna verkafalls ins en endranær, enda vilja marg- ir halda því fram að það sjáist helzt á öllu öðru en áfengiskaup- um. Jólaöl, þ.e.a.s. án alkahóls er einnig geysimikið keypt til hátíða- brigða, en það er selt í lftratali hjá Agli Skallagrímssyni, og er þangað stöðugur straumur öl- þystra manna. i — Framh. af bls. 16. ar vegfatendur hrukku við. Klukkan tólf var verzlunum lokað. Þreytt verzlunarfólk hélt heim eftir erfiðan dag og margir lögregluþjónar hættu á vakt eftir erilsamt starf. Fólkið hvarf úr mið bænum og eftir voru aðeins nokkr- ir menn, reikulir í spori, sem gert höfðu sér glaðan dag á þessum mesta verzlunardegi ársins. SOFFANÍAS GUÐMUNDSSON frá Ólafsvík andaðist 3. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna Þökkum auðsýnda samúð. Vandamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.