Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 2
2
VÍSIR . Miðvikudagur 15. janúar 1964.
JON BIRGIR PETURSSON
VÍSHNGUR hafHi yfirburði gegn ECR og vunn 37:26
Skotharðar vélstjóri kom án æf-
ingar og skoraði 12 mörk hjá KR
Víkingsliðið virðist vinna
eftir sömu formúlu í ár og
í fyrra. Liðið er sem sé að
komast ! gang eftir afar
lélegan fyrri hluta keppnis
tímabilsins, en liðið varð
neðst í Reykjavíkurmót-
inu, eins og kunnugt er. f
gærkvöldi var liðið mjög
gott gegn KR og vann með
11 marka yfirburðum. Má
þakka þetta afturkomu
Tóhanns Gíslasonar að
miklu leyti en Iiörkuskot
hans lágu 12 sinnum í net-
inu, oftast skot af löngu
færi í gegnum vöm!
Þess er skemmst að minnast að
Víkingar tóku þegar öll völd í
sínar hendur og var greinilegt að
KR-ingar mundu ekki geta að
gert. Það voru einkum þeir Rós-
mundur og Jóhann, þegar sá síð-
amefndi var inni, sem voru af-
gerandi menn í sókninni, en varn-
arleikur beggja var afar opinn,
einkum í fyrri hálfleik, þegar skor-
uð voru 34 mörk samtals. 1 hálf-
leik var staðan 20:14.
1 seinni hálfleik tókst Víkingun-
um að hrista slðustu mótspyrn-
una af sér og náðu um 10 marka
forskoti, sem nægði til þess að
gulltryggja liðið gegn tapi. Loka-
staðan varð 37:26.
Víkingsliðið hagnaðist mikið á
þeim mínútum sem Jóhann Gísla-
son var með. Hann hefur undan-
farið starfað sem vélstjóri á milli-
landaskipum og hefur þvi ekki get-
að æft sem skyldi. Varð hann af
þeim sökum að skipta út af öðru
hvoru til að kasta mæðinni og
safna þrótti fyrir næstu orrahrfð
að KR-markinu. Rósmundur Jóns-
son var og ágætur í þessum leik.
Af KR-ingum bar mest á Reyni
og Karli eins og mörg undanfarin
ár og er hól á þá orðin gatslitin
plata. Nýiiðar liðsins virðast marg-
ir hverjir efnilegir og það verð-
ur spennandi að sjá hvernig úr
þeim rætist.
Dómarinn Sveinn Kristjánsson
dæmdi áfellulítið.
Ármaitn ótti að minnsta kosti annað stigið skilið, en ...
Gunnlaugur vann leikinn
Staðan var 19:18 og leiktíma lokið, Ármenningar áttu gukjjkast á ÍR-ingar röðuðu sér allir upp til
að hindra að Ármann gæti skotið í gegn og það tókst og ÍR hlaut bæði stigin, þvf boltinn lenti í
höndum iR-inganna og dómarinn flautaði af.
upp á eigin spýtur
Ef segja má að einn mað-
ur í flokkaíþrótt vinni leik,
þá er óhætt að segja að
Gunnlaugur Hjálmarsson
hafi gert það með leik sín-
um í gærkvöldi gegn Ár-
menningunum, sem enn
eru á botninum eftir harða
leiki, sem hafa enn ekki
fært þeim stig. Lánið hefur
ekki leikið við þetta ágæta
lið. Gunnlaugur var mjög
ákveðinn í sókn og vöm og
skoraði 12 af 19 mörkum
liðsins! Samt reyndu Ár-
menningar að hefta hann
niður sem framast varð
unnt, en engin bönd héldu
Gunnlaugi fremur en fyrri
daginn.
Leikurinn var frá upphafi spenn-
andi. Enginn hafði reiknað með að
Ármann mundi setja strik í reikn-
inginn eftir leik ÍR við FH á
sunnudaginn Fimm fyrstu mörkin
komu þó frá Ármanni áður en
Gunnlaugur skoraði fyrsta mark
ÍR eftir 10 mínútna leik. 1 hálfleik
hafði IR þó jafnað og var staðan
þá 8:8.
1 seinni hálfleik hélt Ármann á-
fram að hafa forystu eða allt þar
til leikurinn hafði staðið í 49 mín-
útur og aðeins lifðu 11 eftir, þá
jafnar Gunnlaugur og örstuttu
síðar kemur 16:15, hvort tveggja
úr vítaköstum. Ármenningar voru
líka óheppnir og Hörður brenndi
af vítakasti og hinn ungi mark-
vörður Árni Sigurjónsson, sem til
Framhald á bls. 6.
Staðan og mark-
hæstu mennirnir
★ VÍKINGUR—KR 37:26.
★ ÍR-ÁRMANN 19:18.
FRAM 3 3 0 0 6 102:69
ÍR 4 2 1 1 5 102:97
VÍK. 3 2 0 1 4 73:64
FH 3 1 1 1 3 83:79
KR 3 1 0 2 2 76:93
ÁRM. 4 0 0 4 0 72:94
Markhæstu leikmenn
í 1. deild eru þessir:
Gunnlaugur Hjálmarss. ÍR, 38
Ingólfur Óskarsson, Fram, 34.
Hörður Kristinsson, Árm., 30.
Rósmundur Jónsson, Vík., 25.
Karl Jóhannsson, KR, 23.
Hermann Samúelsson, ÍR, 21.
Bnnanhússknattspyrnu:
innanhmsi
MUm. '
1
öll 1. deildar Iiðin, að Akra-
nesi undanskildu, senda lið til
þátttöku í fyrsta innanhúss
knattspyrnumóti vetrarins, sem
haldið verður að Hálogalandi n.
k. fimmtudags- og föstudags-
kvöld. Það er knattspyrnufélag-
ið Fram sem gengst fyrir þessu
innanhússmóti og er það haldið
í tilefni 55 ára afmælis fél. —
Mörg lið úr 2. deild senda
einnig þátttökulið og er það ný-
lunda að sjá Vestmannaeyjafé-
lögin Tý og Þór þar á meðal,
en Vestmannaeyingar hafa ekki
áður tekið þátt í innanhúss-
knattspyrnumótum, sem haldin
hafa verið í Reykjavik.
Á þessu innanhússknatt-
spyi 'umóti Fram verður um út-
sláttarkeppni að ræða, — þ.e.
lið, sem tapar Ieik, er úr keppni.
Þetta fyrirkomulag hefur tíðk-
azt og gefið góða raun. Eftir-
taldir aðilar verða meðal þátt-
takenda:
Knattspyrnufélagið Valur
(2 lið),
Knattspyrnufél. Reykjavíkur
(2 lið),
Knattspyrnufélagið Þróttur
(2 lið),
Knattspyrnufélagið Víkingur
(2 lið),
Knattspyrnufélagið Fram
(2 lið),
Iþróttab. Keflavíkur (2 lið),
Iþróttab. Hafnarfj. (2 lið),
BreiðaiJik (2 lið),
Þór, Vestm. (1 lið),
Týr, Vestm. (1 lið).
Ekki hafa lið í fyrstu umferð
verið dregin saman ennþá, en
það verður gert í dag, og verð-
ur þá væntanlega hægt að skýra
frá því á morgun í blaðinu
hvaða lið leika saman.
Fyrsti leikur bæði kvöldin
hefst klukkan 20.15.