Vísir


Vísir - 28.12.1963, Qupperneq 5

Vísir - 28.12.1963, Qupperneq 5
V1 S IR . Laugardagur 28. desember 1963. 5 Lcakonia — Framh. af bls. 16. var fyrst spurður um hvort björg- unarstarfið hefði farið vel fram, og svaraði: Að nokkru leyti, og er hann var spurður hvernig bæri að skilja þetta, bætti hann við: Ef þrjú eða fjögur björgunarskip hefðu komið að skipshlið hefði allt gengið greiðlega en frá björgunarskipun- um var aðeins sinnt björgun þeirra, sem voru komnir á sjó út f bátunum. Það var harmleikur- inn. Hann var þá spurður hvort ekki væri gild ástæða fyrir því, að björgunarskip hefðu ekki komið að Lakoniu þ.e. vegna óttans við eld- inn, en hann svaraði: Nei. Þeir hafa að líkindum haldið að ekki væru fleiri um borð. Hann sagði enníremur, að ekki væri vitað hvemig eldurinn hefði komið upp, en aftur á móti hvar hann hefði komið upp. Við vorum lengi að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Ég beið eina og hálfa klukkustund, áður en ég gaf fyrirskipun um að yfirgefa skipið. Zarbis svaraði reiðilega, er einn fréttamannanna drap á gagnrýni þá, sem fram hefði komið á skipshöfn- ina, og sagði: Margir farþegarnir komu til þess að þakka mér — hvers vegna skyldu þeir hafa gert það, ef þeir væru óánægðir. — Ég held, að ég hafi yfirgefið síðastur manna skipið, sagði hann. Ég notaði fleka, sem bandarískir flugmenn vörpuðu niður. Ég var einn á flekanum. — Þvf hefir m.a. verið haldið fram af einstökum farþegum að sumir skipverjar hafi ætt að björg- unarbátunum gripnir fáti eða hent sér niður í þá, þeir hafi ekki kunn- að að skjóta neyðarrakettum og farþegar orðið að hjálpa þeim o.s. frv., en aðrir bera skipverjum yfir leitt vel söguna. Flestir skipverj- ar eru þýzkir og grískir. Farþegar voru nær allir brezkir og var skipið í skemmtisiglingu, er eldur kom upp í þvf (s.l. sunnudagskvöld). Það var 290 km. frá Madeira er þetta gerðist. Mörg skip þustu á vettvang til þess að reyna að bjarga beirra á meðal brezka skipið Mont- calm og argentfska skipið Salta. í NTB-frétt segir að á skipinu hafi verið 651 farþegi allir brezkir nema 21, en áhöfn 385 manns, og voru þannig yfir 1000 manns á skipinu. Farizt munu hafa yfir 100 og hafa allmörg lík þegar verið flutt til Gíbraltar og grafin þar. Farþegar margir t.'ða enn fars heim, en all- margir eru þegar komnir, þeir sem fengið hafa flugfar. Patrick Gordon Walker, sem í fyrradag ræddi við Sir Alec Doug- las Home forsætisráðherra, Butler utanríkisráðherra og Thornycroft landvarnarráðherra, hreyfði því á fundinum, að brezka stjórnin fyrir skipaði sérstaka rannsókn á brun- anum, þar sem flestir farþega hefðu verið brezkir og fengið far fyrir milligöngu brezkra ferðaskrifstofa. Lofaði forsætisráðherra að taka þetta til athugunar. Skaðbrenndist — Framh. af bls. 16. bifreið í slysavarðstofuna og þaðan i sjúkrahús Hvítabands- ins. Var hann það illa haldinn í gær, að rannsóknarlögreglan gat ekki tekið af honum skýrslu. Einn af starfsmönnum slökkvi liðsins skarst á glerbrotum við slökkvistarfið og var farið með hann í slysavarðstofuna til að- gerðar. Forstofan skemmdist mikið af eldi, auk þess sem eitthvað brann af skilrúminu milli henn- ar og stofunnar. Mikið af blöð- um og bókum og fleiru hafur- taski var geymt þarna inni, og mun það að mestu hafa sloppið við bruna, en skemmdist þeim mun meira af vatni og reyk. Eldurinn komst ekki út fyrir íbúð Ásgeirs, en eitthvað mun hafa skemmzt annars staðar í húsinu af vatni. Þetta er gamalt hús, lítið, einlyft með risi, út- veggir steyptir en timburinn- rétting f þvf. Um eldsupptök var ekki vitað í gærkvöldi. Maðurinn, sem brenndist, Ás- geir Magnússon, kom nokkuð við sögu fyrir síðustu kosning- ar, þegar kommúnistablaðið Þjóðviljinn tók að birta einka- plögg hans og fræðagrúsk og hélt því fram, að þser væru njósnaskýrslur. Auk þessa eldsvoða, sem að framan greinir, var slökkviliðið kvatt á þrjá aðra staði f gær. Fyrst kl. 7,30 árdegis inn að Múlahverfi, en þar reyndist eng inn eldur vera. Næst var slökkvi liðið kvatt að Rauðalæk 52 kl. 12,10. Þar hafði straumur ver- ið skilinn eftir' á eldavél og •'■"•y :•■•:• ■<»> '•■" >•:<•>■ x-ý? ■:■ ■■ 4 1 Surtur fékk opnu í stærsta vikubleði heims Gosið við Vestmannaeyjar hef ur enn orðið matur fyrir frétta- blöð erlendis. Stærsta vikurit heims, LIFE (bandaríska útgáf- an), birtir þannig 13. des s. 1. tvær risastórar myndir af gos- inu. önnur myndin er heilsíðu litmynd tekin af Ingimundi Magnússyni, ljósmyndara Vísis, en hin myndin er nokkru minni, svarthvft og tekin af Englend- ingi eftir að eyjan myndaðist. I hinu risastóra Parfsarblaði Paris Match birtust fyrir skömmu myndir af landgöngu blaða- manna blaðsins og fjölmörg blöð önnur hafa birt myndir og frá- sagnir af neðansjávargosinu, sem virðist hafa vakið alheims- athygli. hafði myndazt hitastybba út frá henni. Nokkrum mfnútum síðar kviknaði í timbri í kjallara húss ins Álfheimar 34. Höfðu drengir safnað þar timbri saman til ára mótabrennu, en þorðu ekki að flytja það á brennustaðinn af ótta við að kveikt yrði í þvi áður. En einhverjum strák mun hafa tekizt að kveikja í timbr- inu inni í kjallaranum og brann það allt til kaldra kola. Byrjað að — Framh. af bls. 16. starfa fjórir menn, 2 fastráðnir eðlisfræðingar, 1 efnafræðingur Jþróttir eru okkur nauðsyn' — segja stúdentar, sem hafa nú vakið upp iþróttir / Háskólanum Stúdentar í Háskóla Is- lands hafa oft verið ann- álaðir fyrir óglæsiieg líkamsafrek, þ. e. almennt, en einstaka stjörnur hafa þó skotið upp kollinum og staðið í fremsta hópi af- reksmanna vorra. Það er því einkar ánægjulegt að einmitt háskólastúdentar eru um þessar mundir að byrja að sýna íþróttum mikinn og góðan skilning, það svo að allir íþrótta- tímar Háskólans eru full- skipaðir og meira en það. Við ræddum á dögunum við Pál Eiríksson, formann Iþrótta- félags Stúdenta og spurðum hvern ig það mætti vera að félag, sem í fyrra skipaði ekki einu sinni stjórn, fengi allt í einu svo mik- inn fjörkipp. — Ég veit ekki hverju skal þakka, en auðvitað hafa margir menn hér lagt hönd á plóginn, og þá háskólastúdentar fyrst og fremst sjálfir. Þeir voru hvattir til að stunda íþróttir í upphafi skóla og þeir hafa brugðið svo vel við að allir tímar eru mjög vel sóttir. T. d. má nefna knatt- spyrnutima sem eru 6 —8 i viku og þar er alltaf fullur salur manna. Nú, í handknattleik er sama sagan og að maður tali ekki um körfuknattleik. Þá eru þrek- þjálfunartímar Benedikts Jakobs- sonar afar vel sóttir og viður- kenna stúdentar að þeim sé full þörf á Iþróttum og telja að þeir nái betri námsárangri fyrir bragð ið. Þannig hafa um 30 — 40 manns alltaf verið í þrekæfingum Bene- og 1 jarðeðlisfræðingur, sem starfar fyrir styrk frá Vísinda- sjóði. Byggingarframkvæmdir eiga að hefjast i vor, en óvíst er hvenær þeim verður lokið. Eftir er að afla fjár til fullnaðarfram- j IflOltaVÖrðllheÍOI að ekki verði hjá því komizt að veita togarasjómönnum einhverj ar kjarabætur, en fari svo.eykst vandi togaranna enn. kvæmda svo og til tækjakaupa. Prófessor Þorbjörn taldi að fyrsti áfanginn yrði sennilega orðinn ónógur og nauðsynlegt að byrja á öðrum áfanga eftir um það bil 5 ár. Gert er ráð fyrir að annar áfangi verði 50% stærri en fyrsti áfanginn, en um þriðja áfanga er óráðið. Viðræður dikts, og verð ég að segja að ég hef tekið eftir miklum mun á mönnum eftir þá tíma sem bún- I ir eru. Hugsið þið ykkur að taka þátt j í mótum í vetur? — Já við höfum verið að hugsa ; um að senda til Svlþjóðar hand- knattleiks og körfuknattleikslið, en ekki er enn ákveðið hvernig eða hvort af verður. Er áætlun okkar sú, að fara til Gautaborg- ar, Stokkhólms sg Lundar til keppni við háskólana þar. Von- umst við til að geta komið þessu I framkvæmd, e.t.v. um páskana. Hvað heldur þú að margir séu I stöðugum æfingum hjá ykkur? — Eitthvað yfir 100, en það athyglisverða er það að I þeim hópi eru svo margir, sem ekki hafa fyrr stundað íþróttir, og ein- mitt það er svo mikils virði, og vonandi fara augu fleiri íslend- inga að opnast fyrir gildi íþrótt- Framh. af bls. 1. ararnir fengið greiðslur úr Aflatryggingasjóði sjávarút- vegsins, en þær hafa ekki nægt til þess að endar naéðu saman. Sjávarútvegsmálaráðherra skip- aði nefnd til þess að athuga afkomu togaranna og skilaði hún áliti fyrir nokkru. Hefur ríkisstjórnin það álit nú til at- hugunar. Má telja fullvíst, að gera verði einhverjar ráðstaf- anir eftir áramót til hjálpar tog- araútgerðinni. Og eftir að land- verkafólk hefur fengið miklar kauphækkanir má telja líklegt, Framh. af bls. 1. vegum f gær, áttu bílar í erfið leikum með að halda sér á veg unum, og þeim mun fremur sem hvassviðri var mikið. Einna mest var hálkan í Kjósinni og á Hvalfjarðarvegi. Heillisheiðarvegur var fær stórum bílum í gær, en þar var nokkur snjóþæfingur og krap, þannig að hann var ófær talinn litlum bílum. Aftur á móti var Þrengslavegurinn fær öllum bif reiðum, og um hann var aðal- umferðin. Austur I Holtum var þæfings ófærð á kafla, en mun hafa verið mokað þannig að litlir bllar komast viðstöðulaust milli Reykjavíkur og Víkur í Mýrdal. Óttazt var, að samgönguerfið- leikar væru einhverjir þegar kæmi austur fyrir Vík. Fært var vestur 1 Dali og um alla Dalasýslu, enda snjó tekið þar að mestu upp í hláku kaflanum fyrir jólin. 30% aukning auglýs- inga útvarpsins Ríkisútvarpið hagnast ætíð á verkfalli dagblaðanna, þvi að þang- að streyma auglýsingar, sem undir venjulegum kringumstæðum færu til blaðanna. Samkvæmt upplýsing- um auglýsingaskrifstofu Ríkisút- varpsins voru auglýsingar 30% meiri frá 10.—20. desember en á sama tíma í fyrra. Ekki vildi Ríkisútvarpið gefa upp krónutölur né var álitið tímabært að segja frá þvl hve margar klukku stundir það tók að flytja allan þann aragrúa auglýsinga, sem stofnun- inni bárust. En I þetta sinn voru notaðir útvarpstímar, sem ekki höfðu áður verið notaðir til aug- lýsingaflutnings.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.