Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 6
VÍSIR . MJBvöcudagnr 15. janúar 1064. Gunndóra Benjamínsdóttir 1 dag er Gunndóra Benjamfns- dóttir kvödd hinztu kveðju hér á jörð af vinum og vandamönnum. Hún var fædd 15. júlí áriö 1881 að Lækjardal í Öxarfirði, dóttir hjónanna Signýjar Jóhannsdóttur, er var ættuð úr Suður-Þingeyjar- sýslu og Benjamíns Þorvaldssonar í frá Klifshaga í öxarfirði. Foreldr- | ar Gunndóru hófu búskap að Lækj j ardal vorið 1879, en eins og kunn i ugt er voru árin kringum 1880 i mörgum þung í skauti, ekki sízt Norðlendingum, vegna ills árferðis. ; Kom þetta ekki sízt illa við frum | býlinga eins og þau hjónin á Lækj | ardal. Græddist þeim því ekki fé I i búskapnum, þó að bæði væru dug- leg og vel verki farin og hlífðu i sér lítt, enda fjölgaði brátt í fjöl- i skyldunni, því að þeim fæddust j fimm böm á árunum 1879 — 1891. ! Komust þau þó af án hjálpar. Var Gunndóra næstelzt systkinanna og mun snemma hafa þurft að rétta móður sinni hjálparhönd við heim ilisstörfin svo sem hún gat. Vorið 1892 veiktist Benjamln snögglega af lungnabólgu og var látinn innan nokkurra daga. Stóð þá ekkjan ein uppi efnalítil með fimm böm 1 ómegð. Var þá eigi annarra kosta völ fyrir hana en að bregða búi og tvlstra barnahópnum, eins og al- gengt var á þeim^iram. Fór Gunn- dóra þá að Skinnastaö til Þórleifs prests Jónssonar og konu hans Sess elju Þórðardóttur. Dvaldist hún á Skinnastað óslitið 5 — 6 næstu árin. Mun Gunndóra jafftan siðan hafa skoðað Sesselju sem aðra móður sína og litið á dætur þeirra Skinna- staðahjóna sem sér nákomnar. Naut hún og sömu uppfræðslu sem þær 1 hvívetna meðan þær dvöldu allar samvistum. Um 16 ára aldur réði Gunndóra sig í vist fyrst að Skógum í öxar- firði, er þá var mannmargt myndar heimili og siðan á fleiri heimili þar um slóðir. Dvaldi hún og á þess- B&RÓTTIR — Framh. af bls. 2. þessa hafði ekki haft sig í frammi, varði mjög vel hvað eftir annað. Við þetta bættist það, að Herði Kristinssyni var vlsað út I 2 mín. fyrir brot og voru þá 4 mínútur eftir af Ieik. ÍR hélt tveggja marka forystu og hafði 19—17 þegar nokkrar sekundur v.oru eftir, en vítakast færði Árm. 19:18 og enda þótt þeir hefðu knöttinn þegar Ieik lauk og hefðu fengið sér dæmt aukakast, tókst ekki að skora markið sem hefði fært þeim eitt stig, — fyrsta stig sitt I mótinu. 1 IR-Iiðinu voru beztir Gunn- Iaugur, Gunnlaugur, Gunnlaugur og.........já, Gunnlaugur var eini maður liðsins, sem eitthvað kvað að. Hermann var sæmilegur og hinn ungi markvörður kom inn í á réttri stundu og á hann sinn stóra þátt í að ÍR hélt báðum stig- unum. Gylfi Hjálmarsson sýndi í nokkur skipti I leiknum að hann getur vel leikið inni á línunni. Ármannsliðið horfir fram á mikla baráttu á botninum. Nú er liðið með 4 tapaða leiki og verður að taka á sig mikla rögg eigi ekki illa að fara. Lúðvík og Hans voru beztir í gærkvöldi, en Hans þó of skotbráður. Herði var haldið niðri að mestu Ieyti, en gerði margt þó vel. Dómari var Daníel Benjamíns- nn og dæmdi vel. um árum eitthvað á Skmnastað, sem I vitimd hennar mun haf a verið hið eiginlega heimlli hennar, þótt hún ætti oft annars staðar dvöl. Rúmlega tvltug að aldri fór Gunndóra til Seyðisfjarðar I þvl skyni að læra karlmannafatasaum hjá Guðrúnu Gísladóttur, er þá rak saumastofu á Seyðisfirði og kenndi mörgum ungum stúlkum. Að loknum námstlma vann Gunn- dóra svo áfram á saumastofu Guð- rúnar um skeið, unz hún giftist Tryggva Guðmundssyni, er þá rak verzlun á Seyðisfirði, en flutti all- mörgum árum síðar til Reykjavlkur og tókst þar á hendur gjaldkera- störf hjá Áfengisverzlun ríkisins. Þau Tryggvi og Gunndóra eign- uðust þrjú böm, en þau eru: ólaf- ur, úrsmlðameistari, Nlna listmál- ari, Viggó lögfræðingur. Mann sinn missti Gunndóra árið 1942, en dvaldi áfram 1 íbúð sinni að Bárugötu 7 allt til dauðadags, þótt hún væri stundum neydd til að liggja á sjúkrahúsi hin síðari ár vegna vanheilsu eða slysa, er hún varð fyrir. Var hún þama 1 skjóli Viggós, yngri sonar síns, og konu hans, Hrafnhildar Thoroddsen. Gunndóra var fríð kona sýnum og glæsileg. Klæddist hún jafnan peysufötum, er henni sómdu mæta vel. Á uppvaxtarámm Gunndóra á Skinnastað var þar oft allmann- margt, gestkvæmt og oft „glatt á Hjalla". Var þá sitt hvað sér til gamans gert svo sem að geta gátur, kveðast á o. fl. Kom þá fyrir, er vísur þraut, að reynt var að bæta úr með eigin skáldskap, er oft var fá(!ækíögur,t"ííuk "þess sé^ ;r‘fyrir kom, að reynt var að yrkja um ýmislegt, er gerðist á staðnum. En eitt var augljóst mál, það að Gunndóru lét þessi list betur en öðrum, er hana þreyttu, enda mun hún alla ævi hafa gert sér það til gamans og ef tii vilí hugarléttis að varpa fram stökum, þó að hún hirti eigi um að halda þeim saman eða birta þær opinberlega. Getum við, sem þekktum hagmæisku Gunndóra eigi varizt því að harma að vlsum hennar, þeim beztu var ekki haldið til haga, en fátt eitt af þeim munu menn kunna. Sem húsmóðir sómdi Gunndóra sér hið bezta. Bar heimili hennar jafnan vott um hina stöku reglu- semi og hreinlæti, sem segja má, að henni hafi verið svo að segja í blóð borið. Gestrisni mikil ríkti á heimili þeirra Tryggva. Vora við- Rómciri Framh. af bls. 1. við varnarliðið. Enda þótt rannsókn málsins sé enn á frumstigi virðist ljóst að þarna er um umfangsmikil fjársvik að ræða og eru það bæði íslendingar og Bandaríkja- menn, sem að þeim standa. Mun það og að mestu ijóst orð- ið hvaða menn það eru, sem þarna hafa verið að verki. Voru þeir áður starfandi á Keflavík- urflugvelli, en eru það ekki lengur, að því er lögreglust’ór- inn á Keflavíkurflugvelli tjáð; Vísi í morgun. Vísi hefur ekki tekizt að aflr upplýsinga um það, hvað hér er um miklar fjárhæðir að ræðr né heldur hvað aðilarnir eru margir, sem að fjársvikunum standa. tökurnar sllkar, að gestinum lá við að líta svo á, að hann væri að gera þeim stóran greiða með þvl að gista heimili þeirra. Var Gunndóra og ætfð hugstætt að halda lifandi sambandi við vini slna og gerði þeim þá heimsókn, ef henni þótti dragast um of, að þeir kæmu til hennar. Síðustu æviárin var Gunndóra svo farin að heilsu, að burtförin hefur án efa verið henni kærkomin. Far þú I friði friður guðs þig blessi. S. Þ. Sígareffur — Framh. af bls. 1. Hér á landi eru nær eingöngu reyktar amerískar sígarettur og langsamlega mest af Camel. S.I. ár námu reyktar Camel-síga- rettur hér á landi 143 milljón- um, og fjölgaði um 21.5 milljón stykkja á því ári. Næst á neyzlulistanum kemur tegundin Roy, 22 milljónir, og sést af því að Camel er hér yfirgnæf- andi. Þriðja 1 röðinni er teg- undin Ohesterfield, 20 milljónir stykkja, og fjórða er Wings, 18 milljónir. Allar þessar tegundir eru amerískar og engar af þess- um sígarettum eru ,filteraðar“. Reyktóbaksnotkun mun hafa verið svipuð s.I. ár og árið áður, svo og vindlareykingar. Agiista —i Framh. af bls. 1. aftan og hverfa slðan lóðrétt 1 sjóinn. Þessa einstæðu Ijósmynd tók einn skipverjanna á Ágústu, Austurríkismaðurinn Emst Ketl er frá vélbátnum Elliða. Ágústa stakkst svo að segja lóðrétt I hafið. Myndln er tekin á þvf augnabliki, þegar mest all ur framhluti Ágústu er kominn I kaf og stendur aðeins skutur- inn uppúr. Ekki var farið að blrta og beindu Elliði og Þor- steinn þorskabitur ljóskösturum síum á hið sökkvandi skip. Skömmu áður hafði áhöfn Ágústu barizt við að bjarga skip inu — en án árangurs. TVær véldælur voru settar I gang og byrjað var einnig að dæla með handdælu. Skipverjar reyndu að ausa úr lúkarnum. Allri slld var rutt af þilfarinu og I sjó- inn. — En allt kom fyrlr ekkl — Sjórinn streymdi stöðugt fram úr Iestinni og Inn I véla- rúmið og vélstjórinn yflrgaf ekkl vélarrúmið fyrr en hann stóð upp undir mitti 1 sjó. Skip- verjar urðu að yfirgefa skip sltt og þegar myndin var tekin stóðu þeir á þilfari Elliða og horfðu á Ágústu hverfa I grelpar Ægis. 7 bátar — Framh. af bls. 16. við festum nótina f Hringversnót- inni, en það fór svo betur en á horfðist. — Landhelgisgæzlan þarf endilega f svona tilfellum að muna eftir að tilkynna eða helzt setja bauju við svona neétur, sagði Val- týr. Vísir hafði I morgun samband við síldarbræðslurnar í Neskaup- stað og Eskifirði. Báðar eru sfldar- bræðslurnar tilbúnar að taka á móti sfld, en í morgun hafði eng- inn bátur tilkynnt komu slna þang- að. Verksmiðjan á Eskifirði afkast ar 800—900 málum á sólarhring, en síldarbræðslan 1 Neskaupstað hátt I 4 þús. mál á sólarhring. Skók — Framh. af bls. 16. Skákir Gaprindahvili og Trausta Björnssonar og Ingvars og Arin- bjamar fóra I bið. Hér á eftir birtist ein fjör- ugasta og skemmtilegasta skák- in frá því I gær, sú fnilli Frið riks og Freysteins. Friðrik hvltt. Freysteinn svart Nimso-inbversk vöra. 1. d4, Rf6. 2. c4, e6. 3. Rc3, Bb4. 4. Rf3, c5. 5. e3, O—O. 6. Bd3, d5. 7. O—O, dxc4. 8. Bxc4, Rbd7. 9. De2, a6. 10. a3, Cxd4. 11. axb4, dxc3. 12. bxc3, Dc7. 13. e4, e5. 14. Bd2, Rb6. 15. Ba2, Bg4. (ef 15. - Be6. þá 16. Bxe6 og sfðan Rg5 með yflrburðastöðu fyrir hvítan) 16. c4, Bxf3. 17. gxf3, Rh5. 18. Khl, Hd8. 19. Hgl, g6. 20. c5, Rc8. 21. Hg5, Hfe8. (svörtum sést greinilega yflr fóm Friðrlks) 22. Hxh5! gxh5. 23. Hglf, Kf8. 24. Bh6ý, Ke7. 25. Bg5+, f6 (Ef Kf8 þá drottning e3 og svart ur óverjandi mát). 26. Dc4, Hd7. 27. Df7t, Kd8. 28. Bxf6t, Re7 29. Bd5! (gefið). í kyöld munu tefla saman Friðrik og Gaprindashvili, Tal og Ingi R, Gligoric og Wade, Arinbjöm og Johannessen. / NÓTT FENGU 23 BÁT- AR 28.350 TUNNL'R Áframhald var á ágætri veiði sl. nótt í Meðallandsbugtinni. Fengu 23 bátar samtals 28.350 tunnur. Sigurkarfi var hæstur með 2400 tunnur. Afli bátanna var sem hér segir: Ásbjörn 1850, Reynir 1100, Lómur 1450, Faxi 1800, Hamravík 1600, Huginn 700, Kristbjörg 900, Sigurður Bjarnason 1500, Marz 1300, Helgi Flóventss'on 1900, Eng- ey 1000, S.gurkarfi 2400, Þorgeir 1100, Kópur 1100, Sigfús Berg- mann 500, Ólafur Magnússon EA 1100, Meda 1150, Bára 700, Jón á Stapa 1400, Árni Geir 800, Guð- mundur Pétursson 1200, Pétur Sig- urðsson 1100, Ársæll Sigurðsson II. 700. Mikið er nú talað um, að bátar fari að sigla til Austfjarðahafna, með síld í bræðslu, því að þangað er styttri sigling'af miðunum, og mn Framh. af bls. 16. ás og setti hann tvær dælur í gang, en það dugði lítið. Bráð- lega stóð vélstjóri í vatni upp í mitti. Skipverjar reyndu og að ausa úr lúkar með fötum, en lekinn var svo mikill, að við ekkert varð ráðið. í dag fara fram sjópróf yfir skipverjum af Hringveri. Framh. af bls. 1. opinberum stöðum og þá með banni ef ekki er annað ráð til. tækilegt. Ráðuneytið hóf aðgeðir í þessu máli og var m. a. Áfengis verzluninni heimilað að greiða Krabbameinsfélaginu 25 aura af hverjum seldum sígarettupakka með fjárlögum ársins 1963. er sagt, að viðbúnaður sé til að taka á móti síld á Eskifirði og I Neskaupstað. Af línu og oftur ú síld Tveir Akranesbátar, sem voru byrjaðir á línu hafa nú verið kallaðir heim I höfn til þess að setja á land „línukramið“, eins og það var orðað I frétt til Vísis I morgun — og fara austur í sfldina. Þetta voru tveir af stóru bát- unum Haraldur og Höfrungur II. Hvort tveggja er, að afli á línuna er ekkert sérlegur — þetta 6—10 í tveimur seinustu róðrum, og svo kæmi sé vel að fá verkefni i verksmiðjuna, þar sera nokkuð af góðri síld veiðist innan um, þótt megnið fari I bræðslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.