Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 16
ÞriOjudagnr 24. desember 1963. lólafré lands- manna mynduðu 2 ha. skóg Væru öU jólatré, sem flutt ▼oru inn um þessi jól, t greni- skógi, mundu þau mynda falleg- an greniskóg, sem mundi þekja ■væðl lauslega reiknað um 2 hektara, sem er ekki langt frá aB vera svæðið innan Austur- strætis, Ingólfsstrætis, ABal- strætis og nlBur aS Tjðrn. ÞaB munu hafa veriB um 12 þús. jóla tré sem voru flutt inn um þessi jól og seldust upp eins og sagt er frá á öðrum stað. Þetta tré er eitt hinna 15 er Reykjavíkurborg hefur sett upp, er viB Shellstöðina á Miklu- braut. Ljósmyndarinn okkar Ingi mundur Magnússon, fékk tvö tré út úr mynd sinni og vitum við ekki irni leyndardóm þess, en fuilvist er' þó, að þarna er aSelns um eitt tré að ræða. Gífurleg ös var í verzluaum i gær Mikill fjöldi skipa verður í Reykjavíkurköfn um jólin Eins og vænta mátti var mikil ös 1 verzlunum borgarinnar i gær, enda veður ágætt, svo margir not- uðu tækifærið og gerðu síðustu innkaupin fyrir jól. 1 miðbænum mátti sjá heilu fjölskyldumar rog- ast með jólapakkana, afgreiðslu- fólkið hljóp við fót í verzlunum og fyrir utan búðargluggana stóð mik- ið af fólki og virti fyrir sér hinn glæsilega jólavaming. í miðbænum og næsta nágrenni seig bflaumferðin áfram, og sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni, gekk hin mikla umferð að mestu snurðulaust fyrir sig, og eng in teljandi umferðaróhöpp urðu, þrátt fyrir gífurlega umferð. Klukk an átta í gærkvöldi lokaði lög- reglan þremur götum í miðbænum til þess að auðvelda gangandi veg- farendum að komast leiðar sinnar. Göturnar, er lögreglan lokaði, voru Austurstræti, Hafnarstræti, Aðal- stræti og einnig var éinstefnuakst- ur settur á Pósthússtræti. Um kl. 9 jókst umferðin mikið ! og ösin í verzlunum að sama skapi. ; Nokkrir bankar vom opnir fram eft I ir kvöldi, og mikið var að gera í flestum þeirra. Ungir sem aldnir komu með sparisjóðsbækurnar til þess að taka út „nokkrar krónur“ fyrir jólin, og kaupmennirnir komu með þykk umslög af peningum og lögðu inn. Kaffihúsin voru öll fullsetin af fólki, sem naut þess að hvíla lú- in bein um leið og það naut þess að fá sér heitan kaffisopa. Nokkrir prakkarar gengu um miðbæinn og sprengdu „kfnverja" og glettnis- bros færðist yfir andlit þeirra.'þeg- Framh. á bls. 5^- Mörg skip verða um jólin í Reykjavíkurhöfn. Alls munu um 14 skip úr kaupskipaflotanum verða þar yfir jólin og 13 úr togarafiotanum, en að auki fjöl- margir fiskibátar. Flugáhaf.nir munu verða erlendis frá Loftleið um, en allt fluglið Flugfélags Islands mun verða heima um jólin að þessu sinni. 1 gærkvöldi fékk Vísir þessar upplýsingar hjá skipa- og flug- félögunum: Hjá Eimskipafélagi íslands verða Bakkafoss, Dettifoss, Gull foss, Lagarfoss, Mánafoss og^ Tungufoss í Reykjavík, en Goða foss og Reykjafoss í Hafnar- firði. önnur skip Eimskips verða annað hvort á hafi úti eða í er- lendum höfnum vestan hafs og austan. Þannig verður Brúar- foss í New York, en Fjallfoss í Kotka í Finnlandi og Tröllafoss f Gdansk. Selfoss lagði úr höfn í dag og fer til Rotterdam. Á- hafnir 8 af skipum Eimskipa- félagsins verða því heima á jólunum í þetta skipti og skip félagsins munu verða ljósum prýdd stafnanna á milli ef að lfkum lætur. Skipadeild SlS sagði okkur að Litlafell, Helgafell og Stapafell mundu verða í Reykjavfk um jólin, Arnarfell kæmi til Reykja víkur á 2. í jóliun, en Hvassa- fell færi til Fáskrúðsfjarðar á aðfangadagskvöld. Jökulfell er nýlagt af stað til Reykjavíkur frá Calais í Fakklandi, Dísarfell er í Stettin í Póllandi og Hamn. fell við Svartahaf að lesta olfu, en leggur af stað til Reykjavík- ur á gamlársdag. Þrjú skip SÍS verða því í Reykjavík. Skip frá Hafskip, „ámar“ Laxá, og Rangá verða f Reykja- Framh. á bls. 5. Aðeins „súrmjólk" seld annan jóladag Mjólkurumbúðir fyrir nýmjólk eru nú á þrotum hjá Mjólkur- samsölunni. Umbúðir komu með Dronning Alexandrine meðan á verkfallinu stóð en ekki fékkst undanþága til þess að skipa þeim upp. Urðu þær þvf að fara út aftur. Hefur Mjólkursamsal- an nú ákveðið að nota súrmjólk urhymur undir nýmjólk þar til nýmjólkurhymur koma til lands ins en þær em væntanlegar 3. —4. janúar. Vísi barst í gær eftirfarandi orðsending frá Mjólkursamsöl- unni um þetta mál. „Þar sem ekki fékkst að skipa upp mjólkurumbúðum úr ms. Dronning Alexandrine vegna verkfallsins eru nýmjólkurum- búðir á þrotum. Þess vegna hafa heilbrigðisyfirvöld heimilað að gerilsneydd nýmjólk verði seld um tíma f umbúðum, sem eru áprentaðar fyrir sýrða mjólk og em grænar að Lit. Sýrða mjólkin verður einnig seld I þeim umbúð um en auðkennd með bláu striki. Fyrst verða þessar um- búðir notaðar annan jóladag". Lesendur Skrá yfir jólamessur og út- varpsdagskráin um jólin er á bls.. 2. Sjónvarpsdagskráin á bls. 12. Minnlsblað, strætisvagna- ferðir, lokunartími o. fl. á bls. 11.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.