Vísir


Vísir - 30.01.1964, Qupperneq 11

Vísir - 30.01.1964, Qupperneq 11
V í SIR . Fimmtudagur 30. janúar 1964. 11 jNermst rynriestunnn „carias prophylaxis ved fluorider" (Varn ir gegn tannskemmdum með flú- oraðgerðum). öllum er heimill að gangur að fyrirlestrinum. Senor Scorpion er búinn að sýna að honum er full alvara með því að skjóta niður einn af skips- höfninni á Sirocco. Þér eruð skepna, hrópar Julia Clieve í bræði. Alveg rétt, svarar hann glottandi. Rip er kominn upp að hliðinni á Plunderer og finnur þar línu sem liggur út fyrir borðstokk inn. Ég vona að hún sé föst i hinn endann, hugsar hann, og byrjar að hífa sig upp úr vatninu. Nýtt framhaldsleikrit í útvarpinu Nýtt framhaldsleikrit, Múr- inn, eftir Gunnar M. Magnúss, hefst í útvarpinu n.k. þriðjudag. Það er f 10 þáttum, sem leiknir verða tveir í einu, vikulega. Leikritið er saga nokkurra manna og kvenna sem haldið var í fangelsi, því sem nú er stjómarráðshúsið. Það gerist um aldamótin, og eru kjör fang anna afar hörð, enda mikil fá- tækt og vesöld í landinu. Aðalhlutverk leika: Þorsteinn Stephensen, Rúrik Haraldsson, Kristbjörg Kjeld, Gísli Alfreðs- son og Jón Aðils. Gunnar M. Magnúss, höfundur leikritsins, sagði að ekki væri hér um neinn afmælisleik að ræða, en svo vill til, að einmitt á þessu ári ætti húsið 200 ára afmæli. Ljósm.: Vísis B.G. og blaðamaður heim Spáin gildir fyrir föstudaginn 31. jan. Hrúturinn 21. marz til 20. apríl: Þú ættir ekki að flækja þér í vandræði annarra, þar eð þú gætir vafizt meir í málin heldur en þú ætlaðir þér f upp- hafi. Taktu vel á móti nýjum vinum. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ert f nokkrum vafa um hin- ar eiginlegu tilfinningar þínar fyrrihluta dagsins. Atburðarás, sem teljast verður fremur mik- ilvæg, kemur þér í gott skap í kvöld. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú getur auðveldlega gengið milli þeirra vina þinna eða kunn ingja, sem standa í deilum og jafnað misklíðarefnin núna. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Berðu t:lhlýðilega virðingu fyrir skoðunum annarra, enda þótt þú kunnir að vera algjörlega á öndverðum meiði. Gríptu gæs- ina glóðvolga, þegar hún býðst. Ljónið, 24,/júlí til 23. ágúst: Það eru óvenju góðar afstöður fyrir - alla aðila að ná fullum sáttum í kvöld, enda þótt það kunni að kosta nokkurt orða- skak. Reyndu að vera víðsýnn'. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Vandlegur undirbúningur og full vissan um að allt heppnist, ætti að tryggja ágætan árangur í dag. Hafðu markmið þín hug- föst. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Vertu vel á varðbergi eftir hinu rétta tákni frá hinum aðilanum, áður en þú hefst handa um að tjá honum h.nar djúpstæðu til- finningar þínar. Drek nn, 24. okt. til 22. nóv.: Gerðu það sem í þínu valdi stendur til að fá óskum þínum framgengt, sérstaklega ef þær varða heimili þitt eða starf. Þú ættir að taka tækifærunum tveim höndum. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Ákveðin fyrirætlun þín ggeti rætzt á þann hátt, að þig hefði alls ekki órað fyrir slíku ágæti. Kvöldstund rnar heppileg ar á sviði rómantfskra athafna. Steinge tin, 22. des. til 20. jan.: Þó að vissar neikvæðar af- stöður skapi þér nokkrar á- hyggjur, munu ýmsar hinna leyndari fyrirætlana þinna ganga að óskum núna. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. ferb.: Ef þú hefur vakandi auga með því, sem er að gerast í dag, muntu fá gott tækifæri til að koma á framfæH afar snjallri hugmynd, Fiskarn'r, 20. febr. til 20. marz: Samstarf er fyrsta sporið til að verða efnaður og að hlut- irnlr gangi vel. Tækifærin verða næg í dag fyrir þig. sóttu leikarana í útvarpssal, og var meðfylgjandi mynd þá tek- in. Á henni sjást frá vinstri: Valdimar Lárusson, Jón Aðils, Kristbjörg Kjeld, Gísli Alfreðs- son og Rúrik Haraldsson. Leiðrétting í myndsjánni frá afmælishófi Hrlngsins stendur, að heiðraðar hafi verið frú Áslaug Guðmunds- dóttir, Sigþrúður Guðjónsdóttir og Margrét Ásgeirsdóttir, en það voru þær Áslaug og Margrét sem heiðraðar voru, en milli þeirra, er myndin var tekin, stóð form. félagsins, Sigþrúður Guðjónsdótt- ir. Undir efstu myndina vantar nafn: Dagmar Þorláksdóttir, er hún lengst til hægri. Ymislegt Dr. Arvid Syrrist, prófessor í barnatannlækningum við tann- læknaskólann I Malmö, dvelst nú hér á landi í boði Háskóla íslands og heldur námskeið í barnatann- lækningum fyrir tannlæknastúd- enta. Hann mun flytja fyrirlestur í I. kennslustofu Háskólans n. k. fimmtudag (í dag) kl. 20.30. — Nei, þetta er enn þá ekki vínið, sem ég hafði hugsað mér. ------------------------------Æ> „Læðumar" Um þessar mundir er sýnt f Þjóðleikhúsinu Ieikritið „Læð- umar“ eftir finnska leikrita- skáldið Walentin Chorell. Leik- endur eru alls 11 og eru það allt konur. Leikrit þetta hefur orðið mjög v nsælt á Norðurlöndum og hefur verið sýnt f mörgum leikhúsum við góða aðsókn. — Næsta sýning á leiknum f Þjóð- leikhúsinu verður f kvöld, fimmtudagskvöld. Myndin er úr einu atriði leiksins. HCW TRUH/ANPIN OUR UTTLE FAIRY TALE YOU ARE THE BEAUTY— E5PE0IALLY WHEN AN6RY/ HANWM, HOPE THIS LINE ON THE PLUNDEREK IS FASTENEP TI6HTLY TO u □ □ n n □ □ □ □ □ □ □ □ □ FRÆGT FÖLK □ □ □ D D D D D D D D □ D D D D D D D D D n D D D D n D D D D D D D D D D D D D D D D Peter Ustinov Hinn heimsfrægi leikari, leik stjóri og rithöfundur Peter Ust nov telur sig hafa fundið hina einu réttu skýringu á, hvað söngleikur eiginlega er. — Jú, seglr hann, söngleik- ur er leikstykki, þar sem leik- ararnir em ekki söngvarar, og söngvaramir ekki leikarar. Noel Coward heldur því fram, að sinn bezta lærdóm i gagnlegri sálfræði, hafi hann fengið þegar hann fyrir nokkm kom inn í stórverzlun eina í Parfs. Hann heimsótti hattadeildir fyrir bæði kynin. D D n D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D □ D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D n D n D D D D D D D D D D D D D D D D D D D C Noel Coward í karimannahattadeildinni var salan gifurlega mikil, og slag- orðið var þar: Hér er hattur- inn sem hver einasti maður f borginni kaupir sér. Þegar hann svo kom inn í dömuhatta deildina, sá hann að salan gekk ekki síður vel þar, en nú var slagorðið: Takið þennan hatt madame, ég fullvissa yður um að það er engin hætta á að nein önnur kona f allri Paris á annan eins. Hann Iert á vin sinn. Þú ert dálftið hugsandi á. svipinn, er eitthvað að? — Já, það getur maður vel sagt, svaraði hinn. Ég hitti yndislega unga stúlku fyrir skömmu, og hún vildi endilega að ég bæði föður sinn um hönd sína, á gamaldags máta. Og hann sagði nei eða hvað? Nei — hann spurði mig hvað mik- ið ég ætti í banka. Og ég varð að viðurkenna að það væri ekki nema 10 þús. kr. Og þá kom neiið? Nei, þá spurði hann mig hvort ég gæti Iánað sér þær.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.