Vísir - 07.02.1964, Side 15
Föstudagur 7. febrúar 1964.
75
Hvaðan gat hann hafa fengið
peninganá? Hvaða maður gat
hafa verið svo blindur að iána
honum þá? En var í rauninni
hægt að reiða sig á, að þetta
væri satt? Líklega var þetta ekki
rétt, því að ef satt væri, hverj-
um hefði hann þá átt að trúa
fyrir þessu fyrstum manna, ef
ekki honum sjálfum - Hannibal
Gervasoni?
Á þessa leið voru hugsanir
Hannibals, og nú sagði læknir-
inn, félagi hans:
- Er þessi Paroli, sem þeir
voru að tala um, ekki vinur
yðar?
- Jú, en ég legg ekki trúnað
á þetta.
- Hví ekki?
— Ég hitti þennan samlanda
minn þann þriðja og þá ætlaði
hann til Lundúna, og hvernig
ætti allt þetta að geta hafa gerzt
á jafnskömmum tíma.
Hannibal ætlaði að fara að
spyrja stúdentinn, sem hrifnast-
ur var af Paroli, nánar um þetta,
en í sömu svifum jókst hávað-
inn í Öldunni um helming. Or-
sökin var sú, að inn kom ung
stúlka, sem var almennt fagnað.
Hún var forkunnarfögur og
klædd flauelskápu með otur-
skinni. Það var hrópað húrra fyr
ir henni og einn gestanna kall-
áði'rhfifiTi:
— Lifi Soffía hin fagra, sem
alltof sjaldan heiðrar okkur með
návist sinni.
Og skvaldrið og glasaglamr-
ið og ópin jukust um allan helm-
ing.
Og Soffía hin fagra gekk bros-
andi milli borðanna og heilsaði
Ég get ómögulega skilið hvað
verður um alla húshaldspening-
ana.
upp á mannskapinn og sagði:
— Það hefur nú sínar ástæð-
ur, að ég get ekki komið oftar
en ég geri. Það liggur nefnilega
þannig í því, að „assessorinn"
minn er svo hræðilega afbrýði-
samur - hann hefur harðbann-
að mér að stíga fæti inn fyrir
dyrnar á knæpunum við Michel-
breiðstræti - af ótta við, að ég
hitti þar gamla vini! Eins og
ég hitti ekki alls staðar fyrir
gamla vinit
- Og ertu þá komin í kvöld
til þess að hitta einhverja slfka
- heppna, gamla félaga, spurði
einn stúdentinn.
- Nei, mér bragðast aðeins
ferskir ávextir nú orðið.
- En ég er .ferskur ávöxtur1,
sagði stúdentinn.
— Ha, ha, ha, nei, litli vin, —
gerðu þér engar vonir. Og ef ég
segi alveg satt, er ég að leita
að Ernesstine.
- Emesstine er horfin, sagði
einhver, - nema hún hafi þá
náð í dómara eins og þú, sem
hefur stungið henni f einangrun-
ai'klefa.
— Assessorinn minn, já, hann
er nú sniðugur, það er rtáungi,
sem veit sínu viti, enda liggur
hann í laga-doðröntum, ef hann
er þá ekki að grúska í skjölum
allan liðlangan daginn.
- .En þá hlýtur þú að vera
frjáls sem fuglinn ...
- Ég get aldrei verið örugg
— hann hefur þann leiða sið, að
honum skýtur upp, þegar maður
á sízt von á - og þegar ég held,
að hann sé önnum kafinn við
að yfirheyra, blessuðum föngun-
um til ama, er hann allt í einu
kominn. Hann var annars með
móður sína í stofnun við Rue
de la Santé í dag til lækninga.
— Eigið þér við frú de Gevr-
ey? spurði hrifni stúdentinn.
— Kemur heim, hún er móðir
assessorsins míns. Hann er víst
feikn slyngur. Hann læknaði
hana — og án uppskurðar. Hún
var að verða eða var víst orð-
in blind.
Sumir ráku upp hlátur.
— Já, þið getið hlegið, sagði
Soffía, en þetta er satt samt.
— Hún hefur rétt fyrir sér,
sagði stúdentinn. Ég var þarna
viðstaddur. Og hann sagði frá
lækningaaðferðinni.
Þegar Hannibal heyrði þetta
efaðist hann ekki lengur, því að
Paroli hafði sagt honum frá tví-
glerjauppfinningu sinni.
Soffía hin fagra var setzt, og
á ótrúlega skömmum tíma hafði
hún fyrir framan sig nokkur
glös af öli, og nokkur með ab-
sinth og bitter í, líka fáein
glös af líkjör til að mýkja kverk.
arnar. Allir vildu sem sé vera
veitendur í von um hylli hennar.
- Ja, ég fengi nú aldeilis
timburmenn, ef ég skellti þessu
í mig, sagði hún og rak tveim
þeim, sem næstir henni voru,
olnbogaskot.
Hannibal Gervasoni stóð upp
og gekk til stúdentsins, sem
hafði látið niesta hrifni í ljós,
og sagði:
- Afsakið, þér sögðuð, að
hinn nýi eigandi lækningastofn-
unar Griskys væri Angelo Par-
oli.
— Alveg rétt, svaraði stúd-
entinn, ég hef tvisvar gengið
stofugang með honum og sann-
færzt um allt, sem ég tók fram.
Ég hlakka til að njóta leiðsagn-
ar hans.
— Haldið þér, að ég hitti hann
í stofnuninni, ef ég færi þahgað
nú?
— Það veit ég ekki, en þér
getið alveg vafalaust hitt hann
þar í fyrramálið.
— Þakka yður fyrir.
— Ég fér riú, sagði Hannibal
við lækninn, félaga sinn.
— Svo snemma?
- Já, ég þarf að kynna mér
hvað er að gerast í stofnun Gris-
kys læknis.
Hann kvaddi stéttarbróður
sinn með handabandi.
Þegár hann var í þann veginn
að ganga fram hjá húsi sínu
vildi svo til, að húsvörðurinn
stóð í dyrum úti og kom auga
á hann. Kallaði hann til hans og
sagði, að borizt hefði bréf til
hans.
Gervasoni tók við bréfinu og
sá, að það var frá Paroli.
Það var vagnstjóri, sem kom
með það - einkennisklæddur
vagnstjóri leiguvagns.
Gerbasoni reif upp bréfið og
las eftirfarandi:
,.Mio carissimo Gervasoni.
Ég bíð eftir þér í kvöld kl.
6Í4 í Vachetti-veitingastofunni
við Saint-Michel breiðstræti. Þú
verður að neyta með mér mið-
degisverðar.
Vinur þinn, Angelo Paroli“
Gervasoni var fúrðu lostinn.
Hann gat ekki botnað í þessu.
Angelo er í París, hugsaði hann,
og ég hélt hann vera í Lundún-
um. Og hann/er orðinn eftirmað-
ur Griskys í stað þess að hafa
fengið lélega stöðu á Englandi.
Hið sanna er oft ótrúlegast, seg-
ir franskur málsháttur. Sú hef-
ur að minnsta kosti reyndin orð-.
ið að því er Paroli varðar.
6.
Gervasoni fór heim og hafði
fataskipti og lagði svo leið sína
í veitingastofu Vachetti. Þegar
hann var kominn inn úr dyrun-
um svipaðist hann um eftir Par-
oli, en hann var ekki kominn,
honum hafði seinkað, vegna
þess að hann hafði farið á fund
lögfræðingsins, sem var að
ganga frá skjölunum varðandi
söluna á lækningastofnuninni.
Vantaði klukkuna fjórðung
stundar í sjö, er hann kom í
veitingastofuna.
Hannibal fagnaði honum bros-
andi og þeir tókust í hendur,
vinirnir, og Hannibal gat ekki
um annað hugsað en rtina miklu
breytingu, sem orðin var á Par-
oli. Nú var ekkert, sem minnti
á „zigaunann“ absinth-drykkju-
manninn, fjárhættuspilarann. í
hans stað var kominn virðulegur
maður og öruggur með sjálfan
sig.
- Kæri vin, sagði Hannibal
Gervasoni, þú verður að út-
skýra fyrir mér„ hvernig ...
- ... á því stendur, að þú hitt
ir mig í París, þar sem þú hugð-
ir mig vera í London eða ein-
hvers staðar á Englandi! Já, ég
get svo sem trúað, að þú hafir
orðið hissa, er þú fékkst *bréf
mitt. -—i-
Paroli sagði þetta hlæjandi.
- Það er nú svo. Ég var bú-
inn að frétta klukkustundu áður,
að þú værir í París, svo að ég
varð ekki hissa.
- Hvernig fréttirðu þaö?
- Ég var staddur í Öldunni
og þar var ekki um annað talað
í kringum mig en að þú hefðir
tekið við lækningastofnun Gris-
kys.
- Og þetta var umræðuefni
.manna?
— Ég hefði nú haldið það.
- Og þú sjálfur -
— Ég þarf ekki að taka fram,
hve undrandi ég varð.
- Ég skal segja þér allt af
létta, en nú skulum við fá okk-
ur að borða. Fyrst verðum við
að fá okkur glas._______________
T
A
R
Z
A
N
THE AEKOSA.NT SATUSI
SPEARWEW ALLOW
TARZAN TO WALK
WITH THEM, THROUSH
'UON COUNTÍÍY'-
gUT WILL NOT HELF
HKA CARR.V IMJUREF
MURSE MAOAU.
f WHAT 70 you JWEAN,'
THESE LAZy SAVAGES
t\R£ LETTING US
TKAVEL WITH THEM,
TARZAN FEAK.? ,
I THINK THEY'EE
A50MINASLE!
2-8-6405
tu*‘r ki« Purrouih*. Xse.—Tir.llti Tr ■ r.f r,w
Cí^tr. by Unitod Fcature Syndicat*. Ine.‘
Hvað meinar þú með að þessir
lötu hottentottar leyfi okkur að
ferðast með sér, Tarzan? Ef ein-
hver þeirra rétti mér hjálp-
arhönd v!ð að bera þig, þá myndu
hinir hæðast að honum fyrir að
vera þræll. Það lítur út fyrir að
þeir hafi gaman af erfiðleikum'
þínum, segir
hata Batusa.
stúlkan gröm, ég
Slæsiiegir
bílar
N.S.U. Prinz ’64. Sérstakl.
glæsilegur.
Consul Cortina ’63. Glæsil.
Volkswagen ’62. Fallegurh
bíll. Hagstætt verð.
Opel Capitan ’55, nýinnfl.
1. flokks bíll.
Pontiac ’56, mjög fallegur./
Chevrolet ’55, góður bíll.
Merkury ’53, fallegur og/
góður bíll.
^/gAMLA BfLASALAÍÍV
SKtLAGATA 55 — SÍMIISipfl
Sími 2 3136
Stærst úrvaf bif-
reiðu ú einum stað.
Se:[. :(Lá‘örugg hjú
okbr.
Bílakjör
Nýir bílar,
Commer Cope St.
BIFREIÐALEIGAN
Bergþórugötu 12. Simar 1366C
34475 og 3Ö598.
liflhúsborð —
Eldhússtólur
Miklatorgi