Vísir - 03.01.1964, Page 3

Vísir - 03.01.1964, Page 3
VÍSIR Föstúdagur 3. janúar 1964. 3 l íslenzkar fegurðardísir hafa undanfarið getið sér mjög góðan orðstír erlendis sem sýningar- stúlkur og ljósmyndafyrirsætur og eru nokkrar þeirra orðnar mjög eftirsóttar til þeirra starfa og berast þeim atvinnutiiboð alls staðar að úr heiminum. Ein þessara stúlkna er Thelma Ingvarsdóttir, sem kjörin var „Ungfrú ísland 1963“ og bregð- ur Myndsjáin f dag upp nokkr- um myndum af henni, sem ým- ist hafa birzt eða munu innan skamms birtast í erlendum blöð- um.^ Thelma starfar nú aðallega í Kaupmannahöfn, en er þess á milli í París, Helsinki, Þýzka- Iandi og víðar. Nýlega fékk hún tilboð um kvikmyndaleik I Þýzkalandi, en hefur ekki í hyggju að taka þvf að svo stöddu, þar sem henni finnst það of bindandi. Myndirnar skýra sig sjálfar — en þótt þær séu allar af einni og sömu stúlkunni, mætti halda að hér væri um fimm ólfkar stúlkur að ræða. — Sann- ast hér hið fornkveðna, að „föt- in skapa manninn“. THELMA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.