Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Þriöjudagur 24. desember 1963. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Á JÓLUM Fullvel man ég fimmtfu ára sól fullvel meir en hálfrar aldar jól, man það fyrst er sviftur allri sút sat ég bam með rauðan vasaklút. |>annig kemst skáldmæringurinn Matthías Jochumson að orði í einu hugljúfasta jólakvæðinu sem kveðið hefir verið á íslenzka tungu. Hann rennir huganum hálfa öld aftur í tímann, minnist þess þegar jólin komu í föðurgarði hans við þröngan fjörð vestur á landi. Þá opnaði jólakertið og einn lítill vasaklútur gleði- heim hins unga hnokka. Jslenzk böm fá nú ekki lengur einn rauðan klút að gjöf á jólum. Þess í stað eru komnir kistlar fullir alls nægta. Og í stað kolu og kertis eru komin þúsund rafmagnsljós; hvergi skortir birtu og yl hið ytra. Óvíst er þó hvort jólagleði barnanna, og einnig hinna eldri, er meiri í dag en hún var á þeim tímum þegar „kertin brunnu bjart í lágum snúð“. Því jólagleðin er ekki und- ir efnum né allsnægtum komin. Hún skapast einungis ef gengið er til móts við þá miklu hátíð með því hugar- fari sem markaði líf og starf þess manns sem borinn var á þessum degi fyrir tæpum tvö þúsundárum.Kjami erindis hans hefir hvorki fyrnzt í tímans rás né úrelzt i köldum sviptivindum hins pýja tíma. Boðskapurinn um bróðurþel manna, óeigingirni og sáttfýsi er jafn skír í dag og nokkru sinni fyrr. Qkkur íslendingum er tamt að miklast af afrekum okkar og atgervi. Varla er sú ræða haldin á manna- móti að ekki sé vitnað til hinna miklu framfara, sem hér hafa orðið sfðustu hálfa öldina, hve margar brýr byggðar, hve mörg hús reist, hve mörg skip keypt. OgTSÚ þjóð sem þetta geti hljóti að vera afbragð annarra þjóða, farsæl, hamingjusöm og einskis vant. En þetta er mikill misskilningur. Dansinn kringum gullkálfinn'hefir að miklu blindað þessa atorkusömu bjóð og brenglað mat hennar á þeim verðmætum sem gefa lífinu gildi. Með hverju árinu magnast innbyrðis sundrung og óeining milli stétta og þjóðfélagshópa. Öfund og afbrýði sitja í fyrirrúmi og fyrst er spurt um eigin hag. Síðan ef til vill þjóðarinnar. þetta er harður dómur en í hljóði munu menn viður- kenna að hann er sannur. Sú hátíð, sem rennur upp, veitir tóm til þess að hugleiða það á hverjar villigötur er hér stefnt. Framtíðargæfa íslenzku þjóðarinnar er undir því •mmin að sundrung og flokkadrættir dragi ekki úr ienni lífsmáttinn, svo sem dæmi eru til fyrr og síðar um aðrar þjóðir, heldur rækti hún með sér hugarfar sáttfýsi og samvr nu, það hugarfar friðar, sem er aðal hinnar helgu hátiðar. Jólin um allt land Hér sést Oslóarjólatré í höfuðborginni. Það stendur upplýst á Austurvelli rétt hjá Dómkirkjunni. Vísir hefur leitað tfl nokk- urra fréttaritara sinna f ýmsum byggðum landsins og beðið þá að gefa örstutta Iýsingu á jóla- undirbúningi sfns byggðarlags. Þeim er gefið orðið: AKRANES: Á Akranesi hefur nú birt upp eftir verkfallsölduna sem dundi yfir og gerði skammdeg- ið enn ömurlegra en áður. Jólaskreytingar hafa aldrei verið miklar á Akranesi og eru það heldur ekki að þessu sinni. Þó eru nokkur jólatré sem bærinn hefur látið setja upp á helztu opinberum svæð- um. Margir einstaklingar skreyta og hús sín. Verzlun er mikil, en þó minni en oft um jól áður og er þar bæði verkfallinu um að kenna, en einkum þó aflabresti. Akurnesingar treystu á sfldina, en hún hefur að heita má brugðist og þar með einnig aðal tekjulind fjölda verkafólks. Það telst til jólatíðiTida á Akranesi að nokkur hópur starfsmanna Sementsverksmiðj- unnar gaf sjúkrahúsi bæjarins sjónvarp af vönduðustu gerð. Er það hin fegursta jólagjöf til sjúklinganna og einkar kær- komin. Sjónvarpið var afhent f gær. í gærmorgun var öklasnjór á Akranesi þegar íbúarnir komu á fætur, en hláku gerði í gær og er þvf vafasamt að Akurnes- ingar fái hvít jól. PATREKSFJÖRÐUR: Það er jólalegra á Patrcks- firði um þessi jól heidur "en nokkru sinni áður. Skreytingar hafa aldrei verið jafn miklar. Þrjú stór jólatré hefur Ljóna- klúbburinn látið reisa á al- manna færi, öll á áberandi stöðum. Eitt þeirra stendur á aðaltorginu á Vatneyri, annað á Geirseyri og það þriðja við sjúkrahúsið. Þá stendur Ljóna- klúbburinn einnig fyrir því að kirkjan er flóðlýst að utan. Fleiri einstaklingar skreyta hús sín og garða en nokkru sinni fyrr í sögu kauptúnsins. Barna- skólinn er skreyttur með mis- litum ljósaperum á framhlið. Vöruþurrð var nokkur, orðin á einstökum vörutegundum vegna verkfallsins, en nú hefur leystst úr þeim vanda og hvergi skortur á neinu. Veður hefur verið hlýtt undan- farið og vegir færir í nærliggj- andi byggðarlög og firði þótt yfir fjallvegi sé að fara. í gær hreytti úr éljum, svo að Patreksfirðingar eiga von á gráum — ef ekki hvítum jólum. ÍSAFJÖRÐUR: Meira er um jólaskreytingar við verzlanir og þó einkum heimahús heldur en verið hefur um undanfarin jól. Að þessu sinni var ekki ráðizt í það af bæjarins hálfu að skreyta göt- urnar vegna þess að undanfarið hafa oft verið brögð að þvf að skrautið hefur fallið niður f hvassviðri. Aftur á móti hefur kaupstaðurinn komið upp jóla- trjám á nokkrum stöðum. Veðurblfða hefur rfkt undan- farna daga á isafirði og sam- göngur góðar síðustu dagana. Sjóföl gerði í fyrrinótt, en tók að mestu eða öllu upp f gær, svo búizt er frekar við rauðum jólum. SIGLUFJÖRÐUR: Verkföll hafa sett sinn svip á jólahald Siglfirðinga. Það var ekki fyrr en í fyrrinótt að þau leystust með samningum milli atvinnurekenda og verkalýðsfé- laganna þar sem samið var um 15% kauphækkun til 6 mán- aða. Áður en verkföllin hófust rfkti eymd á Siglufirði sökum gæfta- leysis. Hún jókst með verk- föllunum. Um sama leyti og þau hófust komu loks gæftir, en það var ekki hægt að notfæra sér þær. Verzlun hefur haldizt nokk- urn veginn allan tímann, en vafalaus’t minna verzlað en oft áður vegna kaupgetuleysis fólks. Vöruþurrð var að byrja að gera vart við sig, elnkum á kaffi, smjöri og smjörlíki en af öðrum vörubirgðum var yfir- leitt nóg. I gær kom Hekla að sunnan með vörubirgðir og póst, en Drangur frá Akureyri með vörur og jólarjómann. Jólaskreytingar hafa að mestu orðið útundan vegna verkfallsins. Það var ekki fyrr en í gær að byrjað var á þeim af fullum krafti og er nú búið að koma upp jólatré — vina- bæjargjöf frá Danmörku — á Ráðhústorgi, ennfremur búið að koma upp skreytingum við kirkjuna og sjúkrahúsið. Verzl- anir hafa skreytt hjá sér og sama gegnir um marga einstak- linga. Fjögur blöð eru gefin út á Siglufirði og gefa þau öll út jólablöð. AKUREYRI: í fyrradag var ausandi rign- ing en f fyrrinótt breytti skyndi leya um veðurlag og tók að snjóa. Nú er snjór yfir öllu og út.lit fyrir hvlt jól. Jólaskreytingum /var komið upp snemma í desember og eru þær óvenjulega miklar í ár. Sinn hluta í þeim eiga skreyt- ingar sem Akureyrarbær átti afgangs frá 100 ára afmælinu í fyrra, og notaði nú til jóla- skreytinga víðsvegar um bæinn. Mest ber á skreytingum í verzl- unarhverfinu en einnig mikið skreytt við hús einstaklinga. Akureyringar hafa aldrei skreytt mikið með úti-jólatrjám. Þó hefur jólatré, sem vinabær á Norðurlöndum hefur árlega sent, verið komið upp hjá kirkjunni. Að þessu sinni gefur þar ekki neitt jólatré að líta, sem stafar af því að jólatré það, sem Akureyrarbæ var gef- ið, fékkst ekki skipað upp og var sent til útlanda aftur. Verzlun er greinilega minni en verið hefur, enda þótt til sé gnægð vara hverju nafni sem nefnast. SEYÐISFJÖRÐUR: Almenningur er í jólaskapj og þeim mun fremur sem vinnu deilur eru leystar. Verkfallið hafði heldur ekki mikil áhrif á afkomu fólks hér. Flestar jólavörur voru komnar hingað áður en verkfallið skall á og tókst að skipa þeim upp og koma í verzlanir í tæka tfð. Veitt var undanþága til að pækla saltsíldina, sem annars lá undir skemmdum. Sömuleiðis var undanþága veitt I bæjar- vinnu við jólaskreytingar í kaupstaðnum. Má því segja að flestir hafi haft meiri eða minni vinnu og að verkfallið hafi engin varanleg áhrif haft á kaupgetu eða afkomu almenn- ings. Framh. á bls. 5 cta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.