Vísir


Vísir - 28.12.1963, Qupperneq 3

Vísir - 28.12.1963, Qupperneq 3
I VlSIR . Laugardagur 28. desember 1963. •■•■■t'-gTtryay-" i III..1" lil|l|í lil'líl||llWI*l—llllll jlWIB— : ::i: ' -vK ' i/ : . r 1 I- M Jr ■ ÞOTUR OG HÁKARLAR 3 Ein mesta og frægasta kvik- mynd, sem gerð hefur verið, Saga úr Vesturbænum (West Side Story) er nú komin hingað til lands gg hefur Tónabíó haf- ið sýningar á henni. Hér er um að ræða ballett, sem Jerome Robbins hefur samið við tónlist Leonard Bernsteins. Efni myndarinnar eru erjur milli unglingafélaga i fátækra- hverfi New York-borgar, en jafn framt er það sagan af Romeó og Júlíu endursögð i nútíman- um. Unglingarnir hópast saman í flokka. Annar flokkurinn sem í eru unglingar frá Puerto Rico kallar sig Hákarlana (Sharks) og er foringinn Bernardo. Hinn flokkurinn kallast Þotur (Jets). Það er efnt til dansleiks. Þar kljást Þotumar og Hákarlamir. Einn af Þotunum (Tony) verður ástfanginn af stúlku, sem heitir María. Hún er systir Bernardos, foringja Hákarla, en ást þeirra blómgast þrátt fyrir það. Það verða slagsmál, unnusti Maríu drepur Bernardo bróðir hennar. Orðrómur hermir, að María hafi einnig verið myrt. Tony vill ekki trúa því og fer úr felum til að Ieita hennar, en þá kveður við byssuhvellur. Hákarlarnir hafa hefnt foringja síns og Tony deyr í örmum Maríu. Myndsjáin birtir tvær myndir úr þessari fraegu kvikmynd. Efri myndin sýnir Þotur tilbúnar til atlögu. Neðri myndin sýnir Tony og Maríu. Þau eru leikin af Nat- halie Wood og Richard Beymer.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.