Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 15
V1SIR . Þriðjudagur 24. desember 1963.
Paroli mætti ekki nema verka
mönnum, sem voru að hraða sér
til vinnu sinnar, og ferðafólki,
sem var á leið í stöðina, og allir
hröðuðu sér vegna kuldans.
Nú var hann farinn að ganga
hraðara, og brátt hljóp hann við
fót, og nam svo staðar til þess
að varpa mæðinni, undir götu-
ljóskeri. Hann leit á föt sín og
varð náfölur og óttasleginn, er
hann sá blóðblett á annarri man
sjettunni. Hann huldi hana með
værðarvoðinm.
Hann stöðvaði fyrsta lausan
leiguvagn, sem hann sá, og var
kænni en svo, að biðja ekilinn
að aka sér heim, því að íbúð
hans var ekki langt frá Lyon-
stöðinni.
— Til St. Lazaire-stöðvarinn-
ar, sagði hann. Þegar þangað
var komið fór hann inn í bið-
salinn, gekk gegnum hann og
út í Amsterdamgötu, en þar
skammt frá var torg, og vana-
lega hægt að fá 'eiguvagn. Það-
an fór hann til stöðvar við
Rennesgötu — og svo frá einni
stöð til annarrar, til þess að
villa sýn leynilögreglumönnum,
ef ske kynni að hann hefði vakið
grun þrátt fyrir allt. Þegar hann
kom til Nordstöðvarinnar var
að koma lest frá Calais. og
svo lék hann áfram þetta hluí-
verk sitt, þóttist vera ferðamað-
ur með þeirri lest, og bað ekil-
inn að aka sér til Clichytorgs.
Þaðan hélt hann svo til Broch-
antgötu, þar sem hann átti
heima.
Það var komið fram undir
miðdegi, þegar hann kom heim
og bað húsvarðarkonuna um lyk
ilinn að íbúð sinni. Hún virtist
mjög undrandi yfir komu hans.
- Ég sagði yður, að þér mætt
uð búast við mér hvenær sem
væri. Jæja, kona góð, ég er kom
inn og húsráðandi fær aurana
sína. Nú fer ég upp, og þegar
ég kem niður aftur borga ég, og
að auki heilan ársfjórðung fyrir
fram.
— Hvers vegna fyrirfram?
— Ég verð því miður að fara
aftur.
— Þér hafið kannske fengið
stöðuna, sem þér voruð að tala
um?
- Já, en það gekk ekki þrauta
laust, — meðal annarra orða,
hafa komið bréf til mín — eða
verið spurt eftir mér?
— Nei, svaraði konan og fékk
honum lykilinn.
Paroli tók við honum og flýtti
sér upp. Hann brann af löngun
eftir að opna tösku Berniers, og
sjá alla peningaseðlana, snerta
þá. telja þá — auðinn, sem hann
hafði komizt yfir með þvi að
fremja morð — morð, sem gat
leitt til, að hann yrði tekinn
fastur og dæmdur fyrir til líf-
láts. Og hann hugsaði um, að
nú viss' lögreglan um morðið
— og hinn glæpinn líka, en hann
var öruggur um, að hafa ekki
skilið eftir neitt spor, sem gæti
komið þeim á slóð hans.
Þegar hannn var kominn inn
I kalda íbúð sína og sá hve allt
var þar ömurlegt, hugsaði hann
um fyrri tilveru. Og hann hugs-
aði sem svo, að fyrr myndi hann
fremja sjálfsmorð en lifa fyrra
eymdarlífi á ný. Hann fann ekki
til samvizkubits, — hugsaði
ekkert um það, að hann hafði
framið glæp til að öðlast ham-
ingju, og hann var öruggur um,
að það myndi aldrei komast
upp, að hatm værj ^triprp'nginm
Nú gæti hann bynj^^ð njótf
lífsins. líann miindi sæta öfunö
margra, en verða heiðraður —
vegna þess að hann hefði góð
fjárráð. Enginn mundi spyrja
hvar hann hefði komizt yfir auð
sinn.
Hann náði í skjalatösku Bern
iers og fór að athuga innihald
hennar. í einu hólfinu voru 8.200
frankar í seðlum. Benjamin i
Leroyer hafði greitt vini sínum
60000 franka. í öðru hólfi voru
skjöl, bréf og járnbrautarfarmiði
sá, sem Bernier hafði keypt í
Dijon. Paroli lagði þetta allt á
borðið og hugsaði sem svo:
Þetta allt get ég athugað bet-
ur á morgun, nú er að athuga
„stóru summuna". Og hann tók
litla pokann, sem hann hafði
séð fórnardýr sitt stinga seðlum
inn í, áður en hann fór frá Mar-
seille. Hann varð nær frá sér
af fögnuði og það lá við að
hann hrópaði:
— Ég á þetta allt — alla þessa
peninga. Og svo fór hann að
telja og lagði allt í eina hrúgu.
— Þetta verða 356.200 frank-
ar. Þetta var sannarlega ómaks-
ins vert.
Svo gekk hann vandlega frá
öllu og rannsakaði ferðatöskuna
vandlega, en fann ekki annað en
föt og smádót, sem ferðamenn
eru vanir að hafa með sér.
— Ég brenni þessu öllu eða
hendi, hugsaði hann. Það er
ekki vert að vera með neitt, sem
hann átti.
Svo fór hann að athuga skjöl
þau og bréf, sem voru í skjala-
töskunni, og lagði til hliðar það,
sem hann ætlaði eldinum að
eyða. Og nú fann hann stimpl-
aða kvittun frá bankastjóranum
í París, sem hafði fengið það
hlutverk að geyma og ávaxta
1 200,000 franka með 5% árs-
vöxtum.
— Hér er ein milljón og 200.000
frankar, hugsaði Paroli. sem
ekki fæst afhent gegn kvittun-
inni. en ef ég gerði það væri það
hið sama og ég segði: Ég er morð
ingi Jacques Berniers. Það er
annars fjári hart, að ég skuli
verða til þess að auðga þennan
milljónaeiganda í ,tyífy;§eilj§.; en
sjúafsa@tséötonn mtUjónir fyriij,
og korrirenginn og 'krefjist fjár-
ins, stingur hann því vafalaust
í þann sjóð, sem hann á fyrir,
en ég get víst ekki annað gert
en varpað kvittuninni á bál. Því
í fjandanum gat Bernier nú ekki
tekið alla peningana með sér
til Parísar. Þá væri allt í mínum
fórum.
Hann var í þann veginn að
láta eld granda ávísuninni þeg-
ar, því að hann taldi hættulegt
að hafa hana í fórum sínum, en
hann hugsaði málið betur og
komst að þeirri niðurstöðu, að
réttast væri að rasa ekki um
ráð fram — hann gæti séð eftir
því seinna, ef hann væri of
skjótráður.
Hann lagði kvittunina til hlið
ar og nú fann hann uppkast að
erfðarskránni, sem Leroyer
hafði gengið frá í Dijon. Og
nú komst Paroli að því, að Bern
ier, þessi gamli refur, eins og
hann kallaði hann, hafði átt ó-
Svona. Nú getur maður betur séð,
Þú hafðir alveg á réttu að standa,
elskan, ég var olltof lítið klædd
til þess að fara út í þennan kulda.
Og þar sem ég vissi að þú myndir
ekki vilja að litlu elskunni þinni
yrði kalt, þá ...
sl^ilgetna dóftur, sem hét Maria
-Angela,.,og sjálf átti-dótttu sem
hét Emma Rósa og átti að erfa
440.000 fanka.
Paroli var orðinn mjög hugsi
á svip.
— Já, Cecile Bernier erfði
880.000 franka, og erfði allt ef
dóttir Angelu þessarar væri
dauð, en ef svo væri átti hún
að greiða hálfsystur „lífrentur",
og þannig - þegar Angela væri
dauð, þyrfti hún engum neitt að
greiða og eignast allt saman.
Paroli spratt sviti i enni. Hann
fór að ganga um gólf.
Hann studdi báðum höndum
að enni sér. Ég vil — ég verð
að eignast allt saman — allt
saman!
Hann æddi fram og aftur eins
og villidýr í búri.
— ‘Já, því ekki það, hugsaði
hann. Allt getur heppnazt fyrir
manni eins og mér, — nægilega
viljasterkum manni eins og mér.
Nei, það er bezt að geyma kvitt
unina vandlega og erfðaskrána.
T
A
R
Z
A
N
BUT ALSO OTHER BIG j
PROBLEM ! SICK. CHIEF l
UUNO SA.Y TMS PLACE
LONG-TIVÆ PUNO H0WE'
LAKJ7.. .PUW0S EETTEK
7EA7 HERE THAN SO
OTHEfc. WAN'S PLACE.
HE SAY PUNOS STAY
HECE! WHEN PUNO
'OS/A' N,AN RETUKN, ,
PUNOS STKONG AGAIN!
WE WITNESS THE HALLUCINATIONS OF
IGNORANT wen! that's science'S
E.OA7BLOCK.-- IN AFR.ICA! BUT WE
■--, MUSTN'T GIVE UP! -----------
SÍÐDEGIS
OG KVÖÍ-ÖíOmAR
fallegt únTói-
Náttkjólar, atYi«t.júter
og rnillipils,. sýfcömið.
Góðar jólaigfafir.
Peysur (rúítakragf),
pils, ullartreflar,
slæður, iramtar.
Ég hefi verið að hugsa um
þetta, segir Medu, og ég held að
um það leyti sem við dinndum
eirihvern ættbálk, sem myndi
vera fáanlegur til þess að leyfa
þeim að vera á sínu landi verði
Púnóarnir allir dauðir. En það er
líka annað vandamál, sem við
þurfum að glíma við, jafnvel þó
að við fáum land. Höfðingi púnó-
anna vill alls ekki flytja héðan,
hann segir að það sé betra fyrir
þá að deyja héma en að flytja
burt. Og hann segir líka að þeg-
ar töframaðurinn þeirra komi aft-
ur, þá verði þeir sterkir og heil-
brigðir.
binqholtsstræti 3 simi U987