Vísir


Vísir - 28.12.1963, Qupperneq 9

Vísir - 28.12.1963, Qupperneq 9
VlSIR . Laugardagur 28. desember 1963. 9 Gerist Island aðili að GATT? VERZLUN EBE OG USA ÚTFLUTNINGUR EBE TIL USA 'l MILLJ. $ INNFLUTNINGUR EBE FRÁ USA 'l MILLJ. $ Ríkisstjórn islands hefur nú ákveSiS aS sækja um bráða- birgSaaSiId aB GATT, alþjóða- tollamálastofnuninni. — Þegar þeirri stofnun var komið á fót 1947—1948, voru mikil viS- skiptahöft í gildi hér á landi og lslendingar voru þá enn ekki reiSubúnir til þess aS vinna að afnámi haftanna. Þeir áttu því ekkert erindi i GATT, sem hef- ur þaS aS aSalmarkmiSi aS af- nema viðskiptahöft og koma á frjálsari viðskiptum þjóða í milli. En nú er verzlun Islands við önnur lönd orðin svo frjáls, að aðild landsins aö GATT kem- ur fyllilega til greina. Er því ekki úr vegi aö fara nokkrum orðum um þá stofnun, sögu hennar og markmið. Hvað er G A T T ? Hvað er GATT? Orðið þýðir The General Agreement on Tar- iffs and Trade eða hið almenna samkomulag um tolla og við- skipti og ber nafn af samkomu- lagi er gert var milli 23ja ríkja I Genf 30. október 1947. Þegar fyrir lok síðari heims- styrjaldarinnar hófu vesturveld- in undirbúning að því að koma á alþjóðlegri efnahagssamvinnu að styrjöldinni lokinni til þess að koma í veg fyrir hin sömu mistök og fylgdu i kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar en þá um- girtu ríkin sig tollmúrum og viðskiptahöftum án tillits til þess hvaða afleiðingar slíkar ráðstafanir hefðu fyrir viðskipti rikjanna. Á ráðstefnu í Bretton Woods 1 Bandaríkjunum rétt fyrir stríðslok var komið á fót Alþjóðagjaldeyrissjóðnum — The International Monetary Fund og Alþjóðabankanum — The International Bank for Reconstruction and Develop- ment. Var þessum stofnunum komið á fót fyrir frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og ætlun- in var sú, að þriðja stofnunin yrði þá þegar stofnuð til þess að fjalla um viðskipti og tolla- mál. Stofnskrá þeirrar stofnun- ar — Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar — The International Trade Organization (ITO) var þó ekki tilbúin fyrr en í marz 1948. Á meðaþ beðið var eftir þvi, að ITO tæki til starfa og hæfi sína starfsemi er miða átti að tollalækkunum og frjálsari viðskiptum þjóða í milli sam- þykktu Sameinuðu þjóðirnar að stuðla að samkomuiagi þjóða um tollalækkanir þegar áður en ITO tæki til starfa. Var því haldin ráðstefna í Genf 1947 um svipað leyti og unnið var að þvi að semja stofnskrá ITO. Árangur Genfarráðstefnunnar varð GATT — hið almenna samkomulag um tolla og við- skipti, sem undirritað var í Genf 30. okt. 1947 og tók gildi 1. janúar 1948. 23 ríki undir- rituðu sáttmálann en nú eru aðildarrtkin orðin 44. En auk jiess eru mörg ríki aukaaðilar. Svo fór, að ITO varð aldrei nema nafnið eitt en GATT tók við þvi hlutverki er ITO hafði verið ætlað. Helztu markmið. Hvert hefur verið höfuðverk- efni GATT. Samkvæmt sáttmál- anum frá 1947 skyldu höfuð- markmið GATT vera þessi: 1) bætt lífskjör aðildarríkj- anna, 2) full atvinna, 3 aukin hagnýting náttúru- auðlinda, 4) aukin framleiðsla og við- skipti þjóða i milli, 5) auknar efnahagslegar framfarir. í reynd hefur það verið svo, að GATT hefur einkum látið tolla- og viðskiptamál til sín taka og hefur stofnunin talið sig vinna bezt að markmiðum sínum með því að stuðla að frjálsari viðskiptum milli ríkja, með afnámi viðskiptahafta og lækkun tolla. Aðildarríki GATT hafa nú með höndum 80% allrar heims- verzlunarinnar. Á þeim tíma, sem liðinn er síðan GATT var stofnað, hefur stofnuninni tek- izt að lækka tolla á vöruvið- 1949, sú þriðja I Torquay í Englandi 1951, sú fjórða í Genf 1956 og hin fimmta hófst 1960 í Genf. Þrátt fyrir góðan árangur GATT í því að koma fram tolla- lækkunum töldu mörg Evrópu- ríki ekki ganga nægilega vel að brjóta tollmúrana algerlega nið- ur. Því hófust umræður um stofnun tollabandalags nokk- urra Evrópuríkja, sem reiðubú- in væru til þess að fella alger- lega niður innbyrðis tolla á á- kveðnu tímabili. Evrópuríkin, sem vildu hrað- ari þróun í tollamálunum voru sexveldin, er stofnað höfðu kola- og stálsamsteypu Evrópu 1956, þ. e. Frakkland, Vestur- Þýzkaland, Ítalía, Holland, Belgía og Luxemborg. Á fjórðu ráðstefnu GATT um tollamál, sem haldin var : Genf 1956 var rætt um ráðagerðir sexveld- anna. Var samþykkt að sexveld- in yrðu að bæta GATT-ríkjum utan sexveldanna tollahækkanir, er kæmu til framkvæmda við stofnun tollabandalagsins. En stofnun þess hafði það i för með sér, að ytri tollar sex- 1958 1960 1958 1960 tollabandalag heldur einnig um víðtækt efnahagslegt samstarf aðildarríkjanna, Efnahagsbanda- lag £vrópu. Fimmta ráðstefna GATT, er hófst 1960, var hald- in I því skyni að ræða bætur Efnahagsbandalagsins við önn- ur GATT-ríki vegna tollahækk- ana' bahdalagsins. Einnig var á eftir Björgvin Guðmundsson skiptum er nema helming heims verzlunarinnar. Árangurinn í því efni að fá afnumin við- skiptahöft hefur verið enn betri. GATT hefur þegar haldið fimm ráðstefnur um tollamál, sem leitt hafa til víðtækra tollalækkana og sjötta ráð- stefnan er fyrirhuguð á næsta ári. Fyrsta tollaráðstefna GATT var haldin í Genf 1947, hin næsta I Annecy f Frakklandi veldanna voru samræmdir, toll- ar á sumum vörum hækkaðir en á öðrum lækkaðir. Skuldbundu sexveldin sig til þess að lækka toila á móti þeim ytri tolla- hækkunum, er til framkvæmda mundu koma. Tollabandalag sexveldanna var stofnað 1957, er sexveldin undirrituðu Rómarsáttmálann, sem kvað ekki aðeins á um n IDN, WARFRAMLEIOSLA 1 í EURC <PU H 1»52 1953 1954 1955 1956 1 95/ 1 958 1 959 1960 1961 Aukið frjálsræði I viðskiptum Vestur-Evrópu, afnám hafta og lækkun tolla, hefur örvað framleiðslu ríkjanna. Linurit þetta sýnir vöxt iðnað- arframleiðslu OECD-ríkjanna frá 1952. Sem sjá má, hefur framleiðslan aukizt um 50% 1954— 196L Athyglisvert er, að vöxturinn er mestur 1959—1960, er árangur efnahagssamvinnu markaðsbandalaganna fer að segja til sín. þeirri ráðstefnu rætt um gagn- kvæmar tollalækkanir EBE og annarra ríkja og varð árangur þeirra viðræðna 20% gagn- kvæm tollalækkun EBE og Bandaríkjanna. Á næsta ári er ákveðið að haldin verði ráðstefna um tolla- mál á vegum GATT til þess að fjalla um frekari gagnkvæmar tollalækkanir EBE og annarra ríkja. Eru það Bandaríkin, er átt hafa frumkvæðið að þessari fyrirhuguðu tollaráðstefnu og hefur hún verið kennd við Kennedy, hinn látna forseta Bandaríkjanna og nefnd „The Kennedy Round“ eða Kennedy umferðin. Enda þótt fyrst og fremst verði rætt um það að koma á gagnkvæmum tolla- lækkunum Efnahagsbandalags- ríkjanna og Bandaríkjanna munu önnur ríki, er hafa svo- nefnd beztu kjara ákvæði í við- skiptasamningum sínum einnig njóta góðs af þeim tollalækk- unum, er samið verður um á vegum GATT. Samkvæmt regi- um GATT er aðildarríkjum þess óheipiilt að veita einu ríki meiri tollfríðindi en öðru nema um tollabandalag sé að ræða. Mikil eftirvænting ríkir nú i sambandi við fyrirhugaða tolla- ráðstefnu á vegum GATT. Ef vel gengur getur náðst sam- komulag um 50% tollalækkun á vissum vörutegundum. Sam- kvæmt lögum þeim er Kennedy fékk samþykkt á Bandaríkja- þingi ?1. þau?t og heimila Bandarikjunum að pemja um tollalækkanir (Trade Expansion Act.) geta Bandaríkin samið um 50 prósent tollalækkun á viss- um vörutegundum og algera niðurfellingu tolla á vörum, er Bandaríkin og Efnahagsbanda- lagið verzla með að 4/5 heims- verzlunarinnar. Áhrif á ísland. Það sem skiptir mestu máli fyrir okkur íslendinga í sam- bandi við væntanlegar tollavið- ræður á vegum GATT er það, hvort rætt verður um tolla- lækkanir á landbúnaðarafurð- um en sjávarafurðir mundu falla þar undir. Bandaríkin leggja mikla áherzlu á að tolla- viðræðurnar verði látnar ná til landbúnaðarafurða enda eiga þau þar mikilla hagsmuna að gæta f sambandi við útflutning landbúnaðarafurða til sexveld- anna og hafa óskað eftir, að EBE lækkaði tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum. Hefur Efnahagsbandalagið nú fallizt á að láta viðræðurnar ná til land- búnaðarvara einnig. " Við það skapast möguleikar á því, að rætt verði á ráðstefnunni um tolla á sjávarafurðum einnig. Við bráðabirgðaaðild Islands að GATT mun Islendingum opnast leið til þátttöku í fyrirhuguðum tollaviðræðum og geta þeir þá væntanlega komið að sínum sjónarmiðum í sambandi við tolla á fiski og fiskafurðum Aðild íslands að GATT getur því vissulega haft mikla þýð- ingu fyrir okkur. Símosamband við Eyjar Nýverið var opnað beint síma samband við Vestmanna- eyjar. Eigi að hringja f Eyjar er vandinn aðeins að draga 98 og f einni striklotu á eftir síma númer viðtakanda í Eyjum og hringir þá f þvf númeri, en mið- stöð kemur hvergi nærri. Áður var hringt í síma 22340 í Eyjum, sem sfðan náði sam- bandi við viðkomandi númer. Stofnun Efnahagsbandalags Evrópu varð ekki aðeins til þess að auka innbyrðis viðskipi EBE-ríkjanna, heldur jukust viðskipti út á við einnig Útflutningur EBE til USA jókst úr 1657 millj. dollara 1958 í 2258 millj. dollara 1960, eða um 36,3%. Á sama tímabili jókst innflutningur EBE frá USA úr 2365 millj. dollara í 3404 millj. dollara, eðá um 43,9%. Náist samkomulag um gagnkvæmar tollalækkanir EBE og USA á veg- um GATT næsta ár, munu viðskipti þessara viðskiptadeilda enn aukast mikið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.