Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 4
Rannsób SKIPUM TEKNAHÆSTIR Samkvæmt rannsókn, er Hag- stofan hefur framkvæmt á því, hversu miklar tekjur hinar ýmsu stéttir telji fram, eru yfirmenn á fiskiskipum hæstir 1962 eða með 206 þús. kr. meðalbrúttó- tekjur. Næstir koma læknar með 202 þús. kr. Rannsóknin náði til kvæntra karla á aldrinum 25-66 ára. Sam kvæmt rannsókninni hafa tekjur hinna ýmsu stétta á árinu 1962 verið sem hér segir (meðaltekj- ur á framteljanda í sviga): Yfirm. á fiskiskipum (206.000 kr.). Læknar, bæði sjálfst. og í opinberri þjónustu (202.000 kr.). Sðrfræðingar (þó ekki sérfræð- tafpr í opinberri þjónustu eða |»eð eigin rekstur) (179.000 kr.). ft.höfn fiskiskipa, aðrir en yfir menn (159.000 kr.). Kennarar og skólastjórar (155.000 kr.). Forstjórar og vinnuveitendur (nema bændur, sem eru vinnu- veitendur) (154.000 kr.). Starfsl. varnarliðsins, verktaka þess o. þ.h. (152.000 kr.). Verkstjórnar- menn, yfirmenn (nema á fiiki- skipum, hjá ríki, bæjum, bönk- um eða varnarliði) (151.000 kr.). Starfsmenn ríkis, ríkisstofnana o. fl. stofnana (149.000 kr.). Starfsfólk banka, sparisjóða og tryggingastofnana (149.00 kr.). Starfsm. sveitafél. og stofnana þeirra (142.000 kr.). Faglærðir, aðrir en við byggingarstörf eða verklegar framkvæmdir (127.000 kr.). Faglærðir og iðnnemar við byggingarstörf og aðrar verkleg ar framkvæmdir (126.000 kr.). Einyrkjar við byggingastörf (td. trésmiðir, málarar o. fl. ekki í þjónustu annarra) (125.000 kr.). Bifreiðastjórar bæði sjálfstæðir og í þjónustu annarra (123.000 -<S> kr.). Ófaglærðir við flutninga- störf (þar með t. d. hafnarverka menn) 122.000 kr.). Skrifstofu- fólk og hliðstætt starfslið hjá öðrum en verzlunarfyrirtækjum (þó ekki hjá opinberum aðilum) (122.000 kr.). Skrifstofu- og af- greiðslufólk hjá verzlunarfyrir- tækjum (nema yfirmenn) (119.000 kr.). Ófaglærðir við fiskvinnslu (116.000 kr.). Ófag- lærðir við iðnað (114.000 kr.). Starfsmenn sjúkrahúsa, elliheim ila og hliðstæðra stofnana (ekki læknar) (112.000 kr.). Einyrkjar við önnur störf en byggingar '( (nema einyrkjabændur) (112.000 kr.). Ófaglærðir við bygginga- störf og aðrar verklegar fram- kvæmdir (111.000 kr.). Ófaglærð ir, aðrir en taldir hafa verið (103.000 kr.). Verkamenn og iðn aðarmenn í þjónustu sveitarfél- aga og stofnana þeirra (101.000 kr.). Bændur, gróðurhúsaeigend ur o. fl. (99.000 kr.). Lffeyris- þegar og eignafólk (69.000 kr.). Aðrir (101.000 kr.). Tekjur þessar eru eins og áð- ur er fram tekið framtaldar tekj ur. Munu tekjur margra fyrr- nefndra stétta mun meiri en hér kemur fram. V í S IR . Miðvikudagur 15. janúar 1964. Sæntdur stórrlddurakrossi Dannebro^soriuutiur Fyrir skömmu var Páil Ásgeir Tryggvason, sendifulltrúi ís- lands i Stokkhóimi, sæmdur stórriddarakrossi Dannebrogs- -<S> GREIÐASALA SKÁLHOLTI ilér eru tvær myndir af fshnoðunum, sem skotið er f snjódekkin. | Otbúnaðurinn, sem notaður er vlð þetta er tiltöiulega einfaldur. , Sl. sumar flykktist fjöldi fólks, einkum um helgar, í Skálholt og þótti þar öllum á- nægjulegt að koma og skoða nýju kirkjuna og hlýða messu. Það eitt skyggði á að ekki var nein almenn greiðasala í Skál- holti, en margir vildu eyða þar deginum í góðu veðri. Nú verð- ur bætt úr þessu að sögn bisk- upsritara og er ætlunin að hafa greiðasölu næsta sumar á neðstu hæð embættisbústaðar- ins, sem stendur rétt við kirkj- una. Efri hæðir þessa embættis- bústaðar voru innréttaðar í haust og fluttist sóknarprestur- inn inn rétt fyrir jólin með fjöl- skyldu sína. Presturinn, séra Guðmundur Óli Ólafsson, hefir hingað til haft aðsetur á Torfa- stöðum. Hann er fyrsti prest- vígði maðurinn sem fær aðsetur í Skálholti eftir endurreisn þess. Hinn nýskipaði prestur á Mos- felli í Grímsnesi, séra Ingólfur Guðmundsson, hefir fengið að- setur á Torfastöðum til bráða- birgða, vegna slæmra aðstæðna á híosfelli. orðunnae. Orðuna afhenti sendi herra Danmerkur í Stokkhólmi, Anthon Vestbirk, og fór athöfn- in fram í íslenzka sendiráðinu í Stokkhólmi. Var hún veitt Páii fyrir störf hans í þágu dansk- íslenzkrar samvinnu, en hann gegndi embætti sendiráðunauts við ísienzka sendiráðið í Kaup- mannahöfn frá þvi f júlí 1960 þar til í júlí 1963. Þá var hann skipaður sendifulltrúi Islands í Svíþjóð og cinnig í Finnlandi, eftir að Hans G. Andersen varð sendiherra í Osló. Myndrn er tekin er Vestbirk ambassador Dana afhendir Páli Ásgeiri Dannebrogskrossinn. Stórkostlegt öryggi í umferðinnl: Nöglum skotíð í hjólbarða Innan skamms mun fyrirtæki í Reykjavfk, Gúmmíbarðinn, að Laugavegi 178 hefja þá þjónustu við bílaeigendur að setja á hjól barða svokallaða „ísnagla" sem leysa af hólmi snjókeðjurnar. en vinna vel með snjódekkjum, þar eð naglarnir ,,grípa“ vel þeg ar ekið er á ísuðum götum. Aðferðin við ísetningu nagl- anna er einföld og fremur fljót- leg. I Danmörku kostar hún t.d. 600 d. kr. á alla 4 hjólbarðana. Eru bifreiðir búnar nöglum þessum mjög öruggar í akstri, að sögn þeirra sem til þekkja, ekki lakari en um hásumar við beztu akstursskilyrði. Virðist það alls ekki dýr trygging gegn hinum válegu vetraróhöppum í umferðinni. Akstur á hjólbörðum með öglum þessum er samt sem áður ekki óbrigðull fremur en annað og eru nokkur viðbrigði að aka bíi með slíkum nöglum, þó ekki eins mikil og þegar keðjur eru notaðar. Einnig getur bíll með slíkum nöglum runnið til, en þar koma naglarnir enn til sög- unnar og hjálpa til við að rétta bílinn við á götunni. Allmargir bílar á Islandi eru búnir nöglum sem þessum, eink um bílar, sem hafa verið fluttir hingað notaðir, og er það ein- róma álit eigendanna að hér sé um mikið öryggisatriði að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.