Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 9
VlSIR . Fimmtudagur SO. janúar 1964. Nýi söluskatturinn Rfldsstjómin átti um þrjár leiöir að velja 1 því efni að ráða fram úr örðugleikum sjávarút- vegsins um þessi áramót. Þœr voru gengisfelling, niðurfærsla og aðstoð í mynd styricja til út- vegsins. Þriðja leiðin hefir nú verið valin. Athyglisvert er að 1 þelm umræðum, sem staðið hafa slð- ustu dagana á þingi um það úr- ræði, hefur stjómarandstaðan ekki deiit á þann kostinn, né véfengt að hlaupa verður undir bagga með útvegnum og fisk- vinnslustöðvum sökum kaup- hækkananna á stðasta ári. Gagnrýni hennar hefir ein- ungis beinzt að þvl hvar taka á féð til styrktar útflutningsfram- leiðslunni. Stjórnarandstaðan hefir bent á að I lófa hefði ver- ið lagið að seilast I rlkissjóðinn og nota tekjuafgang síðustu tveggja ára til þess að jafna hallann á útvegnum. Það er rétt að fé er þar fyrir hendi til sllkra greiðslna, þótt varasjóð- ur tekjuafgangsins yrði raunar tæmdur með þvf. En tveir mikl- ir agnúar eru þó á þessari kjör- leið . stjórnarandstöðunnar. IEkkert fé yrði þá eftir I Jöfn- unarsjóði en I hann var tekju- afgangur ríkissjóðs lagður 1962, I fyrsta sinn I þrjátlu ár. Hlutverk þess sjóðs er að varðveita fé ríkisins, sem safn- ast í góðæri og verja þvl til at- vinnuframkvæmda þegar erfið- ari ár koma. Flestir munu sam- mála um að það er skynsamleg stefna og góð búhyggindi. Ef þessu fé hefði verið veitt I út- veginn nú, og þá einnig tekju- afganginum 1963, hefði Jöfn- unarsjóður tæmzt og enginn varasjóður orðið eftir. Fordæmi Dana Önnur röksemd er hér einnig þung á metaskálunum. Ef tekju- afganginum að upphæð 300 milljónir króna hefði verið veitt inn I efnahagslífið hefði það óhjákvæmilega haft sterk verðbólguáhrif. Sú fjárveiting í mynd hækkaðs söluskatts verk- ar hins vegar ekki á þann hátt, þótt stjómarandstöðunni gangi erfiðlega að skilja þau hagfræði- legu rök, sem þar standa að baki. Gæti hún þó farið I smiðju til Dana, sem gerðu svipaða ráðstöfun I ársbyrjun 1962, hækkuðu söluskattinn til þess að draga úr ofþenslu og mæta kauphækkunum, en not- uðu ekki tekjuafgang rlkisins, fremur en hér hefir verið gert. Niðurfærsluleiðina hefir ekki verið talið fært að fara, þótt hún hafi ýmsa kosti og hafi verið framkvæmd hér fyrir fá- um árum. Meginhindrunin á þeirri leið er sú að ýmsar verð- hækkanir eiga eftir að koma fram. Landbúnaðarvöruhækkun- in lögbundna verður ekki fyrr en 1. marz, og enn er ekki vitað hver verður leyfð álagningar og kostnaðarhækkun verzlana og fyrirtækja, sökum kjaradóms verzlunar- og skrifstofufólks sem gengur nú um mánaðamót- in. Gengisfellingarleiðin hefði valdið margfalt meiri röskun á efnahagskerfinu en sú leið sem nú hefir verið farin, eins og menn þekkja af reynslunni, Togaramir liggja bundnir við bryggju. Rekstrartapið er á 4. millj. króna á ári. NÝJAR LEIÐIR enda er það yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar að reyna í lengstu lög að viðhalda gengi krónunn- ar. Algjör bráðabirgðalausn Því er hins vegar ekki að leyna að það hafa mörgum orð- ið vonbrigði að stíga hefir þurft skref I áttina til þess styrkja- kerfis, sem tiðkaðist I landinu áður en núverandi stjórn tók við völdum. Þá var uppbótakerf- ið I algleymingi með öllum þeim göllum og allri þeirri spill- ingu sem því þá fylgdi. Menn voru sammála um það I öllum flokkum að mikilvægur áfangi náðist þegar það var afnumið og það er mikil nauðsyn að hið gamla víðtæka uppbótarkerfi eigi sér ekki afturkomu auðið. Á þá lausn, sem nú hefir verið fundin á vandamálum útvegs- ins verður að líta sem algjöra bráðabirgðalausn, braut sem ekki verður haldið lengra á. Eins og hér hefir verið sagt var það sú lausn, sem léttvægust var fyrir almenning I bili og því varð hún fyrir valinu. En tfmann sem fram undan er verður að nota til þess að finna aðra og vlðtækari heild- arlausn á vandamálum íslenzks efnahagslífs, sem leysi þær að- gerðir sem nú hafa verið fram- kvæmdar af hólmi. Ella væri I mikið óefni stefnt. Menn kom- ast ekki fram hjá þeirri grund- vallarstaðreynd, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að fram- leiðsluatvinnuvegirnir verða að geta staðið á eigin fótum, án ríkisstyrkja og uppbóta. Þess vegna verður að skrá gengi krónunnar eins og það raun- verulega er á hverjum tíma. Það er engum til góðs að farið sé I launkofa með þá staðreynd að 30 — 40% kauphækkanir á einu ári gjörbreyta grundvelli atvinnuveganna og þar af leið- andi gildi krónunar. Verðlagið á erlendum markaði hefir ekki hækkað á árinu nema um 2.5% svo augljóst er að útflutn- ingsatvinnuvegirnir geta ekki staðizt án nýrrar gengisskrán- ingar, vilji menn ekki Ora út í þær ógöngur fyrri ára að við- halda fölsku gengi með sívax- andi uppbótum, sem allar eru greiddar úr vasa almennings. Vandræði togaranna < Leynd hefir hvílt yfir störfum togararannsóknarnefndarinnar , sem skipuð var í árslok 1962. Það var ekki fyrr en rétt fyrir helgina að frá niðurstöðum hennar var skýrt á þingi, en þá komu í ljós mjög athyglisverðar staðreyndir um rekstur Islenzku togaranna og framtíðarhorfur þeirrar útgerðar hér á landi. Þær horfur eru dökkar og dapurlegar. Rannsóknin náði til 29 togara og I ljós kom að með- altogari mun hafa tapað rúm- lega 3.5 millj. króna á síðasta ári . Öllum er ljóst að við svo bú- ið má ekki standa. Togaraút- gerðin hefir lengi verið einn mikilvægasti atvinnuvegur þjóð- arinnar. Ógöngur hennar snerta ekki aðeins þá, sem skipin eiga og við þau starfa, heldur-þjóð- ina alla. Ef togaraútgerð á ekki með öllu að leggjast niður hér á landi verður að finna nýjar leiðir I rekstri þeirra, nýjan grundvöll sem forðar þvi að þeir verði ómagar á þjóðinni, því slík Falkurútgerð er ekki til neinnar frambúðar. Það er and- spænis þessum kosti, sem þjóð- in stendur í dag og valinu verður ekki mikið lengur skotið á frest. Við lausn málsins er skýrsla rannsóknarnefndarinn- ar mjög mikilvæg vegna þess að þar er I fyrsta sinn ljósar stað- reyndir að finna um útgerðina, eins og hún horfir við I dag, og I öðru lagi tillögur til úrbóta. Framtíð togaraútgerðarinnar er undir því komin að þær verði framkvæmdar. Ella eru lok hennar fyrir dyrum. Heimild til veiða i landhelgi Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að orsakir hallans væru fyrst og fremst tvær. Minnkandi afli, þar sem góð mið hafa verið Iokuð fyrir togurunum, og úrelt vinnu- brögð úm borð I skipunum. Með útfærslu landhelginnar glötuðu togararnir mjög mikil- vægum miðum og hefir verið á- ætlað að aflatjón hvers þeirra nemi af þeim sökum um 600 lestum á ári. Er það aflatjón mun tilfinnanlegra vegna þess að aflabrestur hefir orðið á fjar- lægum miðum t.d. við Nýfundna land og togararnir því orðið að halda sig að mestu á heimamið- um. í marzmánuði er útrunninn landhelgissamningurinn um veiðiundanþágur erlendra ríkja* innan 12 mílnanna. Þá er sjálf- sagt og eðlilegt að teknar verði til endurskoðunar horfur á því að veita togurunum íslenzku rýmkaðar heimildir til þess að veiða á svæðinu frá 6 — 12 mfl- ur. Slíkar undanþágur er auð- vitað ekki unnt að veita nema að undangenginni ýtarlegri fiski fræðilegri rannsókn og aðeins á þeim grundvelli að veiðar þeirra valdi ekki spjöllum á fiskistofn unum, né ýti bátunum af slnum miðum. En innan þessa ramma er sjálfsagt að veita togurunum aftur aðgang að hinum fyrri mið um sínum og bæta þannig úr hinni miklu aflatregðu, sem þá hefir hrjáð. Ekki mun reynast auðvelt að bæta úr hinum úreltu vinnu- brögðum um borð I togurunum nema með samkomulagi við sjó- mannasamtökin. En það ætti hverjum manni að vera ljóst, að það er hagstæðara fyrir sjó- menn að ganga þar til samkomu lags í stað þess að eiga það á hættu að atvinnutækin stöðvist með öllu. Nefndin benti á að áhöfn á brezkum togurum af sömu gerð og hinir Islenzku sé 20 manns, en á þýzkum togur- um 24 menn. Á íslenzku togur- unum er hins vegar 31 manna áhöfn. Telur nefndin að mann- fjöldinn á íslenzku togurunum sé óþarfur og megi komast af með svipaða áhöfn og á brezk- um og þýzkum togurum. Við slíka breytingu mundi sparast við útgerð hvers togara allt upp I helmingur núverandi halla, eða allt að 1.6 millj. króna. Slík breyting er ekki auðgerð. En á það ber að llta, að eðli- legt væri að sparnaðurinn rynni ekki óskiptur til útgerðarinnar heldur myndi áhöfnin njóta hans að hluta I bættum kjörum og ætti þá að verða fenginn grund völlur fyrir leiðréttingu I þessu efni. Meðan atvinna er næg I sjávarútveginum, eins og nú er, þarf heldur ekki að óttast at- , vinnuleysi sökum slíkrar breyt- ingar. Ný skip fyrir gómlu Þótt hefjast verði þegar handa um framkvæmdir á grundvelli þessara tveggja atriða, má það ekki skyggja á þá staðreynd, að togarafloti landsins er úrelt- ur og tlmi til þess kominn að lagt verði inn á brautir nýrrar tækni og nýrra skipagerða. Ná- grannalöndin eru komin langt fram úr okkur á því sviði með skuttogara sína og frystitæki. Ef togaraútgerð á að eiga fram tíð fyrir sér hér á landi, er nauðsynlegt að gerð sé áætlun um það hver gerð skipa og hverj ir þættir hinnar nýju tækni henti bezt hér á landi. Og þá jafnframt hvort um raunhæfan rekstrargrundvöll sé að ræða fyrir slík nýtízku skip I íslenzk- um sjávarútvegi. Niðurstöður slíkrar rannsóknar yrðu íslenzk um útgerðarmönnum mikilvæg leiðsögn við endurnýjun togara- flotans. Og ekki væri óeðlilegt að aðstoð ríkisins væri bundin því skilyrði að nýir togarar fullnægðu þeim kröfum að tækni og gerð, sem niðurstöður slíkrar rannsóknar kveða á um. Yrði þá komið I veg fyrir það, sem áður hefir skeð, að nýju skipin reyndust úrelt um svipað leyti og þau koma til landsins. Gunnar G. Schram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.