Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 12

Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 12
\2 V1SIR . Þriðjudagur 24. desember 1963. Penfield sendiherra með undirskriftabókina. Minningarbækurnar sendar til U.S.A. í næstu viku verða minningabæk úrijar, sem.þúsundir íslendinga rit- uðu nöfn sín í vegna fráfalls John Fitzgerald Kennedy Bandaríkjafor- seta sendar til Bandaríkjanna. Mun þeim þar verða komið fyrir í skjala safni Kennedys, en ekki. er enn fyllilega ákveðið hvar það verður staðsett. Ásamt minningabókunum mun verða send utan ensk þýðing á ræðu biskups íslands, ræðu for- seta Sameinaðs Alþingis, forsætis- ráðherra, svo og á ræðum fleiri framámanna sem haldnar voru í minningu um forsetann. James K. Penfield ambassador Bandaríkjanna á íslandi skýrði fréttamönnum frá því á laugardag að frá ritara hins látna forseta Sf/IIaveski tapaðist móts við Laugaveg 24. Finnandi vinsamlega hringi í síma 18675 eða 10694. Fund arlaun. hefðu borizt óskir um að minninga bækur, sem ritaðar hefðu verið víðs vegar um heim yrðu sendat; til Bandaríkjanna, en þar væri ætlunin að varðveita þær f skjalasafni Kennedys, sem sett mun verða á stofn. Er sá háttur hafður á að bókasöfn eru stofnsett til heiðurs forsetanum eða í minningu um látna forseta. I ! Ambassador Bandaríkjanna | kvaðst vilja þakka þá samúð og ; þann hlýhug, sem íslendingar hefðu ; sýnt við lát forsetans. Hefðu um : 5 þúsund manns komið í sendiráð- ið og ritað nöfn sín í minningabók sem þar lá frammi. Þá hefðu Horn : fi-rðingar sent bók með 300 nöfn- um og einnig hefði borizt bók frá Keflavík. Hefðu þessar bækur all- ar að geyma nöfn 5400 íslendinga. Þetta væri þó ekki allt, því að fjöl | margir, sem ekki hefðu haft tök á ; að koma og rita nöfn sín hefðu skrifað sendiráðinu eða hringt til þess að láta í ljós samúð sína. Þakk j aði ambassadorinn íslendingum j þennan hlýhug. Snnkaup í verkfallinu: Matvörar hamtraðar en gjafavörur miaaa keyptar Finsk hjón (sem tala íslenzku) óska eftir íbúð, 1-3 herbergi og eld húsi. Sími 10391. Til sölu: Plötuspilari í skáp, fata skápur, borð og stólar, therelyne- buxur og margt fleira. Vörusalan, Óðinsgötu 3. Frá Hringnum Barnaspítalasjóði Hringsins hefur borizt gjöf að upphæð : | kr. 10.000,00 — Tíu þúsund krón- 1 ur — frá Eiríki Jónssyni, trésrníða | meistara, drenimel 12. Gjöfin er ! tii minningar um látna eiginkonu hans, Srtjólaugu G. Jóhannes- dóttur frá Laxamýri, sem fædd var 13. desember 1903, og hefði því orðið sextug 13. desember 1963. Hjartanlegar þakkir sendi eg öllum þeim, sem minntust mín á sextugsafmæli mfnu, hinn 7. des. s.l. með h’eimsóknum, gjöfum og kveðjum. Guðmundur Halldórsson Brávallagötu 40. Gífurlegt innkaupaæði hefur gripið um sig að und anfömu vegna verkfall- anna. Segja sumir kaup- menn að sala þeirra verði óveruleg fram í miðjan janúar vegna hinna miklu vörukaupa, sem fram hafa farið. í mörgum verzlun- um hefur orðið algjör vöru þurrð á ólíklegustu vöru- tegundum, einkum þó á matvöru ýmiss konar, s. s. kaffi, sykri, smjöri og smjörlíki. Verkfallið hefur einnig haft mikil áhrif á kaup fólks á gjafavörum og dregið þau mikið niður. Kemur þetta einkar illa tiiður á bókamarkaðinum. sem er nú sem fyrr stærsti þátturinn í gjafakaupum almennings. í gær ræddi Vísir við tvo bóka- útgefendur um áhrif verkfallsins á útgáfustarfsemina. Pétur Ólafsson í ísafold sagði, að í .,b'týj|!vera^n forlagsins f Austurstrætl'hcfði.Sal- an verið sízt. minni ‘eftir 'ao verk- fall verzlunarfóiks Ieystist en hún var í fyrra. Hefði allt selzt af þessa árs bókum forlagsins, sem til voru bundnar, or sala á öðrum bókum mjög góð. Isafold kom ekki nema hluta bóka sinna á mark að fyrir verkfall eins og margir út- gefendur aðrir, þannig var t. d. um bókina um Kennedy, hinn látna forseta Bandaríkjanna, en bókbind- arar áttu aðeins eftir um þriggja klukkustunda vinnu við bókina þeg ar verkfallið skall á. Nokkrar bæk- ur koma ekki út fyrir þessi jól eins og þó stóð til, meðal þeirra er Iögffæðingatalið og nokkrar skáldsögur. Arnbjörn Kristinsson hjá Set- bergi sagði, að allar hinna 23 bóka forlagsins væru á markaðihum, en allflestar eru þetta barnabækur. — Fyrst i fyrrakvöld varð vart við skort á bókum frá Setbergi, en það var „Tyrkjaránið“, sem hefur selzt mjög vel. Arnbjörn taldi að sala bóka nú væri stórum minni en fyrr, og( minnti salan nú helzt á söluna 1955, þegar verkfall geis- aði fyrir jólin, en verkföll þýddu ætíð að fólk héldi að sér höndum þar til útséð væri hvernig verk- Flug yfir hátíöarnar Flugfélag íslands flýgur í dag til Akureyrar, Sauðárkróks, Egils- staða, Isafjarðar, Vestmannaeyja, og væntanlega til Hornarfjarðar, en flug þangað féll niður i gær sökum aurbleytu á flugvellinum. Annan jóladag verður flogið til Akureyrar, Vestmannaeyja og ■ Egilstaða. Flug milli jóla og ný- árs verður eins og upp er gefið í áætlun félagsins. fallinu lyktaði. — Taldi Arnbjörn sennilegt að bóksala síðustu dag- ana fýrir jól mundi verða geysilega mikil. Matvörukaupmenn telja að inn- kaupin fyrir þessi jól hafi verið meiri en oftast áður, enda stafar það af hamstrinu. Kolbeinn Kristinsson, verzlunar- stjóri hjá Egilskjör, sagði að geysi- mikil sala hefði verið fyrstu dag- ana. Egilskjör var ein þeirra verzl- ana, sem höfðu opið þrátt fyrir verkfall verzlunarmanna og af- greiddu eigendur fyrirtækisins og konur þeirra. Kolbeinn sagði, að kaffi, smjör, og smjörlíki hefðu þegar selzt upp, en góðar vöru- birgðir hefðu hjálpað mikið upp j á sakirnar í öðru tilliti. Sagði hann ! einnig, að sér virtust húsmæður flestar þegar hafa lokið jólainn- kaupum sínum. Þorbjörn Jóhannesson 1 Kjötbúð- inni Borg sagði, að hjá honum hefði aldrei verið önnur eins sala og nú. Hann sagði, að enginn hörg- ull hefði verið á kjöti og nóg á Iager af öllu. Þannig hefði verk- fallið engin áhrif haft, nema fyrstu dagana, meðan verzlunarfólk var ekki í vinnu, en þá stóð hann einn við afgreiðslu. Þorbjörn kvaðst enn hafa nægar birgðir af kjöti og úr- valið jafnvel óvanalega mikið. Verkfallið virðist þannig ekki hafa sett strik í reikning matvöru- kaupmanna, en greinilegt er að fólk hefur nokkuð dregið úr kaup- um á gjafavörum. Sjónvarpsdag- skráin um jólin 17.00 17.30 18.00 18..'0 18.30 19.00 19.55 20.00 21.30 22.00 22.55 23.10 13.00 13.30 14.30 15.00 15.30 16.00 16.30 17.30 18.00 18.15 18.30 Þriðjudagur 24. desember (Aðfangadagur jóla). I’ve Got a Secret Encyclopedia Britannica Afrts news Thc Telenews Weekly. My three sons. The Dinah-Shore 'show Afrts news éxtra. A Christmas Carol The Jack Benny show Armstrong Circle theater. Afrts final Edition news. Playhouse 90. Miðvikudagur 25. des. (Jóladagur). The Chapel of the air. Captain Kangaroo. The Shari Lewis show. The Big picture. Christmas Card. The gift of talent. Dupont show of the week. Sea Hunt. Afrts news. Xmas trip to Disneyland. The Dick Powell theater. 19.30 Ford startime. 19.55 Afrts news extra. 20.00 Lawrence Welk’s dance Party. 21.00 Hootenanny 21.30 Music for a Christmas night. 22.00 Bonanza. 22.55 Afrts final Edition news. 23.10 The Tonight show Fimmtudagur 26. des. (Annar í jóium). 17.00 To Thell The Truth 17.30 The Bob Cummings Show 18.00 AFRTS News 18.15 The Telenews Weekly 18.30 The George Goble Show* 19.00 Walt Disney Presents 19.55 Afrts News Extra 20.00 Biography 20.30 Ninotchka 22.00 The Untouchables 22.55 AFRTS Final Edition News 23.10 The Steve Allen Show * Denotes Christmas Programs Orðsending frá Mjólkursamsölunni Þar sem ekki fékkst að skipa upp mjólk- urumbúðum úr ms. Dronning Alexandrine vegna verkfallsins eru nýmjólkurumbúðirn- ar á þrotum. Þess vegna hafa heilbrigðisyfir- völd heimilað að gerilsneydd nýmjólk verði seld um tíma í umbúðum, sem eru áprent- aðar fyrir sýrða mjólk og eru grænar að lit. Sýrða mjólkin verður einnig seld í þeim um- búðum, en auðkennd með bláu striki. Fyrst verða þessar umbúðir notaðar ann- an jóladag. Mjólkursamsalan. yi' I! i.W

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.