Vísir - 04.01.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 04.01.1964, Blaðsíða 16
Laugardagur 4. janúar 1964 Srætisvagn í blómabeði Þegar Ólafur Gestsson, sem er til heimilis að Sogabletti 4 við Sogaveg, vaknaði klukkan 7 í gær morgun, sá hann eina 15 strætis- vagnabílstjóra á rölti f garðinum hjá sér. Sem vonlegt er, langaði Ólaf til að grennslast nánar fyrir um þetta, og sá þá að ekki var nóg með að starfsliðið væri mætt, heldur var þar líka heljarmikill strætisvagn, sem var búinn að „hreiðra um sig“ f blómabeði fjöl- skyldunnar. Þótti Ólafi þetta að vonum vá- gestur hinn mesti, og var þvf fegn astur er stór kranabfll kom og fjarlægði strætisvagninn. Strætis- Framh. á bls. 5 Islenzkir listamenn heiðra minningu Bjama frá Vogi Bjami frá Vogi. Á aðalfundi Bandalags fs- lenzkra listamanna, sem hald- inn var í s.I. mánuði flutti Jón Leifs tónskáld tillögu um að bandalagið efndi til samkeppni meðal fslenzkra myndlistar- manna um hugmynd að minnis merki um Bjama Jónsson frá Vogi. Vísir átti í gærmorgun tal við hinn nýkjörna formann Banda- lags íslenzkra Iistamanna, Jón Þórarinsson tónskáld, og innti hann nánar eftir þessari hug- mynd nafna hans, sem sam- þykkt var á fundinum. Jón Þórarinsson sagði að ís- lenzkir listamenn og rithöfund- ar stæðu í mikilli þakkarskuid við Bjarna fyrir framlag hans og stuðning við listir á AI- þingi íslendinga á meðan hans naut þar við og væri það hug- myndin að reisa honum minnis- .merki í einhverri mynd í til- efni af aldarafmæli hans, sem raunar var á s.l. hausti. Bjarni frá Vogi hafði algera sérstöðu meðal íslenzkra stjórn málamanna á fyrsta fjórðungi þessarar aldar hvað viðhorf til lista og listamanna snerti, sagði Jón Þórarinsson. Það kom ekki aðeins fram í ást hans á bók- menntum, sem telja mátti þó til sérgreinar hans, heldur og líka í viðhorfi hans til annarra list- greina, svo sem tónlist og mynd list. Bjarni gerðist frá upphafi máisvari listamanna á Alþingi og studdi þá með ráðum og dáð, í orði sem í verki. Meðal lista- manna sem nutu velvildar hans og stuðnings voru þeir Ásgrfm- ur og Kjarval á þeirra fyrstu og erfiðustu listferilsárum, en auk þeirra fjölmargir fleiri. Þá má geta þess að þegar Bjarni frá Vogi var skipaður verzlunarfulltrúi í Noregi var það eitt af fyrstu verkum hans þar að koma á fót íslenzkri list- sýningu í Osló, þeirri fyrstu sem haldin var á erlendri grund. Það var árið 1910. En ísland var fátækt af listamönn- um þá, og það voru ekki nema tveir listmálarar sem sendu verk sfn á sýninguna, þeir Þór- arinn B. Þorláksson og Ás- grfmur Jónsson. Þriggja manna dómnefnd Framh. á bls. 5 METAFENGISSALA: ÁFCN6I oe TOBAK FYRIR FIMM MILUÓNIR Á Þ3RLÁKSMFSSU Hreinn áfengisgróði 1 milljón á dag árið 1963 Aldrei hefir áfengi selzt fyrir jafnháar upphæðir seinni hluta desember- mánaðar og að þessu sinni, og náði salan há- marki á Þorláksmessu. Þá seldi Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins vörur fyrir um 5 milljónir Þannið leit bifreiðin R-4642 út eftir áreksturinn og veltuna á Hringbraut. Ljósmynd Vísis B.G. Ætlaði að forða árekstri: En skemmdi tvo bíla og valt Um 4 leytið í gær varð hörku árekstur á Hringbraut móts við húsið númer 47. ökumaður ætl aði að forða árekstri, en afleið ingarnar urðu þær, að bifreið hans lenti aftan á mannlausri bifreið og valt síðan á hliðina. Mannlausa bifreiðin kastaðist einnig fram á aðra bifreið og dældaði hana töluvert. Engin slys urðu mönnum, en bif- reiðarnar eru allar nokkuð mik ið skemmdar. Nánari tildrög voru þau, að Ieigubifreið af Dodge-gerð var ei.ið hiklaust af Furumel inn á Hringbraut, í veg fyrir bif- reiðina R 4642. Ökumaður síð- arnefndrar bifreiðar ætlaði að forða árekstri og sveigði bif- reiðina til, með þeim afleiðing -um-jfcí hújwl&nti aftgn á bif- '^WílYlYtVlYWfí reiðinni R741, þar sem hún stóð mannlaus. Eftir að hafa lent á bifreiðinni, kastaðist R 4642 á hliðina upp á eyjuna, en bifreiðin R741 kastaðist 50-60 cm. áfram með þeim afleiðing- um að hún lenti aftan á R 15116 og urðu nokkrar skemmdir á báðum bifreiðunum. Miklar skemmdir urðu á bifreiðinni R . ..... Framh. á bls. 5 íi’ityv.v króna og er það tekju- drýgsti dagurinn í allri sögu hennar. Hreinn á- góði af áfengissölunni á s. 1. ári mun hafa orðið meiri en nokkru sinni áð- ur, eða yfir 300 milljónir króna, þannig að ágóðinn nemur um eða yfir einni milljón hvem dag, sem útsölur áfengisverzlunar- innar voru opnar á því ári. Tvennt mun einkum hafa stuðlað að hinum svimandi háu áfengis- sölutölum seinnihluta desember- mánaðar að þessu sinni. Bæði var áfengi nú dýrara en á þess- um tíma árs I fyrra, og svo kom um miðjan desember tilkynning í útvarpinu, þar sem Áfengis- yarnarráð skoraði á ríkisstjóm- ina að láta loka áfengisútsölun- um 1 verkfallinu fyrir jólin. Þessi tilkynning birtist 1 hádegisút- varpinu og hafði þau áhrif að nokkrum mínútum síðar voru komnar Iangar biðraðir við all- ar áfengisútsölur í borginni, sem eru lokaðar f hádeginu. Upp frá þessu stórjuku menn áfengiskaup sin, án efa af ótta við það öðr- um þræði að vínbúðunum yrði lokað að sögn kunnugra og náði salan hámarki á Þorláksmessu sem fyrr segir. Þann eina dag seldist áfengi í Reykjavfkurborg einni fyrir á fjórðu milljón króna. „Stolna" mótor- hjólið fannst í porti lögreglunnar Geysiumfangsmikil Ieit var gerð fyrir nokkru að mótorhjóli f ríkiseign, nánar Landssímans. Mótorhjólið hvarf eitt kvöldið og fannst ekki þrátt fyrir leit og greinargóðar lýsingar dag- blaðanna á gripnum. Það bar svo við að nýliði f lögreglunni, gæddur þefvísi og eftirtekt hins unga manns, tók eftir mótorhjóli, sem hafði ver- ið Iagt upp við skilti f porti lögreglustöðvarinnar sem kvað svo á, að „bannað væri að leggja hjólum f portinu“. í ljós kom að þar var mótorhjól Landssfmans. Nú kom einnig i ljós að starfsmaður á Landssímastöð- inni hafði „rétt skotizt“ á nöðrunni i kaffi á veitingahús við hlið lögreglustöðvarinnar, en steingleymt að loknum veit- ingum að hann hafði komið á reiðskjótanum og kom honum ekki f hug eftir þetta að hann hafði tekið reiðskjótann án fengins leyfis! "< i i’ ’ * » ♦ ( s i > ' )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.