Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 9
VlSIR . Miðvikudagur 15. janúar 1964. 9 Vincenzo M. Demetz skrif- ar Vísi frá Suður-Týró! Nokkru fyrir jól — einmitt í verkfailinu — fékk Vísir sent bréf sunnan frá Ítalíu, sunnan úr Dolomitfjöllum í Suður- Týról. Bréfritarinn er gamall heimamaður þaðan, Vincenzo Maria Demetz, sem um mörg undanfarin ár hefur kennt söng f Reykjavík. Vegna verkfallsins og seinna vegna ýmiss aðkallandi efnis sem borizt hefur dróst úr hömlu að birta bréfkafla þessa og skulu bæði bréfritari og lesend- ur beðnir velvirðingar á því. E>emetz skrifar: Ég hef dvalið hér um tíma á heimaslóóum 1 rlki bláu Dólo- mítanna, ásamt konu minni og við ætlum að vera hér um jól- in — í fyrsta skipti í mörg ár. Úr því liggur leið okkar mót norðri, til Parísar Norðurlanda, Kaupmannahafnar. Þaðan með okkar ástkæra „GuIlfossi“ heim til gamla Fróns. Strax og maður kemur út Ur lenzkra söngvara. Jón Sigur- björnsson — með djúpa bass- ann — skrifaði mér fyrir nokkru að hann hafi verið ráð- inn til tveggja ára til Stokk- hólmsópérunnar. Þeim sigri hins gamla nemanda míns fögnuðum við hjónin með því að drekka skál hans i Tyrólarvíni. Erling- ur Vigfússon kom hingað I heimsókn til okkar til St. Ulrich. Hann hafði hlotið ftalskan styrk og var á leið til Mílanó til hálfs árs dvalar og söngnáms. Ég fylgdi Erlingi þangað suður og ég var stoltur af að heyra með hvílíkum á- gætum hann söng fyrir kennara sinn. Það er góður kennari, Tonini að nafni. Það er mikils virði fyrir hvern sem er að komast f góðra kennara hend- ur. Þeir sem lenda hjá slæmum kennurum verða ekki að neinu, jafnvel beztu efni. Þeir sem hlustuðu á Erling syngja í Mílano fóru lofsamlegum orð- KVEÐJA kennir ekki öðrum en úrvals söngvaraefnum. Þórunn er á- nægð þar. Já, nú ætla ég, þegar ég kem heim aftur, að hefjast handa á nýjan leik með kennslu. Ég vona að ég fái góða söngkrafta til að þjálfa og þegar ég hef unnið þá upp vel og vandlega í fjögur ár, ætla ég að senda þá til einhvers góðs kennara úti í heimi — auðvitað þvf aðeins að þeir verðskuldi það. Ekki er það samt meiningin hjá mér að flytja þá út í orðsins eigin- legustu merkingu, þannig að þeir komi ekki til baka, heldur gefa þeim tækifæri til að full- komna rödd sína og hæfileika, hvers þeir eiga ekki kost hér heima. Ellefu íslendingar hafa heim- sótt okkur hjónin hingað suður. Og enda þótt sumárið hafi verið rigningarsamt, með djúpum lægðum og miklum þrumuveðr- um, hittist oft þannig á að ís- iendingarnir nutu sólar og voru geysi hrifnir. Allir sögðust þeir ætla að koma aftur hingað suður í Dolómítana og mér var Vincenzo Maria Demetz. jámbrautarlestinni f Khöfn og andar að sér hinu ferska lofti norðursins grfpur mann heim-' þrá, að komast lengra norður — norður til íslands. Ég hlakka til að ferðast með Gullfossi, þar sem ég fæ bæði sfld og harð- fisk að borða, anda að mér sjávarlofti og horfa á mávana fylgja skipinu eftir. Þegar Leith hefur verið yfirgefin, eini viðkomustaðurinn á leiðinni, þá læðist ný, undarleg tilfinning inn f sálu manns: Hin stóra veröld — Evrópa — liggur að baki, framundan bfður önnur veröld, Iftil, en þó stærri en gamla ættlandið mitt, Austur- rfki. Ég hugsa til Hrafna-Flóka, hvemig honum hafi verið inn- anbrjóst á siglingu sinni til ís- lands, þegar hann var með hrafna sína í leit að nýju landi. Svo liggur leið okkar vafalaust fram hjá Vestmannaeyjum og ég vona að mér auðnist að sjá eldfána nýju eyjunnar ykk- ar. Ég óska móður íslandi til hamingju með þetta yngsta af- kvæmi sitt. >f" Margt hefur skeð hjá okkur hér syðra frá því við komum hingað f júlf s.I. Ég hafði bæði þörf og löngun til að hvfla mig frá kennslunni við söng- og ó- peruskólann í Reykjavfk sem ég er nú búinn að starfa við f átta ár samfleytt. Mínir „beztu“ nemendur, ef þannig má að orði komast eru búnir með nám sitt hjá mér og hafa getið sér orðstír. Sigurveig Hjaltested hefur sýnt það með frammi- stöðu sinni f Trúbadúrnum hvers hún megnar. Hún þyrfti að komast að söngleikahúsi sem starfar allt árið. Guðmundur Guðjónsson hefur nú með frammistöðu sinni í Reykjavík og Árósum sannað að hann er einnig kominn f fremstu röð ís- um um hann — allir. Enn einn nemandi minn, Þór- unn litla Ólafsdóttir, er hjá afbragðskennara við Royal Musikakademy í London, sem það sönn gleði að mega sýna þeim nokkurn hluta míns fagra lands. Minn ágæti vinur, Guðmundur frá Miðdal, sem dó alltof ungur, lofsöng Doló- mítana og heimabyggð mína Grödendal í bók sinni „Fjalla- menn“. Guðmundur sagði mér oft að jafn fögur fjöll og tign- rík hafi hann hyergi au^um Jit- ið sem hér. Auðvitað háfa öll fjöll sín sérkenni og sína töfra, oft erfitt að greina þar á milli, og líka fer það eftir persónu- legum viðhorfum eða smekk hvers manns hvernig fjöllin orka á hann, tilfinningar hans og hugsanir. Ég vona að sem flestir íslendingar komi hingað suður. Veri þeir velkomnir f Dolómftaland! Mikil ánægja var mér það að ferðast með 25 manna hóp frá ferðaskrifstofunni Sögu og und- ir fararstjórn Njáls Sfmonarson- ar suður um ítalfu. Ljómandi ferð í alla staði og oftast ljóm- andi veður, nema í Róm rigndi. Það gerir það undarlega oft. Þessi hópur Njáls var skemmti- lega samsettur kokkteill af fólki á ýmsum aldri og skemmti sér allt konunglega. Það kom einstöku sinnum fyrir að það kvartaði undan salernunum, vantaði kannski franska sápu og hvítt handklæði. Ég minnti ferðafélaga mína á að þetta gæti Hka komið fyrir á Islandi, og þá tók fólkið gleði sfna aft- ur. Fegurst held ég að fólkinu hafi þótt í Sorrento, á Capri og á Riviera Amalfitana. Þar er líka sannkölluð paradís á jörðu. 1 Sorrento voru opnaðar og drukknar 10 flöskur af Suður- Týrólar-rauðvíni sem fslenzki ræðismaðurinn í Mílanó, Seeber, hafði stungið niður í ferðatöskurnar okkar. Það er gaman til þess að vita hvernig þessi maður leggur sig f líma til að kynnast íslendingum, ef hann veit af ferðum þeirra f Mílanó og greiða götu þeirra eftir mætti. Einu sinni buðum við honum til veizlu Hann gat því miður, sökum annríkis, ekki komið, en hann sendi okkur .vínið á borðið. Skál ísland! Fjallhrunið og flóðið í Longarone, morðið á Kennedy og nýja eyjan við Island eru þeir heimsviðburðir sem mest er rætt um. Longarone-ógæfan stendur okkur hér suðurfrá næst, enda á næsta leiti við heimkynni mín. Það er því sárgrætilegra sem hægt var að sjá þessa ógæfu fyrir, en ekki sinnt. Ég treysti mér ekki til að fara þangað, þvf að slíkri sjón gleymir maður aldrei. Her- mennirnir sem sendir voru þangað til að leita að líkum og grafa upp úr leðjunni yfirbug- uðust stundum sjálfir og brustu f grát. Mestan hrylling vakti þó morðið á Kennedy. Við Erlingur sátum að kvöldverði f veitinga- húsi f Mílanó þegar einhver kom inn og sagði svo allir heyrðu: „hanno ucciso Kenne- dy!“ — Þeir hafa myrt Kenne- dy. Eftir miðnætti var allt Dómtorgið eitt mannhaf sem lét sorg sfna og bræði f ljós yfir þessum svívirðilega glæp. Lögreglan var kvödd á vett- vang og hélt fólkinu f skefjum. Hér í grenndinni bíða allir hóteleigendur eftirvæntingar- fullir eftir jólagestunum. Hvert einasta herbergi er löngu upp- pantað. En snjórinn lætur standa á sér og sérstakar á- hyggjur vekur þetta f Inns- bruck, þar sem Vetrarólympfu- leikarnir skulu haldnir. En við skulum vona að hvíta gullið falli af himnum ofan nógu tfm- anlega til að gefa okkur hvft jól. Það er ósk okkar allra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.