Vísir - 03.01.1964, Blaðsíða 4
4
VlSIR . Föstudagur 3. janúar 1964.
í skrifstofu háskólarektors undir mynd fyrsta rektors Björns M.
O’sens. Talið frá vinstri Ármann Snævarr háskólarektor, Pétur
Sigurðsson fráfarandi háskólaritari og Jóhannes L. Helgason, sem
við tekur.
Er það satt að þú hafir látið af
I embætti háskólaritara núna um
'1 áramótin, og að það dugi ekki
| minna en rafeindaheili til að
jf taka við af þér?
Já, ef það þá dugar.
Það er svo sem engin tilvilj-
un, að þetta gerist samtímis,
heili fer og heili kemur.
Nei, þeir hafa líklega vitað
þetta f Framkvæmdabankanum.
Nema þeir hafi verið búnir
að reikna þetta út hjá IBM
með nýja heilanum. '
Já, þetta er ramgöldrótt.
Hvað ertu annars búinn að
gegna lengi starfi háskólarit-
ara?
í 34 ár, síðan 1. október
1929.
Og ert magister í íslenzkum
fræðum að menntun.
Það er rétt, og var orðinn
aðstoðarbókavörður f Lands-
bókasafninu áður en ég gerðist
háskólaritari.
Þú fórst úr kyrrðinni í eril-
inn. Hvort fellur þér nú betur?
Ég kann betur við kyrrðina.
Sérðu eftir að hafa kastað
þér út f erilinn?
■ rillWll»—WWBWOW—B
Nei, það geri ég ekki, það
hefir verið gaman að kynnast
ungu fólki.
En ætlarðu þá ekki að nota
tækifærið og setjast nú um
kyrrt, að ekki sé sagt í helgan
stein.
Jú, ég ætla að setjast um
kyrrt, en ekki í helgan stein.
Ég ætla að halda áfram verki,
sem ég hefi unnið að fyrir
Landsbókasafnið í hjástundum
nú um skeið.
Og hvað er það?
Ég er að semja skrá yfir bæk-
ur og rit, allt sem prentað hafði
verið á íslenzku fyrir 1844, er
prentsmiðjan fluttist til Reykja-
víkur. Ég rita stafrétt upp titil-
blað hverrar bókar. Fyrsta bók-
in, sem prentuð var á íslenzku,
er Nýja testamenti Odds Gott-
skálkssonar, sem kom út 1541.
Er þetta ekki mikið og taf-
samt verk?
Jú, það er seinunnið. Ég hefi
skrifað upp úti í Kaupmanna-
höfn eftir bókaskrám þar. Af
skrám, sem áður hafa verið gerð
ar yfir íslenzkar bækur, er merk
ust skrá Halldórs Hermannsson-
ar yfir bækur frá 16. og 17.
öld.
Hvað voru margir stúdentar
f1 Háskólanum þegar þú tókst
við ritarastarfinu 1929?
Þeir voru um hálft annað
hundrað, en eru nú um 900.
Og hvers vegna ertu að hætta
strax, þú ert ekki nærri orð-
inn sjötugur.
Ja, bæði er starfið nú að
verða mér ofvaxið og svo þarf
ég endilega að ljúka þessu
verki, sem ég minntist á áðan,
bókaskránni fyrir Landsbóka-
safnið.
Það má vera fílefldur maður,
sem tekur við af þér, jafnvel
þótt „heilinn" sé á leiðinni. —
Hver er ráðinn?
Jóhannes heitir hann Helga-
son, lögfræðingur og er áreið-
anlega tveggja manna maki. Það
verða engin vandræði með það.
— stutt viðtal v/'ð Pétur
Sigurðsson háskólaritara
HÆTTI STÖRFUM
UM ÁRAMÓTIN
Gamlárskvöld í Reykja-
vík verður að telja venju
fremur rólegt, sögðu yf-
irmenn lögreglunnar,
þeir Ólafur Jónsson full-
trúi lögreglustjóra og
Erlingur Pálsson yfir-
lögregluþjónn við Vísi
í gær.
Lögreglan hafði mikið lið á
verði og var við öllu búin. Voru
85 lögregluþjónar á varðbergi á
víð og dreif um bæinn og við
umferðarstjórn þar sem þess var
helzt talin þörf.
Um 70 áramótabrennur voru
á (víð og dreif f bænum og var
kveikt í þeim á tímabilinu kl.
10 — 11 um kvöldið. Stærsta
brennan var á Klambratúni og
stóð Reykjavíkurborg að henni.
Aðrar stærstu brennur voru á
Ægissíðu og í Söriaskjóli. Mik-
ill mannfjöldi safnaðist að öll-
um brennunum þrátt fyrir hvass
viðri og var um skeið gífurleg
umferð um allar nærliggjandi
götur. Allt fór þó vel fram og
óhappalaust. Um níuleyfið safn-
aðist hópur ungmenna saman í
Austurstræti og voru þar með
nokkur ærsl, en sér í lagi smygl
aða kínverja. Tók lögreglan sam
tals 42 unglinga sem stóðu að
þessu og flutti ýmist í lögreglu-
stöðina eða inn í Síðumúla. Var
stærstu strákunum haldið þar
kyrrum frameftir kvöldi, en
þeim yngri ýmist ekið heim til
þeirra eða foreldrum þeirra gert
aðvart um að sækja þá. Um
600 smyglaðir kínverjar, sem
fundust í vörzlum þeirra, voru
gerðir upptækir.
Þá gerðist það ennfremur, að
ktnverjum var varpað út um
glugga á bifreiðum sem ekið var
eftir Miðbænum. Lögreglunni
tókst að handsama suma öku-
mennina, en náði skrásetningar-
merkjum af öðrum bifreiðum.
Þetta fyrirþæri er nýtt af nál-
inni og hefur ekki komið fyrir
áður.
Frá því kl. 8 á gamlárskvöld
til kl. 6 á nýársmorgun bárust
lögreglunni 120 kvaðningar, og
er það nokkru minna en á ný-
ársnótt í fyrra, sem þó var talin
með rólegra móti. 38 ölvaðir
menn voru færðir í fangageymsl
ur, en 45 ölvuðum mönnum ek
ið heim. Lögreglan aðstoðaði
við flutning 15 slasaðra manna
í Slysavarðstofuna.
Meðal óhappa sem urðu í
Reykjavík af völdum sprengna,
má geta þess að í Eskihlíð varð
maður fyrir því óhappi að missa
rakettu úr höndum sér. Lenti
hún á bíl, braut framrúðuna og
kveikti í honum. Urðu allmikl-
ar skemmdir á bílnum, að því
er lögreglan hermdi.
Að öðru leyti var fátt til tið-
inda hjá lögreglunni undanfarna
tvo daga. Bíll lenti út af vegi
hjá Geithálsi á nýársnótt, en
slys urðu ekki á fólki. Járn-
plötugirðing fauk í rokinu í
fyrradag hjá vélsmiðjunni
Héðni og var lögregla kvödd
til aðstoðar. Aðfaranótt mið-
vikudags var Túða brotin í bíl
á stæði við Eskihlíð 8 og biður
lögreglan um upplýsingar ef
einhverjir geta gefið. Nokkrir
voru teknir fyrir ölvun við akst
ur.
I Hafnarfirði var gamlárs-
kvöld einnig rólegt, sagði Krist
inn Hákonarson yfirlögregiu-
þjónn. Nokkur smávægileg spjöll
orsökuðust af handatiltekt-
um unglinga og nokkuð bar á
ölvun unglinga, en sízt meira á
ölvun fullorðinna en oft um
helgar.
Áramótabrernur voru 23 og
var nokkur uggur i fólki vegna
neistaflugs, sem var gífurlegt
vegna roksins. Hvergi kom þó
til óhappa af þeim sökum og
slökkvilið ekki kvatt út nema
tvisvar, sem í bæði skiptin
reyndist gabb. I fyrra tilfellinu
náðist sá seki.
Launajöfnuður kurlu og kvennu:
Þríðji áfangi kauphækk-
unar kvenna 1. janúar
Bók Indriða G. —
Nú um áramótin kemur til fram-
kvæmda þriðji áfangi kauphækk-
unar kvenna samkvæmt lögunum
um launajöfn. kvenna og karla í 6
áföngum. Kauphækkunin nú nær til
verkakvenna kvenna í verksmiðju
iðnaðinum, kvenna í starfsstúlkna-
félaginu Sókn og '.£B en ekki
kemur strax til framkvæmda kaup
hækkun kvenna, er vinna i verzl |
unum vegna þess að kjaradómur
hefur ekki lokið störfum og ákveð-
ið Iaun verzlunarfólks. .
Launajafnaðarnefnd hefur undan
farið unnið að JdvI að reikna út
kauphækkun þá, er koma á tij fram
kvæmda um þessi áramót. Skýrði
formaður nefndarinnar, Hjálmar Vil
hjálmsson ráðuneytisstjóri, Visi svo
frá 1 morgun, að væntanlega yrðu
send út í dag bréf til verkalýðs-
félaganna um kauphækkunina.
Ásamt Hjálmari eiga sæti í launa-
jafnaðarnefnd Barði Friðriksson frá
Vinnuveltendasambandi Islands og
Hannibal Valdimarsson frá Alþýðu
sambandi fslands.
Kauphækkun sú, er kemur til
framkvæmda nú hjá konunum, er
mjög misjöfn eftir töxtum og eftir
því, hversu brlið hefur verið mikið
milli karlakaups og kvennakaups.
f mörgum tilfellum mun kauphækk
unin þó vera nálægt 4%. T.d. hækk
ar taxti Verkakvennafélagsins
Framsóknar í alm. fiskvinnu um 89
aura á ttmann, úr 24.90 kr. í 25.79
kr. eða um 3,6%. Konur í þessari
vinnu hafa >vf um áramótin fengið
18,6% kauphækkun með þeirri 15%
hækkun, er nýlega var samið um.
Fyrsti áfangi kauphækkunar
kvenna kom til framkvæmda 1. jan.
1962. En síðasti áfanginn kemur í
framkvæmd 1. janúar 1967 og á
þá fullum launajöfnuði að vera náð.
Framhald at bls 8.
verki, samsettri skáldsögu sem
gæti brotið þjóðféiag okkar til
mergjar á svipaðan hátt og hin
mikla þrenningarsaga Vainö
Linna rekur þjóðfélagslega þró-
un finnsku þjóðarinnar. Þá hefði
Indriði G. Þorsteinsson ekki að-
eins skapað sér mikið nafn sem
rithöfundur heldur einnig gefið
nútímabókmenntum okkar nýja
kjölfestu og fyllt upp í þá lægð
sem óhjákvæmilega fylgdi á eft-
ir risi Halldórs Kiljans Laxness.
Njörður P. Njarðvik.
a