Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 15.01.1964, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikiídagur 15. janúar 1964. útlönd í morgim útlönd í morgun útlönd í morgun utiönd í morgun Panama og Bandaríkin taka upp stjórnmálasamband áný Fréttir bárust um það í morgun, að Bandarikin og Panama hef ðu komið sér saman um, að taka upp stjómmálasamband á ný og láta endurskoð- un fara fram varðandi yfirráð Bandaríkjanna við Panamaskurðinn og rekstur hans og eftirlit. Það var Chiari forseti, sem sleit stjórnmálasambandinu í fyrri viku, er uppþotin urðu og mest gekk á. Fréttir um ofangreint sam- komulag bárust skömmu eftir að Dean Rusk utanrikisráðherra Bandaríkjanna hafði látið í Ijós von um, að stjórnmálasamband yrði tekið upp á ný, en sátta- nefnd Stofnunar Vesturálfurfkja hafði einnig sent frá sér skýrslu, og staðfest að kyrrð væri nú komin á aftur. Líklegt er, að viðræður verði nú hafnar um sambúð beggja landanna á breiðum grundvelli. í bandarlskum blöðum kemur fram sú skoðun, að reyna verði að girða fyrir að sambúð rlkjanna geti hvenær sem er verið hætta búin af múg, sem æstur er upp til hermdarverka. Mörg blöð telja grunsamlegt, Chiari forseti. að tilkynnt var um Moskvuferð Castros, sem ekkert var vitað um fyrirfram, þegar allt var að komast eða komið I blossa við Panamaskurðinn. RAÐSTEFNAN UM KÝPUR SETT Lundúnaráðstefnan um Kýpur var sett f dag. Forsetl hennar er Dancan- Sandys samveldisráð- herra. Aðalfulltrúar á ráðstefnunni eru utanríkisráðherrar Grikklands og Tyrklands og fulltrúar tyrkneskra og grískra manna, sem byggja Kýpur. Mikið þykir við liggja, að sam- komulag náist á þessari ráðstefnu um framtíðarlausn, en margir van- trúaðir á, að unnt verði að tryggja varanlega, árekstralausa sambúð þjóðarbrotanna á eynni. Margir byggja þó talsverðar vonir á Sandys, sem vann það þrekvirki með komu sinni til eyjárinnar, er blóðug átök og grimmileg voru hafin, að afstýra þeirri hættu, að borgarastyrjöld brytist út I land- Hin óvænta skyndiför Fidels Castro til Moskvu um það leyti er mest gekk á við Panamaskurðinn vakti alheims athygli, en nokkru síðar bar Dean Rusk fram ásakanir á hendur Castro fyrir að standa á bak við uppþotin. — Krúséf var hinn brosieitasti er hann fagnaði Castro á flugstöðinni i Moskvu. Barátta gega náttfötum ár eldfímu efm Blaðið Daily Mail f London hóf fyrir nokkru baráttu fyrir því, að bönnuð yrði með lögum framieiðsla á náttfötum úr eldfimum efnum. Sú barátta var Iiafin vegna.þess, að hvert siysið öðru hörmulegra varð á Bretlandi sem afleið- ing þess, að kviknaði í náttfötum og nærfötum barna úr gerviefni. Slökkviliðsstjórar, dómarar, kvenfélög og fleiri félög styðja baráttu blaðsins, sem átti sinn þátt í því, að innanríkisráðherra landsins Henry Brooke og Edward Heath verzlunarráðherra hafa tek- ið til athugunar, hvort stjórnin ætti að láta málið til sfn taka, en neðri málstofan kom saman til fundar í gær að afloknum jóla- og nýársleyfi þingmanna, og vitað er, að þingmenn munu bera fram fyrirspurnir varðandi það mál, sem hér um ræðir, — hvað stjórnin hyggist fyrir til þess að girða fyrir slys í framtíðinni, slys, sem stafa af þvf að leyfð er fram- leiðsla og sala á nátt- og nærfatn- aði úr eldfimu efni. Einn þing- manna, Craddock að nafni, hefir hótað að koma með barnanáttföt úr næloni inn í þingsalinn, til þess að sýna að slík föt blátt áfram fuðra upp á fáeinum augnablikum. Seinasta slysið af þeim, sem hér um ræðir, var s.l. sunnudag í Glasgow. Lítil telpa, Linda Thom- son, 6 ára, fór of nálægt opinni eldstó, eldurinn læsti sig I nælon- náttkjólinn hennar, og var farið með telpuna í sjúkrahús skað- brennda. Nokkur börn á Bretlandi hafa látið líf sitt í vetur af brunasár- um, sem þau fengu er eldur kviknaði í náttfötum þeirra. Enn um nPryggvi Ófeigsson virðist ekki ánægður með skýringar mín ar á mistökum þeim, sem urðu á sendingu bréfa til hans, svo sem fram kemur í athugasemd hans, sem Vísir var svo hugul- samur að birta fyrir hann sam- tímis og mfnar lfnur voru birt- ar. I máli mfnu lagði ég áherzlu á, að ekki mætti líða langur tími frá þvf að mistökin koma í ljós og þar til reynt yrði að grafast fyrir orsakir þeirra, ef von ætti að vera um árangur. Það skal viðurkennt, að tím- inn frá 21. des. til 4. janúar er í sjálfu sér ekki langur út af fyrir sig, en hann er þó nógu langur til þess að skapa erfið- leika við að upplýsa þetta ó- happ, vegna þess hve póstmagn ið er mikið og einnig vegna þess hve margt starfsfólk er við vinnu, sem ekki er vant póst- störfum. Hefði Tryggvi brugðizt skjótt við og snúið sér beint til Póststofunnar, í staðinn fyr- ir að eyða tíma f að tala við rannsóknarlögregluna og síðar dagblað, hefði máske orðið árangursríkari niðurstaða. En hann hafði sínar ástæður til þessa: „margir mánuðir eru nú síðan skipt var um umslag á bréfi til okkar frá Ludwig Janssen & Co. í Bremerhaven. Skriflegri umkvörtun um það er ósvarað enn“. Hér er nokkuð þung ásökun á póstmenn og er hún þó enn þyngri í bréfinu, sem hann sendi til mín. Þetta kvörtunar- bréf sendir Tryggvi til mín 18. desember 1962 — en bréfið, sem hann er að kvarta yfir, er sent 28. desember 1961, eða tæpu ári áður. Ég held að Tryggvi hefði get að sagt sér sjálfur, að hér var engri athugun hægt að koma við, er að gagni mætti koma. Á hinn bóginn kemur mér það á óvart, að Tryggvi skuli halda því fram, að þessu bréfi hafi alls ekki verið svarað, þar sem viðkomandi bréfberi ræddi sér- staklega við hann um efni þess, að minni ósk. Það er í fyllsta máta eðlilegt að þeir sem verða fyrir óhöpp- um f sambandi við bréf sín, verði óánægðir og taki því ekki með þökþum. En ef þeir hinir sömu reyndu lítillega að gera sér ljóst, hve erfitt það er að haida uppi öruggri póstþjón- ustu, þegar bréfamergðin skipt- ir 'ónum á ári, held ég að flestum fari að skiljast að eitt- hvað geti hent almenn bréf á stundum. Ef orsakanna að ó- höppunum er hérlendis að leita, er oft hægt að fyrirbyggja end- urtekningu, en sé þeirra að leita erlendis, sem eðlilega er miklu oftar, vandast málið. En eigi að síður á hver og einn skýlausan rétt til góðrar og öruggrar póstþjónustu — og hana reynir póstþjónustan að Iáta f té af fremsta megni, eftir því sem aðstæður leyfa hér f borg. Og því neita ég algjörlega sem órökstuddu, að Póststofan sé svifasein að lagfæra það, sem betur má fara, þvert á móti er lögð sérstök áherzla á snögg viðbrögð þegar því er að skipta. Matth. Guðmundsson, póstmeistari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.