Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 2
2 V1S IR . Fimmtudagur 30. janftar 1964. JÓN ÉIRGIR PÉTURSSON F.U Wffl || .................. •;!ii iií J Í-C iriiaitiiiimfiitæHHmmiitpniMi: fyrsta metiB!" Setning leikanna einhver eftir- minnilegasta í Olympíusögunni Olympiuleikarnir í Innsbruck, — níundu vetrarolympíuleikarn- ir, voru settir í gærmorgun, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær Um 60.000 manns voru við- staddir, þegar leikarnir voru settir í Berg Isel við stökkpall- inn þar, en veður var ljómandi fallegt, stillilogn, sólskin, en 7—8 gráðu frost og framkvæmd athafnarinnar var öll hin glæsi- Iegasta frá upphafi til enda. Margir frægir gestir voru vlðstaddir opnunina og munu fylgjast með keppninni næstu daga. Má þar m. a. nefna kon- ungafólk og keisara, írakskeis- ari með hinni fögru konu sinni Farah Dibah og Haraldur krón- prins hinn norski og margt fleira fyrirfólks var þar. Olympíueldurinn og tröpp- urnar að honum voru stórkost- legar og ber v.ott um glæsileik allra mannvirkja í Innsbruk. Eldurinn var kveiktur í skál- inni eins og lög gera ráð fyrir, en hann var svo mikill að menn áttu fullt í fangi með hann og eldtungurnar voru 3—4 metra háar og reykurinn hnyklaðist upp , loftið, svartur og þungur. En bráðlega tókst að ná stjórn á eldinum og nú logar hann hægt og rólega eins og vera ber. Pað var afar áhrifamikið, þeg ar menntamálaráðherra Aust- urrikis dr. Heinrich Drimmel bað menn að minnast íþrótta- manna þeirra, sem létust í Inns bruck fyrir nokkrum dögum við æfingar, með mínútu þögn. Af þessu ■ fékk opnunarhátíðin annað svipmót en athafnir af sama tagi, en var mjög hátíðleg. Hinn 74 ára forseti Austurrík- is, Adolf Scháerf lýsti siðan letkana opnaða, en að því búnu gengu íjiróttamenn fylktu liði inn á leikvanginn, sem fyrr getur, og má nærri geta að þar var mikið um liti og skemmtileg sjón að sjá. Þannig gekk hver þjóð inn á eftir annarri. íslend- ingar gengu næstir á eftir Ung- verjum og var Valdimar Örn- ólfsson fánaberi og þótti takast starf sitt mjög vel. Eftir íslend- ingum komu Indverjar og þá írakar. Sumar þjóðirnar lögðu greini- lega töluvert upp úr búningum sinna manna. Þannig voru Rúss- arnir sérlega dýrt klæddir í sel- skinnsbúninga, sem vöktu gríð- armikla athygli, ítalarnir voru hins vegar í „sunnudagafötun- um“ og skáru sig leiðinlega úr. Bandaríkjamenn voru með skinnjakka sína á handleggnum, mjög smekklega klæddir, en þeir höfðu meðferðis OL-fánanna frá Squaw Valley og afhentu borg- arstjóra Innsbruck fánann og mun geyma hann næstu 4 ár. H, ^ f'j. Þarna eru meistarar Ármanns í sundknattleik. Liðið vann úrslitaleikinn gegn Ægi með 4:0 og hafði lítið fyrir. Þessir sömu menn haja um áraraðir unnið öll mót í þessari grein. Með þeim er Jens Guðbjörnsson, formaður Ármanns. Olympíueiðurinn var svarinn af bobsleðakappanum Paul Aste, 48 ára verkfræðingi. Að eiðnum lolcnum var leikinn þjóðsöngur Austurríkis og at- höfninni var lokið. STtTTTA samtalid Akureyringar undirbúa „litlu 01ympíuleikana“ í Hlíðarfjalli um helgina af mesta kappi. Við rædd- um við Hermann Sigtryggsson í skíðahótelinu í Hlíðarfjalli f gær- kvöldi: — Það er verið að leggja lokahönd á undirbúning allan. Við ætluðum að reyna að gera þetta mót eins glæsilegt og unnt er og verði góð reynsla er ætl- unin að halda „opin mót“ hér öðru hverju á veturna. Annars erum við kvíðnir eins og þeir voru í Austurríki vegna snjó- leysis. Það byrjar fyrst að snjóa með vorinu ef að líkum lætur. — Er mikið um gesti hjá ykk- ur í skíðahótelinu? — Ekki hefur verið mik- ið um það, en nú er það að aukast og heilu fjölskyldurnar koma til okkar um helgar. — Hvað vitið þið um marga keppendur um helgina? — Ég býst við 14 þátttakend- um frá Reykjavík, 7 frá Siglu- firði, 6 frá Ólafsfirði og svo verða ekki færri en 15 þátttak- endur frá Akureyri. Hneykslanleg framkvæmd á Sundmóti Reykjavikur: ÍSLANDSm FÆST EKKISTAÐ- FESTÞ VÍRÁSB YSSUNA VANTAÐI Þama eru spenntir áhorfendur á sundmótinu í gærkvöldi, 1' <■ 9k ' í L j w rÆ: 4 D tíffx ■"/<{ í yi «■ ' ■■ WM| :»! í' : WÆ W' 'Ml íf/tim 1' f ' m Jú }'■ m-M i '■ í Á Bezti tími sem íslending ur hefur náð í 100 metra flugsundi karla verður ekki staðfestur vegna hneykslanlegrar frammi- stöðu framkvæmdaraðila á Sundmeistaramóti Reykja- víkur í gærkvöldi, — kepp- endur voru ræstir með flautu í stað byssu. Hinn j ágæti tími Guðmundar Gíslasonar í þessu sundi i 1.04.4, sem er þrem brotum betri en fyrra met hans frá í fyrra er því ekki löglegur. Mótið í gærkvöldi var annars heldur leiðinlegt, ekki sízt þegar menn hafa það á tilfinningunni að afrekin sem sundfólkið er að vinna sé staðleysa ein og ekki neitt af þvi, sem þar er gert sé löglegt. Er byssuleysið stórfurðulegt svo ekki sé meira sagt, og er ekki að efa, að hér hefði verið hægt að bæta úr ef unnið hefði verið skipulega. Skemmtilegast í gærkvöldi svo sem oft áður var keppni ungling- anna og barnánna. Má þar nefna bráðskemmtilega keppni í 50 metra skriðsundi drengja, þar sem Trausti Júlíusson vann á 29.8, 50 metra skriðsund hjá telpum, sem einnig var mjög skemmtilegt, en þar vann Matthildur Guðmundsdóttir á 33.8, og loks 50 m. bringusund drengja, sem færði 3 drengjum sama tíma, 37.2, en Reynir Guðmundsson varð þar fyrstur. í 50 metra br. sundi telpna setti Matthildur „met“ (ógilt) á 38.1. Sund „eldra fólksins“ fór eftir formúlunni. Þ. e. Guðmundur vann 100 metra skriðsund (58.2) 100 m. flugsund, 100 m. baksund (1.08.0) og jafnvel bringusundið, þar sem bringusundsmennirnir urðu að sjá Guðmund ,% úr iaugarlengd á undan sér (2.41.3). Hrafnhiidur vann 200 m. bringusund kvenna á 3.01.7, 100 m. skriðsund á 1.11.7 og 100 m. baksund á 1.23.0. Handknattleikur að Hálogalandi í I. deild kl. 20.15. t Það má 'gera ráð fyrir tals- verðum spenningi í leiknum milli ÍR og Fram, en það er seinni leik- urinn í kvöld. Fari svo að ÍR sigri, sem gæti vel orðið, ef farið er eftir úrslitum síðustu leika, þá er ÍR búið að ná forystu í íslands- mótinu. Alla vega má reikna með rniklu fjöri að Hálogalandi. Hinn leikurinn, sá fyrri, er milli FH og Ármanns. Að vísu er vart hægt að reikna nema með sigri FH, — en lið sem berst fyrir til- veru sinni í X. deild, eins ,og Ár- mann gerir nú, geta oft orðið hættuleg liðum, sem teljast sterk- ari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.