Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 7
 V1SIR . Fimmtudagur 30. janúar 1964. Samtal við Guðrúnu Erlendsdóttur lögfræðing „Jafnvel í heimahúsum kemst lögfræðingurinn ekki langt frá grindunum“. Guðrún með soninn Ólaf, sex mánaða. (Ljósm. Vísis, B. G.). Hér d>lst engum, hver og hvaS er miðdepill heimilisins. Hringlur og snuð, ýmiss konar leik- föng, dúkkur og bangsi, barnavagn úti á svölum, ieikgrind á miðju gólfi ... og í henni situr ungi herramaðurinn sjálfur með sólskinsbros á vör. Hann er sex mánaða gamall og á lögfræðing fyrir pabba og lögfræð- ing fyrir mömmu. En í grindinni sinni ræður hann ríkjum. Og þegar hann kallar hógu hátt, kemur mamma þjótandi, hversu mikið sem hún hefur að gera. „Jafnvel í heimahúsum kemst lögfræðingurinn ekki langt frá grindunum", verður Gúðrúnu að orði, og hún lýtur brosandi að syni sínum. ,,Glú-glú-gúrr!“ svarar Ólafur Arnarson Clausen með heim- spekisvip og leggur áherzlu á seinasta atkvæðið. „Hvernig gengur að sameina lögfræðistörfin og heimilislffið?“ „Alveg furðanlega, finnst mér“, segir Guðrún Erlendsdótt- ir hdl. „Það er að vísu erfitt stundum“, — og hún lítur ást- araugum til unga frumburðarins — „en ég er svo heppin að hafa indæla stúlku til að líta eftir honum á eftirmiðdögunum, svo að ég get unnið úti hálfan dag- inn. Og auk þess get ég unnið 0 talsvert heima, enda er of mikill stéttinni. Ég var sú fimmta, sem lauk lögfræðiprófi hérlendis; á undan rpér voru Auður Auðúns, Rannveig Þorsteinsdóttir, Auður Þorbergsdóttir 1 og Ragnhildur Helgadóttir. Rannveig er eini hæstaréttarlögmaðurinn í þess- um hópi“. „Ætlar þú ekki að verða það seinna?" „Ég vona það bezta, en það er ekki komið að því enn. Ég varð héraðsdómslögmaður í febrúar 1962, og áður en farið er í prófmálin fyrir hæstarétti, verður maður að hafa verið starf andi lögfræðingur í þrjú ár. Og má ekki vera undir þrítugu. Ætli ég fari ekki að hugsa mér til hreyfings eftir þrjú ár“. „Þú ert þá tuttugu og sjö ára núna?“ „Já“. „Hefurðu nokkurn tíma flutt mál á móti starfssystur þinni?“ „Já, og einum betur. í vor sem leið kom fyrir skilnaðar- mál, þar sem Rannveig var fyr- ir manninn og ég fyrir konuna, en dómarinn var Auður Þor- bergsdóttir". „Hvenær ákvaðstu að leggja fyrir þig lögfræði?“ „Ja, þegar ég var krakki, langaði mig meira i sögu, tungu mál og þvíumlíkt, en í Mennta- skólanum fór ég að fá áhuga á lögfræði og langa til að verða starfandi lögfræðingur". „Fannst þér hún ekkert þurr eða leiðinleg, a. m. k. til að byrja með?“ „Þurr? Nei, lögfræðin er allt annað en þurr, hún er einmitt lífið sjálft. Hún snýst um mannleg vandamál, og mann- leg vandamál eru hvorki þurr né leiðinleg. Reyndar segi ég ekki, að ég hafi ekki stundum verið dálítið syfjuð á fyrsta ár- inu í Háskólanum, en það fór af, eftir því sem ég komst bet- neinn munur að vera kona í þessu starfi. Annars hef ég lítið staðið í málflutningi enn sem komið er, enda hef ég tafizt dálítið seinasta árið!“ „Gúrrr-gúrrr-gúrrr!“ skýtur or sök tafarinnar inn í. Ungi mað- urinn vill gjarnan taka sinn þátt í samræðunum. Hann baðar út öllum öngum og brosir engil- blítt, þegar honum er veitt verð skulduð athygli. „Hvers konar mál fæst þú mest við?“ „Skilnaðar- og barnsfaðernis- mál. Konum þykir oft þægilegra að ræða vandamál sín við aðrar konur, sem ef til vill hafa meiri þannig, og svo lærir maður miklu meira á þ*/í, vegna þess að við komumst þá inn í málin hvort hjá öðru og getum rætt þau frá ýmsum sjónarmiðum“. „Það er þá samvinna, en ekki samkeppni?” „Já, 'það er óhætt að segja. Við vinnum líka mikið heima, bæði á kvöldin og um helgar, og auðvitað húgsar máður og talar óskopin öll um málin, sem eru á döfinni hverju sinni — ég er hrædd um, að mér þætti ekki sérlega spennandi að hlusta alltaf á Örn tala um lögfræði, ef ég væri ekkert inni í henni sjálf. En af því að við. erum ekki er beinlinis mögulegt að verja verknaðinn — það má segja, að sumir menn hafi að vissu leyti verið reknir út i ógæfuna af kringumstæðunum, þótt ekki megi afsaka þá um of með þvílíku". „Finnst þér þú ekki stundum eins og hálfgerður sálfræðiráðu- nautur í þessu starfi, þegar fólk þarf að létta á hjarta sínu við þig?“ „Jú, oft, ég tala nú ekki um I sifjaréttarmálunum. Það er alltaf mikilvægt, að sambandið milli lögfræðingsins og skjól- stæðingsins sé gott, og að hægt sé að tala í einlægni um hlut- erill og ferill á skrifstofunni til að grúska í bókum, fletta upp og þar fram eftir götunum". „Þú vilt auðvitað ekki leggja lögfræðina á hilluna, þó að þú sért gift kona og móðir?“ „Nei, alis ekki. Og ég held, að það sé hægt að vera jafngóð móðir, þótt maður vinni úti hálf an daginn eða að einhverju leyti — ekki væri betra að kúldrast heima og verða geðvond og örg í staðinn! Mér finnst konur þurfa að notfæra sér þá þekk- ingu, sem þær hafa aflað sér, engu síður en karlmenn, svo framarlega sem það bitnar ekki á börnunum. Og hvað þýðir að vera að mennta sig mörg ár í einhverri grein og nota það svo aldrei? Það er heldur ekki gott fyrir þjóðfélagið, ef fólk, sem hefur stundað langt nám, hættir við allt saman að loknu prófi, hvort sem í hlut eiga konur eða karlmenn". Alltof fáar „Þið eruð heídur fáar íslenzku konurnar, sem stundið lögfræði- störf, er það ekki?“ „Jú, alltof fáar, en ég vona, að það eigi eftir að fjölga í ur inn í þetta, vandist lagamál- inu og öllum þessum nýju hug- tökum o. s. frv. Mér finnst lög- fræðin ógurlega skemmtileg, hreint og beint spennandi, og ég hef aldrei séð eftir að fara út í hana“. 1 Allt gleymist fyrir málinu sjálfu „Bar ekkert á, að þér væri vantreyst við námið, af því að þú varst stúlka? „Ja, mörgum þótti það fárán- legt tiltæki hjá mér, þegar ég byrjaði fyrst, og sögðu, að ég myndi hætta eftir árið, en svo jafnaði þetta sig, þegar ég hélt samt áfram. Skólabræðurnir voru allir indælir; ég þarf sann- arlega ekki að kvarta yfir þeim. Ég var eina stúlkan til að byrja með, en síðar bættist við önn- ur, sem á að taka próf núna í vor. Það gleymist alveg, hvort maður er karlkyns eða kven- kyns, ef fólk finnur, að maður tekur nám og starf alvarlega". „Og sama gildir, þegar þú stendur.í málflutningi?" „Já, allt gleymist fyrir málinu sjálfu, eins og vera ber. Nei, ég hef ekki fundið, að það væri skilning á sumum hlutum en karlmenn. Svo hef ég verið skipaður verjandi í nokkrum sakamálum, og alltaf koma alls konar smámál, smáþrasmál, sem geta orðið seinleg og stundum þreytandi — t. d. skaðabótamál, ef einhver hefur kastað blautri gólftusku framan í annan o. s. frv. Fólki kemur ekki alltaf vel saman í fjölbýlishúsum. Já, og alltaf er mikið um bílamál: gamlir bílar reynast ónýtir, þó að þeir hafi verið seldir sem góð vara, eða kaupandinn hef- ur borgað með ónýtum víxlum, o. s. frv. o. s. frv.“. Samvinna milli hjónanna „Fara málin, sem þú ert með, ekki stundum fyrir hæstarétt?“ „Jú, það kemur fyrir, og þá er ergilegt að geta ekki fylgt þeim eftir. En Örn varð hæsta- réttarlögmaður sl. vor, svo að ég þarf ekki langt að fara í framtíðinni, ef eitthvað af mál- unum mínum kemur fyrir hæstarétt“. „Þið vinnið mikið saman?“ „Já, hvort við gerum. Mér finnst það ólíkt skemmtilegra bæði lögfræðingar, verður það sjálfsagt og eðlilegt". Liggur þungt á manni „Halda málin nokkurn tíma fyrir þér vöku?“ „Já, já, ég hef oft orðið and- vaka út af þeim, t. d. prófmál- unum mínum. Þetta liggur þungt á manni, og maður hefur áhyggj ur af því, hvort maður sé nú að gera það rétta, og hvort ein- hver önnur leið væri betri i þessu og þessu tilfelli ... kann- ske er ég ekki búin að vera nógu lengi í starfinu til að vera orðin hörðnuð fyrir slíku“. „Hvernig finnst þér að verja mál fyrir fólk, sem er í órétti? Áttu ekki erfiðara með að beita þér, ef þú getur ekki haft sam- úð með skjólstæðingnum?" „Ja, maður má ekki Iáta það hafa nein áhrif á sig. Ég er vitanlega bundin þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingum mínum, og ég legg áherzlu á, að það komi alltaf að betri notum að segja satt og rétt frá og reyna ekki að blekkja. Oft er hægt að fara út í að rekja uppeldisskil- yrði og aðstæður í bernsku, ef ina, en sumir eiga erfitt með að tjá sig, þótt þeir séu allir af vilja gerðir, og þá þarf maður ið reyna að ráða í það, sem hálfsagt er. Maður má ekki láta neitt verka of persónulega á sig, en ég verð að segja, að ég hef mikla ánægju af að safna gögnum og vinna að málum, þegar gagnkvæm samúð er fyr- ir hendi og mér finnst ég geta orðið til hjálpar". „Búrr-búrr!“ segir Ólafur og byrstir sig. Honum finnst nóg komið af svo góðu. Lögfræð- ingssvipurinn á Guðrúnu víkur fyrir móðurlegu brosi, og hún tekur soninn I fangið. Hann er líkur pabba sínum þessa stund- ina. „Þá er það ein þýðingarmikil spurning, Guðrún — þekkirðu Örn og Hauk í sundur?“ „Ætli ekki það! Ég hef aldrei ruglazt á þeim. Mér finnst þeir ekkert likir". „Ekkert líkir!" „Nei, ekkert líkari en venju- legir bræður". Hún hlær. „Ég treysti mér til að þekkja þá í sundur hvenær sem er — meira að segja f myrkri!“ — SSB \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.