Vísir - 07.02.1964, Síða 9
V1S IR . Föstudagur 7. febrúar 1964.
9
Það er örðugt að gera sér í
hugarlund, hvernig þeir menn ís-
lenzkir, er fást við að raða sarr>
an orðum á blað, og aðrir lista-
menn þessa lands væru staddir,
hefði ekki Skaparinn fundið upp
á að setja saman og senda á
vettvang jafnólfklegan mann og
Ragnar Jónsson, kunnari undir
nafninu Ragnar f Smára. Einhver
fyrsta kveðjan, sem mér barst,
þegar við hjónin fyrir 25 árum
fundum upp á að flytja hingað
heim, var tilboð frá einni stærstu
bókaútgáfunni þess efnis, að
hún mundi treysta sér til að
gefa út Aðventu, þó því aðeins
að það gæti gerzt án greiðslu til
höfundar.
Þá var andinn sá, og ekki er
mér grunlaust, að enn eimi eftir
af sama rausnarskapnum um
gjald til aðalframleiðenda bókar,
enda var ég að frétta á dögunum
að fyrir kæmi að helmingur
kostnaðar færi fyrir bandinu
einu saman.
Það er ekki einskisvert það
eitt að hafa lifað það, að þjóð-
sagan eða öllu heldur fomeskju-
goðsögnin um landvætti sannað-
ist áþreifanlega. Arfa okkar
vegna verðum við að vona, að
framhald verði á, og hlýtur þó
sá að stika stórum, er feta vill
f fótspor Ragnars.
Sjálfur hefur hann á þessu
fullorðinsafmæli sínu brugðið
beizli við gand og lagt hálfan
hnöttinn milli sfn og vina sinna
og málvina, en svo er fyrir að
Iþakka að hlý hugskeyti fara með
þotu- og jafnvel Ijóshraða hvert
á land sem vill, og það væri hon
um ólíkt að verða þess ekki var
f hfði sfnu á Hundaeyjum.
Gunnar Gunnarsson.
★
Það verða fátækleg orð, sem
ég sendi Ragnari mínum Jóns-
syni á þessu sextugsafmæli
hans, miklu fátæklegri en ég
vildi. En málsbót á ég nokkra:
hann er mér fullkomin gáta,
sem ég býst ekki við að ráða
fram úr, hversu sem ég reyndi.
Hér á landi er mikið um „dul
arfull fyrirbæri“. Dularfyllsta
fyrirbærið, sem á mínum vegi
hefur orðið, er Ragnar í Smára.
IÞað hefur engu síður komið
fram í smáu en stóru. Maður er
ef til vill að hraða sér í apó-
tekið til að ná í bráðnauðsyn-
legar mixtúrur handa fárveikum
manni og er staðráðinn í að
tefja hvergi á leiðinni. Með dul-
arfullum hætti er maður allt í
einu setztur inn í fjórhjólaða
skrifstofubyggingu og kominn
út undir Gróttu. Sjórinn skvamp
ar á fjörugrjótinu; norðanvind-
urinn sveigir sinuskúfana. Mað-
ur nemur setningu og setningu
f straumþungri ræðu forleggj-
arans, svo sem eins og: „Það
eru allir búnir að framkvæma
Iþað bezta úr sósíalismanum aðr-
ir en sósfalistarnir sjálfir". Fyrr
en varir stendur maður aftur á
götunni, á staðnum þar sem
maður var handtekinn, og skrif-
Metfarjjegafjöldi
FEugfélagssns sl. ár
færi að semja sig að óskum pét-
urs og páls. Frægt skáld í út-
löndum kvaðst ekki voga að láta
reka út úr sér demónana af
ótta við, að englarnir færu þá
líka.
Ævistarf Ragnars Jónssonar
er orðið meira en almenning
grunar, og brestur mig kunn-
ugleik til að varpa á það ljósi
hér á þessum stað. Ugglaust er
hann þekktastur fyrir bókaút-
gáfu sína. Um forlag hans má
segja, líkt og hann sjálfan, að
þar er alltaf eitthvað að gerast.
Helgafell er ómótmælanlega víð
ur vettvangur skálda og rithöf-
unda, sem aðhyllast ólík sjón-
armið í listum og þjóðmálum.
Og enginn bókaútgefandi hefur
betur en Ragnar greitt götu
byrjenda. Skerfur hans til efl-
ingar íslenzkum bókmenntum
verður sjálfsagt seint ofmetinn,
þvf bæði hefur hann hvatt höf-
unda til starfa og goldið þeim
ríflegri verkalaun en almennt
gerist.
Þessum fáu orðum langar mig
að ljúka með þvi að færa Ragn-
ur að skrifa menningarsögu ís-
lendinga um miðbik þessarar aid
ar, er ég ekki i vafa um, að hon-
um yrði starsýnast á Ragnar
Jónsson allra þeirra manna, sem
við menningarmál hafa fengizt.
Það er jafnvel ekki óhugsandi,
að verkið snerist þannig í hönd
um hans, að hann tæki að skrifa
sögu Ragnars eins, áður en hann
færi lengra. En þá er líka hætt
við, að honum færi að reynast
verkið dálítið erfitt. Gjörðir
Ragnars — og ekki sízt góð-
gjörðir — eru stundum dálítið á
huldu eins og ferðir hans. Ég
er hræddur um, að þessi fmynd-
aði útlendingur myndi eiga bágt
með >að skilja hann. Ég hefi
reynslu af því, að útlendingar
eiga stundum erfitt með að
skilja hann. En raunar er óþarft
að fara út fyrir landsteinana til
að finna þessu dæmi. Ég er þess
fullviss, að fleiri landar Ragn-
ars undrast hann en skilja. Og
þetta er ofur eðlilegt. Það er
til dæmis erfitt að skilja full-
Flugvélar Flugfélags íslands
fluttu árið 1963 fleiri farþega á á-
ætlunarflugle ðum en nokkru sinni
fyrr, bæði á flugleiðum innanlands
og milli Ianda. Vöruflutningar og
póstflutningar jukust niilíi landa
en minnkuðu innanlands, en tvisvar
á árinu lamaðist starfsemin vegna
verkfalla.
Á flugleiðum félagsins m.lli
landa flugu 28.937 arðbærir farþeg
ar, á móti 25.750 árið áður. Aukn-
ing 12,3%. Arðbærir vöruflutning-
ar milli landa námu 332,5 lestum á
móti 286,5 lestum árið á undan og
varð aukning 16%. Þá jukust póst-
flutningar einnig, námu 90,6 lest-
um á móti 72 lestum ár.ð á und-
an. Aukning 25,7%.
INNANLANDSFLUG.
Innanlands voru arðbærir far-
þegar á áætlunarleiðiun félagsins
62.056 á móti 61.554 árið áður. —
Aukning 0.8%. Vöruflutningar og
póstflutnisigar urðu hins vegar
minni en árið á undan, fluttar voru
973,7 lestir af vörum á móti 1109,
6, rýrnun 12,2% og 117,4 lestir af
pósti á móti 126,9 lestum árið áð-
ur, sem er 7.5% minna.
LEIGUFLUG OG AÐRIR
FARÞEGAR.
Farþegar í leiguflugi voru á ár-
inu 6510 á móti 8000 árið áður.
Arðbærir farþegar í áætlunarflugi
og leiguflugi voru samtals 97.503
Framhald A bls. 6.
hefir ekki einungís komið I veg
fyrir kyrrstöðu og afturhvarf í
listum heldur skapað nýtt og
frjálshuga viðhorf til listanna og
skilið eftir mörg stórvirki, sem
oss þykja nú sjálfsögð og ómiss-
andi.
Um hin ýmsu áþreifanlegu
stórvirki, sem Ragnar Jónsson
hefir hrundið í framkvæmd,
ræði ég ekki sérstaklega hér,
enda þótt atbeina hans hafi gætt
víðar en lýðum er Ijóst. Það yrði
of langt mál, og það tilheyrir
almennri sögu. Hitt er mér hug-
stæðara á afmæli hans, hvernig
hann hefir á persónulegri hátt
veitt listunum brautargengi.
Hann hefir, að ríkinu sjálfu ekki
undanskildu, allra aðila bezt
stutt fslenzkar listir á þann veg,
sem að lokum skiptir mestu
máli: hann hefir styrkt einstakl-
inginn með því að efla metnað
hans og gera honum kleift að
vinna í næði. Hann hefir leynt
sem Ijóst veitt ógrynni fjár til
styrktar einstökum listamönn-
um, greitt þeim vinnu þeirra
ríkulegar en dæmi eru til hér-
lendis, fundið þeim úrkosti, skap-
að þeim starfssvið. Hitt er einn-
ig víst, að hann hefir jafnoft
með einskærum persónulegum
töfrum leyst þrautir þeirra, sem
á vegi hans hafa orðið.
„Guð hjálpi mér, en til hvers
er það, ég má biðja hann Am-
grím minn á Sigríðarstað", segir
þar. Á hinum síðustu tfmum,
þegar ríki og stofnanir eru að
verða guðir listamanna, reynist
samt enn svo, að það þarf að
„biðja Ragnar".
Ég sagði áður, að það væri
erfitt að skilja Ragnar. Ekki af
því, að hann sé svo gjörólfkur
öðrum mönnum, að allan saman
burð skorti, — enda þótt hann
eigi framtak, stórhug, dirfsku,
hugkvæmni og örlæti hjarta og
handar fram yfir flesta einstaka
menn — heldur af þvf, að hann
er öðrum mönnum svo miklu
mennskari.
Kristján Karlsson.
stofan að hverfa fyrir næsta
hom.
Ekkert er þó jafn dularfullt
við Ragnar sem hinn sfbrenn-
andi áhugi hans, afkastasemi og
dirfska. Sumir líta svo á, að
hann sé haldinn heilögu æði og
segjast hafa slæma reynslu af
því. Það er rétt, að Ragnar fer
stundum fullgeyst að margra
dómi, en hans vegir eru ekki
okkar vegir, og ekki kysi ég,
þegar á allt er litið, að hann
ari hugheilar afmælisóskir og
votta honum þakklæti mitt per-
sónulega. Viðkynning okkar
hefur veitt mér sanna gleði. Ég
hef reynt hann að drengskap f
hvívetna.
Hannes Pétursson.
★
Ef útlendingur, fáfróður um
íslenzk mál, tæki sér fyrir hend-
komna ósérplægni og örlæti,
sem sést ekki fyrir. Eða þann
athafnamanns stórhug, sem
snýst að óhagnýtum efnum eins
og listum og menningarmálum
án þess að tilskilja sér þakkir,
auk heldúr meira.
En vfst munu flestir íslend-
ingar þakklátir þeim manni, er
hefir haldið uppi í landinu und-
anfarinn aldarfjórðung þrot-
lausri menningarbaráttu, sem
Ragnar Jónsson á heimili sínu á Reynimel.
Ragnar Jónsson sextugur
J