Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 7
VlSIR . Miðvikudagur 15. janúar 1964. i' innTflffiiiii i inf niMi^i—iitfiifii—0—gmp—wiuíiuh1 2. grein um bók Krisf jáns Albertssonar Frá vígslu Landssímastöðvar í Reykjavík. Hannes Hafstein flytur ræðu frá svölunum. í allri þeirri geysilegu tækni- byltingu, sem mannkynið hef- ur framkvæmt svo sem síðustu hundrað árin, var það stærsta stökkið, þegar menn lærðu að notfæra sér þá eðliseiginleika, að hægt er að senda hljóð- merki um miklar vegalengdir með rafeindastraumi. Auðvitað hafa uppfinningar eins og hreyflarnir,- ljósaper an, flugvélarnar og kjarnorkan valdið straumhvörfum. En um- skiptin við tilkomu fjarskipta- tækninnar urðu þó lang mest, þegar skyndilega varð hægt að koma boðum á milli fjarlægra staða á einu örskotsaugnabliki. Það er talið að Morse hafi full- komnað ritsíma sinn 1844, Bell talsímann 1876 og Marconi loft- skeytin svo hann gat sent skeyti yfir Atlantshafið 1901. Við nútlmamenn hugsum lítt um það í daglegu lífi hvllíkar óskapa framfarir tilkoma þess- ara undratækja var, hvllfk ómet- anleg lyftistöng vjðskipta og framtaks þær urðu og enn frem- ur undirstaða almennra upp- lýsinga og þekkingar. Kannski hefur byltingin af þeim orðið meiri á Islandi en I flestum öðr- a. • hafa verið búnir að sam- þykkja stuðning við fyrirtækið. XJitsímafélagið féll þó frá þessu tilboði og það var ekki fyrr en sex árum síðar, þegar Islendingar höfðu fengið innlenda stjórn, sem skriður komst á málið. Símamálið var fyrsta stórframkvæmd Hannes- ar Hafsteins sem ráðherra ís- lands. Hann náði endanlegum samningum við dönsku stjórn- ina og Stóra norrærfa um lagn- ingu sæslma til Seyðisfjarðar og landssíma um Norðurland til Reykjavíkur. Kjörin voru ná- kvæmlega þau sömu og Valtýr hafði náð, gagnvart Dönum og íslendingum, en aukaskilyrði um þátttöku annarra ríkja felld niður. En þá var ný tækni komin til sögunnar. Árið 1901 tókst Mar- coni að senda loftskeyti yfir At- lantshafið og 1902 fór hann að koma loftskeytatækjum fyrir I skipum. Og Valtýr Guðmunds- son var eins og alltaf vakandi fyrir nýrri tækni. Hann hallað- ist nú að því að það væri heppi- legra fyrir íslendinga að treysta á loftskeytasambandið og tók að það úr, að sá merkisviðburður gerðist, að loftskeyta-móttöku- stöð var reist á túni Jóns Jens- sonar fyrir innan Rauðará, ná- lægt því sem Borgartúnið er nú, I júní 1905. Þannig urðu loft- konungur IX væri látinn. Sú frétt gerði Hannesi Hafstein svo kleift að taka sér þegar fari með skipi til Kaupmannahafnar og vera við útför konungs, en það er einmitt líklegt, að nærvera nærri hundrað síður af 320 bls. bók, svo að nærri má geta, að málið er ýtarlega rakið og út- skýrt. Þar er sagan sögð allt frá því Hannes Hafstein telur það brýnasta viðfangsefni sitt um löndum, þau hafa stuðlað meira en flest annað að þvl að gera Island byggilegt. En við getum kynnzt þessum umskipt- um með þvl að lesa um reynslu liðinna kynslóða, skýr dæmi um þetta má finna t. d. I ævisögu Þorláks Johnson, þegar bænd- ur á Fljótsdalshéraði ráku fé til strandar en þá var ómögulegt að koma boðum til þeirra frá Skot- landi um að fjártökuskipið hefði farizt, eða I minningum Thor Jensens, þegar Alliance menn voru að láta smlða fyrsta ís- lenzka togarann I Skotlandi. Ef ekki hefði þá verið unnt að senda símskeyti milli íslands og Skotlands, „hefði skipið gengið Islendingum úr greipum". TTm aldamótin 1900 var svo komið, að slminn hafði breiðzt út um öll menningar- lönd, fyrsti ritsímastrengurinn hafði verið lagður yfir Atlants- hafið 1866. En þennan grund- völl framfaranna vantaði enn á Islandi, landið var enn ónota- lega einangrað þó á stmaöld væri. Einn var sá Islendingur, sem þá var framar öðrum vakandi og opinn fyrir tæknilegum fram förum og hvernig mætti nýta þær I þágu íslenzku þjóðarinn- ar, það var Valtýr Guðmunds- son. Og honum tókst árið 1898 að fá Stóra norræna ritsíma- félagið til að gera dönsku stjórn jnni tilboð um að leggja rit- simastreng til Islands gegn rúm- lega milljón króna framlagi Dana og 775 þús. kr. framlagi íslands, sem jafnaðist niður á 20 ár, auk þess sem önnur lönd skyldu leggja fram fé vegna vísindalegrar (veðurfræði) þýð- ingar sæsímans. Munu Svlar m. leita tilboða hjá Marconi-félag- inu og hjá frönsku félagi um að koma á loftskeytasambandi við Island. Þessar málaleitanir hans gengu ekki vel, enda var nú svo komið að Valtýr hafði hvorki vald né umboð. Þó varð skeytin þess heiðurs aðnjótandi að rjúfa fyrst einangrunina án alls opinbers styrks með leiftur- skjótri sendingu frétta og skeyta. Sterkast kom þetta fram þegar loftskeytin fluttu þá fregn hingað samdægurs, að Kristján Litla loftskeytamóttökustöðin fyrir innan Rauðará, sem varð á undan símanum. hans þar og hluttekning hafi orðið upphafið að þeirri vináttu sem síðar tókst með honum og hinum nýja konungi, Friðriki VIII. Tjeir sem kynna sér æviferil Valtýs Guðmundssonar geta varla efazt um það, að hans sterki tækniáhugi og framfara- hugur hafi leitt hann út I loft- skeytamálið og að þvl leyti er það ranglátt að halda því fram, að það hafi einungis verið póli- tískar tilhneigingar, sem fengu hann til að snúast gegn sæ- símanum. Við verðum að athuga það, hvílíkri ofsahrifningu um allan heim það olli þegar Mar- coni tókst að senda loftskeyti sln og Valtýr var einmitt mað- urinn til að taka þá.tt I þeirri hrifningu, hér var nýrri og full- komnari tækni komin fram á sjónarsviðið. Að hinu þarf þó ekki getum að leiða,, að saman við þetta hefur blandazt heift hans út I Hannes Hafstein og kannski eng in furða, Hannes hafði rænt hann þeirri æðstu sæmd með þjóðinni, sem Valtýr þótti fá- um árum áður sjálfkjörinn til að hljóta. Á rangurinn af þessu öllu varð ægilegur árekstur, milli tvenns konar tækni, en um leið árekstur milli manna og and- stæðra afla meðal þjóðarinnar. Bardaginn um símann hófst. Sá bardagi er rakinn mjög ýtarlega I ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Alberts- son. Hann er annað tveggja höf- uðefna þessarar bókar, sem hef- ur ekki á sér snið ævisögu, held- ur stjórnmálasögu eins og ég hef minnzt á I fyrri grein. Kafl- inn um símamálið tekur yfir sem nýskipaðs ráðherra að koma símanum á, og henni lýk- ur á þvl þegar hann stendur eftir sem sigurvegari og nota- gildi símans bæði ritslmans til útlanda og sérstaklegg tal- slmans um byggðir landsins á eftir að vera sönnunargagn þess að hann hafi haft rétt fyrir sér. Enda hefur það yfirleitt slð- an orðið ofan á I almennings- álitinu, að þar hafi Hannes haft óskorað rétt fyrir sér, honum hefðu flestir nú viljað fylgja í þessu mikla framfaramáli. Tjessu ríkjandi almenningsáliti nútlmans fylgir Kristján Al- bertsson og. Myndin, sem hann gefur þarna af Hannesi Haf- stein er vissulega heillandi, hann er þarna hin mikla framfara- sinnaða hetja, sem veit ekki upp á sig veðrið, þegar andspyrnu- stormurinn skellur á honum. Og hann er dásamlega sterkur á svellinu, þegar hann hrekur fjarstæður og „glórulaust blað- ur“ andstæðinganna eins og höfundur kallar það, hann vik- ur ekki fet fyrir ofsóknum þeirra, en stefnir hiklaust á- fram hinn eina rétta veg. Hann flytur hugðnæma ræðu við vígslu Sogsbrúar um þetta leyti um öxina I Axarhólma „jafn- skjótt og maðurinn reiddi öx- ina til höggs að reyniviðnum, kváðu allt I einu við dunur, brak og dynkir I ísnum milli lands og hólma, manninum skaut svo skelk I bringu að hann fleygði frá sér öxinni og hljóp á land ... Þannig vernd- uðu vættir chfunnar fegurð hólmans síns og framtíðargróð- ur... Megi vættir landsins vernda viðinn og skelfa spell- virkjann, svo að öxin hrjóti úr Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.