Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 13

Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 13
V í SIR . Fimmtudagur 30. janúar 1964. 13 GNAVAL 2-6 herbergja íbúð og einbýlis- hús í miklu úrvali víðsvegar um bæinn og nágrenni. Einnig íbúð ir í smíðum. — Höfum ávallt kaupendur að fasteignum af öll- um stærðum og gerðum í Reykja vík, Kópavogi og Seltjarnar- nesi. Ath. að eignaskipti eru oft möguleg hjá okkur. önn- umst hvers konar fasteignavið- skipti fyrir yður. Skólavörðustíg 3A II hæð, Símar 22911 og 19255. Selium í dag Opel Record '58 ’62 ’63 Gipsy ’62. Landrower benzin og dieselbíla ’62. Ford Cardinal ’63-’64 Volkswagen ’62-’63 Willys-jeppi ’64 Benz 180 ’58 og ’60. Benz dieselbifreið '61. Fiat 11 station '58. Fiat fólks- bifreið ’63. verð kr. 105 þús. Opel Caravan '59-’62. Benz vörubifreiðar ’55, ’60 og ’61. Moskowich. ’60 Zimca ’61. Bílosalu Guðmundar Bergþórugötu 3 Sími 19032 og 20070 Við bjóðum yður: Kaskotryggingar Ábyrgðartryggingar Rúðutryggingar F ar þegatr yggingar Brunatryggingar Alls staðar cru sömu kjör, en þjónustan er bezt hjá „ALMENNU McNNAí l TÍIYGGINGAR H F. Ódýrir vinnuskór karlmanna Kuldaskór karlmanna SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100 Laugarásbíó hafði um síðast- liðna helgi frumsýningu á stór- myndinni EL CID, sem ber nafn manns, sem varð þjóðarleiðtogi á Spáni fyrir 900 árum, og sem síðan er rómaður í söng og sögu. Um hann sameinaðist þjóðin, alþýða manna, en valda- menn voru sundraðir og börðust ýmist innbyrðis eða við Mára, sem náð höfðu fótfestu í land- inu. E1 Cid vildi sameina og friða, en til þess varð hann að berjast. Inn í baráttu háns flétt- ast afleiðingar hörmulegra at- burða og tilviljana, er hann, sóma síns vegna, neyðist til að hefna sfn á föður þeirrar konu, sem hann ann hugástum. Og hún ann honum — en þrátt fyrir að hann gerist föðurbani henn- ar verður ástin f brjósti hennar öllum hefndarhvötum yfirsterk- ari, þau sættast, og hún styður mann sinn drengilega í barátt- unni, sem hann berst fyrir þjóð- ina og framtíð hennar. Með hlutverk þeirra fara þau Sophia Loren og Charlton Hest- on. Sophia Loren hefur unnið marga og glæsilega sigra og verið æ vaxandi leikkona, sem sýnir æ sannari og dýpri leik, og sannast það hvergi betur en f ógleymanlegum leik hennar í þessari mynd. Þau eru hvort öðru samboðin hún og Charlton Heston, sem heimsfrægð hlaut Urraca prinsessa (Genevieve Page) og Chimene (Sophia Loren). Chimene (Sophia Loren) og E1 Cid (Charlton Heston). fyrir leik sinn í myndunum Ben Hur og Boðorðin tíu. Þetta er mikil mynd -r sem minnisstæð verður fyrir margt — mikinn leik, mikið efni, mikla tækni. Kvikmyndin er framleidd af Samúel Bronston. Leikstjóri er Anthony Mann. Tónlist eftir Miklos Rosza. í greinargerð frá Laugarásbíói til skýringar á hvað sé TODD- AO tækni, sem byggt er á, seg- ir m. a.: TODD AO 70 millimetra filma, auk hinnar sérstöku TODD-AO myndatökuvélar, auk nýs, sex rása hátalarakerfis, auk „al- hliða” 70 millimetra TODD AO sýningarvélar og hins mikla, sveigða TODD-AO sýningar- (jalds eru í sameiningu mesta bylting í kvikmyndatækni, sem gerð hefir verið á síðustu ára- tugum, því að árangurinn er greinilegar, nákvæmar og lit- fagrar myndir, sem aldrei hefir tekizt að sýna áður. Með þessu tekst TODD-AO að gera áhorf- endur að enn nánari þátttakend- um í hinni sýndu kvikmynd en unnt hefir verið fram að þessu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.