Vísir - 07.02.1964, Side 8

Vísir - 07.02.1964, Side 8
8 i VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. • Aðstoðarritstjóri: Axel Thorpteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði 1 lausasölu 5 kr. eint. - Simi 11660 (5 llnur) Prentsmiðja Vísis. - Edda h.f. Inn í sfóriðjuöld BYGGING aluminiumbræðslu hér á landi væri fyrsta spor þjóðarinnar inn í öld stóriðjunnar. Með því mundi þriðja aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, iðnaðinum mjög aukast ásmegin. Er í því fólgin mikilsverð trygging fyr- ir afkomu þjóðarinnar, því sagan sýnir, að valt er að eiga afkomuna eingöngu undir landbúnaði og sjávarút- vegi. Þess vegna er það mikið fagnaðarefni að nú eru allar horfur á að hér verið byggt aluminiumver, sem veiti hundruðum manna fasta atvinnu, auk þess sem fjölbreyttur léttari iðnaður mun vaxa upp í skjóli þess. Ríkisstjórnin og stóriðjunefnd hefir unnið ötul- lega að framgangi þessa máls og þess starfs mun síð- ar verða minnzt sem eins hins merkasta áfanga í at- vinnusögu þjóðarinnar, ef áformih verða að veruleika. J>AÐ er erfitt að leggjast gegn slíku máli með rökum. Kommúnistar kvarta undan því að „erlendum auð- hringum“ verði veittur réttur til að byggja aluminium- verið. Sú mótbára er harla léttvæg. Valið stendur milli þess að það verði reist fyrir erlent fjármagn eða alls ekki. Þriðji kosturinn er ekki fyrir hendi, þar sem fjármagnið skortir til slíkra hluta. Erlend fjárfesting er eðlileg og sjálfsögð, svo framarlega sem fullra trygginga er gætt. Öll lönd telja það hinn mesta á- vinning að laða að erlent fjármagn til stórfram- kvæmda. Er þar skemmst að minnast hinnar miklu herferðar Norðmanna sem Tryggve Lie hefir stýrt og beinist að því að fá erlend stórfirmu til þess að f járfesta í norskum iðnaði. Vitanlega verður að búa svo um hnútana, að á íslenzka hagsmuni verði hvergi gengið, og áhætta ekki búin landinu vegna rekstrar versins, enda er þegar um slíkt samið. t£AGUR okkar mun helztur verða af því að selja raf- orku til versins, auk þeirra miklu iðnaðar og atvinnu- möguleika sem við stofnun þess skapast. Bygging þess gerir framkvæmanlega nýja stórvirkjun með góðum ágóðahorfum — stórvirkjun sem vaxandi byggð lands- ins þarf einnig á að halda. Sú virkjun verður nú mun stærri en ella hefði orðið en það þýðir í framkvæmd miklu ódýrara rafmagn. Nýtur því mestöll landsbyggð- in óbeint góðs á þennan hátt af byggingu aluminium- versins, enda ráðgert að koma þá jafnframt á lands- veitu, leiða rafmagnið norður yfir jökla frá Þjórsá og miðla austur og norður. Enn er ekki afráðið hvar verið verður reist. Óneitanlega gefst hér gott tækifæri til þess að stuðla að dreifingu atvinnutækjanna um land- ið og byggja verið í Eyjafirði. Þann kostinn ætti skil- yrðislaust að taka, ef í ljós kemur að það væri þar jafn vel sett og við Faxaflóa. V í S IR . Föstudagur 7. febrúar 1964. "i»i .... Jón Engilberts HVAÐ ER AÐ? „Hvað er eiginlega að löndum mínum?“ hugsaði ég, þegar ég eitt kvöld í vikunni hafði horft á Ieikritið LÆÐURNAR í Þjóð- leikhúsinu, og það var hálftómt hús. Já, þetta er altso allt of gott fyrir þá. Það er auðvitað miklu auðveldara að þamba brennivín og coca-cola á ein- hverri knæpunni og dansa svo gömlu dansana heldur en að horfa á listræna leiksýningu, sem gæti auk þess komið manni til þess að fara að hugsa, það er mikil áhætta! Höfundurinn lýsir á meistara- legan hátt tilfinningallfi, brota- lömum og auðnuleysi þeirra kvenna, er hann tekur sér fyrir hendur að lýsa, og öll túlkun kvennanna er hnitmiðuð í orð- um og hreyfingum. Þetta er eins og rismikið málverk. Svo eru þessir drengir, sem þykjast vera að gagnrýna þetta verk, eilíf kommusjónarmið, hvort komman eigi að vera þarna eða á hinum staðnum, en taka ekk- ert eftir kjarnanum. Mér er veg sama, hvort stúlkan, sem hefur verið I fangabúðum naz- istanna, talar með áherzlum eins og mella í Hafnarstræti eða pfa á gömlu dönsunum í Þórskaffi, eða engin önnur. Listin er ekki { því fólgin að herma eftir ein- hverjum, heldur að skapa eitt- hvað satt og eftirminnilegt. Það er það, sem máli skiptir og það var einmitt það, sem leikkonan, er lék stúlkuna úr fangabúð- unum, gerði, já, og raunar allar, sem á leiksviðinu voru. Þetta er afbragðs sýning, sem allir sem ekki eru dauðhræddir við að hugsa, ættu að sjá. 3. 2. 1964. Jón Engilberts. Sviðsmynd úr „Læðunum' Hornasinfénía — skáldsaga eftir Friðjón Stefánsson Friðjón Stefánsson er áður kunnur fyrir smásögur sínar, ekki aðeins á Islandi heldur og erlendis. Fyrir mörgum árum gaf hann, ásamt Þorsteini bróð- ur sínum út smásögusafn á dönsku „Mens Nordlyset dans- er“. Seinna hafa viðkunn bók- menntatímarit á Norðurlöndum birt smásögur eftir Friðjón. Hér heima hafa fimm smásagnasöfn komið út eftir hann, og hann hefur ekki aðeins mikla æfingu í að skrifa smásögur heldur og ágæt tök. I þessari fyrstu skáldsögu sinni, Hornasinfóníu, er Friðjón enn við sama heygarðshornið. Smásagan sækir á hann, og það mjög um of. Að vísu gengur rauður þráður gegnum bókina, ævibrot fyrrverandi barnakenn- ara, sem gerðist of hreinskilinn við börnin og fyrir bragðið sagt upp starfi. Þá gerist hann fjósamaður og les ævi sína fyr- ir kúnum. Það er ekki öruggt, að ferfætlurnar skilji, hvað hann er að fara, en hitt er ör- uggt, að þær misskilja hann ekki, eins og tvifættu skepnurn- ar gera, og það er nokkurs um vert. Kýrnar bregðast ekki trúnaði hans, og hann kýs þann trúnað fremur en gerast barna- kennari á nýjan leik og heldur en að lifa áfram I áhyggjulitlu hjónabandi. Það verður ekki annað sagt en viðfangsefnið sé nýstárlegt og þeim mun fremur sem sag- an er öll samfelldur monolog — eintal sögumanns við kýrnar I fjósinu. í þessum monolog felast brot úr sjálfsævisögu kennarans. En gallinn er sá, að þau brot falla ekki nógu vel saman, til að lesandinn hafi á tilfinningunni, að þarna sé um órofa. heild en ekki aðeins slitur að"'r?*ða. Þrátt fyrir þetta tel ég Hornasinfóníu athyglisverða bók — meira að segja svo, að ég myndi » ráðíeggja hverjum þenkjandi manni að lesa hana. Ekki sem listrænt sköpunar- verk — skáldsögu — heldur sem gáfulega heimsádeilu, þarfa hugvekju, sem vert er að kryfja til mergjar. Og e.t.v. er það einmitt höfuðgalli þessarar, bókar sem skáldsögu, hvað höf- undurinn hefur mikið að segja, mikið að boða. Boðskapurinn sprengir utan af sér formið. Þ. J.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.